Morgunblaðið - 16.06.1995, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 39
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Björn Blöndal
ÞEIR voru heiðraðir á sjómannadaginn í Keflavík, Njarðvík og
Höfnum, Guðlaugur Karlsson skipstjóri og útgerðarmaður og
Anders Guðmundsson vélsljóri.
Sjómenn heiðraðir
Keflavík. Morgunblaðið.
VERKFALL sjómanna setti
óneitanlega nokkurn svip á há-
tíðarhöld sjómannadagsins i
Keflavík, Njarðvík og Höfnum
og ekkert varð úr skemmtisigl-
ingum báta sem hafa verið ákaf-
lega vel sóttar undanfarin ár.
Að öðru leyti voru hátíðarhöldin
með hefðbundum hætti. Aðsókn
að skemmtidagskránni við höfn-
ina hefur þó oft verið meiri.
Ræðumaður dagsins var Helgi
Laxdal og gerði hann að umtals-
efni öryggisútbúnað sjómanna
og kvótakerfið. Sjómannamessa
var i Ytri- Njarðvíkurkirju en
hátíðarhöldin fóru fram í höfn-
inni í Keflavík. Þar var m.a.
kappróður, koddaslagur, björg-
unarsund, reiptog og þyrla Land-
helgisgæslunnar sýndi björgun
úr sjó.
Tveir aldraðir sjómenn voru
heiðraðir, Gunnlaugur Karlsson
skipsljóri og útgerðarmaður og
Anders Guðmundsson vélstjóri.
Sjómanna-
dagurinn í
Stykkishólmi
Stykkíshólmi. Morgnnblaðið.
SJÓMANNADAGURINN var
haldinn hátíðlegur í Stykkis-
hólmi á hefðbundin hátt. Sjó-
menn gengu í skrúðgöngu til
kirkju og var þar haldin sjó-
mannamessa þar sem sóknar-
presturinn sr. Gunnar Eiríkur
Hauksson messaði.
Það er siður í Stykkishólmi á
sjómannadag eins og víðar ann-
ars staðar að heiðra aldna sjó-
menn. Að þessu sinni heiðruðu
sjómenn Lárus Kristin Jónsson.
Lárus Kristinn er fæddur 1913
í Stykkishólmi og hefur starfað
allan sinn aldur hér í bæ. Hann
hefur stundað margvísleg störf
í gegnum árin, var um tíma
klæðskeri og þá hefur hann
verið umsjónarmaður í skólun-
um og kirkjuvörður til margra
ára. Þá stundaði hann sjó hér
áður fyrr í mörg ár og starfaði
þásem kokkur.
Lárus fór margar síldar-
Morgunblaðið/Árni Helgason
Lárus Kristinn Jónsson
vertíðar á Tjaldi og Hamri frá
Rifi, Runólfi frá Grundarfirði
og svo á Þórsnesi frá Stykkis-
hólmi. Hann er 82 ára og heldur
sér vel og var fyrstur Hólmara
til að setja niður kartöflur nú í
vor.
Lendingarkeppni
vélflugmanna
Haukur
hreppti
„Silfur-
Jodelinn“
xíi&kiítií
Morgunblaðið/PJJ
BRÆÐURNIR Haukur og Snorri Snorrasynir eftir velheppnaða
lendingu Hauks, sem sést á efri myndinni.
FYRSTU lendingarkeppni vélflug-
manna í sumar, sem fram fór á
Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ
fyrir nokkru, lauk með sigri Hauks
Snorrasonar.
Alls luku 18 flugmenn keppni
áður en mótshaldi var hætt eftir
að einnni keppnisvélanna hlekktist
á í flugtaki.
Keppnin var haldin á vegum
Flugklúbbs Mosfellsbæjar og var
fyrri hluti keppni um bikar sem
nefnist „Silfur-Jodelinn“. Keppni
um þennan bikar fer þannig fram,
að keppt er um hann tvisvar á ári,
í upphafi sumars og að hausti, og
er sigurvegari keppninnar sá flug-
maður sem fæst refsietig fær úr
báðum umferðum. Síðari hluti
keppninnar um „Silfur-Jodelinn“
verður væntanlega haldinn laugar-
daginn 2. september nk. á Tungu-
bökkum.
í lendingarkeppni vélflugmanna
er keppt samkvæmt alþjóðareglum
FAI, alþjóðasambands flugmálafé-
laga. Hver flugmaður lendir fimm
sinnum, einu sinni með fijálsri
aðferð, tvær gervinauðlendingar
og ein lending yfir tveggja metra
hindrun sem er í fimmtíu metra
fjarlægð frá marklínu. Gefín eru
refsistig fyrir fjarlægð frá mark-
línu. Ennfremur eru gefin refsistig
fyrir hluti eins og að nota hreyfil-
afl í gervinauðlendingu, að nota
vængbörð þegar það er ekki heim-
ilt, o.fl.
Sigurvegari í fyrri umferð um
„Silfur-Jodelinn“, Haukur Snorra-
son, flaug einmitt flugvél af Jodel-
gerð, Jodel DR 250, TF-RJR, og
hlaut hann alls 93 refsistig. í öðru
sæti var Bernharð Linn, sem
keppti á Piper Warrior TF-SPA,
með 109 refsistig, í þriðja sæti var
Kári Kárason á Cessna 152 TF-
FTL með 122 refsistig.
SVR ekur
eins og á
helgidögum
VAGNAR SVR aka laugardaginn
17. júní eftir tímaáætlun helgidaga,
þ.e. á 30. mín. fresti, þó þannig að
aukavögnum verður bætt á leiðir
eftir þörfum.
Frá kl. 12, þegar hátíðarhöldin
hefjast í Lækjargötu, er breytt frá
venjulegri akstursleið vagnanna og
nær breytingin til þeirra vagna sem
aka um Lækjargötu.
Vagnar^á leiðum 2, 3, 4 og 5 á
vesturleið munu aka um Sæbraut,
Geirsgötu, Pósthússtræti og
Tryggvagötu með viðkomu við Toll-
stöð.
Á austurleið hafa þessir vagnar
viðkomu í Hafnarstræti.
Vagnar á leiðum 6, 7, 111 og 112
sem venjulega hafa endastöð við
Lækjartorg verða með endastöð í
Hafnarstræti vestan Pósthússtrætis.
Vagnarnir munu aka þar til dag-
skrá lýkur og verða síðustu ferðir
frá miðborg kl. 2.05 eftir miðnætti.
-----»---------
Kynning á Nátt-
úrufræðihúsi
Háskóla Islands
SAMSTARFSNEFND Háskóla ís-
lands og Reykjavíkurborgar um
skipulagsmál á lóð H.í. auglýsir
kynningu á fyrirhugaðri byggingu
Náttúrufræðihúss á lóð Háskólans í
Vatnsmýri. Kynningin er á af-
greiðsluhæð Þjóðarbókhlöðu og
stendur hún í fjórar vikur frá og
með 15. júní til 13. júlí.
Einnig er til sýnis rammaskipulag
að austurhluta háskólalóðar sem
unnið hefur verið á sl. árum á vegum
samstarfsnefndarinnar og var kynnt
almenningi í janúar 1991.
Ábendingar eða athugasemdir
skulu sendar til Borgarskipulags
Reykjavíkur fyrir 13. júlí 1995.
.....■»'■»• ♦--
Barmnælur
til styrktar
fötluðum
ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra
stendur fyrir sölu, í dag, föstudaginn
16. júní, í Kringlunni, á sérhönnuð-
um barmnælum til styrktar utanför
íþróttamanna á Alþjóðasumarleika
þroskaheftra sem verða í Connectic-
ut í Bandaríkjunum 1.-9. júlí nk.
Listakonan Elínrós Eyjólfsdóttir
hannaði skartgrip, barmnælu með
tákni leikanna og handmálaði á
.postulín í númerraröð frá 1-900.
Verð á barmnælu er 1995 kr.
Doktorsritgerð í
rafmagnsverkfræði
ELÍAS Bjarnason varði
27. febrúar sl. doktors-
ritgerð í rafmagns-
verkfræði frá Tec-
hnische Hochschule
Darmstadt í Þýska-
landi.
Ritgerðin fjallar um
stærðfræðilega grein-
ingu ákveðins hóps að-
hæfðra sía og prófun
þeirra í rauntímaum-
hverfí. Síur þessar hafa
þann eiginleika að læra
af reynslunni og endur-
bæta sig sífellt. Þær
eru m.a. notaðar í
mögnunarkerfum sem
hafa þann tilgang að
eyða truflandi lágtíðnihljóum eins
og vélarhljóðum úr umhverfi okkar.
Andmælandi var Prof. Dr.-Ing.
W.F.G. Mecklenbráuker frá Tækni-
háskólanum í Vín í Austurríki. Leið-
beinandi var Prof. Dr.-Ing. E.
Hánsler, prófessor í
merkjafræði við
Tækniháskólann í
Darmstadt.
Elías lauk stúdents-
prófi frá MA árið 1980,
prófí í rafmagnsverk-
fræði frá HI 1984.
1986 hóf hann seinni-
hlutanám við Tæknihá-
skólann í Darmstadt í
Þýskalandi og lauk
þaðan Dip.-Ing. prófi
1989 og Dr.-Ing. prófi
í rafmagnsverkfræði
frá sama skóla 27.
febrúar sl. Elías er
fæddur 11. apríl 1959,
sonur hjónanna Bjarna
P. Jónssonar og Estherar Elíasdótt-
ur. Elías er kvæntur Salóme Kristj-
ánsdóttur, líffræðingi, og eiga þau
tvö börn, Bryndísi Björk 5 ára og
Ásgeir Björn 1 árs. Elías starfar
nú hjá Rockwell á íslandi.
Dr. Elias
Bjarnason
Messur sautjándajúní
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há-
Messa kl. 10.30. Messa kl. 14.
Ensk messa kl. 20. Laugardaga
messa kl. 14 og ensk messa kl.
20. Aðra rúmhelga daga messur
kl. 8 og kl. 18.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa
kl. 11.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía:
HJÁLPRÆÐISHERINN: Kaffisala í
dag kl. 14-19. Hugvekjustund kl.
18. Hjálpræðissamkoma á sunnu-
dag kl. 20: Elsabet Daníelsdóttir
talar.
FÆREYSKA sjómannaheimilið:
Samkoma sunnudag kl. 17.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morg-
unsöngur kl. 11. Organisti Helgi
Bragason. Athugið breyttan tíma.
Þórhildur Ólafs.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 13 þann 17. júní. Sr. Bjarni
Þór Bjarnason messar. Ritningar-
lestra flytja þeir Jón Gunnar Stef-
ánsson, bæjarstjóri og Jón Hólm-
geirsson, bæjarritari. Kór kirkjunn-
ar syngur. Organisti er Siguróli
Geirsson. Sr. Jóna Kristín Þorvalds-
dóttir.
Guðspjall dagsins:
En Abraham sagði við hann:
„Ef þeir hlýða ekki Móse og
spámönnunum, láta þeir ekki
heldur sannfærast, þótt ein-
hver rísi upp frá dauðum."
(Lúk. 16, 31.)
KEFLAVÍKURKIRKJA: Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 12.30 þann 17.
júní. Athugið breyttan messutíma.
Barn borið til skírnar. Skátar að-
stoða. Prestur: Ólafur Oddur Jóns-
son. Kór Keflavíkurkirkju syngur
ættjarðarlög við athöfnina. Organ-
isti: Einar Örn Einarsson.
BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjal-
arnesi: Messa 17. júní kl. 11 f.h.
Gunnar Kristjánsson sóknarprest-
ur.
SKÁLHOLTSPRESTAKALL:
Messa á Torfastöðum 17. júní kl.
13.30. Síra Sigurður Sigurðarson,
vígslubiskup, predikar. Organisti
Hilmar Örn Agnarsson. Hesta-
menn fylkja liði við messulok og
ríða í Reykholt. Messa í Skálholti
sunnudaginn 18. júní kl. 11. Org-
anisti sá sami. Messa og skírn í
Haukadal 18. júní kl. 14. Organisti
sami. Sóknarprestur.
STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols-
velli: Hátíðarguðsþjónusta þjóðhá-
tíðardaginn 17. júní kl. 11. Sóknar-
prestur.
ODDASÓKN: Messa í Oddakirkju
á Rangárvöllum 1. sunnudag eftir
trínitatis, 18. júní kl. 11. Sóknar-
prestur.
LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj-
um: Hátíðarmessa á þjóðhátíðar-
degi kl. 11. Altarisganga. Heitt á
könnunni að messu lokinni. Boðið
er upp á akstur frá dvalarheimilinu
Hraunbúðum.
AKRANESKIRKJA: Hátíðarguðs-
þjónusta 17. júní kl. 13. Ávarp flytja
stúdentarnir Arnheiður Hjörleifs-
dóttir og Hrafnhildur Ýr Kristjáns-
dóttir. Björn Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Messa
verður í Borgarneskirkju kl. 13.
Ath. breyttan messutíma. Árni
Pálsson.