Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
732
240
fjjUinningur: Danmerkur (1) og Noregs (2)
UPPLÝSINQAH, SÍMSVARI 91- 88 15 11
LUKKULÍHA 99 10 00 - TEKTAVARP 451
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
?IAno7
LANDSMÓT UNGLINGADEILDA
SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS
Landsmótið verður haldið á Reyðarfirði í landi
Sómastaðagerðis dagana 30. júní til 2. júlí.
Mótið verður sett að morgni föstudags og lýkur um
hádegi á sunnudag. Unglingadeildir Slysavarnafélagsins
eru beðnar að skrá sig sem fyrst til að auðvelda
skipulagningu mótsins.
Skráning fer fram í aðalstöðvum félagsins og er
þátttökugjald kr. 2.000.
Verkefnin verða marevíslee oc spennandi
- skráið ykkur sem fyrst!
Allar upplýsingar veitir Guðjón Guðjónsson.
Slysavarnafélag islands,
Grandagarði 14,101 Reykjavík,
Sími 562 7000.
Eðalflís er unnin úr gæðaefninu Polartec. Efnið er
þykkt og létt með tvíhliða flosáferð og hefur hátt
einangrunargildi. Það er laust við skrjáf og hnökrar
ekki. Eðalflís heldur líkamshitanum vel Ínni og er
því kjörin bæði sem innri- og ytriflík.
ifN
SKÚLAGÖTU 51, SÍMI: 551 1520. OG FAXAFENI 12, SÍMI: 588 6600
Vinningstölur
miövikudaginn:
14. júní 1995
FJÖLDI
VINNINGA
ViNNINGAR
UPPHÆÐ
Á HVERN VINNING
15.757.000
6 af 6
5 af 6
333.750
4-bonus
43.700
5 af 6
202
2.060
4 af 6
Aöaltölur:
3 )(10 )(15
22 I 35 I 41
BÓNUSTÖLUR
Helldarupphæð þessa viku:
48.458.750
á ísl.:
1.187.750
I DAG
Farsi
COSPER
COSPEK
I----I ~
ÞETTA er örugglega auglýsingastarfsemi hjá
gluggaþjónustunni, sem verið var að opna.
Leiðréttingar
Rangt nafn
I grein um ferðir skemmti-
ferðaskipa til Akureyrar í
gær var rangt farið með
nafn Gunnars Arasonar
hafnarvarðar og eru hlut-
aðeigandi beðnir velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Synir Stalíns
f frétt frá Reuter-frétta-
stofunni sem birtist á for-
síðu Morgunblaðsins á
miðvikudag var sonum
Jósefs Stalíns ruglað sam-
an. Stalín átti tvo syni,
Jakov og Vassílíj og voru
þeir hálfbræður. Sá fyrr-
nefndi var eldri og var í
landhemum en ekki í flug-
hemum eins og ranghermt
var í fréttinni. Jakov var
drepinn í þýskum fanga-
búðum 1943. Rétt er hins
vegar að það er sonur
þessa manns, Jevgeníj
Djúgasvilíj, sem nú krefst
þess að nafn afa síns, Stal-
íns, verði hreinsað.
Yngri sonur Stalíns,
Vassílíj (fæddur 1921),
var hins vegar hafínn til
æðstu metorða innan flug-
hersins en var þó einkum
alræmdur fyrir drykkju-
skap og siðleysi. Hann lést
1962.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Hjól týndist
SAHARA Diamond-gíra-
hjól, fjólublátt að lit, var
stolið frá Miklubraut 50
um síðustu helgi. Sá sem
hefur orðið hjólsins var
vinsamlegast hafi sam-
band í síma 562-5280.
Týnt fjallahjól
WEELER-fjallahjól,
rauðbleikt á litinn, var
tekið frá Vinnuskólanum
í Hafnarfirði þriðjudag-
inn 13. júní sl. Ef einhver
getur gefíð uppl. um hjól-
ið vinsamlegast hringi í
síma 565-0616.
Hjól týndist
GÖTUHJÓL hvarf þar
sem það var skilið eftir
fyrir neðan Þrengsla-
vegamót si. laugardag.
Hjólið er blátt. Þeir sem
geta gefið upplýsingar
um hvarf hjólsins vin-
samlegast hringi í síma
557-3955.
Gæludýr
Köttur í
vanskilum
FALLEGUR fressköttur,
bröndóttur með dökkar
rendur (langröndóttur)
með ljósar loppur hefur
haldið til í garðinum mín-
um undanfamar vikur.
Hann er gæfur og mann-
elskur en var ræfilslegur
þegar hann settist að í
garðinum í maí. Eigend-
ur kisu eru vinsamlegast
beðnir að hringja í síma
557-7305.
Með morgunkaffinu
í MÍNU tilviki var það
hinn fullkomni glæp-
ur sem var fullkom-
lega upplýstur.
Víkveiji skrifar...
FYRIR nokkru var Víkverji við-
staddur skólaslit Mennta-
skólans í Hamrahlíð. Þetta var
afar hátíðleg athöfn. Hugur Vík-
verja hvarflaði aldarijórðung aftur
í tímann þegar hann sjálfur út-
skrifaðist frá þessum skóla.
Nokkrir þeirra kennara sem þá
störfuðu við skólann eru þar enn,
þar á meðal rektorinn, Ornólfur
Thorlacius. Viðstaddur nú var
fyrsti rektor skólans, Guðmundur
Arnlaugsson. Víkveiji hefði viljað
klappa vel og lengi fyrir Guð-
mundi en þess gafst því miður
ekki kostur. Líklega hefur gleymst
að nefna hans nafn við athöfnina.
Þessir kennarar lögðu grunninn
að MH undir stjórn Guðmundar
og hafa séð til þess að halda
kennslu við skólann í svo háum
gæðaflokki, að hann telst óumdeil-
anlega í hópi fremstu framhalds-
skóla þessa lands.
xxx
YRIR 25 árum söng Kór
Menntaskólans við Hamrahlíð
við útskriftarathöfnina undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Enn var Þorgerður mætt með sinn
frábæra kór, og setti hann að
venju mikinn svip á athöfnina.
Þorgerður hefur unnið ómetanlegt
menningar- og uppeldisstarf við
skólann í þau 27 ár sem hún hef-
ur stjómað kórum við skólann.
Víkvetji tók sérstaklega eftir því
að fjölmargir af þeim nemendum
sem fram úr höfðu skarað og verð-
laun hlutu við útskriftina, sungu
í kórnum. Þar á meðal stúlkurnar
þrjár, sem voru dúxar skólans nú.
Það var vel til fundið hjá 15 ára
stúdentum að færa skólanum að
gjöf lag eftir Kjartan Ólafsson við
texta Páls Valssonar og Þorvaldar
Óttars Guðlaugssonar, en þeir þrír
eru í hópi gefenda. Kórinn frum-
flutti lagið við athöfnina og gat
Víkveiji ekki heyrt betur en þarna
sé á ferðinni lag, sem líklegt er
að eigi eftir að heyrast oft.
xxx
FYRR í vikunni brá Víkveiji sér
á völlinn til þess að sjá hinn
bráðskemmtilega landsleik gegn
Ungveijum. Eina sem skyggði á
leikinn var hið bága ástand á þjóð-
arleikvangi okkar í Laugardal. Það
gerist vor eftir vor að völlurinn
kemur kalinn og skellóttur undan
vetri og forráðamenn íþróttamála
yppa bara öxlum. Þetta er auðvit-
að reginhneyksli og borgaryfirvöld
verða að taka á málinu. Víkveiji
keyrði að gamni sínum framhjá
tjaldstæðunum í Laugardal. Þar
var allt iðagrænt! Hver er eigin-
lega skýringin.
xxx
FYRR á árinu heyrðust þær
raddir að rétt væri að skipta
um landsliðsþjálfara vegna slaks
árangurs liðsins. Eftir tvo góða
leiki í röð hafa þær raddir þagn-
að. Hins vegar má vel gagnrýna
landsliðsþjálfarann fyrir að velja
Bjarka Gunnlaugsson aldrei í byij-
unarlið sitt. Það lifnar alltaf yfir
liðinu þegar Bjarki er settur inn
á. Hvernig væri að hafa hann í
byijunarliðinu næst, Ásgeir?