Morgunblaðið - 16.06.1995, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1995 43
ÍDAG
BBIDS
llmsjón Guónmndur l'áll
Arnnrson
ILLA hefur gengið að
fínna kostara fyrir heims-
meistaramótið sem halda á
í Beijing í haust, en samn-
ingur Alþjóðabridssam-
bandsins og NEC-sam-
steypunnar er runninn út
og verður ekki endumýjað-
ur. Forseti heimssambands-
ins, José Damiani, hefur þó
lýst því yfír að mótið verði
haldið, þó svo að ekki takist
að fínna styrktaraðila. Þótt
Damiani hafí tekið við
heimssambandinu í haust,
hóf hann undirbúning móts-
ins í Beijing fyrir tveimur
árum þegar hann var þar á
ferð ásamt Svisslendingn-
um Jaimi Ortiz Patino, fyn--
um forseta sambandsins.
Þar tóku þeir þátt í sveita-
keppnisleik við kínverska
ráðamenn, sem margir
hveijir eru liðtækir brids-
spilarar. Spil dagsins ,er
þaðan komið:
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ G103
V 87542
♦ 83
♦ Á65
Austur
* 98
I V KG3
111111 ♦ 9754
♦ 10943
Suður
♦ ÁKD762
y 9
♦ ÁK2
+ KG8
Damiani og Patino voru '
í NS og runnu auðveldlega
í sex spaða:
Vestur Norður Austur Suður
- - 2 lauf
Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar
Pass 3 spaðar Pass 4 grönd
Pass 5 tíglar Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: tiguldrottning.
Damiani drap á tígulás
og spilaði strax hjarta.
Hann fékk tromp til baka,
sem hann tók í borði og
trompaði hjarta hátt. Hann
átti nú eftir þijár innkomur
í borð, svo hann gat fríspil-
að slag í hjartalitinn og
þurfti því ekki að svína fyr-
ir laufdrottningu: 1430.
Agætis afgreiðsla, en
stigin létu á sér standa, því
á hinu borðinu spilaði Deng
Pufang, sonur leiðtogans
Deng Xiaoping, einnig sex
spaða og vann á sama hátt
og Damiani.
Pennavinir
TUTTUGU og fjögurra ára
Ghanastúlka með áhuga á
ferðalögum, sundi og bréfa-
skriftum:
Alicia W. Annan,
c/o Mr. Francis A.
Whyte,
Transport Section,
University og Cape
Coast,
Ghana.
FRÁ Kúbu skrifar piltur um
tvítugt með margvísleg
áhugamál:
Adrian Quintero,
Apartado 9t,
Sagua La Grande,
Villa Clara,
Cuba 52 310.
TUTTUGU of fimm ára
Ghanastúlka með margvís-
leg áhugamál:
P O. Box E62,
Takoradi,
Ghana.
tólf ára sænsk stúlka
með áhuga á flautuleik,
fótbolta, leiklist og bóka-
lestri:
Tiina Pettersson,
Januariv. 11,
S-36fl50 Lessebo,
Sweden.
Vestur
♦ 54
f ÁD106
♦ DG106
♦ D72
Árnað heilla
QrvÁRA afmæli. Átta-
öi/tíu ára er í dag, 16.
júní, Björg Baldvinsdótt-
ir, Lyngholti 14D, Akur-
eyri. Hún verður með heitt
á könnunni í Húsi aldraðra
kl. 15-18 á afmælisdaginn.
/\ÁRA afmæli. Fimm-
Dvjtugur er í,dag 16.
júní Stefán Ólafsson,
Leirutanga 9, Mos-
fellsbæ. Hann og kona
hans Bára Björk Lárus-
dóttir taka á móti gestum
á heimili sínu milli kl. 18
og 21 á afmælisdaginn.
Ljósmyndastofan Nærmynd.
HJÓNABAND. Gefin
voru saman 15. apríl sl.
af séra Árna Bergi Sig-
urbjörnssyni í Áskirkju
Ellen Flosadóttir og
Bolli Bjarnason. Þau eru
til heimilis í Svíþjóð.
Ljósmyndastofan Nærmynd.
HJÓNABAND. Gefin
voru saman 29. apríl sl.
af séra Pálma Matthías-
syni í Bústaðarkirkju
Hrafnhildur Sigurðar-
dóttir og H[jalti Garð-
arsson. Þau eru til heim-
ilis að Dalseli 36.
SKAK
Umsjón Margeir
Pctursson
HVÍTUR á leik.
Það stefnir nú í að Dan-
ir eignist sinn fimmta stór-
meistara. Henrik Daniels-
en (2.430) náði sínum
þriðja og síðasta áfanga á
mótinu í Kaupmannahöfn
í maí. Nú þarf hann að
hækka um 10 Elo-stig til
að hreppa titilinn og má
því segja að hann sé kom-
inn með báðar hendur á
hann. Það þarf stundum
heppni til að yfirstíga síð-
asta áfangann og það sést
í þessari skák Danielsens
við Jens Kjeldsen (2.410)
frá Árósum sem tefld var
í næstsíðustu umferð móts-
ins. Danielsen sem var með
hvítt hafði verið í miklum
kröggum og reyndi nú að
snúa taflinu við með fórn:
30. Rxe6+!? - fxe6??
(Rétt var 30. - fxe6 og
hvítur fær ekki nægar
bætur fyrir manninn) 31.
Df6+ - Kg8 32. Bxe6+ -
Kh7 33. Hxc5! - Dxc5
34. Rf4 - Re7 35. Bf7! -
Hhg8 36. Bxg8+ - Hxg8
37. Re6 - Dc6 38. Dxe7+
- Kh8 39. f3 - De8 40.
Df6+ - Kh7 41. Hcl og
svartur gafst úpp.
HOGNIIIREKKVISI
„B/'nhver gctf féxc "
STJÖRNUSPÁ
TVIBIJRAR
Afmælisbarn dagsins:
Þú kemur vel fyrirþig
orði, og metur fjölskyld-
una mikils.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) **
Einbeittu þér við vinnuna í
dag og láttu ekki afskipta-
saman starfsfélaga trufla
þig. Árangurinn lætur ekki
á sér standa.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Farðu troðnar slóðir í við-
skiptum dagsins, og taktu
enga óþarfa áhættu í fjár-
málum. Njóttu svo kvöldsins
með vinum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú finnur úrræði sem leiðir
til lausnar deilumáls innan
fjölskyldunnar. Einhver
þarfnast aðstoðar þinnar í
dag.
Krabbi
(21. júní — 22. júlf) HIB
Það er að færast fjör í sam-
kvæmislífið, og þér berast
mörg heimboð. En þú þarft
að vanda valið til að tryggja
góða skemmtun.
Ljón
(23. júll - 22. ágúst)
Eitthvað kemur þér
skemmtilega á óvart árdegis,
og hlýlegt viðmót tryggir þér
ánægjulegt kvöld í hópi
góðra vina.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Morgunninn verður erilsam-
ur hjá þér, en annríkið
minnkar þegar á líður. Þér
berast góðar fréttir fyrir
kvöldið.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú hefur tilhneigingu til að
vera óhóflega þver. Reyndu
að sýna þínum nánustu meiri
skilning og umburðarlyndi.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember) 9l(j0
Þú ert eitthvað eirðarlaus í
dag, en úr rætist þegar tæki-
færi gefst til að skreppa út
og blanda geði við góða vini.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Nú er tíminn til að hugsa
um þarfir annarra, og þú
getur rétt vini hjálparhönd í
dag. Aðstoð þín verður mik-
ils metin.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Hafðu augun opin, og nýttu
þér góða dómgreind ef þér
berst freistandi tilboð sem
gæti verið stórgallað þegar
vel er að gáð.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar) $fa
Varastu að vanmeta eigin
getu á sviði fjármála. Þér
tekst að ná samningum um
viðskipti sem eiga eftir að
skila góðum arði.
Fiskar
(19. febrúar-20. mars) L£*
Góð dómgreind auðveldar
þér að setja niður deilur sem
upp koma í vinnunni í dag.
Þú nýtur svo kvöldsins með
ástvini.
Stjörnusþána á að lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vtsindalegra stað-
reynda.
£
Viðar Jónsson skemmtir gestum
til kl. 03
Tilboð:
Rjómalöguð hörpuskelssúpa með pernod.
Rósmarinsteiktar lambakótilettur með grænmeti,
og bakaðri kartöflu á aðeins kr. 1.150
r Hamraborg 11, sími 42166 i
Ama Þorsteinsdóttir og
Stefdn Jökulsson halda uppi léttri
og góðri stemningu
á Mímisbar.
ÁGÚSTU Ög hrafns verða á staðnum
Fordrykkur til kl. 23.00.
Stórhljómsveitin Perlubandið ásamt
söngkonunni Kristbjörgu Löve
Gömlu og nýju dansarnir í kvöld kl. 22-03
Hljómsveit Hjördísar Geirs
leikur fyrir dansi
Miðaverð kr. 800.
...y J[ Miða- og borðapantanir
í símum 587 5090 og 567 0051.