Morgunblaðið - 16.06.1995, Side 52
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, StMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓIF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Megnið af fiskiskipaflotanum hélt til veiða í nótt að loknu verkfalli
Fiskvinnslan komin í
fullan gang eftir tíu daga
MEGNIÐ af fiskiskipaflota lands-
manna lagði úr höfn í nótt eftir að
ljóst varð að samningar sjómanna
og útgerðarmanna höfðu verið sam-
þykktir. Verkfallið stóð í 22 daga.
Sjómenn greiddu atkvæði í gær um
samkomulagið, sem undirritað var á
fjórða tímanum í fyrrinótt. Atkvæði
voru talin hjá ríkissáttasemjara í
gærkvöldi. Já sögðu alls 1.935 þeirra
sjómanna, sem greiddu atkvæði, eða
79,8%. Nei sögðu 450, eða 18,6%,
og 38 skiluðu auðu.
Fiskvinnslan í landinu verður
væntanlega ekki komin í fullan gang
á nýjan leik fyrr en eftir viku til 10
daga, að sögn Arnars Sigurmunds-
sonar, formanns Samtaka fisk-
vinnslustöðva. Hann segir að um
miðja næstu viku verði humar-
vinnsla sunnanlands sennilega kom-
in í gang og einnig vinnsla hjá þeim
fyrirtækjum sem kaupa bátafisk og
fisk af fiskmörkuðum.
„Hjá æði mörgum verður næsta
vika samt mjög léleg, og það má
reikna með því að það verði ekki
fyrr en eftir næstu viku sem vinnsl-
an yfir höfuð verður komin í eðlileg-
ar skorður á ný,“ sagði Arnar í sam-
tali við Morgunblaðið. Hann sagði
að ef fyrstu togararnir, sem víðast
væru mestu hráefnisöflunartækin,
væru komnir inn til löndunar síðari
hluta næstu viku, yrði vinnslan ekki
komin í fullan gang fyrr en eftir þá
viku.
Skipin í allar áttir
„Yfir sumartímann er lítið unnið
um helgar og á nokkrum stöðum er
helgarvinnubann. Verkfall sjómanna
var lengur að hafa áhrif en við reikn-
uðum með, e'n á sama hátt gerist
það að þessi tími líður þar til vinnsl-
an verður komin í eðlilegan gang
aftur,“ sagði Arnar Sigurmundsson.
Átta skip Granda hf. áttu að
leggja úr höfn á miðnætti og að
sögn Þórhalls Helgasonar, aðstoðar-
útgerðarstjóra, var meiningin að
þijú frystiskip fyrirtækisins tækju
stefnuna suður í höf en önnur á mið
nær landinu. Hann sagði að ekkert
skipa fyrirtækisins færi í Smuguna
í Barentshafi enn sem komið væri.
Þorleifur Ananíasson hjá Útgerð-
.arféiagi Akureyringa sagði að brott-
för hefði verið boðuð á miðnætti á
sex af sjö skipum fyrirtækisins, en
ísfisktogarinn Harðbakur verður
hins vegar eftir og fer hann á veiðar
síðar. Þorleifur sagði skipin fara í
allar áttir, en ekkert þeirra færi þó
í Smuguna. Þangað fer hins vegar
Stakfellið frá Þórshöfn og er ljóst
að margir munu fylgjast vel með
aflabrögðum þess þar.
Að sögn Kristjáns Guðmundsson-
ar hjá Hraðfrystihúsi Eskiíjarðar
áttu tvö af þremur skipum fyrirtæk-
isins, Guðrún Þorkelsdóttir og Jón
Kjartansson, að fara í nótt til síld-
veiða, en hins vegar fer Hólmaborg-
in ekki út strax. Sagði hann það
stafa af því að kvótinn sem eftir
væri þýddi ekki nema um einn og
hálfan túr á skip og því ætlunin að
dreifa því eitthvað.
Fleiri yfirmenn samþykkir
Heldur fleiri hlutfallslega sam-
þykktu samningana í hópi yfirmanna
en undirmanna. Af yfirmönnum, þ.e.
félögum í Vélstjórafélaginu og Far-
manna- og fiskimannasambandinu,
sögðu 86,2% já og 12,7% nei. Af
undirmönnum, sem eru félagar í
Sjómannasambandinu, sögðu 75,8%
já og 22,3% nei.
■ Samið um verð alls afla/6
Fiskveiðibrot
Aðeins
verið dæmt
í einu máli
FORSTÖÐUMENN Fiskistofu og
veiðieftirlits eru óánægðir með hæga
meðferð kærumála vegna brota á
lögum um fiskveiðar. Af 25 kæru-
málum til rannsóknarlögreglu eða
sýslumanna hefur aðeins fengizt
endanlegur dómur í einu. Hin eru á
mismunandi stigum rannsóknar.
Fiskistofa og sjávarútvegsráðu-
neytið hafa tvenns konar úrræði
vegna brota gegn lögum um fisk-
veiðar. Annars vegar er að svipta
skip og báta veiðileyfi og hefur það
verið gert svo hundruðum skiptir.
Hins vegar er hægt að kæra og var
fyrsta málið, sem snertir brottkast
afla, nýlega kært.
Fiskistofa hefur ráðið lögfræðing
til að fylgja kærumálum eftir og
varpað fram þeirri hugmynd að
málin fái einn farveg, til dæmis hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins, en
dreifist ekki á sýslumannsembætti
landsins.
■ Forvarnir/26
A
Alversdeilan
Fundur
boðaður
í dag
SAMNINGAFUNDUR hefur verið
boðaður í deilu starfsmanna álversins
í Straumsvík og ÍSAL í dag kl. 14.
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari
ræddi í gær við deiluaðila hvom í
sínu lagi og varð niðurstaðan sú að
ræða saman í dag.
Fjórtán daga lokunarferli álversins
nú nærri hálfnað. Unnið er að
lokuninni í fullri samvinnu milli full-
trúa verkalýðsfélaga og ÍSAL, sem
skipa nefnd um framkvæmd verk-
fallsins. Að sögn Haraldar Jónsson-
ar, fulltrúa verkalýðsfélaganna, hef-
ur verið staðið að málum á heldur
rólegri nótum en áður.
„Verkfall er aðgerð sem í eðli sínu
getur valdið tjóni en markmiðið er
að valda sem minnstu tjóni á niður-
keyrslutímabilinu," segir hann.
■ Stærsti skaðinn/11
------» ♦ ♦------
Chirac skrif-
'*■ ar Davíð
FRANSKI sendiherrann, Robert
Cantoni, afhenti Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra bréf í gær frá Jacques
Chirac Frakklandsforseta, þar sem
hann kveðst vilja skýra forsendur
þeirrar ákvörðunar sinnar að hefja
aftur kjamorkusprengingar í til-
raunaskyni á Kyrrahafi.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra harmaði þessa ákvörðun
frönsku ríkisstjórnarinnar á miðviku-
dag og er bréf Chiraes svar við þess-
yrum andmælum íslenskra stjórnvalda.
Frakklandsforseti segir í bréfi sínu
að ákvörðunin um að hefja aftur
kjarnorkusprengingar í tilraunaskyni
hafi verið tekin eftir vandlega íhug-
un, enda sé Frökkum nauðsynlegt
að viðhalda fælingarmætti kjarn-
orkuheraflans.
■ Gerð grein fyrir/14
Morgunblaðið/Kristinn
FISKVEIÐIFLOTINN hélt á miðin á ný í gærkvöldi, eftir að ljóst var að sjómannafélögin höfðu samþykkt kjarasamningana
°g þriggja vikna verkfalli þar með lokið. Fyrsta skipið sem lagði úr Reykjavíkurhöfn, um kl. 23.30, var Vigri RE 71.
Fjárhagsstaða Reykjavíkur
neikvæð um 8,7 milljarða
FJÁRHAGSSTAÐA borgarsjóðs, þ.e. peningaleg
eign að frádregnum skuldum, - reyndist neikvæð
um ríflega 8,7 milljarða króna, samkvæmt árs-
reikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 1994, sem
Iagður var fram á fundi borgarstjórnar í gær-
kvöldi. Staða borgarsjóðs versnaði um rúmlega
3,3 milljarða króna á árinu. Peningaleg staða
stofnana og fyrirtækja borgarinnar batnaði aftur
á móti um 365 milljónir króna. Mikinn halla má
fyrst og fremst rekja til stóraukins rekstrarkostn-
aðar og minni skatttekna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði
það mikið áhyggjuefni, að rekstrarhalli borgar-
sjóðs væri svo mikill. Hún taldi ljóst að borgaryf-
irvöld væru komin á ystu nöf með rekstur og
nauðsynlegt væri að leita nýrra leiða til úrbóta.
„Það er hreinlega ekki hægt að stofna til varan-
legra rekstrarútgjalda án þess að draga að sama
skapi úr kostnaði á öðrum sviðurn," sagði borgar-
stjóri.
Ingibjörg Sólrún vakti sérstaka athygli á því
að fyrrverandi meirihluti sjálfstæðismanna bæri
ábyrgð á fjárhagsáætlun síðasta árs í öllum meg-
inatriðum.
Sameinað átak
Árni Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks,
tók undir orð borgarstjóra um að rekstrarkostnað-
ur borgarinnar væri í hámarki. Hann lýsti því yfír
að sameinast yrði um viðamikið átak til að rétta
við rekstur borgarinnar. Borgaryfirvöld tækju við
æ fleiri verkefnum, en gætu með engu móti aukið
skattheimtu sína. Hann lagði til að gagnger form-
breyting yrði í rekstri og sagði að ekki væri að
sjá að aðgerðir R-istans skiluðu neinu í því skyni
að bæta fjárhagsstöðu borgarinnar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, kvaðst undrast þann mismun
á niðurstöðum skýrslu endurskoðenda frá septem-
ber sl. um áætlaða rekstrarafkomu síðasta árs
og niðurstöðum ársreiknings. í skýrslunni hefði
halli verið áætlaður um 7,5 milljarðar, en reynd-
ist nú um 1.200 milljónum hærri.
Samkvæmt ársreikningi borgarinnar reyndust
skatttekjur 206 milljónum króna lægri en gert
var ráð fyrir. Fjárfestingar fóru 602 milljónir fram
úr áætlun, en það má að mestu rekja til þess að
áætluð sala á skuldabréfum SVR, að nafnvirði
342 millj., gekk ekki eftir.
Rekstur málaflokka fór 483 milljónir fram úr
áætlun. Mesta frávik á einstökum málaflokkum
var vegna viðhalds gatna og holræsa, átaks-
verkefna og félagsmála, samtals 306 milljónir
króna.