Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ GANGAR elstu mennta- stofnunar landsins eru mannlausir því að náms- menn eru horfnir út í sumarið, og svo mikil er kyrrðin að skraf í ritur- um rektors uppi á þriðju hæð heyr- ist niður í anddyri. Dymar að kont- ór rektors eru opnar upp á gátt og þar situr hann sjálfur í morgun- birtunni niðursokkinn í vinnu og veit ekki að frá stigaskörinni er horft á hann með athygli. Guðni rektor er goðsögn í lifanda lífi. Meðan fijálslyndið og meðal- mennskan tröllreið mörgum menntastofnunum landsins barðist hann fyrir klassískri menntun, aga og íhaldssemi, og beitti óspart sín- um óborganlegu málvopnum í þeirri baráttu. Hann hafði betur og þess vegna stendur Mennta- skólinn í Reykjavík undir sama nafni og fyrrum. Kontór Guðna rektors er líklega einn sá frægasti á landinu því að hér hafa margir helstu framámenn landsins verið skammaðir. Skrif- borðið er þakið pappírsblöðum sem rektor er að púsla saman, síminn hangir á bláhorni úti við gluggann, en í hillunum handan borðsins hímir tölvan hálf umkomulaus og virðist ekki hafa verið notuð vikum saman. Menn eru víst ekkert sér- lega móderne á þessum bæ. Guðni rífur upp tóbakspung sem er í stíl við fomt og virðulegt and- rúmsloft staðarins, raðar tóbakinu 'í beina, langa línu á handarbakið, bíður svo um stund með höndina í viðbragðsstöðu meðan hann held- ur stutta tölu um skólann, og tek- ur svo hressilega í nefið. Andartaki síðar er blárósóttur tóbaksklútur hafinn á loft með snöggri vinstrihandarsveiflu, og við bíðum bæði um stund eftir hnerranum. Þegar hann er afstaðinn spyr ég hveiju hann sé nú stoltastur af þegar hann lítur yfir tuttugu og fimm ára feril sem rektor? „Þarna komstu nú aftan að mér, segir hann og snýtir sér laus- lega. „Eg er kannski ánægðastur með að hafa átt minn þátt í að viðhalda bekkjarkerfínu og að standast atlöguna að skólanum. Maður getur séð það út úr reglu- gerðinni frá 1970 að hún beinlínis miðar við að framhaldsskólar verði áfangaskólar, nánast öll ákvæði þar um bekkjarskólana eru bráða- birgðaákvæði." - En hvað hefði mátt betur fara? „Ég er nú svo helvíti montinn að mér dettur ekki neitt í hug, en það er áreiðanlega margt sem hefði mátt fara betur. Sannleikur- inn er sá að ég hef svo þjált minni að ég gleymi strax því sem er óþægilegt. Það er partur af því að vera ekki langrækinn. En það er auðvitað ótal margt sem maður sá kannski einum of seint en gat lagfært á síðari stigum. Eins og menn vita þá eru gáfurnar aldrei meiri en guð gaf.“ Agi og íhaldssemi Guðni rektor Guðmundsson er fæddur 14. febrúar 1925. Foreldr- ar hans voru Nikólína Hildur Sig- urðardóttir húsmóðir, og Guð- mundur Helgi Guðmundsson gull- smiður. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri hélt Guðni utan til náms og lærði ensku og frönsku við Edinborgarháskóla, og um tíma við Sorbonneháskól- ann í París. Hann hóf störf sem kennari við MR árið 1951 og vann jafnframt fulla vinnu sem blaða- maður á Alþýðublaðinu í nokkur ár. Guðni varð rektor árið 1970 og er því búinn að vera 44 ár í skólan- um, eða hátt í hálfa öld. En hann hefur ekki aðeins verið í sama skólanum næstum allt sitt líf, held- ur hefur hann líka búið í grennd við skólann frá fæðingu. Fyrst í foreldrahúsum á Oðinsgötu, síðan á Laufásveginum með konu sinni Katrínu Ólafsdóttur, sem nú er ÉGER BARA KENNARI Guðni Guðmundsson rektor Menntaskólans í Reykjavík lætur af störfum í haust. Meðan hann gengur frá tölum og skjölum spjallar hann við Kristínu Maiju Baldursdóttur um menntun o g málfræði, bókmenntir og Brahms, og segir frá nemendum sínum sem hann segist munu sakna mest. Morgunblaðið/Kriatinn Guðnirektor HVERNIG á til dæmis að túlka það að þegar latínukennsla var um það bil að deyja út í skólakerfinu, lét ég hefja grískukennslu og kennslu fornfræða í skólanum? látin, og bömum þeirra sjö, Guð- mundi Helga, Guðrúnu, Ólafi Bjama, Hildi Nikólínu, Önnu Sig- ríði, Sveini Guðna og Sigurði Sverri. Barnabömin em nú orðin átján, og þótt Guðni muni ekki öll nöfn nemanda sinna né þeirra 4560 stúdenta sem hann hefur útskrif- að, segist hann vera harður á nöfn- um barnabarnanna. - Hvernig er að eiga svona stóra fjölskyldu? „Það er ágætt, þegar þau líta inn getur oft orðið ansi fjömgt. Mikið talað,“ segir hann. - Þó mikið hafi verið talað og sprellað í elsta skóla landsins þá hefur íhaldssemin og aginn líklega einkennt hann? „Jújú. Það er dálítið sérkenni- legt með þetta orð íhaldssemi. Það fer allt eftir því hvort maður talar um það í pólitísku sambandi eða ekki, hvort merking þess verður pósitíf eða negatíf. Eg held að visst magn af íhaldssemi sé nauð- synleg í hveiju þjóðfélagi. Hvatvís- in og nýjungagirnin em mönnum nokkuð eðlislægar og ef þær fá einar að ráða og koma sínu fram getur verið erfitt að lagfæra mis- tök þeirra. Einhvers staðar verður þá að vera festa til viðmiðunar. Agaleysi á illa við í skólum þeg- ar haft er í huga að orðið „discipl- in“ þýðir líka fræðigrein. Engin fræði verða iðkuð án aga. Best er að menn hafi sjálfsaga, ef það ekki dugar verður utanaðkomandi agi að koma til. Sjálfsaginn byggist á samviskusemi og sjálfsvirðingu.“ Grunnskólinn dagheimili Guðni hefur stundum tjáð sig um menntun í landinu og á þessum tímamótum spyr ég hvað honum finnist um hana. „Það á að byija fyrr að reyna á þolrifin í krökkum. Þau eru óskaplega næm í bernsku, ég held að það verði að nota þann tíma til að pumpa í þau meiru en gert hefur verið í grunnskólanum. Mér finnst það ekki góð pólitík að líta á grunnskólann sem dagheimili. Það verður ekki síst að þjálfa þau í íslensku. Ef menn læra tungumál eingöngu í gegnum eyr- að eins og þeir læra móðurmálið, verður stafsetningin erfið. Við erum ekki eina þjóðin sem eigum í erfiðleikum með að kenna af- kvæmum okkar stafsetningu. Þetta hefur verið viðloðandi vandamál ekki síst í ensku- mælandi löndum, því að stafsetn- ingin á ensku er með ólíkindum vitlaus miðað við framburð. Kannski er það að sumu leyti kost- ur að það er ekki hægt að staf- setja ensku nema að hafa gott sjónminni eða vilja og getu til að Iæra. Hérna er hins vegar framburð- urinn og stafsetningin svo tiltölu- lega lík að við verðum að reyna að læra hana gegnum málfræðina. Mér hefur fundist íslenskan verða minna gagnsæ eftir að setan var tekin út. Ég er enginn íslensku- maður, en ég held að ofureinföldun á stafsetningu sé ekki góð. Það er ekki hægt að komast fram hjá því að menn verða bara að læra. Ég er nú kannski svolítið hugs- andi út af þeim kröfum að fleira og fleira sé kennt í skólum. Það er eins og foreldrar eða aðrir vilji ekkert tala við krakkana eða kenna __ þeim nokkurn skapaðan hlut. Ég tala nú ekki um allar þessar hagnýtu greinar sem verið er að reyna að troða inn í skóla- kerfið. Ég held að skólakerfið væri miklu betra ef það einbeitti sér að þeirri grunnfræðslu sem það hefur traditsjónelt haft með hönd- um. Sem sagt að menn séu vel að sér í móðurmálinu, einu til þremur erlendum málum, viti sínu viti í sögu, kunni helstu atriði í náttúru- fræði, geti reiknað, hver eftir sinni getu, sem sagt styrki þann grunn sem svo ótal margt annað hvílir á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.