Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 KEYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAINARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fjárhagur Reykjavíkurborgar Ný úrræði í stað fangelsisvistar Staðan versnar - um 10 milljarða FJÁRHAGSSTAÐA Reykjavíkur- borgar breyttist um tíu milljarða króna til hins verra frá ársbyijun 1991 til ársbyrjunar 1995. Á þessum tíma drógust skatttekj- ur saman og rekstur málaflokka, s.s. menningarmála, æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamála, Dag- vistar barna og félagsmála, tók á síðasta ári 96,4% af nettóskatttekj- um, en 61% árið 1991. Þegar rætt er um fjárhagslega stöðu borgarinnar er átt við pen- ingalega eign hennar, að frádregn- um öllum skuldum. Fasteignir reiknast ekki borginni til tekna í þessu samhengi, en áhvílandi skuld- Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar +1.289 [ 1991 1992 1993 1994 1990 1---- -460 Peningaleg eign í árslok að frádregnum skuldum. Milljónir króna, á verðlagi I árslok 1994. ir á þessum sömu fasteignum reikn- ast hins vegar til frádráttar. Um síðustu áramót var fjárhagsstaðan neikvæð um rúma 8,7 milljarða. Á meðfylgjandi töflu sést hvaða breyting hefur orðið í rekstri Reykja- víkurborgar á seinustu árum. ■ 96,4% af skattatekjum/4 Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Mistök að auka ýsu- og ufsakvóta ÞORSTBINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að stærsta vandamál- ið í íslenskum sjávarútvegi í dag sé það að of miklum fiski sé hent. Aukin áhersla á samvinnu sjómanna, útvegsmanna og vísindamanna sé farsælasta leiðin til að leita lausna á vandanum. Þorsteinn segir í viðtali við Morg- unblaðið að við fiskveiðistjórnunina og ákvörðun aflaheimilda þurfi að huga meira en gert hefur verið að jafnvægi milli tegunda og viður- kennir að gerð hafi verið mistök þegar ýsu- og ufsakvóti var aukinn um leið og farið var að skerða afla- heimildir í þorski. Sjávarútvegsráðherra segir að alltaf verði erfitt að átta sig ná- kvæmlega á umfangi þess vanda- máls sem brottkast á afla er. Hann leggur áherslu á að hann sé opinn fyrir öllum jákvæðum hugmyndum um úrbætur en ekki megi þó hvika frá ábyrgri nýtingarstefnu; slíkt geti leitt til þess að Islendingar standi í sporum Kanadamanna eftir örfá ár. „Ætlum við að láta eftir þessari stríðu hagsmunakröfu dagsins í dag og fórna framtíðarhagsmununum?“ segir Þorsteinn Pálsson. „Ég held að fjöldaatvinnuleysið eftir nokkur ár, ef okkur mistekst við nýtingu fiskistofnanna, yrði miklu alvarlegra og sárara fyrir hvern og einn.“ ■ Brottkast/36 Samfélagsþj ón- usta hefst 1. júlí LÖG UM samfélagsþjónustu taka gildi 1. júlí nk. Samkvæmt þeim mega þeir sem hafa verið dæmdir í allt að þriggja mánaða óskilorðs- bundna refsivist sækja um að veita ólaunaða samfélagsþjónustu í stað þess að taka út dóm sinn með fang- elsisvist. Samfélagsþjónustunefnd hefur starfað frá því í janúar og hefur hún unnið að undirbúningi fram- kvæmdar laganna. Guðmundur Þór Guðmundsson lögfræðingur er for- maður hennar. Hann segir að undir- búningsstarf nefndarinnar hafi m.a. falist í því að meta hversu umfangs- mikið þetta verkefni gæti orðið og kynna sér framkvæmd samfélags- þjónustu í öðrum löndum, t.d. i Danmörku þar sem hún hefur verið við lýði í 20 ár og gefist vel. Ekki á að taka störf frá öðrum Nefndin hefur samið upplýs- ingabækling fyrir umsækjendur og rætt við stofnanir og félög sem kemur til greina að njóti góðs af þjónustunni. Það séu félagasamtök sem ekki starfa í ágóðaskyni, líkn- arstofnanir, góðgerðafélög, íþrótta- félög og ýmsar opinberar stofnanir. Störf hjá fyrirtækjum í samkeppnis- rekstri komi ekki til greina. Guð- mundur segir að þess verði vel gætt að ekki verði tekin störf frá öðrum heldur verði gengið í störf sem alla jafna yrðu unnin í sjálf- boðavinnu. Hann segir sérstakt hérlendis að menn verði ekki dæmdir af dómstól- um til að gegna samfélagsþjónustu heldur sæki þeir um sjálfir og verði að uppfylla ákveðin skilyrði sem tiltekin eru í lögunum. Guðmundur segist áætla að 70-100 menn muni árlega sækja um að fá að gegna samfélagsþjón- ustu og það verði að öllum líkindum aðallega menn sem dæmdir hafi verið fyrir ölvunarakstur, ítrekaðan sviptingarakstur eða auðgunarbrot. ■ Strok úr fangelsum/6 Morgunblaðið/RAX Fjármálasljóri Mata hf. um tolla samkvæmt nýjum lögum um GATT hmfhitmngsverð á grænmeti þrefaldast INNFLUTNINGSVERÐ á grænmeti þrefaldast frá því sem nú er samkvæmt breytingu á lögum vegna aðildar íslands að Alþjóðaviðskiptastofn- uninni sem samþykkt var frá Álþingi sl. miðviku- dag, segir Gunnar Þór Gíslason, fjármálastjóri Mata hf. Hann segir að það verði ekki nema á færi hátekjufólks á íslandi að neyta grænmetis stóran hluta ársins. kvótarnir samkvæmt frumvarpinu séu 2.469 tonn. Þá verði ráðherra heimilt að úthluta allt að 1.100 tonna tollkvóta aukalega en honum verði í sjálfs- vald sett hve stór kvótinn verður og hvaða tollar verði lagðir á þennan hluta tollkvótans. Tollur á blómkáli úr 17 kr. í 193 kr. á kg Sveinbjörn Eyjólfsson, deildarstjóri hjá land- búnaðarráðuneytinu, segir að kjarni lagabreyt- ingarinnar sé sá að í stað innflutningsbanns séu teknar upp álögur. Hann segir að óveruleg hækk- un verði á innfluttu grænmeti. Hækki innflutn- ingsverðið verði það tímabundið. Sömu gjöld, eða 30%, verða á það magn innflutts grænmetis sem flutt var inn 1988. Sveinbjöm Eyjólfsson, deildarstjóri í landbún- aðarráðuneytinu, segir að óveruleg hækkun verði á innfluttu grænmeti. Gunnar Þór segir að tollur sem leggist á inn- flutt grænmeti sé að meðaltali um 300% þegar tollkvóti er uppurinn. Tollur á tollkvóta verður hins vegar 30%. Hann gagnrýnir einnig hve lít- ill tollkvótinn er og nefnir að innflutningur á sveppum hafi verið tíu sinnum meiri á síðasta ári en tollkvótamir hljóða upp á og innflutning- ur á papriku tvisvar sinnum meiri. Gunnar Þór segir að innflutningur á grænmeti í þeim tollflokkum sem geta fengið á sig ofur- tolla hafí verið 3.158 tonn árið 1994 en toll- Gunnar Þór segir að tollkvótamir séu miðaðir við innflutning frá 1986 til 1988 sem var aðeins um helmingurinn af innflutningnum í fyrra. Gunnar Þór segir að fyrir nýju lögin hafi tollur á blómkáli verið 17 kr. á hvert kg en fari upp í 193 kr. á hvert kg 1. júlí nk. þegar nýju tollarn- ir leggjast á. Tollur á blaðlauki þegar tollkvóti er upp urinn verður 385% og 359% á jöklasal- ati, segir Gísli. Gísli Þór segir að það sé þrennt sem sé að- fínnsluvert í þessu sambandi, þ.e.a.s. of háir tollar, of litlir tollkvótar og að reglugerð um úthlutun aukatollkvóta verði ekki tilbúin áður en nýju tollamir taka gildi 1. júlí. „í langflestum tegundum er innflutningurinn . minni núna vegna þess að innanlandsframleiðsl- an hefur aukist. Það er ekki í samræmi við mínar upplýsingar að innflutningurinn sé mun meiri núna en árið 1988,“ sagði Sveinbjörn. Hann sagði að þó mætti hugsanlega fínna dæmi um einhveijar grænmetistegundir sem meira væri flutt inn af núna en 1988. Sveinbjörn benti einnig á að samkvæmt ákvæðum EES-samkomulagsins yrði innflutn- ingur á nokkrum tegundum grænmetis, þ.á m. tómötum, lauki, jöklasalati, gúrkum og papriku tollfrjáls frá 1. nóvember til 15. mars ár hvert. Seyðfírðing- ar undirbúa afmælið SE YÐFIRÐIN G AR eru komnir í hátiðarskap og í óða önn að snyrta hús og garða fyrir fjög- urra daga hátíðarhöld í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarins á þessu ári. Hátíöarhöldin hefjast „feiju- daginn" 29. júní og verður skemmti- og fræðsludagskrá fyr- ir íbúa og gesti bæjarins sam- fleytttil2.júlí. Ohætt er að segja að Seyðfirð- ingar leggja sig alla fram um að færa kaupstaðinn í hátíðarskrúða fyrir afmælið. Nánast við annað hvert hús stóðu íbúarnir I ströngu við málningar- eða garðvinnu þegar ljósmyndara Morgunblaðs- ins bar að garði fyrir helgina. Hildur Jóna Gunnlaugsdóttir og stalla hennar Arna Stefánsdóttir létu ekki sitt eftir liggja í bæjar- vinnunni. Þó sólin haf falið sig á bak við fjöllin er ekki hægt að segja annað en veðurguðirnir hafi leikið við bæjarbúa, því veð- ur var stillt og hitinn hátt í 20 stig suma daga í siðustu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.