Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 41
Morgunblaðið/Golli
ÍSLENSKA kvennaliðið sem keppir á Evrópumótinu
í brids ásamt fyrirliða.
BRIPS
V il I a m o u r a,
Portúgal
EVRÓPUMÓT
Keppni í opnum flokki
og kvennaflokki.
Forsetakjör á
Evrópuþinginu
NÝR forseti Evrópusambands-
ins verður valinn á fundi sam-
bandsins meðan á Evrópumót-
inu í Villamoura stendur. Jose
Damiani er að hætta eftir langt
starf enda hefur hann tekið við
embætti forseta heimssam-
bandsins. Eftirmaður Damianis
verður að öllum líkindum Belg-
inn André Boekhorst, en hann
hefur átt við talsverða van-
heilsu að stríða upp á síðkastið
og það gæti sett strik í reikn-
inginn.
Þrjú berjast um embætti
varaforseta Evrópusambands-
ins, Frakkinn Jean-Claude Bei-
neix, ítalinn Anna-Maria Torl-
ontano og Þjóðveijinn Georg
Nippgen. Kosningabaráttan
mun hafa verið hörð og Helgi
Jóhannsson og félagar hans í
stjórn Evrópusambandsins eiga
örugglega erfitt með að gera
upp á milli frambjóðendanna
en frekar er búist við að Bei-
neix hreppi hnossið.
Byrjað á Finnum
Keppni í opna flokknum á
Evrópumótinu í sveitakeppni
hefst á sunnudaginn. íslending-
ar spila þá við Finna og Sló-
vena en á mánudag er spilað
við Dani og Frakka. Á síðasta
móti unnu íslendingar Finna
24-6 og Dani 18-12 en töpuðu
fyrir Frökkum 14-16 og fyrir
Slóvenum 7-23.
Fréttaþjónusta verður af
mótinu hér í Morgunblaðinu.
Þá verður hægt að lesa dagleg-
ar fréttir af mótinu á Internet-
inu með því að slá inn slóðina
http://www.telepak.pt. Þá
verða úrslit leikja birt jafnóðum
hjá Bridssambandi Islands í
Þönglabakka 1 og þar geta
menn spáð í spilin.
Fimm íslensk kvennapör
taka þátt í Evróputvímenningi
kvenna sem spilaður verður í
Villamoura frá sunnudegi til
þriðjudags. Þetta eru Hjördís
Siguijónsdóttir og Ragnheiður
Nielsen, Dröfn Guðmundsdóttir
og Guðlaug Jónsdóttir, Ólöf
Þorsteinsdóttir og Jacqui
McGreal, Guðný Guðjónsdóttir
og Grethe Iversen og Lovísa
Jóhannsdóttir og Erla Sig-
valdadóttir. Alls taka um 200
pör þátt í mótinu. Þær Hjördís
Eyþórsdóttir og Ljósbrá Bald-
ursdóttir urðu í 3. sæti á þessu
móti fyrir tveimur árum.
Sterkar Norðurlandaþjóðir
Keppni í kvennaflokki í
sveitakeppni hefst á miðvikudag
en 22 þjóðir taka þátt í kvenna-
flokknum.
Norðurlandaþjóðir munu án
efa setja mark sitt á þetta mót.
Svíar eru núverandi Evrópu-
meistarar og þær senda að þessu
sinni þær Lindu Langström,
Catarinu Midskog, Jill Mells-
tröm, Lenu Karrstrand, Pyttsi
Flodqvist og Madalene
Swanström til að veija tititlinn.
Danir senda mun sterkara lið
nú en á síðastá mót, þær Bettinu
Kalkerup, Charlotte Koch, Judy
Norris, Lotte Norris, Tina Ege
og Charlotte Henriksen. Og
Finnar senda liðið sem hefur
staðið sig vel bæði á síðasta
Evrópumóti og Norðurlanda-
móti, þær Birgit Barlund, Suvi
Marttila, Raija Koistinen, Sari
Kulmala, Tiina Elsinen og Pirrko
Savolainen.
Þá eru lið Frakka, ítala, Hol-
lendinga og Þjóðveija lítið breytt
frá undanfömum árum en þessi
lið hafa jafnan barist um verð-
laun á Evrópu- og heimsmeist-
aramótum. Það gæti þó sett
strik í reikninginn hjá þýska lið-
inu að stjama liðsins, Sabine
Zenkel, eignaðist barn í síðásta
mánuði en hún býr með Danan-
um Jens Auken.
Þýsku konurnar spiluðu einn
besta leik sinn á síðasta Evrópu-
móti gegn íslandi en í þessu
spili úr leiknum hittu þær ís-
lensku betur á plankann:
Norður
♦ KD9
♦ K10652
♦ K9642
♦ -
Austur
♦ 642
¥Á3
♦3
♦ KG10986
Suður
♦ ÁG873
♦ 94
♦ ÁG108
♦ Á5
Bæði lið komust í slemmu í
NS en hvort í sínum lit:
Vestur Norður Austur Suður
LJósbrá Nehmert Hjördís Vogt
3 lauf 3 spaðar
pass 4 lauf pass 4 tíglar
pass 4 grönd pass 5 lauf
pass 6 tíglar/
Vestur Norður Austur Suður
V. ArminValg. Zenkel Esther
3 lauf 3 spaðar
pass 4 lauf pass 4 tíglar
pass 4 lyörtu pass 5 lauf
pass 5 tíglar pass 5 spaðar
pass 6 spaðar/
Hvorugur vesturspilarinn
fann hjartaútspil en það dugði
Vogt ekki að finna tíguldrottn-
inguna því hana vantaði samt
einn slag. En Esther vann 6
spaða þegar hún fann tígul-
drottningu því laufatrompun var
12. slagurinn.
Guðmundur Sv. Hermannsson
Vestur
♦ 105
♦ DG87
♦ D75
♦ D732
ÍSLENSKT MÁL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
801. þáttur
Andleg og efnaleg fátækt
þjóðarinnar hefur stundum end-
urspeglast í fátæklegum nafn-
gjöfum. Ég þykist hafa séð þess
merki á 18. og 19. öld. Nú er
mikil nafngiftagróska og lýsir
sér á ýmsa vegu. Mig langar til
að nefna tvennt:
a) Gömul og gild nöfn eru á
ný lífi gædd. Sum þeirra hafa
fallið ofan stuttan tíma, sum
langan; sum hafa ef til vill aldr-
ei verið höfð hérlendis, eða þann-
ig samsett sem nú má sjá: Dæmi
þessa sem nú var nefnt hér á
undan: Álfgerður, Ásgautur,
Ásvör, Baugur, Dufgus, Frið-
Ieif, Geirbjörg, Geirhildur,
Geirþjófur, Gellir, Grankell,
Hallkatla, Hildir, Hildiríður,
Hjallkár, Holti, Hrói, Hrútur,
Kolskeggur, Leiðólfur, Nið-
björg, Oddleif, Oddþór, Ósvíf-
ur, Skefill, Smiður, Sólbjörn,
Steinkell, Styrbjörn, Úlfkell
og Valbrabdur.
Eins og sjá má, eru sum þess-
ara nafna stórmyndarleg, jafn-
vel stórhreinleg.
b) Góð og gild íslensk orð, sem
ekki er vitað til að hafi verið
skímarheiti fólks, em gerð að
mannanöfnum (sum þeirra úr
goðsögum): Dæmi: Ás, Drótt,
Fránn, Friður, GIói, Hvönn,
Loki, Neisti, Röðull, Röskva,
Sylgja, Sær, Ver, Von, Þrá og
Örk.
★
Stóri strákurinn stendur hér
stæltur á Víkur hlaði.
Hann er nú að hlæja að mér;
betur það væri komið upp í hann ginkefli.
(Nokkurs konar hraðhenda. Hðf. ókunn-
ur. Vík er talin vera = Kollavík).
★
Matthías Kristiansen, sem
vinnur að skjátextagerð í ríkis-
sjónvarpinu, hefur skrífað mér
fróðlegt bréf og kemur hér á
eftir meginefni þess, sjá þátt nr.
797: Agæti Gísli.
Þakka þér innilega fyrir úr-
vals pistla og hugvekjur undan-
farin ár um málfar og það sem
þar má betur fara. Eg verð að
játa að ég hef undanfarið líka
lesið pistla þína í leit að athuga-
semdum um þýðingar mínar á
fréttastofunni. I Mbl. í dag birt-
ist loks ein athugasemd en þar
sem hún varðar í raun allt annað
en málnotkun í þýðingum, leyfi
ég mér að senda þér nokkrar
línur um hvernig starfi þessu er
háttað.
íslenskufræðingur frétta-
deildar les yfir alla þulartexta
en sakir þess hve seint skjátext-
ar em á ferðinni, eru þeir ekki
lesnir yfir.
Það er nær ætíð þannig að
þýðandinn fær síðastur manna
fréttina í hendur, þegar klipp-
ingu og talsetningu er lokið. Oft
er frétt ekki tilbúin til þýðingar
fyrr en um kl. 19.30 eða jafnvel
rétt fyrir kl. 20. Fyrir kemur
jafnvel að klippingu lýkur ekki
fyrr en fréttatími er hafinn og
þá er bara beðið eftir því að
þýðandi ljúki þýðingu og inn-
slætti svo hægt sé að senda
fréttina út án tafar.
Þýðing er nær undantekning-
arlaust unnin út frá hljóði, án
handrits, og því geta misheyrnir
orðið að meinlegum misskiln-
ingi.
Þegar þýðingu er lokið fer ég
(eða skrifta með sumum öðrum
fréttaþýðendum) og slær text-
ann inn á fornfálega textatölvu.
Lokaskrefið er svo að settur er
„tímakódi" á tölvudiskinn, ef
tími er til. Það er í raun í eina
skiptið sem einhver annar en
þýðandinn sjálfur sér textann
fyrir útsendingu og stundum
koma góðar ábendingar tækni-
manna á þessu stigi. Það er þó
undir hælinn lagt hvort þeir
hafa tíma til þess að fylgjast
með.
Vandamálið með áðumefnda
textatölvu er að takkinn „R“ er
stundum óþægur ljár í þúfu og
þarf að slá fast á hann en sem
betur fer næst oftast að leiðrétta
innsláttarvillur af þessum völd-
um. Svo var þó ekki þegar ég
sló inn „Flugleiði“ í þolfalli, ekki
„Flugleiðir“ eins og vissulega er
kórrétt mynd. Mistökin má sem
sagt skrifa á ófullnægjandi yfír-
lestur og óþægan tölvutakka,
ekki á fákunnáttu þýðanda,
a.m.k. ekki að þessu sinni...
Fréttaþýðingar eru skemmti-
legar og ögrandi að því leyti að
öll þjóðin horfír á fréttatíma, les
undirtexta og skilur töluvert í
því sem sagt er. Hver fréttatími
er því ákveðin prófraun þar sem
prófdómaramir eru margir. Ég
hef þó gaman af þýðingunum,
ætla að halda þeim áfram á
meðan ég má og bíð eftirvænt-
ingarfullur eftir fleiri athuga-
semdum sem ég get lært af.
Með bestu kveðjum.“
★
Sálma les presturinn passíu,
plömmerinn lagfærði vatnssíu,
við bláspóluleigur
var látustu beygur,
og löggumenn gerðu þar rassíu.
(Birt vegna deilu um höfund(arrétt). Deil-
an leystist.)
★
Um greinarmerki og fleira
„Hafí ég einhvern tíma átt mér
einhveija barnatrú á þessi
merki, er hún fyrir löngu rokin
út í veður og vind, eftir að ég
hef séð, að fullkominn skortur á
kommum, punktum, upphafs-
stöfum o.s.frv. er orðinn nægi-
legt merki þess, að hver greinar-
stúfur geti orðið skáldskapur -
eða það, sem sumir hafa nefnt
„tungumál guðanna“.“
(Sigurður Nordal próf. 1973)
★
Vilfríður vestan kvað:
Eitt höfuð fékk Heródes gefíð
(út af hórdómi byijaði þrefið)
en allur drottningafans
framdi drykkju og dans,
uns djöfullinn tók þær í nefíð.
★
Hörmulegt er að heyra fólk
beygja aðeins annað nafn tví-
nefndra manna. í útvarpsfrétt-
um var jafnvel talað um ræðu
„Jón Baldvins“.
★
Kaffikannan hljóp út úr eldhúsinu
í leit að katlinum.
Þegar hún loksins fann hann
spurði hún:
„Ætlarðu ekki að hella upp á mig?“
(Sigurður Axel Hannesson)
(■iilíiniil Félags viðskipta- og hagfræðinga 1995
Hið árlega golfmót FVH verður haldið föstudaginn
30. júní nk. á Hólmsvelli í Leiru (Keflavík)
Keppt verður í A- og B- flokki og nú líka í kvennaflokki. í A-flokki spila kylfingar undir 24 í forgjöf,
en þeir sem eru með hærri forgjöf, spila í B-flokki. Leiknar eru 18 holur með forgjöf.
Keppt verður um Morgunblaðsbikarinn og Hard Rock Café-bikarinn í karlaflokki og Wella-bikarinn í
kvennaflokki. Einnig er fjöldinn allur af glæsilegum verðlaunum í öllum flokkum.
Mótið hefst kl. 13.00 stundvíslega. Farið verður C'rútu frá Hótel Holiday-lnn kl. 11.45 stundvíslega.
Að loknu móti verður snæddur kvöldverður i Golfskálanum
þar sem mótsslit og verðlaunaafhending fer fram. \
átttökutilkynningar þurfa að berast til eftirtalinna aðila fyrir 27. júní:
Ólafur Ó. Johnson
Stefán Unnarsson
Sigurður Ágúst Jensson
hs: 551 5281 vs: 562 4000 fax: 5621878
hs: 568 9531 vs: 581 1433 fax: 581 1477
hs: 896 5400 vs: 568 7677 fax: 5621230
Mótanefnd hvetur sem flesta til að taíka pátt enda er þetta stórskemmtilegt
mót sem bæöi byrjendur sem lengra komnir geta veríö meö.
Bl lab al lra l lan dsmanna!
- kjarni málsins!