Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 39 Á MYNDINNI sjást fyrir miðju: Geir Sæmundsson vígslubiskup, Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld, Bryiýólfur Þorláksson söngstjóri, frú Ásta Einarsdóttir pianóleikari. - Meðal söngmanna má þekkja: Jón Halldórsson söngstjóra KFUM, situr yst til vinstri, Pétur A. Jónsson óperusöngvari situr yst t.h. - Fjórði frá vinstri í efstu röð er Viggó Björnsson bankastjóri. í sömu röð lengra t.h. er Einar Viðar (ath. hvað Drífa Viðar hefir líkst honum), Pétur Halldórsson borgarstjóri er lengst t.h. - Herbert Sigmundsson prentari er lengst t.h. (með yfirskegg). ÞAR kom að því að þetta hús væri notað til einhverra nytsamlegra hluta,“ sagði Ámi Pálsson þegar vinur hans Jón Sigurðsson, skrifstofústjóri Alþingis skenkti honum vín á skál og lyfti glasi sínu í Alþingishúsinu. Jón var þá „piparsveinn“ og bjó í húsinu. Ég leyfi mér þó, í tilefni dags- ins, að taka undir með Halldóri á Kirkjubóli og Áma í Stykkishólmi að „vatnið tæra, vatnið heima, vatn í lind og á“ sé heilsusamlegri drykkur og ekki hvað síst „daginn eftir“. En það er önnur notkun Alþingishússins, sem hér er til umræðu. Árið 1907 gerast margir atburðir, sem marka djúp spor í sögu lands og þjóðar. Allt vorið er fjöldi manna önnum kafinn við undirbúning kon- ungskomunnar. Langt er liðið frá heimsókn Danakonungs, Kristjáns 9. á þjóðhátíð 1874. Þá var tilkvaddur hljómlistarmaður, Sveinbjöm Svein- bjömsson, tónskáld, að semja lag við ljóð séra Matthíasar Jochumssonar. Þjóðsöngur hefir það verk síðan verið nefnt og hljómaði fyrst á hátíðar- stundu við konungskomu. Nú er enn brugðið á sama ráð. Sveinbjöm tekur að sér að semja tónverk við texta Þorsteins Gíslasonar skálds og rit- stjóra. Áður hafði Þorsteinn Erlings- son verið beðinn um ljóð. Sigurður Nordal segir að það hafi þótt of rót- tækt og talið ýfa sambúðarsár. M.a. þóttu eftirfarandi hendingar eigi við hæfi: Fylkir vor! í öllum okkar sögum er þeim kóngum feprst merki reist, sem hinn sterka sveigðu fyrir lögum, sem hinn smæsti gat að fullu treyst. Sveinbjöm tónskáld kvartar undan naumum tíma sem hann hafði til þess að semja tónverk sitt við texta Þor- steins Gíslasonar. Ljóð Þorsteins Gíslasonar er helgað norrænum anda og tengslum þjóðanna. Sveinbjöm er nú kvaddur til starfa aldarþriðjungi eftir drýgða dáð á þjóðhátíð. Hér er við hæfí að minnast þess manns er falin var stjóm hljómleik- SUNGIÐ í ALÞIN GISHÚ SI Þegar söngfólkið flykkist út í Alþingishúsgarð- inn, sárfegið að hafa lokið taugaraun sinni roðnar margur meyjarvanginn af gleði, skrifar Pétur Pétursson um þann atburð þegar sung- ið var í Alþingishúsinu. anna, semiram fóru í Alþingishúsinu hinn 30. júlí 1907. Konungur var þá nýkominn til Reykjavíkur. I fylgd með honum er fjöldi háttsettra manna, þingmenn Dana, hirðmenn, blaða- menn og Ijósmyndarar. Bróðir leikar- anna frægu Ádams og Jóhannesar Poulsens, Sven Poulsen, síðar ritstjóri Berlingske Tidende, er í fylgd kon- ungs. Hann ritar síðar bók um ferð- ina. En sá sem hefír veg og vanda af flutningi hljómlistarinnar er Brynj- ólfur Þorláksson söngstjóri og organ- leikari Dómkirkjunnar. Samtíðar- mönnum Brynjólfs ber saman um hljómlistarhæfileika hans og prúð- mennsku. En einn er ljóður á ráði hans. Menn óttast að fylgispekt hans við Bakkus konung kunni að leiða hann afvega og glepja honum sýn í súlnagöngum sönggyðjunnar svo hann villist í öngstræti algleymis. Svo varð þó ekki. Brynjólfur æfði söng- fólk sitt af kappi. Hann hafði stofnað söngflokk karla. Þeir nefndu sig Káta pilta og gátu sér góðan orðstír. Einn- ig fékk hann til liðs við sig kunnar söngkonur sem getið höfðu sér gott orð. Undirleikari var frændkona Sveinbjöms tónskálds, frú Ásta Ein- arsson, kona Magnúsar Einarssonar dýralæknis. Var heimili þeirra hjóna annálað hljómlistarhús. Állt það fólk af Knudsenskyni, tengdafólk Magn- úsar, var rómað fyrir söng sinn og hljóðfæraleik. Er þar mikill óskráður kafli í hljómlistarsögu Reykjavíkur. Einsöngvari var fenginn Geir Sæ- mundsson vígslubiskup, sem þótti í hópi bestu söngmanna. (Honum fat- aðist þó stundum dómgreind, t.d. er hann sagði um rödd Stefáns Islandi að hún væri „lítil og ljót“). Auk Geirs sungu þeir Pétur A. Jónsson, Pétur Halldórsson, síðar borgarstjóri, og Herbert Sigmundsson prentari með kómum. Elín Matthíasdóttir, kona Jóns Laxdals tónskálds, söng einnig einsöngshlutverk. Hér má segja frá því að Sveinbjöm tónskáld fór skömmu síðar á fund hins kunna söngstjóra og tónskálds Friðriks Rung og kom Pétri Á. Jónssyni á fram- færi. Varð það til þess að hann lagði stund á óperusöng. Söngfólk Brynjólfs kom sér fyrir á áheyrendapöllum Alþingis þar sem „krókaleyfishafar" sátu á dögunum. Þaðan hljómaði söngurinn og lét sætt í eyrum. Friðrik konungur sat í há- sæti í sjálfum aðalsalnum (neðri deild). Athöfnin í Alþingishúsinu hófst klukkan tvö.-Ræðustól var komið fyr- ir gegnt hásætinu. í hliðarherbergjum var fyöldi áheyrenda. Þegar kórinn hefir flutt fyrri hluta kantötunnar er gert hlé á söngnum. Hannes Hafstein ávarpar konung og flytur þróttmikla ræðu, af ýmsum talin besta ræða Hannesar. Konungur þakkar móttök- ur með hjartnæmum orðum. Svo er seinni hluti kantötunnar fluttur og konungur hylltur. Koriungur þakkar höfundum kantötunnar Þorsteini og Sveinbimi með handabandi. Þegar söngfólkið flykkist út í Al- þingishúsgarðinn, sárfegið að hafa lokið taugaraun sinni roðnar margur meyjarvanginn af gleði. Söngkonum- ar pískra og hlæja. Þeim er fagnað innilega og þykja kjömar ljósmynda- fyrirsætur. Áuk Péturs Brynjólfsson- ar og Áma Thorsteinssonar ljósmynd- ara er fjöldi erlendra myndasmiða, sem keppast við að festa bros stúlkn- anna á filmur sínar. Illustreret Tid- ende, danska tímaritið, er því miður ekki til í Þjóðarbókhlöðunni. Þar er heldur ekki að finna söngskrá, sem eiga þó að vera varðveittar þar frá þessum tíma. Friðrik konungur 8. var íslending- um vinveittur. Hann ræddi um ríkin sín tvö. Konungur minntist jafnan heimsóknar sinnar hingað til lands með mikilli gleði. Laufey Valdimarsdóttir segir skemmtilega frá kynnum sínum af Friðriki 8. Hún fær boð um að koma á konungsfund í „au diens" í Kaup- mannahöfn. „Ég gerði það, var á peysufötum'. Kóngurinn tók mér mætavel, rétti mér höndina þegar ég kom, spurði mig hvort ég hefði verið á íslandi þegar hann var þar. Sagðist ég hafa verið á ballinu, sem haldið var fyrir hann. Hann sagði það hefði verið „en dejlig Tid“, móttökumar svo „nydelige báde frá höje og lave“ og væri sér ferðin ógleymanleg. Kóngur spyr síðan um hagi Laufeyjar. „Svo fékk hann mér 100 krónur“ og lofaði síðan 4x25 krónum, og segir það hafa verið sér „en meget stor Glæde at göre mit Bekendtskab". Þegar þetta gerist eru liðin íjögur ár frá heimsókn Friðriks til íslands. Ferðin er honum enn í fereku minni. Laufey fékk fé úr hendi konungs, en Garðvist hlaut hún eigi. Hún var stúlka og galt fordóma sinnar tíðar. Í tilefni konungskomunnar var fjöldi vagna (lystikerrur) keyptur hingað til lands. Hvar eru þessir vagn- ar nú? (Væri ekki kjörið að hafa vagna í ferðum Tjamarhringinn. Hvar er lystikerra séra Ólafs fríkirkjuprests, sem ók til Hafnarfjarðar að predika þar?) Friðrik konungur er alþýðlegur í framkomu. Hann fær sér „spásser- túr“ um bæinn og verður reikað á slóðir sjómanna í grennd við Grófina. Þar hittir hann Geir Zoéga útgerðar- mann, sem býður honum að ganga í hús sitt við Vesturgötu (Sjóbúð) og þiggja þar veitingar. Greinarhöfundur hefír stundum varpað fram þeirri tilgátu að e.t.v. ríktu Danakonungar enn á íslandi ef þeir hefðu haft til þess framtak. Höfundur er fyrrverandi þulur. r' — “ “I Félagar í lífeyrisþegnadeild | - Starfsmannafélags ríkisstofnana i L TILBOÐ ÓSKAST Brottför kl. 9.00 frá Grettisgötu 89. Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir félagsmenn og gesti. Skráning á skrifstofu SFR í síma 562 9644. Stjórn LSFR í Ford ExplorerXLT 4x4, árgerð ’93 (ekinn 13 þús. míl- ur), GeoTracker LSi4x4, árgerð’93 (ekinn 13þús. míl- ur), Lincoln Town Caþ, árgerð '85 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 20. júní ki. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í I.H.C. strætisvagn, 36 farþega, árgerð ’88 og J.l. Case hjólaskóflu W-141 cuyd. m/diesel- vél, árgerð '79. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.