Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ - AÐSENDAR GREINAR Brýnt að kanna áhrif sumarlokana sjúkrahúsa Á SUMARÞINGI því sem nú er nýlokið hefur verið nokkur umræða um það alvarlega ástand sem skap- ast vegna sumarlokana á sjúkra- húsunum. í kjölfar utandag- skrárumræðu um málið 23. mai skrifaði Svanfríður Jónasdóttir fyrir hönd þingflokks Þjóðvaka bréf til stjórna Ríkisspítalanna og Borgar- spítala og óskaði eftir mati þeirra á áhrifum sparnaðarráðstafana undanfarinna ára og lokana deilda í sumar. í svörum þeirra kemur fram að þær telja erfitt að meta og svara spumingum um árifin vegna þess að upplýsingar skorti og ekki hafí verið gerðar kannanir á þeim. Ríkisspítalar og Borgarspítali vilja mat á raunverulegum sparnaði í svari frá framkvæmdastjóm Ríkisspítala, sem Þorvaldur Veigar Guðmundsson framkvæmdastjóri lækninga undirritar segir: „Þó að Það er ljóst að við erum komin á ystu nöf í sparnaðaraðgerðum, segir Asta R. Jóhann- esdóttir, og bendir á fa^legar athug-anir á afleiðingum þeirra. lokanir leiði til sparn- aðar fyrir Ríkisspítala þá eru miklar efasemd- ir um að þær spari þegar til lengri tíma og á heildina sé litið, en við höfum ekki gögn í höndum þvi til sönn- unar.“ Þar segir einnig að það væri mjög æski- legt að t.d. heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt ið eða landlæknir kannaði áhrif lokana á heilsufar og gerði til- raun til að meta raun- veralegan spamað. I samantekt þeirra Sigríðar Snæbjöms- dóttur hjúkranarforstjóra og Hann- esar Péturssonar lækningaforstjóra á Borgarspítalanum er niðurstaðan svipuð. Þau telja erfitt að sanna nokkuð um áhrif og afleiðingar sumarlokana, aukins álags og minnkaðra fjárveitinga. Ástæðan sé skortur á eigin rann- sóknum og tölulegum upplýsingum, þó svo að mikil reynsla og vís- bendingar liggi fyrir. Þau ásamt Kristín Á. Ólafsdóttur for- manni stjórnar sjúkra- stofnana Reykjavíkur lögðu ríka áherslu á mikilvægi óháðrar athugunar á þessum málum á fundi hjá heil- brigðis- og trygginganefnd Álþing- is. Sjúkrahúsþjónustan á hættumörkum Ásta R. Jóhannesdóttir Alltaf á laugardösum! SÖLUKERFID LOKflfí KL. 20.20 Er roðin komin að þer? Spurningu um hvort rekstur Ríkisspítalanna sé á hættumörkum fyrir sjúklinga svarar Þorvaldur þannig að húsakostur, tæki og mannafli sé á ýmsum sviðum ná- lægt eða jafnvel neðan við þær lág- markskröfur sem gerðar eru til slíkra stofnana. í greinargerð frá forsvarsmönn- um Borgarspítalans er tekið í svip- aðan streng. Þar segir að aðbúnað- ur sjúklinga og starfsfólks sé alltaf verri á sumrin en á öðram árstím- um. Þá sé meira um vistun sjúkl- inga á göngum, salernum og víðar. Það sé ekki eingöngu óþægilegt heldur beinlínis hættulegt, erfiðara sé að koma við nákvæmu eftirliti með mikið veikum sjúklingum, öll tæknivinna og tækjanotkun sé erf- iðari og stundum ekki hægt að koma henni við. Samkvæmt þessu er því ljóst að við erum komin á ystu nöf í sparn- aðaraðgerðum. Aukið álag eykur kostnað Hinn aukni þrýstingur á að þjóna sífellt fleirum hefur þau áhrif að sjúklingar sem fá þjópustu eru veik- ari. Það þýðir að kostnaður við hvern sjúkling eykst stöðugt, hann þarf meira eftirlit, dýrari lyf og meira af lyfjum, flóknari rannsókn- ir, meðferð og umönnun. Hjúkrun- arálag eykst og allt þetta gerir það að verkum að hver legudagur verð- ur dýrari. Þetta kemur fram í grein- argerð frá Borgarspítalanum. Sumarlokanir geðdeilda afdrifaríkar Heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis tók sumarlokanirnar og áhrif þeirra til umfjöllunar í sl. viku að frumkvæði undirritaðrar og full- trúa Alþýðubandalags og óháðara í nefndinni. Þar komu þessar upp- lýsingar einnig fram. Lárus Helga- son yfirlæknir á geðdeild Landspít- alans kvað lokanir á geðdeildum afdrifaríkar. Hann sagði spamað- inn aldrei hafa komið jafn illa niður á þeim og það þekktist ekki nokkur staðar í Evrópu að loka geðdeildum á þennan hátt. Margir sjúklingar á þessum deildum væra ungt fólk í samfelldri meðferð sem ekki mætti ijúfa. Með því að ijúfa hana á þenn- an hátt gæti hún verið unnin fyrir gýg. Láras sagði lokanirnar hefðu nú þegar haft afdrifaríkar afleiðing- ar og nefndi dæmi um það. Heilbrigðisráðherra láti gera athugun Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í heilbrigðis- og trygginganefnd hafa riltað heilbrigðisráðherra bréf, þar sem þeir óska eftir því að hún láti þegar í stað fara fram athugun á áhrifum sumarlokana sjúkrahúsa og hvort um raunverulegan heildar- sparnað sé að ræða. Þeir óska eftir því að heilbrigðisnefnd þingsins verði kynntar niðurstöðurnar svo fljótt sem verða má. Undirrituð hefur einnig óskað eftir þvi að nefndarmeníi heimsæki Landspítalann og Borgarspítalann í sumar til að kynna sér ástandið af eigin raun. Höfundur er nlþingisnmöur fyrir Þjóðvaka. I í : > i í i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.