Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 17 Tebar hjá NLFÍ Morgunblaðið/Helga Björg Óskarsdóttir Hólmþór Morgan, hönnuður hússins, klippti á borðann við vígslu nýja golfskálans. Hveragerði - Á Heilsustofnun Nátt- úrulækningafélags íslands, Hvera- gerði, hefur undanfarið verið unnið ötullega að ýmsum breytingum á innra starfi stofnunarinnar. Einn lið- ur í þeim breytingum er opnun á tebar í matsal stofnunarinnar. Á te- barnum eru nú þegar 30-35 tegund- ir af tei og fleiri eru væntanlegar á næstunni. Á tebarnum er einnig fáanleg te- blanda hússins sem er sérblönduð úr um 20 jurtategundum af yfirmat- reiðslumanni HNLFI, Francois Fons. Sú teblanda verður á boðstólum í sumar en önnur er betur hentar vetr- artímanum verður blönduð í haust. Guðmundur Bjömsson, yfirlæknir HNLFÍ, sagði starfsfólk stofnun- arinnar um árabil hafa tínt fjallagrös og aðrar jurtir til notkunar í te. „Frá gamalli tíð hefur fólk lengi haft trú á notkun jurtaseyðis í lækningaskyni og getum við sagt að jurtaseyðið sé viðbót við þær hefðbundnu lækning- ar sem notaðar eru á Heilsustofnun- inni. Með því að bjóða uppá ýmiss konar grasaseyði erum við einnig að halda í þær hefðir sem fmmkvöðlar NLFI, Jónas Kristjánsson læknir og fleiri sköpuðu á upphafsárum stofn- unarinnar." Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir GUÐMUNDUR Bjarnason, yfirlæknir og Francois Fons, matreiðslumeistari, skála í heilsutei í byijun dags. Nýr golf- skálií Sandgerði Sandgerði - Fyrir skömmu var vígður nýr golfskáli í Vallarhúsum í Sandgerði. Húsið er teiknað af Hólmþóri Morgan og er 218 fm að flatarmáli. í húsinu er búningsaðstaða fyrir karla og konur, snyrtiaðstaða fyrir bæði kynin, herbergi fyrir stjóm og nefndir klúbbsins, þá er einnig gott eldhús og veitingaaðstaða. Kostnaður er komin í þrettán millj- ónir. Er þá ótalin 3.000 stunda sjálfboðavinna klúbbfélaga en um 20 manns komu að verkinu þó vinnan hafi aðallega hvílt á herðum 6 manns. Bæjarfélagið hefur lagt sitt af mörkum en golfklúbburinn hefur fengið 15 milljóna króna lán, sem greiðist á 5 árum, til uppbyggingar svæðisins. Golfklúbbur Sandgerðis, GSG, var stofnaður árið 1986 og hafa stofnfélagar unnið sleitulaust síðan að uppbyggingu vallarins. Golfvöll- urinn, sem hannaður er af Hann- esi Þorsteinssyni, golfvallahönn- uði, er níu holu völlur og stendur hann á sjávarkambinum í fallegu umhverfi og er orðinn mjög góður. Félagar í GSG telja nú um hundr- að manns og er félagsstarfið mjög öflugt enda öll aðstaða orðin frá- bær. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Kross gefinn Egilsstaða- kirkju EGILSSTAÐAKIRKJU hefur verið gefinn kross sem settur var á turn kirkjunnar nýverið. Það er Gunn- þóra Björnsdóttir sem gefur kross- inn til minningar um eiginmann sinn, Harald Gunnlaugsson. Kross- inn er smíðaður úr ryðfríu stáli af Vélaverkstæðinu Víkingi og ljósa- búnaður er unninn af Rafverkstæði Sveins Guðmundssonar. Aukabúnaður á mynd álfelgur, aukaljós, samlitir stuðarar RENAULT CIÍO RN MARGVERÐLAUNAÐUR ÞÆGILEGUR, SNARPUR OG SPARNEYTINN 5 DYRA Á VERÐI FRÁ KR 1.049.000 Á GÖTUNA REYNSLUAKTU RENAULT ÞAÐ ER VEL ÞESS VIRÐI BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR • ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 • BEINN SÍMI: 553 1236 RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.