Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ * Arsgamall drengur drukknaði LÍTILL drengur drukknaði í á við bæinn Sveinungsvík, skammt austan við Raufar- höfn, síðdegis í fyrradag. Drengurinn var úti við fjár- hús með föður sínum og tveim- ur eldri systkinum. Hann varð viðskila við systkini sín og þau vissu ekki hvar hann var þegar faðirinn spurði þau um hann. Á rennur við bæinn aðeins nokkra metra frá fjárhúsinu. Hún var í miklum vexti, mó- rauð og straumþung. Faðirinn óttaðist að drengurinn hefði lent í ánni og hljóp samstundis niður með henni. Hann fann drenginn í beygju á ánni þar sem hún er breiðari og Iygn- ari. Hann reyndi lífgunartil- raunir en þær tókust ekki. Drengurinn hét Sveinbjöm Gunnarsson og var fæddur 1. mars á síðasta ári. Veikur sjó- maður sóttur ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í fyrrinótt veikan sjómann um borð í Sandvík skammt út af Grindavík. Þyrlan fór í loftið rétt fyrir klukkan fimm í fyrramorgun og var lent rúmri klukkustund síðar við Borgarspítalann. Konan sem lést KONAN sem lést í bílslysi í Skagafírði sl. þriðjudag hét Brynja Pétursdóttir til heimilis að Laugavegi 61 í Reykjavík. Brynja lætur eftir sig eigin- mann og Q'ögur uppkomin böm. Á slysadeild eftir bílveltu ÖKUMAÐUR sendibíls var fluttur á slysadeild eftir að bif- reið hans valt eftir harðan árekstur á mótum Háaleitis- brautar, Brekkugerðis og Listabrautar um sjöleytið í gær. Sendibíllinn hafnaði á götuvita og felldi hann áður en hann valt. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðins reyndist öku- maðurinn ekki alvarlega slas- aður. fHargtuittíHíifeílb MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 20. júní. • GríS í • fcæiuHttfr á nmsvc-. • BiBififi <3« i'*b3ÍX%ft • Krys^tur <<g þvsfiír 8uiiiarfrí á í§landl Morgunblaðinu í dag fylgir 32 síðna blaðauki sem nefnist Sum- arfrí á íslandi. FRÉTTIR Á fjórða hundrað skip létu úr höfn að loknu verkfalli Fimm togarar á leið í Smuguna FIMM íslenskir togarar em á leið í Smuguna og fleiri útgerðarmenn íhuga að senda skip sín þangað. Á milli 15 og 20 skip stefna á úthafs- karfamiðin á- Reykjaneshrygg. ís- lensku síldveiðiskipin komu á miðin í nótt, en að sögn færeyskra sjó- manna er góð síldveiði innan ís- lensku landhelginnar. Á fjórða hundrað skip fóm á sjó í gær og fyrrinótt að loknu þriggja vikna sjómannaverkfalli. Fjögur skip em á leið í Smuguna. Þau era Stakfell frá Þórshöfn, Margrét frá Akureyri, Már frá Ólafsvík og Sól- berg frá Ólafsfírði. Hólmanesið frá ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra segir íslendinga munu leggja megináherzlu á aukin áhrif á ákvarðanatöku Schengen-ríkj- anna, í viðræðum um aðlögun nor- ræna vegabréfasamkomulagsins að Schengen-sáttmálanum um afnám landamæraeftirlits innan ESB. Þor- steinn telur viðræðumar geta orðið erfíðar, en stefnt er að undirritun samkomulags á fyrri hluta næsta árs. Eskifírði leggur af stað í dag. Nokkur portúgölsk skip em nú í Smugunni og hafa borist fregnir af þokkalegri veiði þeirra. Engin humarveiði Veiði á úthafskarfa á Reykjanes- hrygg kann að ráða nokkm um hve mörg íslensk skip fara í Smuguna. Á annan tug skipa er nú á Ieið á úthafskarfamiðin á Reykjanes- hrygg. Þar eru fyrir a.m.k. þijú íslensk skip, Baldvin Þorsteinsson, Haraldur Kristjánsson og Siglir. Úthafskarfaveiði hefur verið léleg á Reykjaneshrygg síðustu daga. Formaður Schengen-ráðsins, Robert Urbain, lagði til á fundi með dómsmálaráðhermm Norðurland- anna í Brassel í gær að tengsl Nor- egs og íslands við Schengen yrðu með svipuðum hætti ogtengsl þeirra við Evrópusambandið samkvæmt EES-samningnum. „Það er erfítt fyrir okkur að taka þátt að óbreyttum þessum tillögum og við leggjum áherzlu á breytingar á þeim. Mér fínnst að við höfum Mjög léleg veiði er hjá humarbát- um og stefnir í að ekkert verði úr humarvertíðinni þetta árið ef ekki rætist úr. Bátamir vom að fá allt niður í 20 kíló af humri á hefð- bundnum humarmiðum suður af landinu. Yfír 30 skip em komin eða að komast á síldarmiðin við landhelg- islínuna milli íslands og Færeyja. Færeysk skip hafa verið að fá góð- an afla báðum megin við línuna undanfarna daga. Ef vel veiðist er búist við að þau 49 þúsund tonn, sem eftir em af kvótanum, klárist á innan við 10 dögum. ekki nægjanleg áhrif eða aðild að umræðum um ákvarðanatöku með þeim hætti," sagði Þorsteinn. „Ef við tökum að okkur þær skuldbind- ingar, sem við emm reiðubúin að gera, þ.e. gæzlu ytri landamæra Schengen-svæðisins, verðum við á móti að fá sem mesta möguleika í allri umfjöllun og undirbúningi ákvarðanatöku.“ ■ Viðræður/24 Björk O g Jackson takast á SALA á Post, breiðskífu Bjarkar Guðmundsdóttur, hefur farið vel af stað í Bretlandi, að sögn starfsmanna One Little Indian, útgáfu hennar. Blaðafulltrúi útgáfunnar, Christina, sagði að miðað við söluna á plötunni ætti hún góða möguleika á að komast í eitt- hvert efstu sætanna á listanum. Það gæti þó sett strik í reikning- inn að ný breiðskífa Michaels Jacksons, HlStory, kom út í Bret- landi í gær, en föstudagur og laugardagur eru jafnan helstu plötusöludagar vikunnar. Christ- ina segir að slagurinn sé helst á milli Bjarkar og Jacksons, en þess má geta að hann seldi 22 milljónir eintaka af síðustu breið- skífu sinni. Hér á landi hefur platan selst vel að sögn Ásmundar Jónssonar þjá Smekkleysu, en hann segir að fyrsta sending, 2.000 eintök, sé upp urin hjá Smekkleysu. Debut, fyrsta sólóskifa Bjarkar, hefur selst í rúmum 10.000 ein- tökum hér á landi. -----♦ ♦ ♦----- Staða refaræktar góð Fá 6-8 þús- und kr. fyr- ir skinnið ARI Teitsson, formaður Bændasam- taka íslands, segir að staða refa- ræktar sé mjög góð um þessar mundir og að hærra verð fáist nú fyrir refaskinn á mörkuðum en nokkm sinni áður. Ari segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag að refabændur séu að fá 6-8 þúsund kr. fyrir refaskinn þessa dagana samanborið við 1.500 kr. fyrir um fimm árum. Sauðfjárbændur nýti refabú Ari segir það dapurlegt að menn skuli ekki nýta þau refabú sem til em 5 Iandinu og standa mörg ónot- uð. Skynsamlegt hefði verið að sauðfjárbændur, sem em að hætta búskap, gerðu slíkt. ■ Það er hart/32 Rcutcr ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra og Bjorn Westh, danskur starfsbróðir hans, brugðu á leik á ráðherrafundi Norðurlandanna og formanns Schengen-ráðsins í gær og báru þriðja dómsmálaráð- herrann, Grete Faremo frá Noregi, á gullstól i tilefni afmælis hennar, sem bar upp á fundardaginn. Áherzla á áhrif í Schengen Sendifulltrúi Slóvakíu á íslandi o g í Noregi með aðsetur í Ósló * Óvænt kallaður heim frá störfum MILAN Richter, sendifulltrúi Slóv- akíu í Noregi og á íslandi, með aðsetur í Ósló, hefur látið af störf- um. I samtali við norska blaðið Aftenposten segir Richter að þessi ákvörðun hafi komið sér mjög á óvart. Til stóð að Richter, sem er skáld, myndi lesa upp úr verkum sínum í Norræna húsinu ásamt íslenskum skáldum fyrir nokkru, en skyndi- lega var hætt við það. Richter segir við Aftenposten að honu hafí líkað starfíð sem sendifulltrúi vel og því hafi það komið honum óþægilega á óvart er hann var kallaður heim. Ekki einungis vegna þess að hann sjái fram á vera atvinnulaus mennta- maður í Slóvakíu. Þögnin óþægilegust Hann segir að hin opinbera þögn í kringum uppsögnina sé óþægileg- ust. Þögnin sé jafn þrúgandi og á áttunda áratugnum í Tékkóslóvak- íu, er hann fékk ekki að gefa út ljóð sín. Richter hóf störf í slóvakísku . utanríkisþjónustunni í október 1992 og kom til Ósló í desember- mánuði sama ár. Sendiráðið í Nor- egi sér einnig um ísland og hefur hann komið hingað til lands. Richt- er hefur ekki síst unnið að því að efla menningar- tengsl milli Slóvakíu og Noregs og Is- lands. Hann hefur þó einnig orðið að vinna að öðrum verkefnum, t.d. að verja Meciar, forsætisráðherra Slóvakíu, er Simon Wiesenthal sakaði hann um að hafa gefið út yfirlýsingar sem væru andsnúnar sígaunum. Hann sendi Aftenposten grein þar sem að hann skýrði sjónarmið slóv- akískra stjórnvalda, en hún var endursend sökum þess að hún var of löng. Richter stytti ekki grein- ína. Richter er gyðingur en segir gyðingahatur ekki stórt vandamál ) Slóvakíu, líkt og vestrænir fjölm- íðlar hafi haldið fram. „Ég vona að það sé ekki ástæða þess að ég er kallaður heim. Það em litlir hópar sem hafa haldið uppi gyð- mgaofsóknum en almenningur o!xr ^kert á móti gyðingum. ötóru flokkarnir hafa fordæmt gyðingahatur. Ég verð að taka þá tmanlega," segir Richter. Milan Richter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.