Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 19 Tap Hotels Stykkishólms um 14 milljónir Morgunblaðið. Stykkishólmi. TAP Þórs hf. sem rekur Hótel Stykkishólm nam um 14 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 21,1 milljónar tap árið áður. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var fimmtudaginn 8. júní. Rekstrartekjur námu alls 54 milljónum króna og jukust um 3,6% milli ára. í skýrslu Sturlu Böðvars- sonar, stjórnarformanns, kom fram að reksturinn hefur verið mjög erf- iður og félagið safnað miklum skuldum á undanförnum árum. Þær námu tæplega 75 milljónum í árslok og jukust um 6 milljónir milli ára. Eigið fé nam 34 milíjónum saman- borið við tæpar 48 milljónir árið áður. í ræðu Sigurðar Skúla Bárðar- sonar, hótelstjóra, kom fram að unnið hefur verið að því að efla markaðsstarfið og reynt að koma á samstarfi við ferðaskrifstofur, inn- lendar og erlendar. Árangur þess hefur þegar komið í ljós. Margt hefur verið reynt til að auka að- sóknina að hótelinu en eins og hjá fleiri hótelum á landsbyggðinni eru umsvifin langmest yfir sumarið. Sumartekjurnar standa hins vegar ekki undir rekstrinum á öðrum árs- tímum og þarf að snúa þessu við. Til greina kemur að loka hótelinu yfir veturinn Sturla greindi frá því að nefnd á vegum samgöngumálaráðuneytis- ins sem móta átti tillögur um að- gerðir til styrktar ársreknum hótel- um á landsbyggðinni hefði lokið störfum. Sturla átti von á að þegar tillögur nefndarinnar væru komnar til framkvæmda myndi það styrkja stöðu þessara hótela. Stjóm hótelsins lagði fram tillög- ur í 5 liðum til að styrkja rekstur- inn og bæta afkomuna. Til greina kemur að loka hótelinu yfir erfíð- ustu vetrarmánuðina en það yrði neyðarúrræði. Sturla sem hefur verið stjórnar- formaður um árabil gaf ekíri kost á sér til endurkjörs. I stjóm voru kjömir þeir Rúnar Gíslason, Stykk- ishólmi, Kristján Vigfússon, Reykjavík og Gissur Tryggvason, Stykkishólmi. Verð á gulli heldur áfram að hækka London. Reuter. VERÐ á gulli var skráð 391,30 dollara únsan í gær, sama verði og um morguninn og hæsta verði í vikunni. Verðið í gær hækkaði um þijár dollara frá lokun á fimmtudag. Vera má að gullverð hækki í næstu viku vegna uggs fjárfesta um hugsanlegan afturkipp í heims- búskapnum að sögn sérfræðinga, en þeir vöruðu við of mikilli bjart- sýni í gær. Þeir sögðu að útlitið væri jákvætt meðan verðið væri meira en 390 dollarar únsan og óvíst var hvernig staðan yrði við lokun í New York. Næst kunna menn að bíða eftir því hvort verðið fer yfir 395 dollara únsan, en búast má við fyrirstöðu þegar það nálgast 400 dollara. Þijár tilraunir til þess að koma verðinu yfir 396-400 dollara únsan hafa farið út um þúfur á síðustu tveimur árum. Staða gulls hefur styrkzt vegna uggs um ókyrrð í gengismálum meðan á fundi sjö helztu iðnríkja í Halifax stendur, titrings á skulda- og hlutabréfamarkaði og hugsan- legrar röskunar á námagrefti í Suð- ur-Afríku. Um leið hefur verð á silfri hækk- að um rúmlega 10 sent í 545,50 dollara únsan. Tormerki eru talin á því að verðið fari yfir 550 sent. Verð á platínum hefur hækkað í 444' dollara. Sérfræðingar hafa spáð því að verðið fari ekki yfir 445 dollara og útiloka ekki að það lækki aftur í 440 dollara. 20 árn íýmœti Nonwna nátnsþingsins í lHmaferð TÍUNDA NORRÆNA NÁMSÞINGIÐ í LISTMEÐFERÐ Fyrirlestrar: MaxPaterson írá Skotlandi ''Vppruni ofbeldis". Ikuku Acosta frá Bandaríkjunym "Greining á ofbeldi í myndverkum". Shcila McClelland frá Englandi "Ferlisbundin lislmeðferð". RagnaSylwan fráSvíþjóð "Mytidir barna sem sönnunargögn fyrir rétti". Ann-Sophie Lang frá Svíþjóð "Kynning á myndum eftir kynferðislega misnotuð böm". Hcidi Greenfield frá Kanada "Ofbeldi á heimilum". Colin Tcasdale fráEnglandi "Þráin að umbreyta...." Upplýsingar og skráning í sttna: 569 9300 (Helga Lára) UNDIRBÚNINGSNEFND: ANNA MARÍA HARÐARDÓTTIR, IIALIDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR, SiURlDUR liJÖRNSDÓTTIR, UNNUR GUÐRÚN ÓTTARSDÓTTIR, USTMEÐFERDARFRÆÐINGAR LISTMEÐFERÐ Á ÍSLANDI í SAMVINNU VIÐ NORRÆNA HÚSIÐ VIÐSKIPTI Jón Guðmundsson formaður Félags fasteignasala um lán Handsals Skapa ný viðhorf á fasteignamarkaði TILBOÐ Handsals um lán til 25 ára munu hafa jákvæð áhrif á fasteigna- markaðinn, einkum þegar fram í sækir og auka eftirspurn eftir stærri og dýrari húseignum og atvinnuhús- næði. Kom þetta fram í viðtali við Jón Guðmundsson, formann Félags fasteignasala. — Þessi langtímalán eru nýmæli á fjármagsmarkaði og skapa ný viðhorf á fasteignamark- aðnum, en fram að þessu hafa verð- bréfafyrirtæki og aðrar lánastofnan- ir einungis boðið lán til 10-15 ára til fasteignakaupa, sagði Jón. — Vextirnir þyrftu þó að vera aðeins lægri. Ég tel samt víst, að margir þeirra, sem hyggja á fasteignakaup, muni íhuga þennan nýja valkost rækilega. — Húsbréfakerfið dugar ekki til kaupa á stærri og dýrari húseignum nema að litlu leyti, sagði Jón enn- fremur. — Fólk, sem hyggst kaupa myndarlegt einbýlishús á bilinu 20-30 millj. kr., fær ekki hærra lán í húsbréfakerfinu en þeir, sem kaupa 8 millj. kr. eign. Með þessum nýju langtímalánum verður hins vegar hægt að fá mun hærri lán eða allt að 55% út á stærri eignimar. Vextir á þessum nýju lánum em vissulega í hærra lagi eða 7- 8,25%, eftir því hvað eignin er verðmæt og greiðandinn er traustur, á meðan vextir í húsbréfakerfinu nú em 5,1%. Mér þykir þó líklegt, að þessi nýju langtímalán muni þrýsta vöxtum á fjármagnsmarkaði niður og hvetja banka og aðrar lánastofnanir til þess að lána meira til fasteignakaupa, en hingað til hafa þessir aðilar sinnt slíkum við- skiptum mjög lítið. Jón kvað ekki ósennilegt, að sumir myndu strax notfæra sér þessi langtímalán, ættu þeir kost á þeim. Nokkrir aðilar hefðu þegar leitað til sín með fyrirspurnir um, hvort þeir gætu notfært sér þau til fasteigna- kaupa, bæði á atvinnu- húsnæði og íbúðarhús- næði. — Að mínu mati þyrftu vextirnir þó að lækka eitthvað, sagði Jón. — Ef svo færi, tel ég, að það yrði mikil eftirspurn eftir þessum lánum til 25 ára. Þau gætu þá orðið til þess að blása nýju lífi í atvinnu- húsamarkaðinn og leitt til mun meiri FINNAIR segir að rekstrarhagnaður félagsins 1994/95 hafí aukizt meir en bjartsýnustu menn hafí þorað að vona og það sé bjartsýnt á horfum- ar, þar sem eftirspurn aukist enn jafnt og þétt. Rekstrarhagnaður til marzloka jókst í 522 milljónir fínnskra marka hreyfíngar á stærri og dýrari íbúðarhúsum. Þau lán, sem fólk hefur átt kost á hjá bönkunum, hafa yfir- leitt verið til svo skamms tíma, að þau eru oft eins og bjarnar- greiði, sökum þess hve lánstíminn er stuttur. Greiðslubyrðin er það þung, að margir ráða ekki við hana og kom- ast í þrot af þeim sök- um. — Ég leyfi mér að vona, að þetta framtak Handsals muni ýta við öðrum til þess að gera slíkt hið sama, sagði Jón Guðmundsson að lokum. — Þeg- ar það hefur tekizt, verður stjórn- völdum ekki stætt á öðru en að lyfta þakinu á húsbréfakerfínu eða af- nema það með öllu. eða jafnvirði 121 milljónar dollara úr 189 milljónum marka. Lagt er til að greiddur verði 0,50 marka á hlutabréf. Farþegum Finnair sem ríkið á 61% í fjölgaði um 10,4% og frakt jókst um 14.7%. Jón Guðmundsson Finnair treystir stöðuna Helsinki. Reuter. Stofnlánadeild landbúnaðarins Skuldabréfaútboð 2. flokkur 1995 * Utgáfudagur, útboðstími og nafnverð skuldabréfa ✓ B Utgáfudagur og fyrsti söludagur skuldabréfanna er 19. júní 1995. Útboðstími er til 19. desember 1995. Heildarverðmæti útboðsins er 500 milljónir króna að nafnvirði. Lánstími og einingar Skuldabréf í flokki 2/1995A eru til 15 ára Skuldabréf í flokki 2/1995B eru til 25 ára Bréfin eru gefin út í 1, 5 og 10 milljón króna einingum. Gjalddagar, vextir, ávöxtunarkrafa og sölugengi. Gjalddagar bréfanna eru 1. desember ár hvert, fyrst árið 1996. Af skuldabréfunum reiknast 5,50% vextir. Bréfin eru bundin vísitölu neysluverðs með grunnvísitölu í júní, sem er 172,1 stig. Ávöxtunarkrafa á útgáfudegi er 6,0% . Sölugengi flokks 2/1995A á útgáfudegi er 0,96824843 og flokks 2/1995B 0,95719631. Útboðsgögn, söluaðili og umsjón með útboði Útboðslýsing og önnur gögn um útboðið og Stofnlánadeild landbúnaðarins liggja frammi hjá Kaupþingi hf. sem hefur umsjón með útboðinu. Sala bréfanna fer fram hjá Kaupþingi hf., Kaupþingi Norðurlands og hjá Búnaðarbanka íslands. Kaupþing hf. löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5 Sími: 515-1500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.