Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Hvað kostar að búa sig til útilegu ? TJÖLP (4' SVEFNPOKAR -3 manna tjöld 2-3 m. göngutjöld 4 manna hústjöld -r> . Svefnpokar, Svefnpokar, 4 m. göngutjöld kuldaþol D til -9°C kuldaþol > -10° DÝNUR Svampdýnur Loftdýnur og vindsængur Skátabúðin* Lichfield 3.8 kg, 13.840 kr Lichfield 2,9 kg, 11.990 kr Prago Export 28 kg, 32.890 kr Lichiield 5,1 kg, 19.990 kr Kojak Jötunheim -5*C, 4.950 kr Ajungilak -10°C, 10.435 kr Ajungilak 800 kr Metzeler, standard Loftd., 6.990 kr Sportleigan Highpeak Texel 2 4,0 kg, 6.900 kr Trecker 2,5 kg, 4.990 kr Highpeak Colorado 7,6 kg, 14.790 kr Highpeak Texel 3 4,5 kg, 7.900 kr Highpeak Redwood -5°C, 5.500 kr Snowfox -10°C, 7.900 kr 1.980 kr Highpeak Vinds., 2.500 kr Rúmfatalagerinn 2,1 kg, 1.990 kr 4,5 kg, 5.990 kr -3°C, 2.990 kr -10°C, 4.990 kr 490 kr Vinds,, 1.490 kr Bílanaust Trigano 4,8 kg, 6.743 kr Trigano 1,9 kg, 5.727 kr Trigano 19,2 kg, 19.796 kr Trigano 4,0 kg, 16.536 kr 628 kr Loftd., 1.633 kr Hagkaup Toronto 12 kg, 14.995 kr PSL Grafik -5°C, 2.495 kr Trail 350 -15°C, 4.890 kr 499 kr Frank Loftd., 3.995 kr Bónus Outwell 8,0 kg, 4.500 kr Outwell 9,6 kg, 17.950 kr Fálkinn* Vango MK 2 Favorit Comfort Big Pack Railway Big Pack Atlas 1 * 5% staðQreiðsluafsláttur ekki innifalinn | 1,8 kg, 28.990 kr ?kg, 27.990 kr -10°C, 7.990 kr 3.300 kr Vinds., 1.800 kr Verð og gæði útilegubúnaðar mjög mismunandi „THÁW Master“-þíðingarbakkann“ má þvo í uppþvottavél og nota til að bera fram mat. Fljótleg þíðing án raf- magns og rafhlaðna BÚNAÐUR í tjaldútilegur er mjög misjafn og erfítt er að bera saman verð og gæði. Upplýsingar frá framleiðendum eru ekki alltaf sambærilegar og sumt er erfítt að mæla. Meiri áhersla en áður er nú lögð á það að búnaðurinn sé léttur svo að auðvelt sé að bera hann eða hafa með sér á hjóli. í töflunni hér að ofan er því sérstakur flokk- ur sem nefndur er göngutjöld. Tveggja til þriggja manna göngutjöldin eru öll minna en þrjú kíló að þyngd en fjögurra manna göngutjöldin eru undir sex kílóum. Létt tjöld eru að jafnaði veik- byggðari, bæði eru þau efnisminni og stengumar ekki eins sterkar. Nær öll tjöldin eru úr næloni og því vatnsþétt. Sum hústjöld eru þó úr bómull og það þarf að bera silikon á þau til að þau verði vatns- þétt. A svefnpokum er yfirleitt gefíð upp einhvers konar „kuldaþol". Þar er átt við hvað hægt sé að nota þá í miklu frosti. Þessi mæli- kvarði hefur takmarkað gildi. Oft gefur framleiðandinn einnig upp aðra og lægri tölu.sem er „þæg- indahitastig". Verði kuldinn meiri er óþægilegt að sofa í pokanum en að mati framleiðandans er hægt að lifa það af. Enginn alls- heijar staðall er til um kuldaþol svefnpoka og því gagnast mæli- kvarðinn varla nema til að bera saman ólíka poka frá sama fram- leiðanda. Sagt er að sumir þeirra hiki reyndar ekki við að gefa upp mismunandi kuldaþol á nákvæm- lega eins svefnpokum. Stærð tjalda getur verið mjög mismunandi þó að þau séu gefin upp fyrir sama fjölda fólks. Göngutjöldin eru að jafnaði lítil en fjögurra manna hústjöldin eru sum mjög stór. Flestir svefnpokar eru með ein- angrun úr fíbertrefjum. Dúnpokar eru léttari og fyrirferðarminni en þeir eru jafnframt dýrari og þola illa að blotna. Fíberpokarnir glata ekki nema 10-15% af einangrun sinni við að blotna. Miklar framfarir hafa orðið í gerð svefn- poka á síðustu árum, þeir hafa lést og einangrunin hefur batnað. Fjórar gerðir til af tjalddýnum Tjalddýnur eru til í fjórum gerð- um: svampdýnur, einangrunar- dýnur, loftdýnur og vindsængur. Einangrunardýnumar era ódýrar en þær eru veita aðeins vöm gegn kuldahum og enga mýkt. Svamp- dýnurnar era algengastar en þær eru mismunandi að þykkt, breidd og lengd þannig að verðmunur milli verslana segir ekki alla sög- una. Vindsængur era sömuleiðis mismunandi að stærð og gerð. Loftdýnur era ein útgáfa þeirra en þær blása sig sjálfar út og eru því yfírleitt dýrari en aðrar. NYKOMINN er á markaðinn þíðing- arbakkinn „Tháw Master", sem hvorki gengur fyrir rafmagni né raf- hlöðum. Bakkinn erþeim eiginleikum gæddur að taka til sín hitabylgjur úr andrúmsloftinu og leiða þær í matinn sem á honum er. Að sögn innflytjandans, Heimis Karlssonar hjá H. Karlsson hf., er bakkinn framleiddur úr ákveðinni málmblöndu, sem framleiðendur ljóstra ekki upp. Kjúklingur þiðnar á 75 mín. „Við þíðingu er engin hætta á bakteríumyndun, málmblandan er án blýs og hættulaus, enda er fram- leiðslan undir ströngu eftirliti og merkt þannig, gagnstætt ýmsum eftirlíkingum, sem komið hafa á markaðinn frá því „Tháw Master“ var kynntur fyrir rúmu ári í Banda- ríkjunum." Þíðing á „Tháw Master" er yfir- leitt sögð taka svipaðan tíma og í örbylgjuofni, t.d. eru svínakótilettur 13-16 mín. að þiðna, kjúklingabitar 25-30 mín og heill kjúklingur fimm stundarfjórðunga. Ekki er nauðsyn- legt að snúa kjötinu við á bakkanum, þó slíkt megi gera til að flýta fyrir þíðingu og óhætt er að setja kjöt á bakkann að morgni og hafa það á honum til kvölds. Heimir segir bakkann hentugan fyrir heimili, í útilegur, sumarbústaði og fyrir veitingahús. Við þíðingu haldi maturinn náttúrugæðum, hvorki soðni né brenni, bakkann megi þvo í uppþvottavél og nota hann til að bera fram mat. Eina sem þurfi að varast sé að skera á honum og þá sé endingin ótakmörkuð. „Tháw Master“-bakkinn er 40x24, fæst fyrst um sinn í Byggt og búið á 3.900 kr. en verður víðar til sölu síðar. r LlI cr < NAVSGARl Frábær útivistar- og regnfatnaður NAVIGARE er mjög vandaður norskur útivistarfatnaður með frábæra „öndunareiginleika" þannig að þér líður alltaf vel hvernig sem viðrar. Það sakar ekki að hann er á mjög góðu verði. Berið saman verð og gæði! ENOK HF Hamraborg 14 • 200 Kópavogi sími 554 0097 • fax 554 0067 Utsölustaðir fyrír NAVIGARE eru eftirfarandi: Reykjavík Boltamaöurinn, Laugavegi 23 Markiö, Ármúla 40 Sportmaöurinn, Hólagaröi Akranesi Verslunin Óöinn Akureyrí Sporthúsiö Keflavík Sportbúö Óskars Selfoss Sportlíf Egilsstaöir Versl. Skógar Seyöisfjörður Versl. Aldan ísafjörður Sporthlaöan Sendum í póstkröfu!! Tónlistin yfirgnæfi gestina HÁVÆR tónlist á veitingahúsinu Hard Rock í Kringlunni hefur angrað ýmsa sem annars kunna að meta staðinn. Ef spurt er hvort hægt sé að lækka svolítið er gjarna svarað vingjarnlega að það verði athugað, svo er ef til vili lækkað, en yfir- leitt einungis í stutta stund. Starfsfólk segir skýringuna að Hard Rock sé alþjóðleg keðja veit- ingahúsa sem gangi meðal annars á tónlistinni. Eigendurnir vilji hafa þetta svona. Neytendasíðan spurði Braga Sigurðsson, framkvæmdastjóra veitingahússins, hvort alþjóðlegir staðlar stjórnuðu desibelafjölda eða hávaðamörkum á Hard Rock. Hann sagði að svo væri ekki og raunar væri tónlistin stillt lægra en víðast á þessum stöðum erlend- is. Hér væri miðað við hávaða í salnum og tónlistin ávallt höfð hærri en kliður gestanna. Gulrótarsafi fyrir flug GÓÐAR fréttir fyrir þá sem eru fyrir gulrótarsafa og ætla að fljúga á næstunni! Farrol Kahn er höfundur hand- bókar fyrir ferðalanga sem heitir - Á áfangastað í góðu formi. f bók sinni mælir hann með að þeir sem ætla að fljúga á næstunni verði sér úti um nokkra lítra af umrædd- um safa. Hann telur að gulrótar- safi hjálpi líkamanum að verða ekki fyrir súrefnisskorti í flugi og mælir með að hann sé drukkinn nokkrum sinnum á dag þijá síð- ustu dagana áður en flogið er. Farrol Kahn segir að ein af ástæðunum fyrir því að þreyta geri vart við sig eftir nokkurra stunda flug sé að loftþrýstingurinn er minni en venjulega. Farþegar fá því ekki eins mikið súrefni og þeir eru vanir, sem þýðir aukið álag á hjartað við að flýtja súrefni um líkamann. Hann mælir einnig með að ökkl- arnir séu nuddaðir í flugi og ráð- leggur síðan fólki að halda sig frá áfengi en úða vatni við og við upp í nasaholurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.