Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 11 Formaður Alþýðubandalagsins í um- ræðu um frumvarp um greiðsluaðlögun: Þarf að standa við stóru orðin FRUMVARP um greiðsluaðlögun kom til fyrstu umræðu á Alþingi á fimmtudag, á síðasta starfsdegi þingsins í vor. Frumvarpið er flutt sameiginlega af öllum stjórnarand- stöðuflokkunum og er samhljóða frumvarpi sem Framsóknarflokkur- inn flutti fyrir kosningar í vor. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, - sagði að Framsóknarflokkurinn hefði rætt mikið um greiðsluvanda heimilanna í kosningabaráttunni og gefið fyrir- heit um aðgerðir, enda væri þarna um brýnt vandamál að ræða sem þegar þyrfti að taka á. Vitnaði hann til ýmissa ummæla framsóknar- manna í kosningabaráttunni um þessi efni og sagði að nú reyndi á hvort framsóknarmenn væru reiðu- búnir til að lögfesta sinn eigin texta. Til þess gæfist tími því í frumvarpi þingmanna Framsóknarflokksins væri gert ráð fyrir að lögin tækju gildi 1. júlí í sumar. Nú væri tími til að standa við stóru orðin, því neyðarástand ríkti á heimilum í land- inu vegna greiðsluerfiðleika. Þarf að breyta gjaldþrotalögum Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, sagði að ákveðnir gallar væru á frumvarpinu, þótt það væri gott. Þannig þyrfti að breyta gjaldþrota- lögum og öðrum lögum á sviði dóms- málaráðuneytisins til þess að frum- varpið næði tilgangi sínum. Því þyrfti að koma til samstarf dóms- mála- og félagsmálaráðuneytisins. Þá væri frumvarpið einkum byggt á sams konar lagasetningu í Svíþjóð og nauðsynlegt væri einnig að skoða lagasetningu í Noregi um þessi efni. Málið væri brýnt og það yrði skoðað í nefnd sem sett hefði verið á lagg- irnar til að fara yfir þessi mál. Laga- setning tæki tíma og ekki mætti hrapa að neinu. Iðgjöld viðlagatrygginga Alagið áfram 10% EFNAHAGS- og viðskiptanefnd Alþingis leggur til að hætt verði við að hækka álag á viðlagatrygg- ingargjald í 20% næstu fimm ár til að afla ofanflóðasjóði aukinna tekna og varð frumvarpið þannig breytt að lögum á síðasta starfs- degi Alþingis á föstudag. I staðinn er lagt til að hlutur ofanflóðasjóðs í heildartryggingar- iðgjöldum Viðlagatryggingar ís- lands verði hækkaður um 3 pró- sentstig úr 35% í 38% og að sú ráðstöfun standi í sex ár en ekki fimm eins og áður var fyrirhugað. Samkvæmt þessu er áætlað að heildartekjur Ofanflóðasjóðs á næstu sex árum verði 1.446 millj- ónir króna. Alagið á viðlagatryggingagjald verður áfram 10% eins og ákveðið var með lagabreytingu fyrr í vetur og er áætlað að það afli Öfanflóða- sjóði 255 milljóna króna í tekjur á næstu fimm árum. Til viðbótar mun hlutur Ofan- flóðasjóðs í iðgjöldum Viðlaga- tryggingar nema 192 milljónum króna á ári eða samtals um 1.152 milljónum króna á næstu sex árum. Samanlagt verða því tekjur sjóðs- ins 1.446 milljónir króna. FRÉTTIR ! 5 ÍLC'Í , r, I S i*®»| i -'■ i ■ 'VÍ' - : - : i HÁ birkitré láta víða á sjá í jaðri Aðaldalshrauns. Sandskaflar eyða birkiskógi Laxamýri. Morgnnblaðið. Landgræðslufulltruinn á Húsavík, Guðrún Lára Pálma- dóttir, gerði nú í vikunni úttekt á ástandi gróðurs í mellöndun- um inn af Skjálfanda ásamt nokkrum starfsmönnum Land- græðslunnar. í fyrstu var svæðið vestan Láxár skoðað og var að athugun lokinni ákveðið að auka áætlað áburðarmagn úr fjórum tonnum í átta þar sem svæðinu hefur lítið verið sinnt á undanförnum árum nema að sáð var melgresi í fyrra í allmarga hektara lands. Víða hefur gróður rýrnað og sandfok í ána hefur aukist eins og fram kemur á loftmyndum. Þá var ákveðið að sá grasfræi með áburðinum til þess að þétta gróðurþekjuna og mun það verða gert með kastdreifara þar sem svæðið er víða illt yfir- ferðar vegna hraungijóts. Að því loknu var skógarjaðar- inn vestan Aðaldalsflugvallar skoðaður og kannaðir þeir sandskaflar sem eytt hafa stór- um birkitrjám og hafið innreið sína inn í algróðið land. Voru menn sammála um að þarna þyrfti að grípa til aðgerða til þess að koma í veg fyrir þá eyðingu sem hafin er á svæðinu. Ljóst er að þarna er um veruleg- an kostnað að ræða og munu starfsmenn Landgræðslunnar gera tillögur til úrbóta. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Þingsályktunar- tillaga Alþingis Förgun olíu- borpalls harð- lega mótmælt ALÞINGI hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar þar sem harð- lega er mótmælt ákvörðun breskra stjórnvalda að leyfa Shell-olíufé- laginu að sökkva olíuborpallinum Brent Spar í Atlantshafið. Þingsályktunartillagan hljóðar svo í heild: „Alþingi ályktar að mótmæla harðlega þeirri ákvörðun breskra stjórnvalda að veita Shell- olíufélaginu leyfi til að sökkva olíu- pallinum Brent Spar með margvis- legum eiturefnum í Atlantshafið. Skorar þingið á bresk stjómvöld að endurskoða ákvörðun sína og koma í veg fyrir að olíumannvirkj- um á bresku yfirráðasvæði í Norð- ursjó verði fargað með þessum hætti.“ / ,r> » i i i < > » «ii i i i t «•• i, i .* i-—T---V1- \ / .................................... / f 1 ...M ; f;;i i - - 1 BESTU KAUPIN -núna! DAEWOO PENTIUM TÖLVUR 60Mhz, 8MB, 420MB, 14" kr. 139.900 stgr. m/vsk 75Mhz, 8MB, 420MB, 14" kr. 159,000 stgr. m/vsk 90Mhz, 8MB, 420MB, 14" kr. 169.900 stgr. m/vsk lOOMhz, 8MB, 420MB, 14" kr. 189.000 stgr. m/vsk • 8MB vinnsluminni • 420MB diskur E-IDE • 14" SVGA litaskjár • PCI • Mús, motta, Dos og Windows. UART 16550 alvöru rabtengi fyrir Intemetiö DAEWOO 486/66 frá kr. 104.900 stgr. m/vsk Úrval margmiðlunarpakka frá kr. 18.600 stgr. m/vsk Hágæba bleksprautuprentar frá kr. 19.900 stgr. m/vsk Mótöld frá kr. 14.900 stgr . m/vsk Úrval aukahluta, frí uppsetning í nýjar tölvur v!5T TENGT& T/LBÚ/Ð S RAÐGREIÐSLUR ^§8^ Úppsetningaþjonusta EJS sS EINAR). SKULASON H Grensásvegi 10, Sími 563 3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.