Morgunblaðið - 17.06.1995, Síða 11

Morgunblaðið - 17.06.1995, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 11 Formaður Alþýðubandalagsins í um- ræðu um frumvarp um greiðsluaðlögun: Þarf að standa við stóru orðin FRUMVARP um greiðsluaðlögun kom til fyrstu umræðu á Alþingi á fimmtudag, á síðasta starfsdegi þingsins í vor. Frumvarpið er flutt sameiginlega af öllum stjórnarand- stöðuflokkunum og er samhljóða frumvarpi sem Framsóknarflokkur- inn flutti fyrir kosningar í vor. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, - sagði að Framsóknarflokkurinn hefði rætt mikið um greiðsluvanda heimilanna í kosningabaráttunni og gefið fyrir- heit um aðgerðir, enda væri þarna um brýnt vandamál að ræða sem þegar þyrfti að taka á. Vitnaði hann til ýmissa ummæla framsóknar- manna í kosningabaráttunni um þessi efni og sagði að nú reyndi á hvort framsóknarmenn væru reiðu- búnir til að lögfesta sinn eigin texta. Til þess gæfist tími því í frumvarpi þingmanna Framsóknarflokksins væri gert ráð fyrir að lögin tækju gildi 1. júlí í sumar. Nú væri tími til að standa við stóru orðin, því neyðarástand ríkti á heimilum í land- inu vegna greiðsluerfiðleika. Þarf að breyta gjaldþrotalögum Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, sagði að ákveðnir gallar væru á frumvarpinu, þótt það væri gott. Þannig þyrfti að breyta gjaldþrota- lögum og öðrum lögum á sviði dóms- málaráðuneytisins til þess að frum- varpið næði tilgangi sínum. Því þyrfti að koma til samstarf dóms- mála- og félagsmálaráðuneytisins. Þá væri frumvarpið einkum byggt á sams konar lagasetningu í Svíþjóð og nauðsynlegt væri einnig að skoða lagasetningu í Noregi um þessi efni. Málið væri brýnt og það yrði skoðað í nefnd sem sett hefði verið á lagg- irnar til að fara yfir þessi mál. Laga- setning tæki tíma og ekki mætti hrapa að neinu. Iðgjöld viðlagatrygginga Alagið áfram 10% EFNAHAGS- og viðskiptanefnd Alþingis leggur til að hætt verði við að hækka álag á viðlagatrygg- ingargjald í 20% næstu fimm ár til að afla ofanflóðasjóði aukinna tekna og varð frumvarpið þannig breytt að lögum á síðasta starfs- degi Alþingis á föstudag. I staðinn er lagt til að hlutur ofanflóðasjóðs í heildartryggingar- iðgjöldum Viðlagatryggingar ís- lands verði hækkaður um 3 pró- sentstig úr 35% í 38% og að sú ráðstöfun standi í sex ár en ekki fimm eins og áður var fyrirhugað. Samkvæmt þessu er áætlað að heildartekjur Ofanflóðasjóðs á næstu sex árum verði 1.446 millj- ónir króna. Alagið á viðlagatryggingagjald verður áfram 10% eins og ákveðið var með lagabreytingu fyrr í vetur og er áætlað að það afli Öfanflóða- sjóði 255 milljóna króna í tekjur á næstu fimm árum. Til viðbótar mun hlutur Ofan- flóðasjóðs í iðgjöldum Viðlaga- tryggingar nema 192 milljónum króna á ári eða samtals um 1.152 milljónum króna á næstu sex árum. Samanlagt verða því tekjur sjóðs- ins 1.446 milljónir króna. FRÉTTIR ! 5 ÍLC'Í , r, I S i*®»| i -'■ i ■ 'VÍ' - : - : i HÁ birkitré láta víða á sjá í jaðri Aðaldalshrauns. Sandskaflar eyða birkiskógi Laxamýri. Morgnnblaðið. Landgræðslufulltruinn á Húsavík, Guðrún Lára Pálma- dóttir, gerði nú í vikunni úttekt á ástandi gróðurs í mellöndun- um inn af Skjálfanda ásamt nokkrum starfsmönnum Land- græðslunnar. í fyrstu var svæðið vestan Láxár skoðað og var að athugun lokinni ákveðið að auka áætlað áburðarmagn úr fjórum tonnum í átta þar sem svæðinu hefur lítið verið sinnt á undanförnum árum nema að sáð var melgresi í fyrra í allmarga hektara lands. Víða hefur gróður rýrnað og sandfok í ána hefur aukist eins og fram kemur á loftmyndum. Þá var ákveðið að sá grasfræi með áburðinum til þess að þétta gróðurþekjuna og mun það verða gert með kastdreifara þar sem svæðið er víða illt yfir- ferðar vegna hraungijóts. Að því loknu var skógarjaðar- inn vestan Aðaldalsflugvallar skoðaður og kannaðir þeir sandskaflar sem eytt hafa stór- um birkitrjám og hafið innreið sína inn í algróðið land. Voru menn sammála um að þarna þyrfti að grípa til aðgerða til þess að koma í veg fyrir þá eyðingu sem hafin er á svæðinu. Ljóst er að þarna er um veruleg- an kostnað að ræða og munu starfsmenn Landgræðslunnar gera tillögur til úrbóta. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Þingsályktunar- tillaga Alþingis Förgun olíu- borpalls harð- lega mótmælt ALÞINGI hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar þar sem harð- lega er mótmælt ákvörðun breskra stjórnvalda að leyfa Shell-olíufé- laginu að sökkva olíuborpallinum Brent Spar í Atlantshafið. Þingsályktunartillagan hljóðar svo í heild: „Alþingi ályktar að mótmæla harðlega þeirri ákvörðun breskra stjórnvalda að veita Shell- olíufélaginu leyfi til að sökkva olíu- pallinum Brent Spar með margvis- legum eiturefnum í Atlantshafið. Skorar þingið á bresk stjómvöld að endurskoða ákvörðun sína og koma í veg fyrir að olíumannvirkj- um á bresku yfirráðasvæði í Norð- ursjó verði fargað með þessum hætti.“ / ,r> » i i i < > » «ii i i i t «•• i, i .* i-—T---V1- \ / .................................... / f 1 ...M ; f;;i i - - 1 BESTU KAUPIN -núna! DAEWOO PENTIUM TÖLVUR 60Mhz, 8MB, 420MB, 14" kr. 139.900 stgr. m/vsk 75Mhz, 8MB, 420MB, 14" kr. 159,000 stgr. m/vsk 90Mhz, 8MB, 420MB, 14" kr. 169.900 stgr. m/vsk lOOMhz, 8MB, 420MB, 14" kr. 189.000 stgr. m/vsk • 8MB vinnsluminni • 420MB diskur E-IDE • 14" SVGA litaskjár • PCI • Mús, motta, Dos og Windows. UART 16550 alvöru rabtengi fyrir Intemetiö DAEWOO 486/66 frá kr. 104.900 stgr. m/vsk Úrval margmiðlunarpakka frá kr. 18.600 stgr. m/vsk Hágæba bleksprautuprentar frá kr. 19.900 stgr. m/vsk Mótöld frá kr. 14.900 stgr . m/vsk Úrval aukahluta, frí uppsetning í nýjar tölvur v!5T TENGT& T/LBÚ/Ð S RAÐGREIÐSLUR ^§8^ Úppsetningaþjonusta EJS sS EINAR). SKULASON H Grensásvegi 10, Sími 563 3000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.