Morgunblaðið - 17.06.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýtt og endurskoðað Aðalskipulag Reykjavíkur verður gefið út í haust
Geldinga-
nes verði
athafnasvæði
Staðahverfi við Korpúlfsstaði til úthlutunar
AÐALSKIPULAG Reykjavíkur er
til endurskoðunar hjá Borgarskipu-
lagi Reykjavíkur. Eru þar meðal
annars uppi hugmyndir um að
breyta landnotkun í Geldinganesi
og að fyrirhugaðri íbúðabyggð verði
breytt í athafnasvæði, að sögn Þor-
valdar S. Þorvaldssonar, forstöðu-
manns Borgarskipulags. Staða-
hverfi við Korpúlfsstaði er það
íbúðahverfi sem kemur til úthlutun-
ar á næsta ári en síðan tekur Graf-
arholt við.
450 íbúðir í
Staðahverfi
Þorvaldur sagði að nýtt endur-
skoðað Aðalskipulag fyrir Reykja-
vík yrði gefíð út í haust. Nokkrum
lóðum er enn óráðstafað í borginni
en næsta hverfí sem kemur til út-
hlutunar er Staðahverfi við Korp-
úlfsstaði og má búast við að úthlut-
un hefjist fljótlega. Skipulag hverf-
isins hefur verið samþykkt í megin-
atriðum að sögn Þorvaldar og er
þar gert ráð fyrir 450 íbúðum í
lágri byggð. Stór hluti hverfísins
er ætlaður fyrir einbýlis- og raðhús
auk nokkurra fjölbýlishúsa. „Þetta
hverfi hefur þá sérstöðu að það er
byggt inn í golfvöll," sagði Þorvald-
ur.
Grafarholt næsta
byggingarsvæði
Hverfíð sem ráðist verður í á
eftir Staðahverfi verður í Grafar-
holti og hefur verið ákveðið að efna
til hugmyndasamkeppni um skipu-
lag þess. Svæðið er rúmlega 100
hektarar og teygir sig í átt að Reyn-
isvatni. Mun dómnefndin ganga frá
forsögn samkeppninnar í ágúst.
Sagði Þorvaldur að hugsanlega
yrðu fyrstu lóðirnar tilbúnar til út-
hlutunar hapstið 1996.
Eftir Grafarholt taka við Hamra-
hlíðarlönd undir Úlfarsfelli en þar
er fyrirhuguð íbúðabyggð. Sagði
Þorvaldur að eftirspurn eftir lóðum
í borginni réði hvenær svæðið yrði
tekið til skipulags en gert er ráð
fyrir að þessi þijú hverfí, Staða-
hverfi, Grafarholt og Hamrahlíðar-
lönd anni eftirspurn eftir lóðum
fram til aldamóta.
Þorvaldur sagði sérfræðingar
hefðu kannað sprungur á fyrirhug-
uðu byggingasvæði í Grafarholti.
Úifarsfell
GUR
Ibúabyggð framtíðar-
innar í Reykjavík
Leirvogur
Viðey
Geldinganes
Staða- ... MOSFELLSBÆR
Haltirar
Hús • ---— Hafta-
(n Grafan/pgur " Úlfarsá
m&- ~ yEsr^^y. p ; ;
v ’ vjjo^íy
' Árbær \'/ • .. ' Lamamtn
Arbær
-Breiðhoit Selás
f\c / T \t /“v / } Hólmsheiði
' ----------
Se l .x
2 km
„Það er vitað um stærstu sprung-
urnar og menn reyna að byggja
ekki yfír þær,“ sagði hann.
Samvinna við Mosfellsbæ
Hverfín sem skipulögð verða eft-
ir aldamót liggja upp að Reynis-
vatni og sagðist Þorvaldur vonast
til að samvinna yrði við Mosfellsbæ
um skipulag í Úlfarsárda! upp að
Reynisvatni. „Það er langbesta
byggingarlandið á öllu höfuðborg-
arsvæðinu, sjálfur Úlfarsárdalurinn
upp með Ulfarsá,“ sagði hann.
„Dalurinn er eins og Elliðaárdalur
eða Fossvogsdalur þar sem á renn-
ur um dalbotninn.“
Næst eftir Úlfarsárdal taka við
byggingarsvæði í Norðlingaholti og
á Hólmsheiði.
Fjárhagsstaöa Reykjavíkurborgar er neikvæð um rúma 8,7 milljarða króna
96,4% af skattatekjum
fór í rekstur málaflokka
Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar breyttist
um tíu milljarða króna til hins verra frá
ársbyijun 1991 til ársbyijunar 1995. Á
þessum tíma drógust skatttekjur saman og
rekstur málaflokka tók á síðasta ári 96,4%
af nettóskatttekjum, en áríð 1991 64,2%.
Ragnhildur Sverrisdóttir leit á fleiri
tölur úr bókhaldi borgarinnar.
ÞEGAR rætt er um fjárhagsstöðu
sveitarfélaga er átt við peningalega
eign þess, að frádregnum öllum
skuldum. Fasteignir sveitarfélags-
ins reiknast ekki því til tekna í
þessu samhengi, en áhvílandi skuld-
ir á þessum sömu fasteignum reikn-
ast hins vegar til frádráttar. Þessi
reikningsskilaaðferð er viðhöfð þar
sem hún sýnir þá stöðu, sem sveit:
arfélögin verða að taka mið af. í
flestum tilfellum getur sveitarfélag
ekki losað um fé með sölu eigna
sinna, enda kemur til dæmis seint
til greina að selja skólabyggingar
á almennum markaði. Reykjavíkur-
borg hefur að vísu þá sérstöðu að
eiga um 1.000 íbúðir, sem geta
haft markaðsgildi, en pólitíska
ákvörðun þarf til að losa þær eignir.
Ríkið axli ábyrgð
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, sagði í ræðu sinni á
fundi borgarstjórnar á fimmtudag,
þegar ársreikningur var lagður
fram, að fjárhagsstaðan hlyti að
vera öllum borgarfulltrúum
áhyggjuefni. Hún benti á að meiri-
hluti sjálfstæðismanna í borgar-
stjórn á síðasta tímabili bæri að
sjálfsögðu ábyrgð á íjárhagsáætl-
uninni fyrir síðasta ár í öllum meg-
inatriðum, því á fyrri hluta fjár-
hagsárs væri búið að taka bindandi
ákvarðanir um flest sem máli skipti
varðandi rekstur og fjárfestingar.
Ingibjörg Sólrún vísaði einnig til
ábyrgðar ríkisvaldsins og sagði að
sparnaðaraðgerðir þess á síðustu
árum hefðu bitnað harkalega á
sveitarfélögunum, ekki síst Reykja-
vík. Nægði þar að nefna kostnað
af margvíslegum úrræðum í at-
vinnumálum, aukinni fjárhagsað-
stoð og annarri félagslegri þjón-
ustu. „Það er að mínum dómi rétt-
mætt og sjálfsagt að gera þá kröfu
af hálfu sveitarfélaganna, að ríkis-
valdið taki að jöfnu við sveitarfélög-
in þátt í glímunni við atvinnuleysis-
vandann og afleiðingar hans, í stað
þess að standa álengdar og víkja
sér þannig undan sameiginlegri
ábyrgð," sagði borgarstjóri.
Málaflokkar taka
96,4% af skatttekjum
í árslok 1990 átti Reykjavíkur-
borg 1.289 milljónir króna umfram
skuldir. Þróunin hefur verið sú, að
í árslok 1991 var fjárhagsstaðan
neikvæð um 460 milljónir, um 2.740
milljónir í árslok 1992, 5.492 mill-
jónir 1993 og um síðustu áramót
voru skuldimar 8.759 milljónum
hærri en peningaleg staða. Allar
þessar tölur eru framreiknaðar á
verðlagi í árslok 1994.
Á ofangreindu tímabili eykst
kostnaður við rekstur málaflokka
úr 61% af brúttóskatttekjum árið
1991 í 93,5% árið 1994. Þá er litið
á almenn rekstrargjöld að frádregn-
um tekjum málaflokkanna. Ef litið
er á þennan kostnað eftir afskriftir
af skatttekjum, þ.e. tapaðar kröfur
eru teknar með í reikninginn, var
hlutfallið árið 1991 64,2% og á síð-
asta ári 96,4%. Kostnaður við rekst-
ur málaflokka var samtals þremur
milljörðum hærri á síðasta ári en
1991.
Sem dæmi um hækkun á rekstri
málaflokka má nefna að æskulýðs-,
íþrótta- og tómstundamál taka nú
10,7% af skatttekjum borgarinnar,
eða 1.098 milljónir, en tóku árið
1991 6,6%, eða 719 milljónir.
Þá jókst kostnaður við Dagvist
bama úr 1.071 milljón árið 1991 í
1.259 milljónir í fyrra og til menn-
ingarmála fóru árið 1991 455 millj-
ónir, árið 1992 520 milljónir, árið
1993 563 milljónir og í fyrra 569
milljónir. Skólamál kostuðu borgina
1.355 milljónir árið 1991, árið 1992
1.533 milljónir, 1.689 milljónir árið
1993 og í fyrra 1.675 milljónir.
Tölur miðast allar við verðlag í
árslok 1994.
Lægri skatttekjur
Útsvar í Reykjavík var 6,7% árin
1991, 1992 og 1993, en í fyrra var
það hækkað í 8,4% og námu tekjur
borgarinnar af því þá 7,7 milljörð-
um, en um 6,3 milljörðum næstu
þijú ár á undan. Aðstöðugjald nam
um 2,7 milljörðum árið 1991, 2,9
árið 1992 og 2,1 árið 1993, en var
þá fellt niður. Til að mæta tekju-
tapi vegna þess var útsvarið hækk-
að og skilaði sú hækkun 1,4 mill-
jarði og sérstakur skattur á skrif-
stofu- og verslunarhúsnæði skilaði
330 milljónum. Brúttóskatttekjur
borgarinnar voru tæpir 11 milljarð-
ar 1991, 11,5 milljarðar 1992, 10,5
milljarðar 1993 og 10,3 milljarðar
í fyrra.
Fjárfestingar borgarinnar dróg-
ust saman á þessu tímabili, úr 5.285
milljónum árið 1991 í 3.067 milljón-
ir árið 1994. Ef litið er á einstaka
liði til samanburðar er nærtækt að
benda á, að á tímabilinu frá ársbyij-
un 1991 þar til ráðhúsið var opnað
árið 1992 nam kostnaður við fram-
kvæmdir um 1.200 milljónum, eða
sem samsvarar jákvæðri fjárhags-
stöðu borgarinnar í ársbyijun 1991.
Bókað verð ráðhússins er rúmir 2,6
milljarðar.
Ný stjórn Landsvirkj-
unar tekur við 1. júlí
Ovíst með
sljórnar-
formann
EKKI hefur tekist samkomulag milli
eigenda Landsvirkjunar, þ.e. ríkisins,
Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæj-
ar, um stjómarformann Landsvirkj-
unar til næstu fjögurra ára, en ný
stjóm fyrirtækisins tekur við 1. júlí
næstkomandi.
Samkomulag eigenda fyrirtækisins
þarf að liggja fyrir um hver verður
stjómarformaður, ella kemur til kasta
Hæstaréttar að skipa hann.
Jóhánnes Nordal, fyrrv. seðla-
bankastjóri, hefur verið stjómarfor-
maður Landsvirkjunar frá upphafi,
eða frá 1965, en eins og greint hefur
verið frá í Morgunblaðinu hafa fram-
sóknarmenn lagt á það mikla áherslu
að Valdimar K. Jónsson, prófessor,
verði næsti stjómarformaður, og einn-
ig hefur Guðmundur G. Þórarinsson,
fyrrv. alþingismaður, verið nefndur
til sögunnar.
Mikil andstaða
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðisns mætir þetta mikilli andstöðu,
þar sem framsóknarmaður í stjórnar-
formannssætinu myndi setja of mikla
„framsóknarslagsíðu“ á stjómina,
eins og einn viðmælenda blaðsins tók
til orða. Hefur Sigmundur Guðbjama-
son, fyrrv. háskólarektor, verið nefnd-
ur sem hugsanleg málamiðlun. Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið að
ekkert slíkt væri þó í kortunum enn-
þá. „Það var kannað hvort mitt nafn
mætti koma meðal annarra og ég
sagði að ef það kæmi upp þá myndi
ég skoða það,“ sagði hann.
Fulltrúar ríkisins í stjóm Lands-
virkjunar verða þeir Ámi Grétar Fins-
son, hæstaréttarlögmaður, Sturla
Böðvarsson, alþingismaður, Svavar
Gestsson, aíþingismaður og Jóhannes
Geir Sigurgeirsson, fyrrv. alþingis-
maður. Fulltrúar Reykjavíkurborgar
verða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
borgarfulltrúi, Pétur Jónsson, borgar-
fulltrúi, og Kristín Einarsdóttir, fyrrv.
alþingismaður, og fulltrúi Akureyrar-
bæjar verður Jakob Bjömsson, bæjar-
stjóri.
-----♦ ♦ ♦----
Prestastefna
hefst á
þriðjudag
PRESTASTEFNA 1995 hefst þriðju-
daginn 20. júní nk. og stendur hún í
tvo daga. Hún er að þessu sinni hald-
in í Háteigskirkju.
Prestastefnan hefst með messu í
Dómkirkjunni á þriðjudag kl. 10.30.
Setningarathöfn prestastefnunnar
verður í Háteigskirkju og hefst kl.
14. Þar flytur biskup íslands, herra
Olafur Skúlason, yfírlitsræðu sína og
Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkju-
málaráðherra, ávarpar stefnuna. At-
höfninni verður útvarpað á rás 1.
Á prestastefnunni verður fjallað
um fmmvarp til laga um stöðu, stjóm
og starfshætti þjóðkirkjunnar, er
kirkjuþing samþykkti sl. haust og
lagt var fram til kynningar á Alþingi
í vetur. Framsögumaður verður dr.
Gunnar Kristjánsson.
Þá verður lagt fram til umflöllunar
sk. Porvoo-samkomulag er felur í sér
gagnkvæma viðurkenningu anglík-
önsku kirknanna á Bretlandseyjum
annars vegar og lúthersku kirknanna
á Norðurlöndum og í Eystrarsalt-
slöndunum hins vegar. Dr. Hjalti
Hugason hefur framsögu.
Biblíuþýðingar kynntar
Dr. Guðrún Kvaran hefur framsögu
um biblíuþýðingar sem unnið að er
að um þessar mundir. Þá mun sr.
Halldór Gunnarsson hafa framsögu
um tillögur synodalnefndar um vörslu
kirkjueigna varðandi málefni Sól-
heima í Grímsnesi.