Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 17

Morgunblaðið - 17.06.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1995 17 Tebar hjá NLFÍ Morgunblaðið/Helga Björg Óskarsdóttir Hólmþór Morgan, hönnuður hússins, klippti á borðann við vígslu nýja golfskálans. Hveragerði - Á Heilsustofnun Nátt- úrulækningafélags íslands, Hvera- gerði, hefur undanfarið verið unnið ötullega að ýmsum breytingum á innra starfi stofnunarinnar. Einn lið- ur í þeim breytingum er opnun á tebar í matsal stofnunarinnar. Á te- barnum eru nú þegar 30-35 tegund- ir af tei og fleiri eru væntanlegar á næstunni. Á tebarnum er einnig fáanleg te- blanda hússins sem er sérblönduð úr um 20 jurtategundum af yfirmat- reiðslumanni HNLFI, Francois Fons. Sú teblanda verður á boðstólum í sumar en önnur er betur hentar vetr- artímanum verður blönduð í haust. Guðmundur Bjömsson, yfirlæknir HNLFÍ, sagði starfsfólk stofnun- arinnar um árabil hafa tínt fjallagrös og aðrar jurtir til notkunar í te. „Frá gamalli tíð hefur fólk lengi haft trú á notkun jurtaseyðis í lækningaskyni og getum við sagt að jurtaseyðið sé viðbót við þær hefðbundnu lækning- ar sem notaðar eru á Heilsustofnun- inni. Með því að bjóða uppá ýmiss konar grasaseyði erum við einnig að halda í þær hefðir sem fmmkvöðlar NLFI, Jónas Kristjánsson læknir og fleiri sköpuðu á upphafsárum stofn- unarinnar." Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir GUÐMUNDUR Bjarnason, yfirlæknir og Francois Fons, matreiðslumeistari, skála í heilsutei í byijun dags. Nýr golf- skálií Sandgerði Sandgerði - Fyrir skömmu var vígður nýr golfskáli í Vallarhúsum í Sandgerði. Húsið er teiknað af Hólmþóri Morgan og er 218 fm að flatarmáli. í húsinu er búningsaðstaða fyrir karla og konur, snyrtiaðstaða fyrir bæði kynin, herbergi fyrir stjóm og nefndir klúbbsins, þá er einnig gott eldhús og veitingaaðstaða. Kostnaður er komin í þrettán millj- ónir. Er þá ótalin 3.000 stunda sjálfboðavinna klúbbfélaga en um 20 manns komu að verkinu þó vinnan hafi aðallega hvílt á herðum 6 manns. Bæjarfélagið hefur lagt sitt af mörkum en golfklúbburinn hefur fengið 15 milljóna króna lán, sem greiðist á 5 árum, til uppbyggingar svæðisins. Golfklúbbur Sandgerðis, GSG, var stofnaður árið 1986 og hafa stofnfélagar unnið sleitulaust síðan að uppbyggingu vallarins. Golfvöll- urinn, sem hannaður er af Hann- esi Þorsteinssyni, golfvallahönn- uði, er níu holu völlur og stendur hann á sjávarkambinum í fallegu umhverfi og er orðinn mjög góður. Félagar í GSG telja nú um hundr- að manns og er félagsstarfið mjög öflugt enda öll aðstaða orðin frá- bær. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Kross gefinn Egilsstaða- kirkju EGILSSTAÐAKIRKJU hefur verið gefinn kross sem settur var á turn kirkjunnar nýverið. Það er Gunn- þóra Björnsdóttir sem gefur kross- inn til minningar um eiginmann sinn, Harald Gunnlaugsson. Kross- inn er smíðaður úr ryðfríu stáli af Vélaverkstæðinu Víkingi og ljósa- búnaður er unninn af Rafverkstæði Sveins Guðmundssonar. Aukabúnaður á mynd álfelgur, aukaljós, samlitir stuðarar RENAULT CIÍO RN MARGVERÐLAUNAÐUR ÞÆGILEGUR, SNARPUR OG SPARNEYTINN 5 DYRA Á VERÐI FRÁ KR 1.049.000 Á GÖTUNA REYNSLUAKTU RENAULT ÞAÐ ER VEL ÞESS VIRÐI BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR • ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 • BEINN SÍMI: 553 1236 RENAULT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.