Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ J- I FRÉTTIR Fjallað um frumvarp um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar á prestastefnu Aukið sjálfstæði kirkjunnar er markmiðið PRESTASTEFNA var sett í Há- teigskirkju í gær eftir að prestam- ir höfðu verið viðstaddir messu í Dómkirkjunni um morguninn. Ól- afur Skúlason biskup íslands hélt yfirlitsræðu og setti presta- stefnuna. Að því loknu flutti Þor- steinn Pálsson dóms- og kirkju- málaráðherra ávarp og Pavel Manásek organ- leik. Þá tóku við fundahöld og lauk deginum á kvöld- bænum í umsjá séra Jónu Kristín- ar Þorvaldsdótt- ur. Biskup gagnrýnir fjölmiðla Ólafur Skúla- son biskup kom víða við í setning- arræðu sinni. Hann lofaði það samstarf sem hann átti við fjöl- miðla í söfnun fyrir fómarlömb snjóflóðsins í Súðavík. Hann var þó líka óvæginn í garð Ijölmiðla í ræðu sinni og sagði meðal annars: „En þá þótti mér nú skörin fyrir alvöru færast upp í bekkinn þegar vikublað gefið út hér í Reykjavík og nú víst tvisvar í viku harmaði í leiðara, hversu lítill friður væri meðal presta. En þetta blað hefur verið einstaklega iðið við að fmna sprek, tína saman og leggja á ófriðarbál, sem það segir á góðri leið með að tortíma kirkjunni." Fáar konur í áhrifamestu stöðum innan kirkjunnar Ólafur kom líka inn á skarðan hlut kvenna í stjórnun- arstörfum og ábyrgðarstörfum innan þjóðkirkj- unnar og sagði að úrbóta væri þörf. Hann lýsti líka áhyggjum sínum yfir því að fáar konur væru í áhrifamestu stöð- um kirkjunnar: „Engin kona er biskup, en þrír karlar, engin kona í kirkjuráði, en fimm karlar, þijár konur á kirkju- þingi, allt hitt karlar. Konum fjölg- ar stöðugt í prestastétt, en meðal prófastanna sextán var engin kona, þangað til nú í vor, að ég setti Döllu Þórðardóttur til að vera prófastur Skagfirðinga í fjarveru séra Hjálmars, er gegnir þing- störfum. Er að vísu um setningu að ræða og aðeins til eins árs, en þó þótti mér léttir að því að geta þó sagt að ein kona væri í fylk- ingu prófasta." ÓLAFURSkúIason biskup Islands. Morgunblaðið/Golli PRESTAR ganga frá Menntaskólanum í Reykjavík til messu í Dómkirkjunni við upphaf prestastefnu. Loks sagði Ólafur að sterk kirkjuvitund í þjóðfélaginu væri megin skýringin á því að trúleysi og guðleysi væri minna hér á landi en meðal margra annarra Evrópu- þjóða. Þá sýndu kannanir að ís- lendingar bæru tiltölulega mikið traust til kirkjunnar og teldu hana mikilvæga stofnun fyrir menningu þjóðarinnar. „Um 97% barna og unglinga eru skírð og fermd, og veit ég ekki til þess, að þessar tölur séu- hærri meðal annarra þjóða, sem við berum okkur oft saman við,“ sagði Ólafur. Ráðherra hlynntur auknu sjálfstæði þjóðkirkjunnar í ræðu Þorsteins Pálssonar kirkju- og dómsmálaráðherra kom meðal annars fram að hann væri því fylgjandi að þjóðkirkjan fengi meira sjálfstæði á starfs- og stjórnunarsviði sínu en verið hefði um langa hríð: „Ég tel að enginn þurfi að ganga að því gruflandi að aukið sjálfstæði muni efla kirkj- una til frekari starfa og átaka, til meiri velfamaðar með þjóðinni. I því ljósi eiga stjórnvöld og kirkju- stjórn að vinna sameiginlega að framgangi málsins." Hann sagðist ekki vera fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju í stjórnarskrá: „í því mikla umróti sem nú á sér stað, ekki bara í þjóðfélagi okkar heldur samfélagi þjóðanna, lít ég á kirkj- una sem rótfestu sem þörf er á.“ Á prestastefnunni í dag verður fjallað um viðamikið fmmvarp til laga um stöðu, stjórn og starfs- hætti þjóðkirkjunnar. Það verður síðan afgreitt á kirkjuþingi í októ- ber. Þá fær kirkjumálaráðherra það í hendurnar og leggur það væntanlega fyrir haustþing. „Fmmvarpið fjallar um nýtt skipulag þjóðkirkjunnar og miðar að því að auka sjálfstæði hennar," segir séra Gunnar Kristjánsson. „Núna setur Alþingi öll lög um kirkjuna, en hugmyndin er sú að völd færist frá Alþingi til kirkju- þings. Með því móti yrði kirkju- þing mun meiri valdastofnun en það er nú vegna þess að það færi með skipulagsmál og fjármál að vemlegu leyti og annað sem snert- ir stjórnsýslu. Þetta hefur einnig þær afleið- ingar að biskupsembættið hefur í ríkara mæli andlegt leiðtogahlut- verk. Með öðmm orðum verður stjórnsýsluáhyggjum létt af bisk- upi svo hann geti betur helgað sig málefnum sem snerta boðun og starf kirkjunnar." Til frekari glöggvunar má geta þess að prestastefna er samkoma presta sem biskup kallar saman. Hún ályktar um innri mál kirkj- unnar, meðal annars helgisiði. Kirkjuþing eru hins vegar lýðræð- islega kjörin stofnun leikra og lærðra víðsvegar að af landinu. EFTA-dómstóllinn úrskurðar um greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa Svíar verða að breyta lögum Ifeiöidagur fjölskyldunnar 25. júní 1995 Ferðaþjónusta bænda, Landsamband stangveiðifélaga og Land- samband veiðifélaga bjóða ókeypis veiði (eftirtöldum vötnum. \Syðradalsvatn\ Ókeypis veiði EFTA-dómstóllinn hefur fellt þann úrskurð að ákvæði sænskra laga, sem takmarka greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa, séu ekki sam- rýmanleg tilskipun Evrópusam- bandsins um vernd launþega við gjaldþrot vinnuveitenda. Sam- kvæmt þeim skuldbindingum sem felast í EES-samningnum ber að- ildarríkjum hans að taka tillit til þessarar tilskipunar í löggjöf sinni. Sóknaraðili málsins fyrir sænska dómstólnum, sem sendi beiðni um álit, var starfsmaður fyrirtækis sem varð gjaldþrota í febrúar. 1993. Starfsmaðurinn fékk þá greiðslu úr ábyrgðarsjóði launa. Hann hélt sama starfí áfram eftir það hjá nýju fyrir- tæki, sem hafði tekið yfir starf- semi hins fyrra. Það fyrirtæki varð einnig gjaldþrota. Starfsmaðurinn krafðist aftur greiðslu úr ábyrgð- arsjóði launa, en var synjað á grundvelli ákvæðis í sænskum lögum sem bannar greiðslu að nýju vegna gjaldþrots sömu starf- semi innan tveggja ára, nema að viðkomandi starfsmaður hafi ver- ið ráðinn í síðara starfíð fyrir at- beina opinberrar ráðningarskrif- stofu. Hann höfðaði þá dómsmál gegn sænska ríkinu og krafðist greiðslu. Sænski dómstóllinn óskaði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstóls- ins. Dómstóllinn taldi að takmark- anir á vernd þeirri, sem tilskipun- inni væri ætlað að veita launþeg- um, yrði að skýra þröngt. Tveggja ára reglan hefði verið lögleidd í Svíþjóð til að koma í veg fyrir misnotkun ábyrgðarkerfisins. Dómurinn taldi aftur á móti ekki sýnt fram á að svo ströng regla væri nauðsynleg og hæfileg til þess að ná því markmiði sem að var stefnt og taldi þess vegna að hún væri ekki samrýmanleg ákvæðum tilskipunarinnar. Hefur líklega ekki áhrif hér Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, sagðist efast um að þessi úrskurður dómstólsins hefði áhrif hér á landi. Stjórnvöld hefðu haft uppi áform um að þrengja rétt launþega til greiðslu úr'ábyrgðar- sjóði launa, en fallið frá því m.a. vegna viðvarana ASÍ um að slíkt samrýmdist ekki gildistöku tilskip- unar Evrópusambandsins um vemd launþega við gjaldþrot vinnuveitenda. Réttindi íslensks launafólks varðandi ráðningar- kjör, öryggi og fleiri atriði væru hins vegar talsvert verri en rétt- indi launafólks á hinum Norður- löndunum. VEIÐIDAGUR fjölskyldunnar verður haldinn sunnudaginn 25. júní nk. Ferðaþjónusta bænda og stangaveiðifélög bjóða þá upp á ókeypis veiði í vötnum víðsvegar um landið. Að sögn Margrétar Jóhannsdóttur hjá Ferðaþjónustu bænda er hugmyndin að baki HÆKKUN á drykkjarföngum hjá verksmiðjunni Vífifelli er 4-5% að meðaltali, að sögn Björns Gunn- laugssonar markaðsfulltrúa, ef mið- að er við verð til söluaðila, eða lista- verð. Greint var frá því í blaðinu í gær að hækkunin stæði til en hún tók gildi 12. júní síðastliðinn. Bjöm segir að mest seljist af gosi í tveggja lítra umbúðum og hækkar listaverð þess .um 5,7%. Drykkir í hálfslítra plastflöskum hækka um 7% að hans sögn, kók í gleri um 3% Veiðidegi fjölskyldunnar sú að fá alla fjölskylduna til að kynnast þessari skemmtilegn tómstunda- iðju. Hún vildi einnig benda á að Ferðaþjónusta bænda gaf nýlega út endurbætta útgáfu af Veiði- fiakkaranum, sem er upplýsinga- handbók um silungsveiðisvæði. og 33 sentilítra dósir um 3,7% svo dæmi séu tekin. Björn segir ennfrem- ur að veittúr’verði í sumar 22% af- sláttur af listaverði á kippum af kóki og sykurlausu kóki í l‘/2 lítra og 2 lítra umbúðum. Álagning söluaðila er á bilinu 15-30% að sögn Bjöms og nefnir hann að kaupendur geti búist við 5 króna hækkun á gosi í hálfslítra umbúðum svo dæmi séu tekin. „Flaskan hefur kostað milli 80-100 krónur og mun því kosta frá 85-105 og meira í einstaka tilfellum." Póstur og sími Tæp 5% fær sundurliðaða reikninga INNAN við 5% almennra símnot- enda færa sér þjónustu Pósts og síma um sundurliðun símreikninga í nyt um þessar mundir. Hrefna Ingólfsdóttir blaðafulltrúi segir nokkuð um að almennir símnotend- ur biðji um sundurliðun yfir skemmra tímabil, t.d. þija til sex mánuði, til að gera sér grein fyrir notkuninni. Fleiri farsímanotendur en almennir notendur biðja um sundurliðun símreikninga. Hrefna sagði að 4.568 af 140.000 til 150.000 almennum símnotendum fengju sundurliðaða símreikninga. Fleiri farsímanotendur, eða tæplega 1.800 af 25.000, fengju sundurlið- aða símreikninga enda væri algeng- ara að fleiri væru um sama símann en í almenna kerfinu. Ef um almennan síma er að ræða nær sundurliðunin aðeins til annarra símtala en staðarsímtala, þ.e. sím- tala innan sama gjaldsvæðis. Sund- urliðun nær hins vegar til allra sím- tala úr farsíma nema sérstaklega sé beðið um að aðeins séu sundurlið- uð símtöl til útlanda. Sundurliðunin felur í sér fimm fyrstu tölustafi símanúmers, tímasetningu símtals, lengd og skrefafjölda. Aðeins rétt- hafar geta krafist sundurliðunar og eru þeir skyldugir að láta alla not- endur símans vita hvað til stendur áður en þeir fara fram á sundurlið- un. Kostnaður við sundurliðun er 625 kr. stofngjald, 225 kr. gjald fjórum sinnum á ári og 1,30 kr. fyrir hvert símtal sem gefnar eru upplýsingar um. Ofan á gjaldið leggst virðis- aukaskattur. Vífilfell hækkar um 4-5% þ þ I i l I l I t l l > i l l I l i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.