Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Varnaræfing Atlantshafsbandalagsins á íslandi 15.-23. júlí * Morgunblaðið/Kristinn ARNÓR Sigurjónsson, varnarmálaráðunautur við sendiráð íslands í Washington, veitti upplýsingar um framkvæmd heræfingarinnar á blaðamannafundi sl. mánudag. 1.200 hermenn taka þátt REGLUBUNDIN heræfing sem gengur undir nafninu „Norður - Víkingur" verður haldin dagana 15. -23. júlí nk. Sambærileg heræfing var haldin hér á landi fyrir tveimur árum. Meginmarkmið æfíngarinnar eru liðs- og birgðaflutningar til lands- ins á hættu- og ófriðartímum. Æfð verður framkvæmd varnaráætlun- ar fyrir ísland sem felur m.a. í sér vamir hernaðarlega mikilvægra staða á ófriðartímum. Heræfingin uppfyllir einnig ákvæði varnar- samningsins frá 1951 um öryggis- skuldbindingar bandarískra stjórn- valda gagnvart íslenskum stjórn- völdum. Samkvæmt því sem kom fram á blaðamannafundi á vegum utanrík- isráðuneytisins taka um 1.200 her- menn þátt í heræfingunni og hluti þeirra tilheyrir varaliðssveitum sem hafa það eina verkefni að veija Ísland gerist þess þörf. Sveitir þess- ar em skipaðar sjálfboðaliðum úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Til að gera æfínguna raunverulegri hefur 50 norskum sérsveitarhermönnum verið boðið að taka þátt í henni til að leika ímyndaðan andstæðing. Orrustuflugvélar frá Bretlandi, Noregi og Bandarikjunum, auk sprengjuflugvéla frá Bandaríkjun- um eiga hlut að loftvarnaræfíng- unni í því skyni að gera hana raun- verulegri. Heræfíng þessi er sam- ræmd æfíng varna í lofti, á láði og legi auk sérstakrar stjórn- stöðvaræfingar með þátttöku herr- áðs varnarliðsins og vamarmála- skrifstofu í samvinnu við Atlants- hafsherstjórn Bandaríkjanna í Nor- folk. Landvarnir á virkjanasvæði við Sigöldu og Búrfell Landvarnahluti æfíngarinnar fer fram á Keflavíkurflugvelli og að hluta til á virkjanasvæði Lands- virkjunar við Sigöldu og Búrfell. Vettvangskannanir verða gerðar eins og áður á Akureyri, Egilsstöð- um og víðar á landinu. Asoreyjar verða nú í fyrsta skipti hluti af æfingasvæði Norður-Vík- ings ’95. Eyjarnar em, eins og ís- land, á hervarnarsvæði Atlants- hafsherstjórnarinnar og því verða liðs- og birgðaflutningar á milli Asoreyja og íslands samhæfðir. Landhelgisgæsla íslands tekur þátt í hluta æfíngarinnar með því að aðstoða bandaríska flotann við að kanna aðstæður við nokkrar hafnir landsins með tilliti til liðs- og birgðaflutninga. Skipa- og kafbáta- leitarflugvélar leika hlutverk í æf- ingu á sjóvörnum landsins. Umfangsmikill undirbúningur Fjölmargir aðilar koma að he- ræfingunni og hefur varnarmála- skrifstofa utanríkisráðuneytisins haft náið samráð við varnarliðið, hermálayfirvöld í Bandaríkjunum og Noyegi, íslensk ráðuneyti og stofnanir vegna undirbúningsins. Almannavamir ríkisins, víkinga- sveit lögreglunnar í Reykjavík og sLökkvilið varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli aðstoða einnig stjórn- völd við framkvæmd æfíngarinnar. Náttúruvernd á íslandi mun njóta góðs af umsvifum heræfing- arinnar því risaþyrlur varaliðs Bandaríkjahers ílytja möl í gang- stíga þjóðgarðsins i Skaftafelli, flytja gamlan þyrlupall úr Surtsey og sækja fágæta steina í fjalllendið upp af Borgarfírði eystra fyrir Náttúrafræðistofnun. Norðun- Víkingur 1995 Varnaræfing Atlantshafsbandalagsins á íslandi 1995 _ AKUREYRI BOLAFJALL Vettvangskönnun Hjttvangskönnun ^I el *!' S!‘ S!' S!' *!' gunnólfs- AAAAA vIkurfjall Vettvangskönnun YTRI H0FNJN I REYKJAVIK Flutningaæfing KEFLAVIKUR- FLUGVÖLLUR Stjórnst. æfing Verkleg æfing Fjarskiptaæfing Flutningaæfing EYRARBAKKI Fjarskiptaæfing HEtUl—.—BURFELL-SIGALDA - ÞYKKVIBÆR Verkleg æfing Fjarskiptaæfing Fjarskiptaæfing Hagræðing á Ríkisspítölunum Hjartaaðgerðir ábörnum alfarið á íslandi? JAFNAN um þetta leyti árs berast fregnir af sumarlokunum spítal- anna og öðmm hagræðing- aráformum. Davíð A. Gunn- arsson, forstjóri Ríkisspítal- anna, var inntur eftir stöðu mála nú og hvað væri fram- undan í rekstri spítalanna. í máli Davíðs kom m.a. fram að rætt er um að flytja hjarta- aðgerðir á bömum til landsins en þær hafa aðallega verið framkvæmdar erlendis fram að þessu. Hvernig hafa hagræðingar- áform innan spítalanna geng- ið síðustu fjögur ár? „Árangurinn er sá að við framkvæmum fleiri verk fyrir svipað eða heldur minna fjár- magn en við gerðum fyrir fíór- um ámm. Hjartaaðgerðum hefur fjölgað mjög mikið og við höfum tekið upp nýja starfsemi, eins og meðhöndlun á sjúklingum með nýrnasteina. Þá hefur Landspítalinn tekið við helmingnum af bráðavöktum Landakotsspítala. En það er ákveðin mótsögn oft fólgin í hag- ræðingu í heilbrigðisþjónustunni. í hvert sinn sem okkur tekst að auka afköstin, annaðhvort með nýrri tækni eða breyttu vinnufýr- irkomulagi, og afgreiða fleiri sjúklinga, og meðan það ástand ríkir að þörfinni er ekki fullnægt, fjölgar komum sjúklinga á spítal- ana. Þar sem spítalinn fær ekki tekjur sem miðast við sjúklinga- fjöldann og sjúkdómsgreiningu heldur er á föstum fjárlögum aukast útgjöld ríkissjóðs og hætta er á því að rekstur fari fram úr því sem ráðstafað er til spítalanna á fjárlögum." Borgar þá hagræðingin sig ekki? „Það er ákveðin mótsögn í hagræðingunni. Oft er sagt að spítalinn hafí sparað, fækkað legudögum t.d. með því að inn- leiða nýja tækni í skurðaðgerð- um. En í okkar fjármögnunar- kerfi snýr dæmið þannig að í stað þess að meðhöndla einn sjúkling á vissum tíma getum við e.t.v. meðhöndlað fimm eða tíu sjúkl- inga. Þegar upp er staðið verður rekstur spítalans hugsanlega dýr- ari.“ Hvernig verður staðið að sum- arlokunum núna? „Við erum með hefðbundnar aðgerðir 5 gangi, annars vegar að endurskipuleggja ----------- starfsemina, nýta hús- næði, búnað, tæki og starfsfólk eins vel og við mögulega getum _____ þannig að við afköstum eins miklu og hægt er með sem minnstum tilkostnaði. Einnig reynum við að draga úr starfsemi og þar koma inn hinar óvinsælu lokanir. Það verður heldur meira um lokanir núna en í fyrra, eða svipað og var 1992. Þeim verður dreift á allar deildir spítalans, þ.e. handlæknisdeildir, lyflæknis- deiidir, geðdeildir, barnadeildir og á kvennadeild.“ Kemur til uppsagna vegna sumarlokana? „Nei, það vonum við ekki. Skili sumarlokanirnar okkur því sem ráð er fyrir gert eigum við að komast út úr árinu með fjárhag- inn í þokkalegu jafnvægi." Stendur til að fjölga hjartaað- gerðum á börnum á spítalanum? „Við gerðum nokkrar aðgerðir Davíð Á. Gunnarsson. ►Davíð Á. Gunnarsson for- stjóri Ríkisspítalanna er fædd- ur í Reykjavík 1944. Hann stundaði nám í Menntaskólan- um í Reykjavík og lauk verk- fræðiprófi frá Tækniháskólan- um í Stokkhólmi 1969 og prófi í spítalafræði og hagfræðiprófi frá Stokkhólmsháskóla 1971. Hann hóf störf sem aðstoðar- framkvæmdastjóri Ríkisspítal- anna 1972 og varð fram- kvæmdastjóri 1979 og forstjóri 1980. Mótsögn fólg- in í hagræð- ingunní á síðasta ári og nú standa yfir viðræður og vilji er til þess í heil- brigðisráðuneytinu að flytja þess- ar aðgerðir allar inn í landið. Það skiptir geysilega mikiu máli fyrst og fremst fyrir börnin sjálf og þeirra aðstandendur. Reynsla okkar hefur verið sú að árangur okkar í aðgerðum, sem fluttar hafa verið inn í landið, er ekki síðri en erlendis og í sumum til- fellum betri. Auk þess er kostnað- urinn í flestum tilfellum lægri hérlendis.“ Eru íslensk sjúkrahús nægi- lega vel búin tækjum? „Nei, þar skortir nokkuð á svo aðstæður séu sambærilegar og gengur og gerist á hliðstæðum stofnunum erlendis. Á sjúkrahús- um nútímans skipta tæki afskap- lega miklu máli, bæði hvað varð- ar rannsóknir á sjúklingum og meðferðina. íslending- ar hafa verið seinir til að taka við sér á þessu sviði og ástæðan er e.t.v. sú að þróunin er mjög hröð í lækninga- tækni. Tæki sem eru góð og gild í dag eru nánast úreld á 4-10 árum og úreldast mun hraðar en í flestri annarri starfsemi. Þetta kallar á öra tækjavæðingu. Það vantar einfaldari leikreglur um það með hvaða hætti tæki em endurnýjuð og fjármögnuð, leik- reglur sem segja til um hvenær eðlilegt sé að endurnýja tæki. Þegar leikreglurnar skortir lítur það gjarnan út sem áróðursstríð milli spítalanna og stjórnmála- mannanna þegar sú spurning kemur upp hvort eðlilegt sé að endurnýja eða kaupa ný tæki. Það þarf að vera þokkalegt sam- komulag um þetta eins og ríkir t.d. um framkvæmdir í vegagerð þar sem sátt er um hvernig menn vilja halda vegum landsins við.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.