Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 morgunblaIðið VIÐSKIPTI Lýsi stofnar fyrirtæki um harðfeitigerð Stefnt að útflutn- ingi á harðfeiti Morgunblaðið/Sverrir FRÁ aðalfundi Aflvaka í gær, Ágúst Einarsson, stjórnarformaður, í ræðustóli. Lífeyrissjóðimir á leið inn íAflvaka hf. Eigið fé fyrirtækisins 86,7 milljónir um síðustu áramót LÝSI hf. mun á næstunni stofna sérstakt fyrirtæki, Hydrol hf., um harðfeitideild fyrirtækisins með það að markmiði að stórauka útflutning á harðfeiti. Lýsi hefur áhuga að fá önnur fyrirtæki í lýsisframleiðslu til að standa með sér að stofnun Hydrol eða kaupa í því hlut. I raun er verið að vekja Hydrol hf. aftur til lífsins því að harðfeiti- deildin var rekin undir því nafni sem dótturfyrirtæki Lýsis uns hún var sameinuð því fyrir átta árum. Að sögn Baldurs Hjaltasonar, forstjóra Lýsis, átti Lýsi um 60% hlutafjár í gamla Hydrol hf. og er nú er leitað eftir samstarfi við fleiri fyrirtæki. „Möguleikarnir í framleiðslu og út- flutningi á harðfeiti eru miklir og reynt verður að tryggja Hydrol hf. sem bestan rekstrargrundvöll. Það verður vel vandað til stofnunarinnar og við höfum áhuga að fá einn sterkan aðila eða fleiri, helst í lýsis- framleiðslu, til að taka þátt í þessu.“ Fullvinnsla hráefnis Baldur segir að markmiðið með stofnun fyrirtækisins sé ekki síst að fullvinna hráefnið, loðnulýsið, meira hér heima í stað þess að flytja það óunnið til vinnslu í útlöndum. „Heimsframleiðslan á lýsi nemur um einni milljón tonna á ári og þar af fara um 60-70% í herslu. íslend- ingar framleiða um 100.000 tonn árlega en hingað til hefur harðfeiti- deild Lýsis einvörðungu framleitt fyrir innanlandsmarkað, sem nemur um 1.000 tonnum. Evrópumarkað- urinn nemur hins vegar um hálfri milljón tonna árlega. Því er freist- andi að ná hlutdeild í þeim markaði en þróunarstarf og markaðsöflun mun vafalaust kosta mikla vinnu og fjármagn. Þess vegna höfum við áhuga á að fá fleiri aðila með okk- ur í þennan rekstur," segir Baldur. Hús og 8.000 fermetra lóð harðfeitideildarinnar seld Harðfeitideild Lýsis hefur til þessa verið til húsa á Köllunar- klettsvegi í Reykjavík en það hús- næði verður nú selt ásamt 8.000 fermetra lóð sem þvi fylgir. Er nú leitað að hentugu húsnæði fyrir hið nýja fyrirtæki. í UNDIRBÚNINGI er að-stofnana- ijárfestar, s. s. lífeyrissjóðir, kaupi hlutabréf í Aflvaka hf. og styrki þannig og breikki rekstrargrundvöll hans. Þetta kom fram á aðalfundi Aflvaka, sem haldinn var í gær. Við sama tækifæri var nafni Afl- vaka Reykjavíkur hf. breytt í Afl- vaka hf. en Hafnaríjarðarbær mun festa kaup á 20% hlutafjár í félag- inu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, og Magn- ús Gunnarsson, formaður bæjar- ráðs Hafnarijarðar, Iýstu yfír ánægju sinni með þátttöku Hafn- firðinga í félaginu og sögðu að um hana ríkti full pólitísk samstaða í báðum sveitarfélögum. Ágúst Einarsson, stjórnarfor- maður Aflvaka, sagði á aðalfundin- um að verið væri að undirbúa kaup Byggingarvísitala Verðbólga 2,6% sl. þijá mánuði VISITALA byggingarkostnaðar reyndist vera 204,3 stig, samkvæmt mælingu Hagstofunnar um miðjan júní og gildir hún fyrir júlímánuð. Hefur hún hækkað um 0,2% frá mánuðinum á undan sem jafngildir um 2,4% verðbólgu. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,5%. Undan- fama þrjá mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 0,6% sem jafngildir 2,6% verðbólgu á ári. lífeyrissjóðanna á hlutabréfum í fyrirtækinu og væru þau mál í góð- um farvegi. Á aðalfundinum kom einnig fram að rekstrarkostnaður Aflvaka Reykjavíkur hf. nam 34,4 milljónum króna á síðasta ári en tekjufært rekstrarframlag 34 millj- ónum. Selt hlutafé nemur nú um 120 milljónum en að sögn Ágústs er stefnt að því að það verði 160 milljónir. Um síðustu áramót var eigið fé Aflvaka 86,7 milljónir króna. Aflvaki Reykjavíkur hf. hóf störf í árslok 1993 og spannar virkur starfstími hans því um þijú miss- eri. Að stofnun félagsins stóðu Reykjavíkurborg og nokkrar stofn- anir hennar árið en 1993 bættist Háskóli íslands í hópinn sem hluta- fjáraðili. Á aðalfundinum í gær bættist Hafnarfjarðarbær við. Hef- ur orðið að samkomulagi að hann festi kaup á hlutafé í félaginu að andvirði 32 miíljóna króna og eign- ist þar með 20% hlutafjár. Hluthaf- ar hafa skuldbundið sig til að greiða liðlega 35 milljónir árlega til félags- ins fram til 1999 og eiga þær að duga fyrir almennum rekstri og hluta einstakra verkefna. Tilgangur Aflvaka endurskilgreindur í ræðu stjórnarformanns félags- ins, Ágústs Einarssonar, kom fram að þrátt fyrir ungan aldur þess hefði það unnið að flölbreyttum verkefnum á og mætti þar nefna ráðgjöf gagnvart einstaklingum og könnun nýrra hugmynda en einnig hefði það Ijúrfest í fyrirtækjum og verið samstarfsaðili í viðámiklum athugunum. í fyrra hefði verið haf- ist handa við að afmarka starfsemi félagsins innan borgarkerfísins, skýr rammi settur um starfsemina og aðaláhersla lögð á vinnu í fyrir- tækjaumhverfinu. Tilgangur fé- lagsins hefði verið endurskilgreind- ur og væri hann nú fjórþættur: I fyrsta lagi að laða erlenda og inn- lenda fjárfesta að starfssvæði fé- lagsins. í öðru lagi að vinna að nýsköpun með fjárfestingarþátt- töku. í þriðja lagi að taka þátt í þróunar- rannsóknar- könnunar- verkefnum á sviði atvinnumála og í fjóriía lagi að stuðla að auknu samstarfi á sameiginlegu atvinnu- svæði sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu. Til að fylgja þess- um markmiðum eftir hefði stjórnin talið heppilegt að styrkja fjárhag félagsins og fjölga hluthöfum. Margvísleg verkefni Af verkefnum Aflvaka fram að þessu má nefna skýrslur um fram- tíðariðnaðarsvæði Reykjavíkur og samkeppnisstöðu íslands, og rann- sóknarverkefni um gjaldþrot og nýgengi fyrirtækja. Fjölmargar út- tektir og kannanir vegna hugsan- legra atvinnutækifæra voru gerðar fyrir félagið og einnig gerðist það hluthafi í fjölmörgum fyrirtækjum og veitti víkjandi skuldabréfalán sem síðar er hægt að breyta í hluta- £é-. Á aðalfundinum var stjórnarsæt- um fjölgað úr þremur í fimm. Nýju stjómina skipa: Ágúst Einarsson, prófessbr, Auðunn R. Óskarsson, framkvæmdastjóri Trefja hf. í Hafnarfirði, Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður sjávarútvegsstofn- unar Háskóla íslands, Gylfi Arn- bjömsson, hagfræðingur Alþýðu- sambands Islands og Pétur Maack, framkvæmdastjóri Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Nýsköpun Skattaleg hvatning Morgunverðarfundur með Dr. John Bell frá Ástralíu Rannsóknarráð íslands og Útflutningsráð íslands standa að morgunverðarfundi um stuðning við ný- sköpun og skattalega hvatningu. Frummælandi er Dr. John Bell, aðstoðarráðuneytis- stjóri og aðalráðgjafi áströlsku ríkisstjórnarinnar um vísinda-og tæknimál. Dr. Bell mun fjalla um reynslu af stefnumótun áströlsku ríkisstjómarinnar á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar. Fundarstaður: Skáli Hótel Sögu föstudaginn 23. júní kl. 8:15-9:45 Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar veita Vilhjálmur Lúðvíksson hjá Rannsóknarráði Islands í síma. 562 1320 og Andrés Pétursson hjá Utflutningsráði Islands í síma 511 4000. m , ÚTFLUTNINGSRÁÐ RAMIUIS ÍSLANDS í 9 I 9 9 9 : 9 9 9 l i 9 Víkingalottó • Víkingalottó • Víkíngalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó Verður fyrsti vinningurinn í Víkingalottóinu millj. kr: 7 Freistaðu gæfunnar - kannski er röðin komin að þér! Vikmgaiotto • Vikingalotto • Vikmgalotto • Vikingalotto • Vikingalotto • Vikingalotto • Víkingalottó • Vikingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Víkingalottó • Vikingalottó § 9 9 9 Ð 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.