Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Leikhópurinn Perlan hefur í mörg horn að líta í Bielefeld í Þýskalandi Nýr litur í lit- LEIKHÓPURINN Perlan ásamt Ingimundi Sigfússyni sendiherra Islands í Bonn, konu hans Valgerði Valsdóttur og Sigríði Eyþórs- dóttur leikstjóra sem fer ferða sinna í hjólastól þessa dagana. 1982. Sigríður tók í upphafi að sér að leiða hópinn í einn vetur; síðan eru.liðin þrettán ár. „Mér fannst þau hafa svo mikið að segja og sýna með sinni sérstæðu listsköpun. Starf Perlunnar hefur borið ávöxt og þetta fólk hefur í raun bætt nýjum lit við litróf listanna. Við vitum öll hvað það er mikils virði að á okkur sé hlustað og fyrir þau er sérstaklega mikilvægt að geta komið fram á sýningum. Þannig eru þau í hlutverki gefandans sem gef- ur öðrum með list sinni.“ Perlan hefur farið víða á síðustu árum og meðal annars stigið á svið í Osló, Færeyjum, Brussel og á al- þjóðlegri listahátíð fatlaðra í Wash- ington. Við það tækifæri fékk hóp- urinn að hitta þáverandi forseta Bandaríkjanna, George Bush og konu hans Barböru, í Hvita húsinu. Við heimkomuna var einn úr hópn- rófi listanna Kristján fær mis- jafna dóma KRISTJÁN Jóhannsson fær mis- jafna dóma fyrir söng sinn í hlut- verki Riccardos í Grímudansleik Verdis. Sýningin fer fram í Covent Garden í London.. Gagnrýnandi The Times, John Higgins, segir að Kristján hafi ver- ið fullur fyrirheita en að hann hafi ekki staðið fyllilega undir þeim þeg- ar upp var staðið. Higgins segir söng Kristjáns hafa verið líflegan á köflum en fjörlítinn þess á milli og enrtfremur: „Einungis lokaatrið- ið kallaði fram sanna tilfinningu." Gagnrýnandanum þykir Kristján hafa staðsett sig full fjarri Amelíu í ástardúett þeirra og hann því ekki virst mjög ástleitinn. í The Financial Times segir David Murray að Kristján - sem brosi sjaldan, sennilega vegna þess að hann sé Islendingur - sé glæsi- legur, ástríðufullur og áhyggjulaus í söng sínum sem beri vott um þroska og reynslu. Murray segir hann hins vegar of oft syngja grátklökkri rödd í anda ítalskrar sönghefðar; „Kristján syngur það fallega að hann þarf ekki á slíku bragði að halda.“ Gagnrýnandi Daily Telegraph, Matthew Rye, telur að til séu fal- legri tenórraddir en Kristjáns og segir rödd hans eilítið nefhljóma og þunna þótt hljómmikil sé. Rye segir að í fyrsta þætti hafi Kristján sýnt næmleika í túlkun sinni og fram- setningu, „næmleika sem fáir te- nórsöngvarar sem menntaðir eru á Ítalíu hafa til að bera.“ Rye segir Kristján hafa leikið vel og tekist sérstaklega vel upp í lokasenunni, dauðasenunni, „honum tókst að gæða þann þátt eilítið raunsæjum blæ sem annars er fremur ótrúverð- ugur í þessari uppfærslu.“ -----» '■»■■■»-- Söngleikja- tónlist á Sólon VEGNA ítrekaðra áskorana verða söngleikjatónleikar Önnu Sigríðar Helgadóttur sópran og Þórhildar Bjömsdóttur píanóleikara endur- teknir í kvöld á Sólon íslandus kl. 22. LEIKHÓPURINN Perlan er þessa dagana staddur í Bielefeld í Þýska- landi í tengslum við íslensku menn- ingarhátíðina í Nordrhein-Westfal- en. Hópurinn er skipaður hugfötluð- um listamönnum sem getið hafa sér gott orð víða um heim. Um síðustu helgi setti Perlan í tvígang á svið verk- in Mídas konung og Síðasta blómið við feikigóðar undir- tektir í leikhúsi Bet- hel-hverfisins og þessa vikuna tekur hópurinn þátt í leik- smiðjuvinnu ásamt félögum sínum úr röðum leikhópsins Werkstattverbund II. Afrakstur þeirr- ar vinnu verður kynntur almenningi á föstudag. Bethel er lítið hverfi í Bielefeld - nokkurskonar samfélag í samfé- laginu - þar sem þorri íbúanna er hugfatlaður. Hverfið stendur á gömlum merg, en það hefur löngum verið undir vemdarvæng kirkjunnar sem kom því á fót. Höfuðmarkmið Bethel er að gera hugfötluðum ein- staklingum kleift að starfa úti í samfélaginu og er leikræn tjáning þýðingarmikill liður í því öfluga starfi sem þar fer fram. Stórkostleg og áhrifamikil Meðal gesta á fyrri sýningu Perl- unnar á laugardag vora Ingimundur Sigfússon sendiherra íslands í Bonn og kona hans Valgerður Valsdóttir. Heilluðust þau af frammistöðu hópsins og sögðu að sýningin hefði í senn verið stórkostleg og áhrifa- mikil. Gengu þau á fund leikaranna að henni lokinni og þökkuðu fyrir sig með handabandi. Annar gestur, Horst Adam frá menningarmála- ráði Bielefeld, var ekki síður hrif- inn, en hann hefur átt stóran þátt í skipulagningu íslensku menning- arhátíðarinnar í Þýskalandi. Jón Úlfar Líndal og Hildur Ósk- arsdóttir leikarar voru hæstánægð með viðtökurnar að sýningu lok- inni. Voru þau á einu máli um að vel hefði til tekist og lagðist fram- haldið vel í þau. Leist þeim vel á allar aðstæður í Bethel og sögðu að það væri gott að dveljast í Þýska- landi. Hildur bætti þó við að sér liði alltaf best heima á Islandi. Að sýningu lokinni bauð félagi úr Werkstattver- bund II Perluna hjartanlega vel- komna til Þýska- lands og kvaðst hlakka mikið til að starfa með hópnum. Sigríður Eyþórs- dóttir leikstjóri og driffjöðrin í starfi Perlunnar var einnig í sjöunda himni að lokinni sýningunni á laug- ardag. Kvaðst hún vera ákaflega stolt af sínu fólki og jafnframt þakklát fyrir að fá tækifæri til að koma fram fyrir hönd íslands á jafn glæsilegri menningarhátíð. „Við höfum lagt sál okkar í undir- búninginn." Minnstu munaði reyndar að Sig- ríður gæti ekki fylgt hópnum til Þýskalands, en hún varð fyrir því óhappi að lærbrotna á dögunum. Með dyggri aðstoð komst hún þó á vettvang en fer flestra sinna ferða í hjólastól. Hafði ein úr fylgdarliði hópsins reyndar á orði að þetta væri dæmigert fyrir áhuga leik- stjórans og ósérhlífni. „Það er venjulega ég sem veiti aðstoðina í þessum ferðum en nú verða þau að aðstoða mig,“ sagði Sigríður. „Kærleikurinn er sterkasta vopn- ið“ er þemað sem leikhóparnir tveir fást við í leiksmiðjuvinnu sinni. Að sögn Sigríðar leitast Perlan við að göfga manninn og bæta með starfi sínu og að þessu sinni mun við- fangsefnið vera fordómar, einkum í garð erlendra þjóða. „Hópurinn MÍDAS konungur vaktl mikla hrifningu í Bielefeld. leikur af mikilli einlægni og fegurð en á samt auðvelt með að túlka hið illa til að undirstrika andstæðurn- ar.“ Hafa mikið að segja Perlan hefur vaxið og dafnað frá því hún var sett á laggirnar árið um spurður hvort það hefði ekki verið mikil lífsreynsla. „Nei,“ svar- aði hann um hæl, „hann er bara venjulegur maður“. Sigríður fullyrðir að það auki ein- staklingunum sem mynda Perluna áræði í lífinu að geta farið um víð- an völl og gefið listsköpunarþörf sinni lausan tauminn. „Þetta styrk- ir þau í hinu daglega lífi því sjálfs- mynd þeirra eflist og sjálfstæðið eykst.“ Tilboðsverð til Benidorm 13. júlí frá kr. 39.900 Við höfum nú fengið nokkrar viðbótaríbúðir 13. júlí á vinsælasta gististaðnum okkar á Benidorm, Century Vistamar. Fallegt, nýlegt íbúðarhótel með allri þjónustu, móttaka opin allan sólarhringinn, veitingastaður, verslun, garður og sundlaug og stutt á ströndina. Allar íbúðir með einu svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi og svölum. Bókaðu strax, þetta eru síðustu sætin. 2 vikur frá kr. 39.900* m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 2 vikur. Verð með flugvallarsköttum og forfallagjaldi kr. 42.932 M.v. 2 í íbúð kr. 49.900 Verð með flugvallarsköttum og forfallagjaldi kr. 53.560 Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. Norræna rann- sóknarleiksmiðjan Orar - Yrsel - Huimaus FRUMSÝNING á verkinu Órar - Yrsel - Huimaus verður á stóra sviði Þjóðleikhússins annað kvöld 22. júní kl. 20. Órar - Yrsel - Huimaus er í senn listrænn viðburður og rann- sókn á listsköpun leikarans, þar sem nokkrir af fremstu leikurum Finna og íslendinga leika hver á móti öðr- um á sínu móðurmáli. í kynningu segir: „Órar er mögn- uð fjölskyldusaga þar sem ást, völd, stríð, svik og hefnd ráða ríkjum. Spurningin er um brot mannsins gegn sjálfum sér, gegn náttúrunni og gegn almættinu. Sjónleikurinn dregur upp mynd af veröldinni eins og hún er í dag, veröld þar sem ótti og óróleiki ríkja. Frásögnin og persónumar koma úr vægðarlaus- um heimi fomgrísku harmleikj- anna, úr einni af undirstöðum okk- ar menningar.“ Sex íslenskir leikarar taka þátt í sýningunni þau; Arnar Jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Bjöm Ingi Hilmarsson, Jóna Guðrún Jónsdótt- ir og Ingvar E. Sigurðsson. Önnur sýning verður laugardag- inn 24. júní kl. 14. Kaffileikhúsið Sóló, dúett- ar og tríó ÞRJÁR söngkonur, þær Björk Jóns- dóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Margrét Pálmadóttir, halda tón- leika í Kaffileikhúsiu í kvöld kl. 22. Undirleikari er Aðalheiður Þor- steinsdóttir. Á efnisskránni eru lög úr ýmsum áttum, bæði innlend og erlend. Söngkonurnar syngja meðal annars sóló, dúetta og tríó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.