Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 9 FRÉTTIR ^ Morgunblaðið/Kristinn BRAUTSKRANING kandídata frá Háskóla íslands í Laugardalshöllinni. Þó sagt sé að þröngt megi sáttir sitja var hátíðarsalur Háskólabíós orðinn of lítill fyrir brautskráningarathöfn skólans þar sem kandidötum hefur fjölgað ár frá ári. Brautskráning frá Háskóla íslands Ahyggjur af litlum áhuga íslendinga á verknámi BRAUTSKRÁNING frá Háskóla Islands fór nú í fyrsta sinn fram á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Fór athöfnin fram í Laugardalshöllinni að viðstöddu fjölmenni. Brautskráð- ir voru 450 kandídatar auk 55 nem- enda sem luku viðbótarnámi frá félagsvísindadeild. Þá brautskráðist fyrsti kandidatinn með meistara- próf í félagsvísindum. Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskólans, gerði menntamál þjóð- arinnar að umræðuefni sínu. Hann sagði að stærsti vandinn væri veik staða verkmenntunar í landinu, al- mennt bóknám með þeim kröfum sem gerðar væru á stúdentsprófi hentaði ekki öllum enda væri mikið um að fólk heltist úr lestinni. Skammt væri í að helmingur ár- gangs lyki almennu stúdentsprófi hérlendis en hins vegar tæki einn af hverjum þremur í öðrum löndum Norður-Evrópu stúdentspróf. Tí- undi hver íslendingur hlyti verk- menntun en tveir þriðju annars staðar í Norður-Evrópu. Rektor sagði að af viðræðum háskóla- manna við forsvarsmenn iðn- menntaskóla mætti ráða að ein ástæða þess að svo fáir lykju verk- menntum hér á landi væri ótti fólks við að lenda í blindgötu og standa í skugga af stúdentsprófi og há- skólanámi. Lausn vandans sæju menn helsta í að opna fólki með verkmenntun greiðari leið til há- Morgunblaðið/Kristinn SVEINBJÖRN _ Björnsson, rektor Háskóla íslands, gerði menntamál þjóðarinnar að umræðuefni sínu. skólanáms en nú tíðkast og að verk- menntun og reynsla yrði metin til jafns við stúdentspróf þegar við ætti. Háskólinn í íslensku atvinnulífi Sveinbjöm ræddi einnig um hlut- verk háskólans i íslensku atvinnu- lífi. Hann benti á að Háskóli ís- lands hefði frá upphafi verið rann- sóknaháskóli og að honum væri ætlað að vera í senn vísindaleg rannsóknastofnun og vísindaleg fræðslustofnun. Sá fræðilegi grunnur sem áhersla væri lögð á í skólanum hentaði hins vegar ekki öllum og Sveinbjörn varpaði þeirri spurningu fram hvort stunda ætti .kennslu í Háskólanum þar sem minni áhersla væri lögð á fræðileg- an grunn en nú er eða hvort hann ætti frekar að styðja aðra skóla til þess. Þá talaði hann um áhuga inn- an Háskólans á að treysta samvinnu við rannsóknir í þágu atvinnuvega. Nefndi hann m.a. að áhugi væri fyrir því að koma upp miðstöð kennslu, rannsókna og þróunar í matvæl afræði, sj ávarútvegsfræði, framleiðslu- og vinnslutækni sem og markaðssetningar afurðanna, þar sem matvælafyrirtæki gætu leigt tímabundna aðstöðu til starf- semi sinnar. Listaverkagjöf í lok ræðu sinnar sagði Svein- björn frá gjöf sem Háskólanum barst á liðnum vetri frá Sverri Sig- urðssyni til minningar um eigin- konu Sverris, Ingibjörgu Guð- mundsdóttur. Þau hjón gáfu skólan- um, árið 1979, 115 málverk sem urðu stofninn að Listasafni Háskól- ans. Nú hefur Sverrir aukið gjöf sína um 100 listaverk. Innilegar þakkir til allra, sem heiðruÖu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á 60 ára afmœlinu 7. júní sl. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Norðkvist. Innilegar þakkir fœri ég þeim, er glöddu mig á sjötugs afmœlinu með skeytum, blómum og gjöfum. Guð veri með ykkur öllum. Kœr kveðja. Björgvirt Björnsson. FRRBfER TILBOÐ Bolur + leggings kr. 1.395, Sumarbolir drengja/telpna 495, Stuttbuxur drengja/telpna frá 495, Jogginggallar á tilboði. 3arr\akot ðorqarkringlunni, sími 1340. Fimleikar fyrir alla Föstudag 23. júní kl. 20.00 )ónsmessugleði í Laugardalshöll Glæsilegar fimleikasýningar og danssýningar börn - unglingar - fullorðnir - eldri borgarar Aðgangseyrir: F ...kr. 300 ssundlaug ilshöll Kl. 09.00 Vatr Stjór Kl. 10.30 Leii Stjórn.- Kl. 11.30 Fyrirlestrar,!þróttamiðstöðinni Laugardal Dr. Ingimar jónsson o.fi. Kl. 13.30 Þolfimi fyrir alla í Laugardalshöll Stjórm Magnús Scheving Kl. 14.30 Dans fyrir aila í Laugardalshöll Stjórn: )ón Pétur og Kara Frítt fyrir alla Upplýsingar á skrifstofu FSÍ sími 581 3101 Nýtt tækifæri á verðbréfamarkaði Ríkisbréf með Með vaxandi efnahagslegum stöðugleika eru ríkisbréf álitlegur fjárfestingarkostur. • Ríkisbréfin eru til 3ja ára. • Þau eru óverðtryggð með forvöxtum sem greiðast fyrirfram. • Ríkisbréf eru auðseljanleg fyrir gjalddaga. • Einingareru 100.000, 1.000.000 og 10.000.000 kr. Útboð ríkisbréfa fer fram í hverjum mánuði. í síðasta útboði var meðalávöxtun 9.75%. Tryggðu þér góða ávöxtun til næstu þriggja ára. forvöxtum Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.