Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ1995 29 I i I I i I 1 I 4 4 4 4 4 4 4 4 < < H INGIBJORG JÓHANNSDÓTTIR + Ingibjörg Jó- hannsdóttir hússtjórnarkennari fæddist á Löngu- mýri í Skagafirði 1. júní 1905. Hún lést á Borgarspíta- lanum 9. júní síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 19. júní. Þakkir Þjóðkirkj- unnar Við fráfall Ingi- bjargar Jóhannsdótt- ur, sem oftast var kenndi við Löngumýri í Skagafirði, er mikill persónuleiki horfinn af sjónarsvið- inu. í afmælisveislu á Skjóli 1. júní sl., þegar Ingibjörg fyllti níutíu ár og naut þess sem ævinlega að hafa góðvini í kringum sig, talaði ég um hugsjónagleði þá, sem ævinlega hefði fylgt henni. Hún sá ekki að- eins hvarvetna verkefni, sem biðu þess, að leyst væru, heldur hafði hún á alveg ótrúlega töfrandi hátt lag á því að koma öllu fram til heppilegs áfanga. Og oftar en ekki að sjá það fullgjört, sem i fyrstu höfðu verið draumar hennar og ekki öllum þótt þess legir, að fram- kvæmdir fylgdu. Hún var einnig og í góðu sam- ræmi við hugsjónir sínar mikil trú- kona. Bænin var henni eðlileg og ljúf og hún lagði sjálfa sig og svo verkin sín í hendur almáttugum Guði. Fann það líka og sannaði í lífi sínu, að hún var bandamaður hans og hann nýtti hæfileika henn- ar til hinna góðu verka. Kristur var ævinlega nálægur og náð hans í fyrirgefandi umhyggju sinni var eins og himnesk dögg, sem gerir allt betra og bætir úr, ef mótviðri hamla framrás. Fundir okkar lágu fyrst saman vorið 1955. Ég var kvaddur til fundar við hana á heimili Ásmund- ar biskups Guðmundssonar einn fagran sólskinsdag og frú Steinunn leiddi mig til stofu. Þar sat þá þessi höfðinglega kona, brosti hógvær- lega til mín og var mikil reisn yfir henni í íslenskum búningi, sem hún var að höfðingja hætti. Erindið var að fá mig til liðs við sig um að reka heimili á Löngumýri næsta sumar og skyldi ætlað ungum stúlkum. Mér leist ekki of vel á þetta, hafði ætlað mér að nota sum- arið til að flýta för minni að loka- prófí. Komst þó að þvi, að það var aldrei auðvelt að segja nei við Ingi- björgu og kunni hún því ævinlega betur að hafa sitt fram. Ekki síst, þegar henni þótti það ejnhverju skipta. Og ekki dró úr, að Ásmund- ur frændi minn fylgdi beiðni henn- ar eftir af þeirri ljúfu ákveðni, sem einkenndi hann. Ég las lítið í fræðibókum á Löngumýri þetta sumar. En lærði þó margt. Mest af þeim stöllum og ævilöngu vinkonum og samstarfs- mönnum, Ingibjörgu og Björgu Jóhannesdóttur, en varla er önnur nefnd án þess að hinnar sé getið. Lærði tærleika trúarinnar, tign bænarinnar og dýrmæti sagna og ljóða, sem tengjast sögu þjóðar og kirkju. Sumarið lagði því vafalaust betri grunn að framtíðarverkefnum mínum en meiri lestur í fræðibók- um hefði getað miðlað. Mátti þá líka bæta úr því þótt síðar yrði. Þegar kom að því, að ár urðu of mörg til að halda svo áfram, sem fyrr hafði verið eðlilegt, ákvað Ingi- björg, vel studd af vinkonu sinni Björgu, að ánafna Þjóðkirkjunni Löngumýri og skyldi staðurinn not- aður til fræðslu og þjónustu í þeim anda, sem hún hafði sjálf og þær Björg báðar, starfað og miðlað mörgum miklu. Frá þeirri stundu hefur hugur Ingibjargar verið jafn- bundinn fögrum Skagafirði og ættaróðali eins og ævinlega, og skipti engu, þótt þær flyttu hingað til höfuð- borgar. Hún sá þetta allt fyrir sér og naut þess að frétta af fram- kvæmdum. Og þótt sjón skertist og hyrfi loks alveg í myrkur, sá hún allt með sama hætti og áður í krafti anda síns og skarp- skyggni. Fyrir hönd Þjóð- kirkjunnar vil ég þakka Ingibjörgu á Löngumýri að leiðar- lokum. Þakka ekki að- eins gjafir hennar góðar, jörð og hús fýrir norðan í Seiiuhreppnum og ekki að heldur einvörðungu ann- að það, sem hún hefur reitt fram til eflingar starfinu, heldur þakka ég fyrir það fyrst og fremst, sem hún var sjálf. Hugsjónagleði er dýrmæt og ekki síst á tímum, sem of oft eru sorglega jarðbundnir og hlekkjaðir í fjötrum efnishyggjunn- ar. Ég þakka henni bjartsýni trúar- innar og þá gleði, sem hún naut og miðlaði öðrum í samfélaginu, sem trúin mótaði. Og ég þakka henni vináttu áranna allra, allt frá þeirri stundu, sem ég leit hana fyrst í stofunni á biskupsgarði, þar til ég kvaddi hana á Skjóli á níræðisaf- mælinu. Merk kona er kvödd, merkri konu er þakkað. Megi ævinlega einhveijir verða til þess að taka upp merkið, sem hún selur nú öðr- um í hendur og fylgja því fram til sigurs. Fyrirmyndin er glögg og ákveðin, þar sem hún er sjálf. Hún þekkti ekki hik, þegar göfugt verk- efni kallaði. Hún viðurkenndi ekki uppgjöf en sá alls staðar leiðir til góðra loka. Guð blessi þær minningar, sem við varðveitum um Ingibjörgu á Löngumýri og sjálfa felum við hana honum, sem hún treysti og trúði á. Hún átti heimvon góða. Himn- arnir opnir biðu hennar. Ólafur Skúlason. Hún kallaði mig alltaf frænda og víst vorum við skyld, en ég hef skyldleika okkar alls ekki á hreinu. Það skiptir samt ekki máli hér, því að ég ætla hvorki að gjöra grein fyrir uppruna hennar né rekja ætt hennar. Mig langar aðeins til að reyna að draga upp tvær eða þrjár svipmyndir frá samskiptum okkar, sem mér fínnst lýsa henni mæta vel. Mér er minnisstætt, er fundum okkar Ingibjargar fyrst bar saman sumarið 1958. Hún hafði beðið mig að heimsækja sig að Löngumýri og sagðist eiga við mig biýnt er- indi. Mér lék nokkur forvitni á að vita, hvaða brýnt erindi hún gæti átt við mig - fjarskyldan frænda - sem hún aldrei hafði augum litið. Ég var því fullur eftirvæntingar, er ég kom að Löngumýri og heils- aði upp á frænku mína. Ég skynj- aði fljótt, að hér hefði ég mætt konu, sem vissi, hvað hún vildi. Köllun hennar var háleit: Að byggja upp og efla Löngumýri sem kristi- lega starfsstöð, og allt líf hennar beindist að því einu að sinna þeirri köllun. Hún bauð mig hjartanlega vel- kominn og sýndi mér húsakynni Löngumýrar. Stolt lýsti hún fyrir mér sögu og starfi skóla og staðar. Það var ekki fyrr en við höfðum setzt að veizluborði, að hún vék að erindinu. Ég held, að því verði bezt lýst með tilvitnunum í tvö bréf, er hún ritaði mér næsta vet- ur, þar sem hún vék aftur að sama efni. í bréfi, dags. 15.12. ’58, ritar hún svo: „Það vantar hér þróttmikinn kristinn æskulýðsleiðtoga í Skaga- fjörðinn, - byggð ferða þinna. Hefur þú ekki ástæður og vilja til þess að klæða þig í herklæðin, setja á þig hjálminn og höggva hér breið högg og stór með sverði þínu í garð nafnkristninnar? Þú fyrirgefur þó ég að dæmi fornkvenna eggi þann til bardaga er ég álít að veig- ur sé í eða þróttur til átaka. Ungir menn og hraustir þurfa að reyna á krafta sína, - gefst ekki betra tækifæri til þess í heimavistarskóla en innan kirkjuveggja? Jæja, frændi góður, ég mundi ekki skrifa þér svona bréf ef ég treysti þér ekki fyllilega." Ingibjörg var að bjóða mér skól- ann á Löngumýri að gjöf, ef ég vildi taka að mér skólastjómina! Nærri má geta, hve erindi frænku minnar kom mér gjörsam- lega á óvart. Ég held, að mér hafi hvorki fyrr né síðar verið sýnt slíkt traust. Mig setti hljóðan og ég horfði með virðingu á frænku. Sannarlega minnti hún á fornar kvenhetjur íslendingasagna. Það átti hvorki fyrir mér að liggja að verða skólastjóri á Löngu- mýri né flytja í Skagafjörð. En ég reyndi á allan hátt að styðja eflingu staðarins. Við ræddum ýmsar leiðir til að tryggja framtíð Löngumýrar- skóla. Eg hafði nefnt KFUM og KFUK og Samband íslenzkra kristniboðsfélaga sem hugsanlega eignar- og rekstraraðila skólans, auðvitað án þess að hafa rætt við félögin. Henni leizt vel á þann möguleika og í bréfí, dags. 28.9. ’58, ritar hún svo: „Beztu þakkir fyrir komuna hingað í sumar. Samkvæmt umtali okkar leyfí ég mér hér með að leggja í þínar hendur eftirfarandi spurningu: Mun KFUM og KFUK- félagsskapurinn hafa vilja eða getu til að taka hér við eignarrétti skól- ans á Löngumýri og þeim fjárhags- legu skyldum, sem því fylgja ...? Ég álít að ef þessi kristilega félags- starfsemi gjörist eigandi skólans að þá sé tryggð framtíð hans sem kristilegrar stofnunar og að ég hafi þá unnið ævistarf sem þjóðinni verði til blessunar.“ Þessi leið reyndist ekki fær og að lokum tók þjóðkirkjan við Löngumýrarskólanum. Þegar Ingibjörg lét af skóla- stjóm tók dugleg stúlka við rekstri skólans, Hólmfríður Pétursdóttir, og er hún hvarf frá skólanum, tók önnur dugnaðarstúlka, Margrét Jónsdóttir, við skólastjórn og hafa þær báðar staðið sig með mikilli prýði. Er mér fullkunnugt um, að Ingibjörg var þeim afar þakklát og mat störf þeirra mikils. Þótt Ingibjörg léti af skólastjórn á Löngumýri og afhenti þjóðkirkj- unni skólann, var hugur hennar til hans óbreyttur. í fyrmefndu bréfi hennar, dags. 28.9. ’58, ritar hún svo:_ „Ég vil taka það fram að enda þótt eigendaskipti mundu verða hér að þessu skólahúsi og umhverfi þess, að þá mundi ég halda áfram, eins og verið hefur að prýða þenn- an stað og vinna að umbótum hans.“ Ingibjörg stóð sannarlega "við þessi orð, enda snerist allt líf henn- ar um Löngumýrarskóla til hinstu stundar. Hún -stofnaði styrktarsjóð Löngumýrar og að beiðni hénnar varð ég formaður hans. Þá heim- sótti ég hana oft á Reynimelnum, þar sem hún bjó með Björgu vin- konu sinni. Sjónin var all mjög tek- in að dofna og heilsan að gefa sig. Frá þessum heimsóknum á ég sérlega dýrmæta minningu um Ingibjörgu. Hún bað mig eitt sinn sem oftar að fínna sig. Er ég kom, var hún lasin og lá í rúminu. Hún bað mig um að taka við fáeinum krónum í styrktarsjóð Löngumýrar, laut síðan yfir rúmstokkinn, dró pappakassa fram undan rúminu og tók nokkur umslög upp úr honum. „Teldu þetta," sagði hún og rétti mér umslögin hvert af öðru. Ég man enn, hve mér brá, er ég opnaði þau og dró fram hvert seðlabúntið af öðru. Þarna voru nokkrar milljónir - þetta var að vísu fyrir peningaskiptin - en þetta var stórfé. Það kom á mig og ég horfði agndofa á frænku. Gömul og hálfblind kona, sem lifði á elli- laununum sínum, reiddi fram millj- ónir króna til að Íífshugsjón hennar mætti rætast og kristni eflast með íslenzkri þjóð. Mér fannst erfitt að taka við öílum þessum peningum í styrktarsjóðinn og spurði hikandi: „Hefur þú sjálf nóg til eigin fram- færis?“ „Já, ég hef meira en nóg,“ svaraði hún og brosti. Og þess má geta, að fyrir fé styrktarsjóðsins var byggð ný álma við húsakynnin á Löngumýri, er hýsir tuttugu manns. Ég lyfti upp huganum til Guðs og bað hann að blessa Ingibjörgu, um leið og ég baðst fyrirgefningar á eigingirni minni. Þögn ríkti hjá okkur og ég skynjaði nærveru Heil- ags anda. Ingibjörg frænka hafði einstakt lag á að koma mér -sífellt á óvart. Hvílík kona! Hvílík fórnfýsi! Ég hafði svo sannarlega hlakkað til að heimsækja Ingibjörgu og samgleðjast henni á níræðisafmæl- inu, en ég varð sleginn gleymsku og tók ekki við mér, fyrr en klukk- an átta um kvöldið. Það þyrmdi yfír mig og ég hringdi þegar í stað til hennar og óskaði henni til ham- ingju með afmælið, um leið og ég bað hana fyrirgefningar. Hún var þreytt, en afar ánægð. Svo fórum við hjónin til hennar daginn eftir afmælið. Þá var hún ein, þreytt eftir annasaman dag, en glöð og þakklát. Við sátum alllengi hjá henni í góðu næði og ræddum hinstu rök tilverunnar og ég las stutta hugvekju fyrir hana. Og áður en við fórum frá henni, áttum við bænastund og ég lagði hendur yfír hana og blessaði hana. Kannski var gleymzka mín engin tilviljun, er allt kom til alls. Þegar ég frétti um andlát hennar aðeins viku seinna, var ég þakklátur fyrir að hafa mátt eiga þessa hinstu næðisstund með henni frammi fyr- ir augliti Guðs. Ég þakka Guði líf og starf Ingibjargar frá Löngu- mýri. Jónas Gíslason. í júnímánuði árið 1962 lá leið mín í fyrsta sinn heim að Löngu- mýri í Skagafirði. Ég hafði verið beðin að taka að mér skólastjórn við húsmæðraskólann, sem Ingi- björg Jóhannsdóttir, stofnandi og eigandi hans, hafði nýlega gefíð Þjóðkirkjunni. Sjálf var ég þá kenn- ari við annan skóla norðanlands, svo að fátt varð um svör hjá mér.. Beiðnin kom á óvart og til skólans þekkti ég lítið. Ég hafði að vísu heyrt um hugsjóna- og dugnaðar- konuna Ingibjörgu Jóhannsdóttur og hagleik handavinnukennarans, Bjargar Jóhannesdóttur, en aldrei séð þær. Ég bað því um frest. En nú lá leið mín þangað vestur til að kynna mér ýmsar aðstæður. Á staðnum voru þessar tvær fyrr- nefndu konur. Þær mættu mér með slíkri vinsemd og kærleika, að það vermdi mig inn að hjartarótum. Einnig höfðu báðar til að bera mikla reisn og persónuleika, þó að ólíkar væru þær á ýmsan hátt. Er ekki að orðlengja það, að eftir þessi stuttu kynni tók ég starfíð að mér. Örlögin höguðu því þó svo, að ég var aðeins þennan eina vetur á Löngumýri, og hann ekki allan, því að ég veiktist alvarlega. En meðan ég dvaldi þar tengdist ég vináttu- böndum við þessar konur. Þau bönd hafa styrkst með árunum, sem liðin eru síðan. Þó að grein þessi sé rituð að Ingibjörgu látinni, til að þakka liðin tíma, vináttu hennar og tryggð, hlýt ég líka að nefna Björgu. Svo náið var samstarf þeirra og vinátta frá fýrstu stund, er Ingibjörg var skólastjóri á Staðarfelli og Björg kennari þar. Þegar Ingibjörg flutti síðan á föðurleifð sína, Löngumýri, og setti þar á stofn húsmæðraskóla sinn, fór Björg með henni og studdi með ráðum og dáð. Þegar litið er til baka, er furðulegt hveiju hægt var að koma í framkvæmd, þó að dugnaður hugsjónakonunnar Ingi- bjargar væri mjög óvenjulegur. Þennan vetur sem ég dvaldi á Löngumýri var Ingibjörg að mestu heima og inni í íbúð sinni. Aldrei blandaði hún sér f störf mín né ákvarðanir, þó að ýmsir hefðu eflaust gert það, er breytingar voru gerðar á gamalgrónum venjum. Aftur á móti sýndi hún mér á allan hátt ómælda vinsemd, stóð staðföst við hlið mér í erfíðleikum og gaf — góð ráð, þegar eftir þeim var leitað. Ég minnist næturinnar, þegar landskjálftinn í Skagafirði kom síðla kvölds. Stúlkurnar, sem ekki voru fallnar í svefn, urðu óttaslegn- ar. Hinar hrukku upp af værum blundi. Sjálf hafði ég frá barnsaldri nokkra reynslu á þessu sviði, er landskjálftamir á Dalvík og í Svarf- aðardal stóðu yfír mánuðum saman. Ég reyndi því að bregðast skynsam- lega við, ef framhald yrði á alvar- legum jarðhræringum. Stúlkunum safnaði ég saman í anddyri skólans og hafði dyrnar opnar út í nátt- myrkrið, ef svo kynni að fara, að hurðir skekktust og vörnuðu okkur útgöngu. Þama sátum við allar, sumar skelfíngu lostnar, aðrar báru sig betur. Nóttin leið við söng og sögur. Ingibjörg reyndist okkur frá- bærlega vel þessa nótt. Með rósemi sinni sagði hún hveija söguna eftir aðra. Þær dreifðu huga nemend- anna, svo að þeir gleymdu ótta sín- um. Að loknu löngu og farsælu skóla- stjórastarfí Ingibjargar á Löngu- mýri, nokkrum árum síðar, lá leiðin til Reykjavíkur. Þá urðu samskipti okkar meiri en áður, enda ekki löng +r leið milli heimilanna. Þær vinkon- umar heimsóttu mig og ég þær. Síðustu árin urðu ferðir mínar þó færri, en síminn notaður meira en áður. Vináttan og hlýjan var alltaf hin sama. Þrátt fyrir háan aldur, blindu og versnandi heilsu, hélst andlegur styrkur óbreyttur. Þol- gæðið var mikið ásamt þakklæti fyrir hveija veitta aðstoð, bæði meðan þær .vinkonurnar dvöldu á heimili sínu ’á Reynimel og eftir að leið þeirra lá inn í Skjól. Andieg reisn Ingibjargar hélst til hinstu stundar. Minni og allur persónuleiki var hinn sami og áður, og umhyggj- an fyrir náunganum óbreytt. Alla tíð bar hún merki góðs uppeldis og ætternis. Ingibjörg var mjög varkár í orðum og umtali. Hún var greind, vel skáldmælt, orðhög og kærleiks- rík. Einnig var hún mikil bæna- kona, sem lét ekki blindu sína hindra sig í að leggja öðrum lið ef hún gat. Hlýjan í rödd hennar, handtaki og faðmlögum var ávallt hin sama. Sjálf hef ég nú misst góðan vin og fyrirbiðjanda, sem mér var kær og hefur auðgað líf mitt í 33 ár. Fyrir öll kynni okkar vil ég þakka af heilum hug. Einlægar samúðar- kveðjur sendi ég Björgu, vinkonu minni, sem enn heldur andlegri heilsu, þó að líkamskraftar fari þverrandi. Einnig sendi ég hlýjar samúðarkveðjur til Steinunnar, systur Ingibjargar, og afkomenda þeirra systra, hennar og Ólafar, sem er látin, líka til Sigurðar, eftirlif- andi eiginmanns hennar. Allt venslafólk Ingibjargar, sem ég hef átt samskipti við, hefur ávallt sýnt mér mikla vinsemd og hlýju. Ég bið Guð að blessa alla þá, sem voru Ingibjörgu kærir og trúi því, að bænirnar hennar fylgi þeim um ókomin ár. Lilja S. Kristjánsdótt.ir. ‘Vandaðir legsteinar ‘Varaníeg minning TEINN Brautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 562 1393 Úrval Ijóskera, krossa og fylgihluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.