Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 19 ERLENT Nýjum upplýsingum um vopnasölu- hneykslið í Bretlandi lekið til fjölmiðla Færeyingar mótmæla framferði Dana Þingið blekkt „af ásettu ráði“ Háttsettir ráðherrar fylkja liði um John Major London. Reuter. Afþakka danska riddarakrossa AKSEL Hansen skilaði dannebrogsorðu í mótmælaskyni við það hvernig danska stjórnin hefur haldið á gjaldþroti banka í Færeyjum. Hann telur að í gangi sé danskt samsæri um að leggja færeyskt samfélag í rúst. BRESKA stjórnin átti í gær fullt í fangi með að bera af sér meið- andi upplýsingar sem lekið var til sjónvarpsstöðvarinnar ITN um opinbera skýrslu þar sem ráðherr- ar íhaldsflokksins eru sagðir hafa villt um fyrir þingheimi varðandi vopnasölu til íraks á seinni hluta níunda áratugarins. Verði upplýsingamar staðfestar í endanlegri skýrslu Sir Richards Scotts, dómara, munu þær veikja mjög stöðu ríkisstjómar Johns Maj- ors. Talsmenn Verkamannaflokks- ins sögðu að áhrif upplýsinganna yrðu „sem jarðskjálfti." Major sagði í gær að upplýsingunum hefði verið lekið af illum hvötum. Ásetningur „Það var af ásettu ráði sem þingið og almenningur var látinn halda að stefnan væri önnur en raun var á,“ skrifar Scott í upp- kasti að skýrslu sinni um vopnasöl- una, samkvæmt upplýsingum sem lekið var til ITN. Scott mun hafa komist að þeirri niðurstöðu að þrír ráðherrar hafí á laun samþykkt að slaka á reglum um sölu til írak í desember 1988, en á sama tíma sagt þingheimi að stefnan væri óbreytt. Einn ráðherranna þriggja, Will- iam Waldegrave, er núverandi landbúnaðarráðherra í stjórn Maj- ors. Hinir, Alan Clark og David Tefagarne, lávarður, hafa látið af embættum. Waldegrave var að- stoðarutanríkisráherra 1988. Hann sagðist í yfirlýsingu „alger- lega hafna“ niðurstöðum Scotts. Endanleg skýrsla dómarans er væntanleg síðar á árinu. Major mælti fyrir um rannsóknina 1992 eftir að málsókn gegn fram- kvæmdastjórum verkfræðistofu, sem gefið var að sök að hafa selt vopn til íraks, rann út í sandinn. Major hefur sagt að hver sá ráð- herra sem verður uppvís að því að hafa logið að þinginu eigi einsk- is annars úrkosti en segja af sér. Fylkja sér um Major Háttsettir ráðherrar í bresku ríkisstjórninni fylktu á mánudag liði um Major, en hart hefur verið sótt að honum síðustu daga og vikur. Kenneth Clarke fjármálaráð- herra, sem hvað oftast hefur verið nefndur sem hugsanlegur eftir- maður Majors, kom forsætisráð- herranum til varnar í útvarpsvið- tali á mánudag. í samtali við BBC varaði hann við mótframboði _ á flokksþinginu í nóvember nk. „Ég tel að John Major verðskuldi að halda velli, hann ætti að halda velli,“ sagði Clarke. Ummæli Clarkes fylgdu í kjölfar viðvörunar Michaels Portillos, at- vinnumálaráðherra, sem margir telja að hyggist bjóða sig fram gegn Major. ALTALAÐ er í Færeyjum, að ótiltekinn fjöldi manna hafa af- þakkað dannebrogsorðu sem Margrét drottning hefði ella af- hent þeim við komuna til Fær- eyja á morgun. Á dögunum skil- aði Aksel Hansen, forstjóri Bacc- alao í Þórshöfn, dönskum ridd- arakrossi í mótmælaskyni við hvernig dönsk stjórnvöld héldu á málum í kjölfar gjaldþrots Sjó- vinnubankans 1992. í bréfi til Bents Klinte, fulltrúa dönsku krúnunnar í Færeyjum, segist Aksel Hansen hafa fyllst stolti er hann var gerður dannebrogsmaður árið 1990. Danskt samsæri Þar segir hann, að hvað sem mönnum sýnist um heimastjórn- arfyrirkomulagið, hafi samskipti Dana og Færeyinga verið með ágætum frá 1948. Hins vegar hafi komið á daginn, að það sem menn í október 1992 töldu aðeins vera rekstrarvanda Sjóvinnu- bankans, hafi í reynd verið eitt allsheijar samsæri Dana gegn Færeyjum og færeysku þjóðinni. Markmiðið hafi verið að leggja þjóðfélagið í rúst og jafnframt velta milljarðaskuld dansks einkabanka yfir á Færeyinga. Segir Hansen það hafa valdið sér miklu hugarangri, að danska þingið, sem byggi á einhverri elstu lýðræðishefð á vesturlönd- um, skuli hafa komið í veg fyrir að sannleikur bankahneykslisins yrði dreginn fram í dagsljósið með_ réttarrannsókn. „Ég mótmæli framferði ykkar í þessu máli og frábið mér því „heiðurinn" af því að vera dannebrogsmaður segir í lok bréfs Hansens til Bents Klinte. Heimsókn drottningar Mál Aksels Hansens hefur vakið mikla athygli í Færeyjum. í fyrramálið kemur Margrét Þór- hildur Danadrottning í opinbera heimsókn til Færeyja og þá er búist við að hún sæmi nokkra Færeyinga dönsku riddarakross- orðunni. Samkvæmt heimildum blaðsins, afþökkuðu nokkrir orð- una er eftir því var leitað hvort þeir myndu þiggja heiðurinn ef veittur yrði. Þegar orðuveiting verður til- kynnt verða því einungis á listan- um aðilar sem lýst hafa sig fúsa til að taka við orðunni. Alls bera 43 Færeyingar dannebrogsorðu, allt karlmenn. Háfleyg stétta- baratta Róm. Reuter. FARÞEGAR með flugvél ítalska félagsins Alitalia brugðust ókvæða við þegar flugstjórinn tók að út- skýra fyrir þeim ágreiningsefni flugmanna og stjórnar félagsins, eftir að vélin hafði tafist vegna verkfalls flugmanna. Blaðið la Repubblica greindi frá því að flugstjórinn hefði haldið ræðu sína í flugi frá Róm til Fen- eyja, sem hófst fjórum klukku- stundum síðar en áætlað var. Farþegar hefðu búist við venju- bundnu tali um veðurfar, flughæð og flugtíma, en í staðinn hefði kafteinninn, Vincenza Zama, byrjað að útskýra hvers vegna hann og starfsbræður hans væru ekki sáttir við ráðstafanir yfir- manna sinna. Móðgaðir farþegar „Upphófust þá háværar móðg- anir líkt og á knattspyrnuvelli, og beindust að flugstjórnarklefanum. Ef til vill langaði Zama að svara fyrir sig, en ákvað á endanum að þegja," sagði í blaðinu. Alitalia á í heiftarlegum deilum við tvö stéttarfélög flugmanna vegna þess að félagið hefur leigt langfleygar vélar ásamt áhöfn frá áströlsku félagi, sem þátt í sparn- aðaraðgerðum. Dacob’s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.