Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1995 SOUDAL HÚSASMIÐJAN AKUREYRI Súkkulaðiverksmiðjan Linda flytur suður síðar á árinu Tíu Iðjufélagar missa atvinnu „ÞAÐ ER vissulega sorglegt þegar fyrirtæki sem starfað hefur í bæn- um í áratugi flytur starfsemi sína í burtu,“ sagði Þorsteinn Arnórsson formaður Iðju, félags verksmiðju- fólks, en um tíu manns í félaginu missa atvinnu sína í kjölfar þess að súkkulaðiverksmiðjan Linda flyt- ur starfsemi sína til Hafnarfjarðar síðar á árinu. Þorsteinn sagði að um væri að ræða fólk á öllum aldri, eða frá því um tvítugt og til 65 ára. í hópnum væru átta konur og tveir karlmenn. „Við búumst við að fólkið komi ekki allt í einu inn á atvinnuleysis- skrá, það verður smám saman dreg- ið úr starfseminni fram til áramóta, eftir því sem við best vitum,“ sagði Þorsteinn. Um 50 manns í Iðju er nú á at- vinnuleysisskrá og sagði formaður- inn að menn hefðu séð það mun svartara á þeim bæ, en á tímabili var atvinnuleysi meðal félagsmanna þrefalt meira en nú er. „Atvinnu- ástandið er að mér virðist með betra móti núna, ég hef það frekar á til- finningunni að það sé heldur að glaðna yfír.“ Lítil umræða Þorsteinn sagði að lítil umræða um flutning súkkulaðiverksmiðj- unnar úr bænum gæti verið í tengsl- um við mikla uppbyggingu sem fyrirhuguð er á vegum Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna á Akur- eyri. „En menn verða að gá að þvi að það verða ekki svo mörg atvinnu- tækifæri fyrir iðnverkafólk í tengsl- um við þá uppbyggingu. Það gætu verið á milli 10 og 15 störf við umbúðaframleiðsluna og það er Morgunblaðið/Rúnar Þór Átta konur og tveir karlar hjá Lindu missa atvinnuna. enginn kominn til með að segja að konur fái þau störf, en þær eru í meirihluta þeirra sem missa vinn- una við flutning Lindu,“ sagði Þor- steinn. LÍF og fjör í sumarbúðunum á Hólavatni sem eiga 30 ára afmæli í dag, miðvikudag. Aðstaðan bætt og unnið að landgræðslustörfum SUMARBÚÐIR KFUM og K við Hólavatn eru 30 ára í dag, miðviku- dag. Sumarbúðirnar voru reistar á árunum 1959 til 1965 og vígðar við hátíðlega athöfn 21. júní 1965 af séra Bjarna Jónssyni þáverandi vígslubiskupi. Mörg ungmenni hafa dvalið í sum- arbúðunum frá því til þeirra var stofnað, eða á bilinu 3.500 til 3.800 börn. Nokkru fleiri drengir en stúlk- ur dvöldu að Hólavatni framan af, en hin síðari ári hefur stúlkum fjölg- að jafnt og þétt. Hitann og þungann af starfi sum- arbúðanna hafa þau Björgvin Jörg- enson, kennari og formaður KFUM á Akureyri til margra ára, og Þórey Sumarbúðirnar við Hólavatn 80 ára Sigurðardóttir formaður KFUM bor- ið. Björgvin tók fullan þátt í upp- byggingu og öðrum undirbúningi á fyrstu árunum og leiddi sumarstarf- ið í áratugi eða til ársins 1988. Frá þeim tíma hefur forystuhlutverkið hvílt að miklu leyti á herðum Sigfús- ar Ingvasonar guðfræðings og nú prests í Keflavík auk þess sem fleiri hafa lagt hönd á plóginn. Þá hafa margir dvalargestir að Hólavatni notið góðra veitinga Þóreyjar Sig- urðardóttur sem hafði umsjón með mötuneyti í mörg ár auk þess að taka að sér forystuhlutverkið um tíma. Hin síðari ár hefur orðið vart aukins áhuga fyrir dvöl í sumarbúð- unum og kemur þar eflaust til vax- andi þörf fyrir börn og unglinga úr þéttbýli að komast úr daglegu borg- arlífi en með breyttum atvinnuhátt- um og samdrætti í landbúnaði fer þeim borgarbörnum fækkandi sem eiga þess kost að dvelja i sveit. í sumar verða sjö flokkar drengja og stúlkna í sumarbúðunum að Hóla- vatni í júní og júlí en sumarstarfinu lýkur með dvöl unglingahóps sem er nýjung í starfseminni. Landið ræktað Reynt. hefur verið að vekja áhuga dvalargesta á ræktun landsins og hann m.a. birst í vinnu við land- græðslu og skógrækt á landssvæð- inu við Hólavatn. Alls hafa þar ver- ið gróðursettar um 16 þúsund tijá- plöntur og verður því verki haldið áfram, en markmiðið er að auka skjólbelti á svæðinu. Einnig er unnið að ýmsum endur- bótum á þeirri aðstöðu sem fyrir hendi er, m.a. á húsnæði og með borun eftir góðu neysluvatni auk þess sem niðurgrafnar vatnsleiðslur hafa verið lagðar að húsunum, en það gefur aukna möguleika á heils- ársnotkun þeirra. Stærsta hundasýning til þessa á Akureyri HUNDARÆKTARFÉLAG íslands og Svæðafélag H.R.F.Í. á Norður- landi efna til árlegrar hundasýningar í íþróttahöllinni á Akureyri sunnudag- inn 25. júní. Um er að ræða alþjóð- lega sýningu þar sem hundamir keppa um stig til alþjóðlegs meistara. Sýndir verða 160 hundar af þijátíu tegundum. Þetta verður stærsta hundasýning sem haldin hefur verið til þessa á Akureyri og verður sýnt í tveimur sýningarhringjum samtímis. Dómarar verða Moa Person og And- ers Cederström frá Svíþjóð. Sýningin hefst kl. 11 og er áætlað að úrslit liggi fyrir um kl. 16:30. MORGUNBLAÐIÐ Þrjár milljónir vantar TÆPAR þijár milljónir króna vantar upp á að áætlaðar tekjur Skíðastaða næðust inn á liðnum vetri. Óvenju óhagstætt veður auk kennaraverkfalls settu stórt strik í reikninginn og gerðu að verkum að áætluð innkoma náðist ekki. Góð aðsókn að Andrésar andar- leikunum og sæmilegir pásk- ar auk góðrar kortasölu í upphafi árs náðu innkomunni þó þokkalega upp, en um þrjár milljónir króna vantar upp á að áætlanir stæðust. Tilboð í upp- gerðan troðara Málinu hefur verið vísað til endurskoðunar fjárhagsá- ætlunar síðar á árinu. Á fundi íþrótta- og tóm- stundaráðs nýlega var einnig rætt um bágt ástand snjó- troðaranna í Hlíðarfjalli, en þeir eru komnir vel til ára sinna. Forstöðumaður Skíða- staða hefur óskað eftir að annar þeirra verði endurnýj- aður og lagði hann fram á fundi ráðsins tilboð í uppgerð- an troðara að upphæð 8,3 milljónir króna, en nýr troð- ari af sömu gerð kostar urn 17,5 milljónir. „Gjugg í bæ“ skoðað betur BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur óskað eftir því að at- vinnumálanefnd taki til frek- ari skoðunar styrkveitingu til Flugleiða vegna kynningará- taksins „Gjugg í bæ“. Atvinnumálanefnd sam- þykkti á fundi nýlega að styrkja Flugleiðir með hálfrar milljónar króna framlagi í eitt ár, en óskað hafði verið eftir þátttöku Akureyrarbæjar í þessu kynningarátaki sem standa á í þijú ár. Farið var fram á 500 þúsund króna greiðslu árlega frá bæjarfé- laginu á þeim tíma eða sam- tals 1,5 milljónir króna. Styrkur til akur- eyrskrafyrirtækja Þórarinn B. Jónsson full- trúi í nefndinni bókaði á fundi hennar að hann liti svo á að þátttaka í verkefninu væri styrkur til akureyrskra fyrir- tækja í markaðsátaki með Flugleiðum. í framhaldi af því ætti Akureyrarbær að ganga til samninga við Flug- leiðir um afsláttarkjör fyrir starfsmenn og stjórnendur bæjarins á flugleiðum sínum. Nýjar götur í Lundarhverfi SAMÞYKKT hefur verið að taka tilboði G. Hjálmars- sonar í gatnagerð vegna nýrra gatna í Lundarhverfi. Sjö tilboð bárust í gatna- gerðina, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 15 millj- ónir króna. Öll tilboðin voru undir áætluðum kostnaði, en tilboð G. Hjálmarssonar var lægst, 11,7 milljónir. Örlítið lægra frávikstilboð frá sama fyrirtæki þótti ekki aðgengi- legt að mati framkvæmda- nefndar Akureyrarbæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.