Morgunblaðið - 22.06.1995, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995
Skemmdarverk unnin
á smíðavöllum
Reykj avíkurborgar
MIKIÐ hefur verið um
skemmdarverk á smíðavöllum
borgarinnar í sumar, eins og
reyndar oft áður. Þess eru
jafnvel dæmi að börnin byiji
dag eftir dag á því að byggja
sama kofann frá grunni.
Reykjavíkurborg rekur
fjórtán smíðavelli út um allan
bæ yfir sumarmánuðina, þar
sem börn á aldrinum átta til
tólf ára fá aðstoð við að smíða
kofa og annað sem þeim dett-
ur í hug. A hveijum smíða-
velli starfa tveir leiðbeinendur
sem aðstoða börnin og gæta
öryggis þeirra.
Smíðavöllurinn við Mela-
skóla hefur t.d. orðið fyrir
barðinu á skemmdarvörgum.
„Krakkarnir koma dag eftir
dag og byija á sama kofanum
frá grunni svo að þeir hætta
að nenna þessu“, segir Gunnar
Kvaran leiðbeinandi. „Völlur-
inn lítur stundum út eins og
eftir loftárás á morgnana, all-
ir kofarnir í rúst og spítna-
brak út um allt. Það hefur
jafnvel komið fyrir að heilu
kofunum hefur verið stolið.“
Uppbyggilegt starf unnið á
smíðavöllum
Sigurður Már Helgason hef-
ur umsjón með smíðavöllum
borgarinnar. „Það starf sem
er unnið á smíðavöllunum er
mjög uppbyggilegt fyrir böm-
in“,segir Sigurður. „Þau læra
að nota verkfærin og kynnast
þeirri tilfinningu að byggja
sitt eigið hús. Það em því
mikil vonbrigði þegar börnin
mæta hér á morgnana og allt
sem þau hafa verið að byggja
hefur verið eyðilagt. Þá liggur
við uppgjöf, bæði hjá leiðbein-
endunum og börnunum."
Sigurður segir að mörg
börn hafi hætt að mæta vegna
skemmdarverkanna. Hann
hvetur skemmdarvargana til
að koma og vera með í smíð-
inni í stað þess að eyðileggja
fyrir öðrum, þeir muni fá
timbur og aðstoð eins og allir
aðrir. Einnig hvetur hann fólk
til að koma með tóma trékassa
og annað timbur í hverfamið-
stöðina við Stórhöfða, því allt-
af sé þörf á efni til smíðanna.
Morgunblaðið/Kristinn
UNGUR húsbyggjandi á smíðavellinum við Melaskóla, en þar
hafa verið unnar miklar skemmdir á kofum í sumar.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
MYNDARLEG kofabyggð við Vesturbæjarskóla. Fyrir miðri
mynd má sjá Sigurð Má Helgason, umsjónarmann smiðavalla
Reykjavíkurborgar.
Fiskístofa kynnir fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistj órnun
Krókabátar
velji sér kerfi
fyrir 25. júlí
EIGENDUM krókabáta verður
gert að velja fyrir 25. júlí næst-
komandi milli þorskaflahámarks
og viðbótarbanndaga/sóknar-
dagakerfis.
Val á viðbótarbanndagakerfi,
sem frá 1. febrúar breytist í
sóknardagakerfi eða róðradaga-
kerfi, telst bindandi en þeim sem
velja þorskaflahámark gefst kost-
ur á að endurskoða valið fyrir
upphaf fiskveiðiársins sem hefst
1. september 1996 og flytja sig
yfir í sóknardagakerfíð frá þeim
tíma.
Fiskistofa mun á næstunni
senda eigendum allra krókabáta
bréf þar sem fyrirhugaðar breyt-
ingar eru útskýrðar og greint frá
áætluðu þorskaflahámarki við-
komandi, ásamt eyðublöðum þar
sem skrá á valið og gera rökstudd-
ar athugasemdir við drög að reikn-
uðu þorskaflahámarki.
Ætlast er til að eyðublöðin og
athugasemdirnar verði send Fiski-
stofu fyrir 25. júlí en þeir sem
ekki svara fyrir þann tíma verða
sjálfkrafa skráðir í viðbótarbann-
daga/sóknardagakerfið.
Að sögn Árna Múla Jónassonar,
forstöðumanns fiskveiðistjóm-
unarsviðs Fiskistofu, eru útreikn-
ingar á þorskaflahámarki ein-
stakra báta háðir ákveðinni óvissu.
Fjöldi sóknardaga og skipting hins
sameiginlega aflahámarks milli
viðbótarbanndaga/sóknardaga-
kerfis-báta annars vegar og þorsk-
aflahámarksbáta hins vegar liggi
ekki fyrir fyrr en niðurstöður úr
vali eigenda bátanna eru ljósar.
Við útreikning heildarþorsk-
aflahámarks verður miðað við að
það nemi sama hlutfalli af þeim
21.000 lestum af óslægðum fiski,
sem koma eiga í hlut krókabát-
anna, og nam samanlagðri hlut-
deild bátanna í heildarþorskafla
krókabáta á almanaksárinu 1994.
Tvö bestu árin til grundvallar
Hámarkinu verður skipt milli
einstakra báta á grundvelli veiði-
reynslu áranna 1992-1994 ogskal
við skiptinguna leggja tvö bestu
árin til grundvallar hjá hveijum
báti. Þorskaflahámarkið verður
bundið við bát og er óframseljan-
legt. Það á einungis við um þorsk
og verða báti sem náð hefur þorsk-
aflahámarki bannaðar allar veiðar
frá þeim tíma til loka fiskveiðiárs.
Bréfin til útgerðarmanna
krókaleyfisbátanna, þar sem þeim
er gerð grein fyrir kerfmu, verða
góstlögð á næstu dögum, að sögn
Árna Múla Jónassonar.
Séra Signrjón Guðjónsson fær viðurkenningu fyrir þýðingar úr norsku
Gefa á þýðingar
útábók
„ÞAÐ gerist sjaldnast eitthvað
merkilegt á hveijum degi í lífi
manns, en þegar slíkt'gerist er
það gleðiefni,“ sagði séra
Siguijón Guðjónsson, fyrrum
prófastur á Saurbæ við Hval-
fjarðarströnd, þegar hann tók
í gær við viðurkenningu fyrir
þýðingar sínar á sálmum og
ljóðum úr norsku á íslensku.
Styrkurinn, sem hljóðar upp á
6.000 norskar krónur, er veitt-
ur úr menningar- og minning-
arsjóði norska prestsins Alfred
Andersson-Rysst.
Nils O. Dietz, sendiherra
Noregs á íslandi, afhenti verð-
launin og sagði af því tilefni að
í raun mætti segja að Siguijón
hefði ekki einungis þýtt sálm-
ana og ljóðin heldur hefði hann
endursamið þau þannig að
merking höfundarins hefði
komist til skila.
Hefur stundað þýðingar í
áratugi
Siguijón hefur stundað þýð-
ingar í áratugi en segist ekki
hafa tölu á því hversu marga
sálma og ljóð hann hefði þýtt.
Tvær sálmaþýðingar er nú að
finna í viðauka við Sálmabókina
en nú stendur til að gefa þýð-
ingar hans út á bók. Verður þar
að finna 130 ljóð eftir 20 norska
höfunda.
Viðstaddur afhendinguna
var meðal annars Oddmund
Hoel, fulltrúi Det Norske Sam-
laget, norsku bókaforlagi sem
sérhæfir sig í nýnorskum bók-
Morgunbiaðið/Sverrir
SÉRA Sigurjón Guðjónsson tekur við viðurkenningunni úr hendi
Niels O. Dietz, sendiherra Noregs á íslandi.
menntum, en minningarsjóður-
inn er í vörslu forlagsins.
Veitt er úr honum árlega,
annað hvert á fær rithöfundur
af yngri kynslóðinni sem skrif-
ar á nýnorsku styrkinn, en hitt
árið er hann veittur íslendingi,
Færeyingi eða Norðmanni sem
unnið hefur að menningarstörf-
um sem styrlqa tengsl landanna.
MORGÚNBLAÐIÐ
Starfs-
mönnum
fækkar hjá
ístaki hf.
NOKKRUM trésmiðum og und-
irverktökum hefur verið sagt
upp hjá ístaki hf. Tómas Tóm-
asson hjá ístaki segir að engar
breytingar séu hins vegar í
jarðvinnuverkefnum.
Tómas segir að einyrkjar séu
lausráðnir í einstök verkefni
og þeim fækki eitthvað hjá ís-
taki. Einu stóru verkefni,
byggingu frystiskemmu fyrir
Eimskip, er að ljúka og segir
Tómas að það sé ekki nýtt að
einyrkjum fækki.
Hann segir að allur gangur
sé á þvl hvort starfsmönnum
fækki um þetta leyti árs og
ráðist það algjörlega af verk-
efnastöðunni. „Það þyrfti ekki
nema eitt minniháttar verk
núna til þess að þetta yrði allt
í jafnvægi. Verkefnastaðan er
ágæt fram á haust og ósköp
svipuð ög á sama tíma og í
fyrra,“ sagði Tómas.
Kjaradeila
yfirmanna
Samnings-
tilraunir ár-
angurslitlar
SAMEIGINLEGT verkfall
fimm aðildarfélaga innan Far-
manna- og fiskimannasam-
bands íslands á kaupskipaflot-
anum hefst á hádegi nk. mánu-
dag hafi þá ekki samist.
Viðræðufundur hófst hjá
ríkissáttasemjara kl. 10 í gær-
morgun. Benedikt Valsson,
framkvæmdastjóri FFSÍ, sagði
að ekkert hefði miðað í viðræð-
unum. Lauk fundinum um
kvöldmatarleytið en viðræðum
verður haldið áfram kl. 14 á
laugardag.
Svarað á
ensku
ÞEGAR hringt er til íslands frá
útlöndum eftir númerabreyting-
una sem varð 3. júní síðastliðinn
er svarað á ensku ef ekki er
valið rétt símanúmer.
Að sögn Guðbjargar Gunn-
arsdóttur, aðstoðar-upplýsinga-
fulltrúa Pósts og síma, er hætt
að svara símnotanda á því
tungumáli sem talað er í því
landi sem hringt er frá en það
var reynt fyrstu vikumar. Nú
er eingöngu svarað á ensku.
„Svarið á ekki að vera á ís-
lensku en ef svo er þá á að
gera viðvart í 05,“ sagði Guð-
björg.
*
Island í
20. sæti
ÍSLANDI hefur ekki gengið
sem best á Evrópumótinu í brids
í Portúgal.
í gær tapaði liðið fyrir Ítalíu
7-12 og gerði jafntefli við Úkra-
ínu 15-15. ísland er nú í 20.
sæti með 119 stig, en efstir eru
ísraelsmenn með 155 stig.
Bretar eru með 151 stig, Hol-
lendingar með 143 og Austur-
ríkismenn með 140 stig.
Kvennaliðið hóf keppni í gær
með því að sigra lið heima-
manna í Portúgal 18-12.
■ Gekk ekki sem best/36