Morgunblaðið - 22.06.1995, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 22.06.1995, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 221JÚNÍ 1995 5 FRÉTTIR Framhlaup Tungnaárjökuls síðastliðna átta mánuði 20 ferkílómetrar hafa horfið undir jökulinn TUNGNAÁRJÖKULL hefur nú hlaupið fram um 1.100 m á átta mánuðum frá því hann tók á rás sl. haust og hafa nú um 20 ferkílómetr- ar lands horfíð undir jökul. Taisvert hægði á framrás jökulsins eftir áramót en titringur á skjálfta- mæli í Bláfjöllum, sem er um 8 km frá jökli, síðustu vikur bendir til þess að með aukinni leysingu hafi hreyf- ing Tungnaáijökuls hafíst á ný. Helgi Björnsson jarðskjálftafræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Islands sagði í samtali við Morgunblaðið að leysingavatnið virkaði eins og smurn- ing á hreyfinguna, þ.a. hún yxi við það. Miklar breytingar á sporðinum Helgi skrifar um framrás jökulsins í nýjasta fréttabréf Jöklarannsóknafé- lags íslands. Það segir hann að 1986 hafí orðið ljóst að jökullinn hreyfðist helmingi hægar en þurfti til þess að bera fram það sem á hann bættist og því ljóst að stefndi í framhlaup. Árið 1992 hafi síðan komið í ljós að á Tungnaátjökli hefði hreyfing aukist verulega frá því sem hún var árið 1986 og síðan hafi hún aukist ár frá ári. Sumarið 1994 varð vart við miklar breytingar á sporðinum og framskrið hans hófst um mánaða- mótin október/nóvember. Skriðhrað- inn var að jafnaði um 10 metrar á dag undir lok síðasta árs en var orð- inn 6 metrar á dag í janúar og um 5 metrar á dag í byijun febrúar en svo dró jafnt úr honum. Nokkuð var misjafnt hvenær hinir ýmsu hlutar sporðsins fóru af stað. Ofan við Langasjó er jökullinn enn kyrr en sunnan við hann hefur Skaft- áijökull hins vegar ruðst fram. Helgi segir athyglisvert að Tungnaáijökull hafi farið mun hægar fram en Síðujökull sem náði há- markshraða við sporð um 100 metr- um á dag. Vatn hefur seytlað- frá Tungnaáijökli allt frá því framskrið hófst, mjög gruggugt. Jöklarannsóknafélagið efnir til skoðunarferðar að jöklinum um . næstu helgi undir fararstjórn Helga. Hann segir að jökullinn sé nú óþekkj- anlegur frá því sem áður var og jökla- menn fari með mikiili eftirvæntingu á slóðir hans um næstu helgi. Tungnaáijökull er í vestanverðum Vatnajökli. Hann er fyrir norðan Síðujökul, en á milli þeirra liggur Skaftáijökull. Morgunblaðið/Golli Björgunarsveitarmenn drógu Vin HF inn til Hafnarfjarðar. Trilla strand- aði við Álftanes MANNI var bjargað þegar trillan Vinur HF 468 strandaði á grynn- ingum undan Hliðsnesi á Álfta- nesi um klukkan sjö í gærmorgun. Trillan var á útleið frá Hafnar- firði í góðu veðri og ágætis skyggni og var einn maður á, að sögn Páls Ægis Péturssonar hjá Slysavarnafélagi íslands. Þegar trillan tók niðri kom að henni leki og setti maðurinn út björgunarbát. Hann skaut einnig upp neyðarflugeld sem sást úr landi og var Tilkynningarskyld- unni gert viðvart. Nærstaddir bátar komust ekki að trillunni vegna grynninga og var björgunarsveit slysavarnafé- lagsins í Hafnarfirði kvödd út. Menn þaðan fóru til aðstoðar á björgunarbátnum Siguijóni Ein- arssyni. Þeir komust að trillunni og fluttu dælur um borð og náðu síðan að draga hana á flot án þess að skipbrotsmaðurinn yfir- gæfi bátinn. Síðan var haldið inn til Hafnarfjarðar og var komið þangað á níunda tímanum í gær- morgun. Ný biblíuþýðing um aldamótin Miðar hægt en örugg- lega Á PRESTASTEFNUNNI sem lýkur í dag var meðal annars fjallað um nýja biblíuþýðingu sem Hið íslenska biblíufélag og Guðfræðistofnun Há- skóla íslands standa að. Sigurður Pálsson, framkvæmdastjóri Hins ís- lenska biblíufélags og um leið þýð- ingarstarfsins, segir að verkefninu miði hægt en örugglega. Þegar hafi komið út tvö hefti með sýnishorni af nýju þýðingunni, sem innihaldi efni úr Gamla testament- inu, og á næstu vikum sé þriðja heft- ið væntaniegt úr prentun. „Biblían var síðast þýdd um síð- ustu aldamót," segir Sigurður. „ís- lenskt tungutak hefur breyst og bibl- íuvísindum fleygt fram á þessari öld. Það auðveldar þýðingar úr hebresku og gerir torlæsa staði auðskiljan- legri. Það má því segja að þýðingin nú verði ljósari og skýrari en þá.“ Þýðingarverkefnið er tengt kristnitökuafmælinu árið 2000 og segir Sigurður að stefnt sé að því að nýja biblíuþýðingin komi út um aldamótin. Þýðingarnefndin hefur haldið vikulega fundi allan ársins hring, allt frá upphafi árs 1991, undir forystu Dr. Guðrúnar Kvaran. Að þýðingunni hafa unnið guðfræð- ingarnir Dr. Sigurður Orn Stein- grímsson og Dr. Þórir Kr. Þórðarson, sem lést á þessu ári, og Jón R. Gunn- arsson lektor í málvísindum. cesta? er rétti tíminn í ár er sérlega hagstætt að fjárfesta í atvinnu- tækjum. Það er vegna sérstakra laga um flýtifyrningar atvinnutækja sem keypt eru árin 1994 og 1995. Þau má fyrna allt að tvöfaldri venjulegri fyrningu, næstu þrjú rekstrarár eftir að þau eru keypt. Fjárfesting í ár er því heillaráð. Við gefum þérgóð ráð Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun hvers kyns atvinnutækja. Við getum bent þér á leiðir þar sem þú losnar við að binda rekstrarfé í tækinu og þar sem fyrirgreiðsla þín í viðskipta- bankanum helst óskert. Þú kannt eflaust að meta að geta fengið 100% fjármögnun en njóta samt staðgreiðsluafsláttar hjá seljanda tækisins. Skjót afgreiðsla Fjármögnun með Kjörleiðum Glitnis er fljótleg. Þegar nauðsynleg gögn liggja fyrir af þinni hálfu, er umsókn þín afgreidd á skjótan hátt. Út er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glitnis. Þarerá einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða líttu inn og spjallaðu við ráðgjafa okkar. Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Ármúla 7, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.