Morgunblaðið - 22.06.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 22.06.1995, Síða 6
6 FIMiMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 FRÉTTIR .tokbiíNkúÁÐiÐ H- Samræm Meðaltal san Fræðsluumdæmi d próf iræmdra c Stærðfræði Meðal- Fjöldi einkunn 1995: linkunna e íslenska Meðal- Fjöldi einkunn ftir umdæ Danska Meðal- Fjöldi einkunn mum Enska Meðal- Fjöldi einkunn Reykjavík 1.408 6,2 1.409 5,7 1.345 6,8 1.413 7,9 Reykjanes 1.143 5,9 1.141 5,3 1.104 6,3 1.141 7,6 Vesturland 291 5,6 291 5,1 281 5,9 290 6,9 Vestfirðir 140 5,4 141 4,9 141 5,4 141 6,9 Norðurl. vestra 174 5,7 175 5,0 173 6,3 175 7,1 Norðurl. eystra 524 5,6 523 5,1 507 5,8 522 7,0 Austurland 185 5,4 186 5,2 176 6,5 186 7,3 Suðurland 355 5,5 357 4,9 344 5,6 345 6,8 Landið allt 4.220 5,8 4.223 5,3 4.017 6,3 4.213 7,4 Sam Sam- ræmd einkunn iræmd pröf 1 Stærðfræði cisMi Hlutfall Safntiðni Fjo'd. % % 995: Dreifing einl íslenska ni-wi Hlutfal! Safntíðni Fjoid. % % tunna í samræmdu Danska cinirii Hlutfall Safntíðni h|olai % % námsgreinunum Enska cj-.j; Hlutfall Safntiðni Fjoidi % % 10 54 1,3 100,0 2 0,1 100,0 115 2,8 100,0 246 5,8 100,0 9 374 8,9 98,7 83 2,0 99,9 651 16,0 97,2 1201 28,5 94,2 8 652 15,4 89,8 376 8,9 98,0 719 17,7 81,2 995 23,6 65,7 7 711 16,8 74,4 677 16,0 89,1 649 15,9 63,5 682 16,2 42,0 6 694 16,4 57,6 867 20,5 73,1 497 12,2 47,6 463 11,0 25,8 5 606 14,4 41,1 842 19,9 52,5 464 11,4 35,4 281 6,7 14,9 4 448 10,6 26,8 699 16,6 32,6 393 9,7 24,0 184 4,4 8,2 3 353 8,4 16,1 457 10,8 16,0 307 7,5 14,3 115 2,7 3,8 2 206 4,9 7,8 164 3,9 5,2 212 5,2 6,8 45 1,1 1,1 1 122 2,9 2,9 56 1,3 1,3 64 1,6 1,6 1 0,1 0,1 Safntíðni einkunna gefur til kynna hversu stórt hlutfall nemenda fær tiltekna einkunn og einkunnir þar fyrir neðan. Allir framhaldsskólarnir á höfuðborgarsvæðinu þurfa að vísa umsækjendum frá Vandinn leys- ist að hluta á næsta ári Samræi Meðaleinl Ár/kyn 1993 Drengir nd prc <unn dr< Stærðfr. Meðal- einkun 5,6 >f 199 ingja oc ísienska Meðal- einkun 6,1 3-1991 stúlkm Danska Meðal- einkun 6,2 5: \ 3 \ Enska « Meðal- 6’6 Sll Stúlkur 5,9 6,1 6,3 1994 Drengir 5,8 6,0 5,2 m\ Stúlkur 6,0 6,8 6,3 M w 1995 Drengir 5,9 4,9 5,8 7,4 Stúlkur 5,8 5,8 6,7 7,5 UMSÓKNIR um skólavist í framhaldsskólunum á höfuðb'orgarsvæðinu eru alls staðar fleiri en skól- amir ráða við að innrita. Astandið er mun betra á landsbyggðinni. Argangurinn sem nú er að fara í framhaldsskóla, þ.e. ungmenni fædd 1979, er óvenju stór en hann telur yfir 4.400 manns. Þetta er talsverð fjölgun miðað við árin á undan en 1. desember sl. voru á þjóðskrá 4.060 einstaklingar fæddir 1978 og: 3.743 fæddir 1977. Ár- gangarnir sem era á leið inn í fram- haldsskólana næstu tvö ár eru einn- ig stórir, rúmlega 4.500 og rúmlega 4.300 unglingar. Reynsla liðinna ára sýnir að 84-85% þeirra sem ljúka grunnskólaprófi hefja fram- haldsskólanám. Unnið að lausn fram í ágúst Nokkur úrlausn þessara mála er fyrirsjáanleg á næsta ári þegar 17 kennslustofur verða teknar í notkun í Borgarholtsskóla. Hvernig vand- ræðin verða leyst í haust er ekki vitað enn. Karl Kristjánsson, deild- arsérfræðingur í framhaldsskóla- deild Menntamálaráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni að ljóst væri að mjög þröngt yrði í framhaldsskólum á Reykjavíkursvæðinu. Menntaskólinn í Reykjavík Um 270 nemendur verða við nám í þriðja bekk í Menntaskólanum í Reykjavík en nýnemar eru 250-260 talsins að sögn Elíasar Ólafssonar, fráfarandi konrektors. Hann segir að útilokað sé að taka fleiri nýnema inn í skólann, þrengsli séu gífurleg í skólanum. Elías segir að mið hafi verið tek- ið af skólaeinkunnum nemenda við inntökuna, skólayfirvöld hafi ekki viljað draga umsækjendur á svari. Hann segir að sem fyrr hafí MR þurft að tryggja öllum Reykvíking- um úr skólahverfi MR skólavist. Þetta þyki mörgum nemendum ut- anhverfa ósanngjarnt. Elías segir að óánægju gæti m.a. í Garðabæ en örfáir Garðbæingar voru teknir inn í MR að þessu sinni. í bæjarfélaginu sé aðeins einn fram- haldsskóli, áfangaskóli. Hann segir að réttast væri að allt landið væri gert að einu skólahverfi. Þannig hafi allir jafna möguleika á að komast í bekkja- eða áfangaskóla. Menntaskólinn við Hamrahlíð 171 úmsækjanda var synjað um skólavist í Menntaskólanum í Hamrahlíð að sögn Steingríms Þórðarsonar, áfangastjóra. Hann segir að 229 nýnemar hafi verið valdir úr 400 manna hópi á grund- velli skólaeinkunna og einkunna úr samræmdum prófum eii flestir þeirra séu úr hverfinu. Steingrímur segir að fleiri hafi verið teknir inn en hægt var með góðu móti. Utilok- að sé að bæta einum nemanda við þótt vilji væri fyrir hendi. Áfangastjórinn benti á að skráð yrði að nýju í október þegar ljóst væri hversu margir útskrifuðust um jólin. Þá gætu allt að 70 nýnemar komist að á vorönn. Brottfall nem- enda í verkfalli var nokkurt að sögn hans en nærri 40 nemendur hættu námi á meðan á því stóð. Sumir þeirra hafi þó farið í öldungadeild en ekki væri enn ljóst hve margir hyggjast hefja nám að nýju í haust. Menntaskólinn við Sund Magnús Þorkelsson, kennslu- stjóri í Menntaskólanum við Sund, segir umsækjendur um nám á fyrsta ári vera nokkru fleiri nú en í fyrra. Um 280 manns sóttu um MS í 1. vali en 40 völdu skólann sem annað val. 250 nemendur verða teknir inn á fyrsta ár og af þeim fjölda eru u.þ.b. tuttugu sem hættu námi í verkfallinu eða féllu í vetur. Þegar hafa um 220 umsækjendur fengið inngöngu í skólann á grundvelli skólaeinkunna, en tekið verður mið af einkunnum í samræmdum prófum þegar tekin verður ákvörðun um umsækj- endur sem hafa ekki enn fengið svar. Um er að ræða 25 manns og fá þeir svar fyrir helgi. Vandséð er að hægt verði að hleypa fleiri umsækjendum inn en nú er áformað, því skólahúsnæðið leyfir ekki frekari fjölgun nemenda. Kvennaskólinn í Reykjavík Tvöfalt fleiri nýnemar sóttu um skólavist í Kvennaskólanum en teknir verða inn, að sögn Aðalsteins Eiríkssonar skólastjóra. 250 ný- nemar, að meðtöldum varaumsókn- um, hafa sótt um en aðeins 125 verða innritaðir. Hann sagði að umsóknir um vist í skólanum hafi sjaldan verið fleiri. Skólastjórinn segir að sú hefð hafi skapast í skólanum að leggja skólaeinkunnir og einkunnir úr samræmdum prófum að jöfnu þegar umsóknir væru teknar fyrir. Aðalsteinn telur ekki útilokað að takist að fínna smugu fyrir einn bekk í viðbót, eða um 20-25 manns. í því samhengi skipti mestu endur- tektarpróf og samsetning bekkja. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Kristín Arnalds, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, segir að af 920 umsækjendum verði hægt að veita um 350 nemum skólavist. Hún segir þá sem komi beint úr grunnskóla og búi í skólahverfinu njóta forgangs en síðan sé tekið inn á einstök svið sem ekki sé boðið upp á í öðrum skólum. Hún segir að fyrst hafi verið far- ið yfir umsóknir með hliðsjón af skólaeinkunnum og síðan hafi end- anleg ákvörðun verið tekin í gær eftir að einkunnir úr samræmdum prófum bárust. Hún segir svör verða póstlögð fyrir helgi. Aðspurð um það hvort skólinn gæti tekið við fleiri nemend- um ef á það yrði þrýst síðar í sum- ar sagði Kristín að hann réði ekki við mikla viðbót því hann væri illa settur með húsnæði. Undanfarin haust hafi verið teknir tæplega 400 nemendur inn en umsóknir verið rúmlega 800. Þær hafi aldrei verið fleiri en nú. Flensborg í Hafnarfirði Fleiri nýnemar verða við nám í Flensborgarskóla en í fyrravetur að sögn Kristjáns Bersa Olafssonar skólameistara Flensborgarskóla í Hafnarfirði. í ár verða um 140 nýnemar teknir inn í skólann en þeir voru um 115 í fyrra. Nýnemar voru skráðir í skólann eftir einkunn- um úr samræmdum prófum og svör verða send nemendum í vikunni. Skólameistarinn segir að fjárveit- ingar leyfi að um 520 nemendur verði teknir inn en húsnæði um 550. Þannig sé mögulegt að innrita fleiri ef fjármagn væri til fyrir því. Hann segir frumskyldu Flensborgar að sinna hafnfirskum nemendum. Kristján fullyrðir að 30-40 manns hafi hætt námi í verkfallinu en einn- ig hafi mikið borið á því að nemend- ur tækju færri einingar og minnk- uðu á þann hátt við sig í námi. Menntaskólinn á Akureyri Valdimar Gunnarsson, settur skólameistari Menntaskólans á Ak- ureyri, segir umsækjendur vera fleiri í ár en í fyrra. Umsækjendur um skólavist á 1. ári eru um 240 en 200 verða teknir inn. í fyrra voru umsækjendur 200 og fengu 175 skólavist. U.þ.b. tíu nemendur hættu námi í verkfallinu og munu þeir hefja nám að nýju í haust. Ekki er búið að svara umsóknum, en tekið verður mið bæði af skóla- einkunnum og einkunnum úr sam- ræmdum prófum. Einkunnir skipta mestu máli en búseta hefur nokkuð að segja; heimamenn ganga fýrir. Skólahúsnæðið er um 90 ára gamalt og þegar er kennt í stofum sem eru varla kennsluhæfar. Þann- ig er ómögulegt að mati Valdimars að auka nemendafjöldann án þess að hafa skólann tvísetinn. Haustið 1996 verður tekið í notkun nýtt hús með sautján kennslustofum og mun ástandið þá batna nokkuð. Menntaskólinn á Egilsstöðum Um 180 nýnemar hefja nám í sameinaðri stofnun Menntaskólans á Egilsstöðum og Alþýðuskólans á Eiðum undir nafni hins fyrrnefnda. Ólafur Jón Arnbjörnsson skóla- meistari segir að vandræði muni einkum hljótast af því að óvenju margir sóttu um heimavist eða 217 manns. í fyrra voru um 170 í heima- vist í báðum skólunum. Ólafur kvaðst telja líklegt að flestir umsækjenda kæmust að en hugsanlega þyrfti að vísa frá um- sækjendum sem búa utan Aust- fjarða. Heimavist sé veitt sam- kvæmt ákveðinni forgangsröðun. Hann telur að fáir hafi horfið frá námi í vetur meðan á verkfalli stóð. Fjölbrautaskóli Suðurlands Sigurður Sigursveins- son, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, segir umsækjendur sem koma beint úr grunnskóla vera um 170. Einhveijir bætist við sem hafi tekið sér frí frá námi eða komi úr_öðrum framhaldsskólum. Allir umsækjendur af Suðurlandi verða teknir inn, enda er hvorki skortur á kennurum né húsnæði. Aftur á móti myndast á hveiju ári biðlistar vegna náms við nokkrar grunndeildir iðnnáms, en þá eru þeir teknir inn sem fá hæstar ein- kunnir í samræmdum prófum. Þeir sem ganga af fara þá í almennt bóknám við skólann og ganga fyrir á biðlistanum næsta vetur. Hátt í hundrað nemendur hurfu frá námi í verkfallinu sl. vetur, en flestir þeirra munu skila sér aftur J skólann í haust, að sögn Sigurðar. Lægri meðalein- kunn í ís- lensku en síðustu ár EINKUNNIR úr samræmdum prófum i grunnskólum liggja nú fyrir, mánuði seinna en venja er, enda voru prófin ekki haldin fyrr en í lok maí vegna verkfalls kenn- ara. Meðaleinkunn lækkaði tals- vert í íslensku miðað við síðustu ár, hækkaði í ensku en er svipuð í stærðfræði og dönsku. í íslensku lækkaði hún úr 6,4 á síðasta ári í 5,3, hækkaði í dönsku úr 5,8 í 6,3, lækkaði í stærðfræði úr 5,9 í 5,8 en hækkaði i ensku úr 6,5 í 7,4. Unglingar sem nú þreyttu sam- ræmd próf eru flestir fæddir árið 1979. Af árgangi sem telur 4.460 manns voru 4.418 á nemendaskrá Rannsóknstofnunar uppeldis- og kennslumála. Af þeim þreyttu 4.220 próf í stærðfræði, 4.223 próf i íslensku, 4.179 próf í dönsku og 4.213 í ensku. Meðaleinkunn er hæst í Reykja- vik í öllum prófgreinum. Næst- bestur árangur næst að meðaltali á Reykjanesi, þá á Austurlandi, Norðurlandi vestra, Vesturlandi, Norðurlandi eystra, Suðurlandi og iakastur er árangurinn á Vest- fjörðum. Þó var meðaleinkunn í ensku lægri á Suðurlandi en á Vestfjörðum. Stúlkur náðu betri árangri en drengir að meðaltali í öllum grein- um nema stærðfræði. í stærðfræði er meðaleinkunn stúlkna 5,8 en drengja 5,9. Munurinn í íslensku er talsvert mikill en þar er meðal- einkunn stúlkna 5,8 og drengja 4,9. Stúlkur eru með 6,7 í meðal- einkunn í dönsku og drengir 5,8. Minnst forskot hafa stúlkurnar í ensku með 7,5 í meðaleinkunn en drengirnir 7,4. íslenskuprófið erfiðast Athygli vekur hvernig einkunn- ir dreifast á nemendur eftir próf- greinum. íslenskuprófið virðist hafa reynst nemendum erfiðast. Þar ná aðeins 2 nemendur ein- kunninni 10 og 83 einkunninni 9. 52,5% eru með 5 eða lægra í ís- lensku. Enskuprófið kom best út og náðu 246 nemendur 10 í ein- kunn og 1.201 9. 14,9% voru með 5 eða lægra. Sambærilegar tölur fyrir stærðfræði eru 54 með 10, 374 með 9 og 41,1% með 5 eða lægri einkunn. 115 nemendur fengu 10 í dönsku, 651 fékk 9 og 35,4% fengu 5 í einkunn eða lægra. Að sögn Einars Guðmundssonar hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála hafa 60% nem- enda verið með 5 eða hærri ein- kunn í meðaltal út úr ölluin fjórum prófgreinunum undanfarin ár og um 40% hafa fallið í einni grein eða fleirum. Einar sagði ekki búið að taka saman hvernig þessi skipt- ing væri nú. 85% árganga fara í fram- haldsskóla Yfirfullt í flestöllum skóium I E I í I I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.