Morgunblaðið - 22.06.1995, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Mikill gróðurskaði í Reykjavík
Mestu skemmd-
irsíðan!963
ÓVENJU miklar skemmdir hafa
orðið á ttjám og gróðri í Reykja-
vík og nágrenni eftir harðan vetur
og slæmt tíðarfar í vor að sögn
Jóhanns Pálssonar garðyrkju-
stjóra Reykjavíkurborgar. Á Norð-
urlandi urðu ekki meiri skemmdir
en gerist og gengur að mati Val-
gerðar Jónsdóttur hjá Skógrækt-
arfélagi Eyfirðinga en skemmdir
urðu þó talsverðar á tijágróðri þar
sem tré og runnar brotnuðu undan
snjóþunga.
Garðyrkjustjóri fullyrðir að
gróðurskemmdir séu þær mestu
í Reykjavík síðan árið- 1963. í
heild væri tijáskaði mjög mikill
og víða hafí orðið að fjarlægja
stór tré og klippa burt skemmdir
úr öðrum.
„Sígrænn gróður varð fyrir
einna mesturn skemmdum en ýms-
ar aðrar gróðurtegundir urðu einn-
ig fyrir barðinu á slæmu
tíðarfari,“ sagði Jóhann.
„Það á t.a.m. við um
nokkrar tegundir runna
sem almennt hafa verið ___________
taldar mjög harðgerar
og notaðar á erfíðustu staði, s.s.
fjallarós. Þá hafa barrtré farið
ákaflega illa og birki látið dálítið
á sjá.“
Sól, kuldi og frost
Jóhann rekur orsakir hins
mikla gróðurskaða m.a. til slæms
veðurs þann 16. mars síðastliðinn.
„Þá gerði ákaflega vont veður
með miklum skafrenningi og
Víða hefur
orðið að fjar-
lægja stór tré
hvassviðri af norðaustri í heilan
dag. Greinilegt er að sá gróður
sem var opinn fyrir skafrenningi
fór mjög illa,“ sagði hann. „Allur
síðari hluti vetrar er einnig búinn
að vera mjög erfiður fyrir sígræn-
ar plöntur. Á daginn hefur verið
mikil sól, en kalt um nætur og
jörð frosin. Plönturnar náðu þess
vegna ekki upp vatni og hafa
beinlínis þornað upp þegar þær
tóku að hreyfa sig í ylnum á dag-
inn.“
Garðyrkjustjóri segir að aðrar
plöntur sem létu ekki á sjá vegna
veðráttunnar í vor búi að góðu
sumri í fyrra og sumar þeirra ,s.s.
lerki og ýmsir harðgerir runnar,
séu einstaklega fallegar.
Tré brotna undan snjóþunga
Á Norðurlandi ber mest á
skemmdum á tijágróðri sem or-
sökuðust af snjóþunga.
Valgerður Jónsdóttir
ræktunarstjóri hjá
gróðrarstöð Skógrælrt-
arfélags Eyfirðinga í
Kjamaskógi sagði að
Norðlendingar væru ýmsu vanir.
Skemmdir þættu þannig ekki mik-
ið meiri á gróðri en oft áður.
í ár hefur aftur á móti mikið
brotnað af tijám og runnum og
Valgerður telur skemmdir vegna
þess vera tilfínnanlegar. Þá þótti
henni einnig sérstakt að lauftijá-
tegundina ösp hafí kalið. Það
væri hreint ekki algengt enda
öspin mjög harðger tijátegund.
Morgunblaðið/Magnús Th.
FJÓRIR félagar úr Jöklarannsóknafélagi íslands með kyndla í
íshellunum í Grímsvötnum.
Búist við hlaupi í
Skeiðará innan árs
ÁRLEG vorferð Jöklarannsókna-
félagsins á Vatnajökul var farin
dagana 9.-16. júní. „í þessum ferð-
um er unnið að margvíslegum
mælingaverkefnum á Vatna-
jökli," segir Magnús Tumi Guð-
mundsson jarðeðlisfræðingur.
„Eitt af helstu verkefnum ferðar-
■ innar er að mæla vatnshæð
Grímsvatna, en þaðan koma hlaup
í Skeiðará á fimni ára fresti.
Grímsvötn hlaupa við ákveðna
vatnshæð og má búast við hlaupi
eftir tæpt ár miðað við hvað
vatnshæðin hefur stigið.“
Auk þess er vetrarákoma í
Grímsvötnum mæld í þessum ferð-
um og að þessu sinni var ákoma
einnig mæld á Öræfajökli, þar sem
hún mældist rúmir tíu metrar. Þá
var sett upp sjálfvirk veðurstöð á
Grímsfjalli, en það er liður í því
að skoða veðurfar á jöklinum.
Loks var unnið að ýmsum athug-
unum, til dæmis ísskriði á nokkr-
um stöðum á jöklinum.
Til söiu
• Þekkt rafvöruverslun er nú boðin til sölu. Fyrirtækið
er landsþekkt. Eigin innflutningur. Frábær staðsetn-
ing. Öruggt og rúmgott leiguhúsnæði. Miklir mögu-
leikar fyrir t.d. rafvirkja eða aðra dugmikla aðila.
• Nokkrar heildverslanir í fullum rekstri.
Upplýsingar á skrifstofunni í Austurstræti 17.
Fyrirtæki og samningar,
Fyrirtækjasalan Varsla,
Páll Bergsson, Austurstræti 17, s. 552 6688.
FINNUR Pálsson rafmagnsverkfræðingur, Leifur Jónsson lækn-
ir, Arni Páll Árnason bifvélavirki og Hannes Haraldsson vatna-
mælingamaður setja upp sjálfvirka veðurstöð á Saltaranum.
Einbýlishús tii söiu
Þetta eru þrjú einbýlishús v/Starengi 108-112, (v/golfvöllinn á Korpúlfsstöðum).
Húsin eru á einni hæð, íbúð 130 fm og
bílskúr 35 fm.
Fyrirkomulag (sjá teikningu).
Starengi 108, selst fullfrágengið bæði
að utan og innan að undanskildum
gólfefnum og flísum, og er til
afhendingar strax.
Öll tæki fylgja og öll gjöld eru greidd.
Gangstétt og bílastæði hafa verið lögð
borgarsteini m/snjóbræðslu undir.
Starengi 110-112 eru einangruð m/hita
og vatnslögnum.
Húsin eru fullfrágengin að utan.
Til greina kemur að selja þau eins og
þau eru nú eða eftir nánara samkomu-
lagi. Möguleiki er að taka 2ja-3ja
herbergja íbúð upp í kaupin. Húsbréf
fylgja ca. 6,3 milljónir, vextir 5%.
Afföll og kostnaður v/húsbréfa er
innifalin í verði.sem er aðeins
kr. 13.050.000,-
Greiðsla á mismun er samkomulag.
Smiösbúö,
Smiðsbúð 8, Garðabæ, sími 565 6300.
Sigurður Pálsson.
Skoðanakönnun
Hagvangs
50% þjóð-
arinnar
horfðu á
úrslit HM
UM helmingur þjóðarinnar
horfði á úrslitaleik HM í hand-
knattleik og nær 70% á leik
íslendinga og Rússa í 16 iiða
úrslitum. Þetta kemur fram í
skoðanakönnun Hagvangs sem
gerð var fyrir Sjónvarpið.
Miðað við sambærilega
könnun eftir HM í knattspyrnu
í fyrra horfðu 33% fleiri á úr-
slitaleik knattspyrnumótsins,
67,9% á móti 51,2%. Dreifing
áhorfenda í aldurshópa var
mjög jöfn en karlar horfðu ívið
meira en konur á leik íslands
og Rússlands.
80% sátt við tilfærslu
Stærð úrtaksins var 1.200
manns og var könnunin gerð
með slembiúrtaki í gegnum
síma. Svarhlutfall var 76,5%.
í könnuninni kom fram að
80,3% aðspurðra voru sátt við
það að fréttatími' Sjónvarps var
færður til vegna beinna útsend-
inga frá HM, en 15,3% voru
því mótfallin. Á HM í knatt-
spyrnu voru mun færri hlynntir
tilfærslu á fréttatímanum, eða
66%.
Umönnun dauðvona sjúkKnga
Islendingar framar-
lega í líknarmeðferð
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÍSLENDINGAR standa vel að vígi
hvað varðar líknarmeðferð á loka-
skeiði lífsins. Þetta kom fram á
fjórðu ráðstefnu norrænna samtaka
um umönnun dauðvona sjúklinga.
Islensku fyrirlesararnir voru þau
Bryndís Konráðsdóttir hjúkrunar-
fræðingur, Nanna Kolbrún Sigurð-
ardóttir fjölskylduráðgjafi, Sigfinn-
ur Þorleifsson sjúkrahúsprestur á
Borgarspítalanum og Valgerður
Sigurðardóttir læknir. Þátttakend-
ur voru 600 og næsta ráðstefna
verður haldin á íslandi 1997.
Norrænu samtökin eru sprottin
upp af viðleitni til að styðja við
sjúklinga á lokaskeiði lífsins og
aðstandendur þeirra. Heimahlynn-
ing Krabbameinsfélags íslands tók
til starfa 1987 og starfar í þessum
anda inni á heimilum sjúklinganna.
Bæði Bryndís Konráðsdóttir og
Valgerður Sigurðardóttir starfa
þar. Þórunn Lárusdóttir hjúkrunar-
fræðingur hjá Heimahlynningunni
sat einnig ráðstefnuna.
Markmið Heimahlynningar er að
stunda almenna líknarmeðferð og
líta á einstaklinginn í heild. Bæði
Bryndís og Þórunn sögðu í samtali
við Morgunblaðið að ánægjulegt
væri að sjá að á íslandi væri ýmis-
legt komið lengra en víðast annars
staðar.
Starf Heimahlynningar
kynnt
Á ráðstefnunni kynnti Bryndís
Konráðsdóttir starfsemi Heima-
hlynningar og stöðu líknarstarfs á
íslandi. Nanna Kolbrún Sigurðar-
dóttir flutti fyrirlestur um hlutverk
fjölskyldunnar gagnvart sjúklingi á
lokaskeiði lífsins og annan um sam-
skipti við slíkar aðstæður.
Sigfinnur Þorleifsson flutti fyrir-
lestur um andlegan og sálfræðileg-
an stuðning á slysavarðstofum við
skyndilegan dauðdaga og Valgerð-
ur Sigurðardóttir flutti fyrirlestur
um lífsgæðamat á lokaskeiði lífs-
ins.