Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU * Viðar Sæmundsson er skipstjóri á Arsæli Sveinssyni einum netabátanna sex sem veiðieftirlit stóð að meintu brottkasti afla undan Þorlákshöfn. í samtali við Pétur Gunnarsson ____ræddi Viðar um meðferð sjávarútvegsráðuneytisins á_ _____kærunni og um umgengni netabáta um auðlindina._ „Frétti fyrst af svipt- ingunni í fjölmiðlum“ SKIPSTJÓRAR netaveiði- bátanna sem Sjávarútegs- ráðuneytið svipti veiðileyfi í vikutíma fyrir að hafa hent þorski fyrir borð að veiðieftir- litsmönnum ásjáandi eru gagnrýnir fyrir meðferð málsins í ráðuneytinu. Viðar Sæmundsson, skipstjóri á Arsæli Sveinssyni, segir að ekki aðeins séu sakargiftimar tilhæfu- lausar heldur hafi fjölmargar rang- færslur og afflutningur á málstað sjómannanna komið fram í þeim upplýsingum sem ráðuneytið hefur látið frá sér fara vegna málsins og dragi það úr trúverðugleika málsmeðferðarinnar. í ofanálag hafi sér enginn úrskurður verið birtur um veiðileyfasviptingu og hann hafi ekkert heyrt um hana nema í íjölmiðlum. „Það hefur margoft komið fram hjá þeim að við höfum verið á Selvogsbanka ’en við vorum á Bjarnarvík og aðrir á Háaleitinu sem kallað er. Það er langt utan við Selvogsbanka. Þetta er álíka fáránlegt og að taka mann fyrir of hraðan akst- ur á Selfossi og kæra hann svo fyrir að hafa verið að aka of hratt á Akranesi. Samhljóða eðlilegar skýringar Annað er eftir þessu. Skrif- stofustjóri ráðuneytisins segir í Morgunblaðinu að ráðuneytið hafi kannað málið og rætt við áhafnir bátanna en ég veit ekki til þess að það hafi verið talað við neina aðra en okkur skip- stjórana; okkur var sent bréf, fjórir okkar svöruðu hver fyrir sig og ég veit ekki hvað hann er að fara með því að tala um að „fram- burður“ okkar hafi verið samræmd- ur. En menn geta ekki annað en verið samhljóða um ýmislegt eins og þessa röngu staðsetningu og eins vorum við með sömu veiðar- færi og höfum þess vegna væntan- lega svipaða sögu að segja. Það bara staðfestir það að við erum að gefa eðlilegar skýringar. Ég veit ekki heldur hvaðan Jón B. Jónasson hefur þessa skýringu sem hann segir að við höfum gefið um að það hafi fækkað í áhöfnum bátanna. Ég hef verið með sama mannafjölda hjá mér í nokkur ár - frá því að kvótinn fór að minnka - og eftir því sem ég þekki til á hin- um bátunum veit ég ekki annað en það sama eigi við þar. Það er hægt að staðfesta það með því að kanna lögskráningargögnin hjá sýslu- manni. Þannig að þetta er ekki mjög sannfærandi framsetning hjá ráðuneytinu en við hveiju á maður að búast þegar það eru teknir ein- hveijir lögfræðingar sem hafa litla innsýn í sjómannsstörf og þeim er falið að stjórna þessu. Maður veit ekki hvað gerist næst en það er búið að kæra okkur til lögreglu og yfírheyra okkur þar.“ - Hvað með sakargiftimar. Þið voruð staðnir að því að henda físki fyrir borð? Sniglast eins og múkkar „Þeir eru að hafa eftir okkur að við höfum ekki verið með mann á netarúllunum og þess vegna hafi eitthvað af fiski farið í sjóinn. A stærri bátunum, sem eru með flest netin og kannski 12-13 manns, gengur ekki að draga nema hafa sérstakan mann á rúllu til að liðka „Umgengni neta- báta um miðin hef- ur aldrei verið betri en í vetur“ fyrir en við á þessum minni bátum drögum netin hægar. Skipstjóri fylgist með netunum og sá sem næst.ur er á dekki er í svona 1-2 metra fjarlægð. Það er gangurinn í þessum veiðum og ekki vegna neinnar fækkunar. Það kemur alltaf Viðar Sæmundsson fyrir að það losna einhveijir fiskar úr neti og glatast; því meira sem meira er í netunum, sérstaklega fiskur sem er nýkominn í netin og liggur laus í. Það kemur líka alltaf fyrir einstaka sinnum að fiskur lendir milli netateins og rúllu og ónýtist þannig að enginn getur gert úr honum verðmæti. Það var ekki um að ræða neitt annað en bluti af þessu tagi hjá okkur þama þeg- ar þeir voru að sniglast í kringum okkur á þessum báti eins og múkk- ar. Við vorum búnir að vera í mok- fiskeríi frá því eftir páskastopp og vorum þama að fá 14 tonn í 55 net en þetta hefur allt verið rang- fært. Það hafa verið sendar í blöð myndir af fiski sem við áttum að vera að henda og þar sést stór og fallegur þorskur 12-14 kíló - fyrsta flokks vara, sem menn fá tvöfalt verð fyrir, fískur sem allir vildu hafa innanborðs. Hann hefur hrunið úr neti og glat- ast en þeir velta sér upp úr þessu eins og þetta sýni að við séum að ganga illa um auðlindina." -1 frásögnum í Morgunblaðinu hafa einmitt margar ásakanir kom- ið fram um umgengni ykkar á neta- bátunum um fískimiðin „Þessar sögur era þvert á það sem ég þekki nú orðið. Ég veit ekki annað en umgengni netabáta um auðlindina hafi verið mjög góð í vetur enda hafa menn verið sér mjög meðvitaðir um nauðsynina á því að gera hlutina eins vel og hægt er. í því sambandi er númer eitt, tvö og þijú að geta sinnt veið- arfærunum vel og draga netin helst daglega. Ég lenti t.d. aldrei í því að draga tveggja nátta net frá því Númer eitt, tvö og þrjú að draga netin daglega seinni partinn í febrúar. Menn eru farnir að hugsa um þetta miklu meira en áður. Netin tekin upp ef spáð er stinningskalda Alltaf þegar spáð er misjöfnu veðri, þótt það sé ekki meira en stinningskalda, þá eru netin dregin í bátinn og þau höfð um borð. Menn hafa ekki tekið neina áhættu og ég fyllyrði að það hefur tekist af- bragðsvel hjá öllum tegundum neta- báta, bæði þeim smærri og hinum stærri. Það hefur mikið verið vegið að okkur netaköllunum í þessari umræðu enda eigum við okkur enga málsvara - LIÚ hugsar bara um togarana - en ég full- yrði að menn hafa reynt sitt besta til að standa vel að þessum málum og tel að það hafi al- mennt tekist vel. Og við þessir sex netabátar verðskuldum síður en svo að vera teknir út úr sem dæmi um slæma umgengni. - En hvað með tveggja nátta fiskinn. Er honum hent? „Það er nú þannig að yfir vetrarmánuðina er sjórinn mjög kaldur og það hefur áhrif á hvað fiskurinn lifir lengi í netunum. Einnig þessi stærri riðill sem menn hafa verið með í nokkur ár, fiskurinn hefur meira rými í möskvunum og lifir lengur í þeim. Þess vegna hefur maður komist niður í að vera með 1-5% af dauðum fiski í tveggja nátta netum. Ég hef verið í föstum viðskiptum með lifandi blóðgað- an fisk og landa dauðblóðguðu á markað. Eftir áramótin, eru markaðirnir sterkir og þá vorum við að fá þetta 95-111 kr. fyrir kílóið af dauðblóðguðu. Hins vegar geta menn lent í erflð- um málum með tveggja nátta net ef þeir era að fá 1-2 tonn í trossu á þeim tíma þegar verð er lágt á mörkuðunum. Þá gætu menn freist- ast til að láta eitthvað af dauðum fiski fara fyrir borð. Á flótta undan þorski Okkar verstu vandamál núorðið eru afleiðingar af því þegar menn juku ýsu- og ufsakvótann samhliða niðurskurði á þorskkvóta. Hlutföllin í þessum veiðum hafa breyst og vegna þess hafa margir lent í vandræðum þegar menn hafa verið að fara á ýsuveiðar með 6 tommu riðii. Að veiða ýsu á vorin þegar hún ........ er komin að hrygningu og er verðmætust er nánast ógem- ingur án þess að fá mikið af þorski með. í fyrra skildi ég eftir 35 tonna þorskkvóta til að eiga þegar ég fór að elta ýsu í 6 tommu riðil. Maður var í vandræðum með að ná ýsunni en hins vegar á flótta undan þorsk- inum. Ég var búinn með kvótann áður en ég var hálfnaður með ýsuk- vótann og seldi þá afganginn af ýsukvótanum frá mér varanlega og keypti þorskkvóta- í staðinn. Fyrir svona 10 árum þá lék mað- ur sér að því að fá 65% af ýsu og 35% af þorski en nú er þetta nán- ast farið að snúast við. Fiskifræð- ingamir hafa verið að tala um vöxt í ýsustofninum en ég get ekki séð betur en þetta gefi þvert á móti til kynna að það mætti frekar auka þorskkvótann en skerða kvótann af ýsunni. FRETTIR: EVROPA Reuter Ciller biður um stuðning JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, hneigir sig djúpt og kyss- ir á hönd Tansu Ciller, forsætis- ráðherra Tyrklands, er hún heimsótti hann i Elysée-höll á þriðjudag. Ciller var hins vegar hin auðmjúkasta er hún ávarpaði þing Vestur-Evrópusambandsins (VES). Hún bað um stuðning við fullgildingu tollabandalagsins, sem samið hefur verið um milli Evrópusambandsins og Tyrk- lands, en Evrópuþingið hefur verið tregt til að staðfesta samn- inginn. Vilja þingmenn að Tyrk- ir hraði umbótum í mannrétt- indamálum. Ciller sagði að höfn- un samkomulagsins myndi styrkja íslamska öfgamenn í Tyrklandi. Hún minnti á stuðn- ing Tyrklands við málstað Vest- urlanda og sagði vestræna fjöl- miðla draga upp rómantíska mynd af baráttu vopnaðra sam- taka Kúrda, sem í raun væru hryðjuverkasamtök. Hurd vill þjóðar- atkvæði um EMU London. Reuter. DOUGLAS Hurd, utanríkisráð- herra Bretlands, segir það persónu- lega skoðun sína að halda ætti þjóð- aratkvæðagreiðslu, ákveði ríkis- stjórnin að Bretland gangi í Efna- hags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Talið er að tillaga Hurds sé til- raun til að breiða yfir ágreining innan íhaldsflokksins um þátttöku í myntbandalagi og róa efasemda- mennina svokölluðu á hægri væng flokksins fyrir þingkosningamar, sem halda verður í síðasta lagi í maí 1997. „Ég tel rök fyrir því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál ef brezka ríkisstjórnin kemst að þeirri niðurstöðu að sameiginleg mynt þjóni þjóðarhagsmunum, en þetta er persónuleg skoðun," sagði Hurd á fundi með utanríkismála- nefnd þingsins á þriðjudag. í fyrstalagi 1999 Dagblaðið Sun greindi frá því að Hurd hefði sagt frá því á fundi með íhaldsþingmönnum á þriðju- dag að John Major forsætisráð- herra væri hlynntur hugmyndinni. Hurd neitar þessu hins vegar. „Ég lagði forsætisráðherra ekki orð í munn. Ég vakti einfaldlega athygli á að hann hefði ekki útilokað þetta,“ segir utanríkisráðherrann. Stjórn Verkamannaflokksins efndi til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Efnahagsbanda- lagi Evrópu árið 1975, eri þá voru svipaðar deilur innan Verkamanna- flokksins og innan íhaldsflokksins nú. Meirihluti kjósenda samþykkti áframhaldandi aðild. Atkvæðagreiðslan yrði haldin í fyrsta lagi árið 1999, en nú hefur verið ákyeðið að EMÚ komist ekki á fyrr. íhaldsmenn gætu því sagt kjósendum í kosningunum 1997 að þeir fengju sjálfir að taka hina umdeildu ákvörðun. Dvínandi þrýstingur á að víkka valdsviðið Hurd skýrði þingnefndinni frá því að þrýstingur á að víkka út valdsvið Évrópusambandsins færi dvínandi, og það myndi koma í ljós á leiðtogafundi sambandsins í Can: nes í Frakklandi í næstu viku. „í fyrsta sinn í sögu bandalagsins nálgast mikilvægur fundur og það eru engar tillögur uppi í alvöru um að færa Evrópusambandinu meiri völd eða víðara valdsvið. Þetta er umtalsverð breyting,“ sagði Hurd. Hann sagði hins vegar að brezk stjórnvöld myndu áfram beita sér gegn hugmyndum um að draga úr rétti til notkunar neitunarvalds í ráðherraráði ESB. Umsókn frá Rúmeníu í dag viðurkenna að ekki yrði hægt að gera breytingar fyrr en árið 1999. Þýzkaland leggur fram mest fé allra aðildarríkja, eða 28% af fjárlögum ESB. • RÁÐHERRAR ESB-ríkja reyna nú að ná samkomulagi um ýmis mál, sem valdið hafa erfið- leikum í samskiptum þeirra und- anfarna mánuði, áður en leið- togafundur ESB hefst í Cannes í næstu viku. Á meðal við- kvæmra deilumála eru starfsemi sameiginlegu lögreglustofnun- arinnar Interpol og fjárframlög til þróunaraðstoðar. Náist ekki samkomulag, má búast við að leiðtogarnir verði að leysa hnút- ana, en leiðtogafundir ESB hafa í auknum mæli verið notaðir til slíkrar samkomulagsgerðar. • RÚMENÍ A mun í dag sækja um fulla aðild að Evrópusam- bandinu. Teodor Melescanu, ut- anríkisráðherra Rúmeníu, mun þá afhenda hinum franska starfsbróður sínum, Herve de Charette, aðildarumsóknina á fundi þeirra í Strassborg. Um- sókninni mun fylgja áætiun um það hvernig Rúmenía hyggst aðlaga efnahagskerfi sitt reglum ESB. Rúmenar undirrituðu fyrir tveimur árum svokallaðan Evr- ópusamning við ESB, sem kveð- ur á um fulla aðild í framtíðinni. • THEO Waigel, fjármálaráð- herra Þýzkalands, segist vilja hefja viðræður á næsta ári um lækkun framlaga Þýzkalands til sameiginlegra fjárlaga Evrópu- sambandsins. Hann sagðist þó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.