Morgunblaðið - 22.06.1995, Síða 31

Morgunblaðið - 22.06.1995, Síða 31
MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ1995 31— AÐSENDAR GREINAR Síðasti neysludagnr eða best fyrir — hver er munurinn? Hvað varð um síðasta söludag? Sigríður Klara Arnadóttir MERKING sem gefur til kynna geymsluþol er mikil- vægur þáttur í öryggi matvæla og þar með neytenda. Fyrir fram- leiðendur er rétt merk- ing hluti af innra eftir- liti (gæðaeftirliti) mat- vælafyrirtækja. Hér verður leitast við að leiðrétta misskilning sem virðist gæta nokkuð víða um merk- ingu geymsluþols matvæla, en nú hafa átt sér stað breytingar á geymsluþolsmerk- ingum vegna reglna á Evrópsku efnahagssvæði (EES). Pökkunardagur er sá dagur þeg- ar vörunni er pakkað í þær umbúð- ir sem henni er dreift í. Skylt er að merkja allar kælivörur sem geymast í 3 mánuði eða skemur með pökkunardegi ásamt dagsetn- ingu sem tilgreinir mánaðardag og mánuð. Dæmi: „Pökkunardagur 17. ágúst“ eða „Pökkunardagur 17.8.“. Algengt er að tilgreina einnig árið (17.8.95). Ýmis orð hafa verið í notkun s.s. framleitt, framleiðsludagur eða pakkað, sem valdið hafa ruglingi hjá neytendum, samkvæmt reglum er rétt merking pökkunardagur og hana ber að nota. Síðasti neysludagur er merking sem notuð er fyrir mjög viðkvæm matvæli og merkir lok þess tíma- bils sem varan heldur gæðum sín- um. Oheimilt er að bjóða vöru til sölu eftir dagsetningu síðasta neysludags, þar sem ekki er ráð- legt að neyta vörunnar eftir þann dag sem tilgreindur er. Þetta er lykilatriði í notkun merkingarinn- ar. Merkingin er aðeins notuð fyr- ir kælivörur sem geymast 5 daga eða skemur. Á eftir merkingunni er tilgreindur mánaðardagur og mánuður. Viðkvæmar kælivörur eins og fars, hakk og ýmis hrásalöt sem framleiðendur gefa 2ja til 3ja daga geymsluþol eiga að vera merktar með pökkunardegi og síðasti neysludegi, ásamt dagsetningum. Dæmi: „Pökkunardagur 27. júní“ og „Síðasti neysludagur 29. júní“. Merkingin síðasti söludagur á ekki að vera í notkun þégar þetta ár er liðið. Síðasti neysludagur og best fyrir koma í staðinn og má nú þegar sjá þær merkingar á mörgum umbúðum matvæla. Best fyrir og best fyrir lok gefa til kynna lágmarksgeymsluþol vör- unnar við þau geymsluskilyrði sem við eiga. Varan getur haldið sínum eiginleik- um og verið örugg til neyslu í ákveðinn 'tíma á eftir þó svo gæðin geti rýrnað. Merkingin kemur á allar matvör- ur sem skylt er að geymsluþolsmerkja að undanskildum þeim kælivörum sem ber að merkja með. síðasta neysludegi. Matvara sem geymist í 3 mán- uði eða skemur skal fylgja dagsetning sem tilgreinir að minnsta kosti dag og mánuð. Dæmi um merkingu fyrir nýmjólk með 6 daga geymslu- þol er „Pökkunardagur 22. júlí“ og „Best fyrir 28. júlí“. Jógúrt Síðasti söludagur á ekki að vera í notkun þegar þetta ár er liðið, segir Sigríður Klara Arnadóttir; merking- arnar síðasti neyslu- dagur og best fyrir koma í staðinn. með 21 daga geymsluþoli á sömu- leiðis að merkja með pökkunardegi og best fyrir. Á umbúðir fyrir matvörur með geymsluþol frá 3 til og með 18 mánuðum nægir að til- greina mánuð og ár, t.d. „Best fyrir lok júlí ’96“. Fyrir þær mat- vörur sem geymast lengur en 18 mánuði nægir hins vegar að til- greina ár, svo sem „Best fyrir lok 1997“. Kjötálegg sem geymist'í nokkrar vikur á að merkja með pökkunar- degi og best fyrir, en ekki með síðasta neysludegi, því að varan geymist lengur en 5 daga. í þeim tilvikum sem brauðvara er geymsluþolsmerkt skal merkingin vera best fýrir. Á umbúðum utan um brauð á ekki að merkja síðasta neysludag þó svo geymsluþol sé áætlað skemur en 5 dagar því brauð og brauðvörur eru ekki við- kvæmar kælivörur. Öðru máli gegnir um tilbúnar brauðsamlokur t.d. með rækjusalati, þær ber að geyma í kæli og merkja með pökk- unardegi og síðasta neysludegi. Krydd þarf að geymsluþolsmerkja. Krydd sem hefur árs geymsluþol Rosenthal _ pvgnr pú sjof • Brúðkaupsgjafir \CVx r\ • Tímamótagjafir Hönnun oggæði í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244. t- Skór fyrir kröfuharða krakka Flottir og þægilegir Brúnt oq evart leður Svart lakk - Rósótt - Gull stærðir 26-38 Verð kr 4.500,- lENOABÖRNiN Bonkostrœti 10 símí 652-2201 vsssssssssss AUSTURLENSK TEPPI OG SKRAUTMUNIR emír! Hringbraut 121, sími 552 3690 Raðgreiðslur tii 36 mán. Blab allra landsmanna! -kjarnimálsinsl á til dæmis að vera merkt „Best fyrir lok júlí 1996“, en það sem geymist lengur en 18 mánuði er nóg að merkja „Best fyrir lok 1997“. Heimilt er að dreifa vörunni til loka þess tímabils sem tilgreint er. Þegar gefinn er' upp ákveðinn mánaðardagur, t.d. „Best fýrir 5. september" má dreifa vörunni og selja til loka þess dags. Sama gild- ir þar sem merkingin er „Best fyr- ir lok 1996“ þá er heimilt að selja vöruna út árið 1996. Eftir tilgreint tímabil skal taka vöruna úr dreif- ingu og sölu. Best fyrir merkingin er notuð þar sem tiltekinn er mán- aðardagur en best fyrir lok er not- að í þeim tilvikum þar sem fram kemur mánuður og/eða ártal, en enginn mánaðardagur. Ekki er til ákveðin regla um það hversu lengi vara er neysluhæf eftir best fyrir dagsetningu. Það fer meðal annars eftir eðli vörunn- ar og umbúðanna sem hún er í. Lokaorð Við merkingu matvæla ber að hafa í huga að tilgangur reglna um umbúðan\erkingu er að vernda og upplýsa neytendur. Hagur framleiðanda hlýtur einnig að fel- ast í því áð neytendur kaupi vör- una, neyti hennar á þeim tíma sem gæðin eru mest og kaupi hana aftur. Rétt og greinileg geymslu- þolsmerking er mikilvægur hluti af innra eftirliti matvælafyrirtækja í þeim tilgangi að tryggja öryggi, gæði og hollustu vörunnar sem þau framleiða og dreifa til sölu. Höfundur er deildarmatvælafræðingvr hjá Hollustuvernd rikisins. Stendur mikið til? 15 ára lán til framkvœmda íslandsbanki veitir langtímalán til allt aö 15 ára vegna viöamikilla framkvœmda á fasteignum svo sem til viöhalds á húsnœöi, viöbyggingar eöa annarra endurbóta. Þessi lán henta vel einstaklingum sem hyggja á slíkar framkvæmdir. • Lánin eru skuldabréfalán, tryggö meö veöi í fasteign • Upphœö láns og vaxtakjör taka miö af greiöslugetu umsœkjanda, tryggingum og fyrirhuguöum framkvœmdum • Hámarkslánstími er 15 ár • Afborganir eru mánaöarlega Áöur en lán er tekiö aöstoöar starfsfólk bankans viöskiptavini viö aö gera sér grein fyrir greiöslubyröi lánsins og þeim kostnaöi sem lánsviöskiptum fylgja og bera saman viö greiöslugetuna. Á þann hátt er metiö hvort lántakan er innan viöráöanlegra marka. Láttu ekki skynsamlegar framkvœmdir stranda á fjármagninu. Langtímalán Islandsbanka er kostur sem vert er aö athuga. Kynntu þér möguleikana í nœsta útibúi bankans. ISLANDSBANKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.