Morgunblaðið - 22.06.1995, Side 35

Morgunblaðið - 22.06.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995 35 HALLFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR BECK + Hallfríður Guð- mundsdóttir Beck var fædd á Bíldudal 17. febr- úar 1915. Hún lést á elliheimilinu í Neskaupstað 10. júní siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Guð- mundsdóttir ljós- móðir og Guð- mundur Arason. Hún var fimmta í röðinni af tiu systkinum. Hall- fríður giftist 7. nóvember 1937 Hans Rikharð Beck bónda á Kollaleiru í Reyðarfirði, f. 18. febrúar 1901, d. 21. febrúar 1971. Börn þeirra hjóna eru: Þuríður, f. 1.10. 1937, búsett í Reykja- vík; Ingeborg, f. 27.12. 1938; Kristinn, f. 24.10. 1944; Guð- mundur Már, f. 6.4. 1950; Þorbjörg, f. 23.3.1954, en þau eru öll búsett á Reyðar- firði. Hallfríður bjó á Kollaleiru alla tíð utan seinustu ár sem hún var á elliheimil- inu í Neskaupstað. Jarðarför hennar fór fram frá Reyðarfjarðarkirkju 14. júní. LITSKRÚÐUGT er lífíð, myndir þess misleitar og margbreytilegar. Þar er mörg örlagasagan aldrei skráð og enginn fær í innstu hugskot skyggnzt. Mat okkar á verðmætum lífsins er enda margslungið og oft svo öfugsnú- ið í raun, þar sem einskisverð ytri tákn bera innri dýrieika ofurliði. Svo verður oft einnig um mat okkar á mörgu því sem unnið er svo víða á vettvangi. Hin hljóðláta önn erfíðisins er oft- lega ærið lítt metin viðkomandi til þeirra verðleika sem vert væri. Svo er einnig um margt kærleiksverkið í kyrrþey unnið, en vissulega eru verka- launin þar bezt geymd í hug og hjarta þess sem verkið vinnur. Það leitar margt á hug þegar mæt samferðakona kveður, sem margt verkið vann til þarfa í óeigingjamri eljusemi sinni með alúð og af kær- leika. Saga hennar ekki ólík sögu annarra góðra alþýðukvenna sem ævigöngu þreyttu við erfið skilyrði og ónógan skilning umhverfísins á þýðingu þekkra starfa, en ýmislegt á annan veg einnig. Þegar litið er yfir lífsveg fólks verða þær minninga- myndir oft áleitnastar, sem áttu við mann erindi beint á umliðinni tíð ásamt því sem við öllum horfði al- mennt og oft erfítt um mat á því sem máli skiptir í raun. Þegar ég lít til baka langt um veg þá verða fyrst fyrir myndir af hinni fríðu, bjartleitu konu, sem hlegið gat svo hjartanlega og dátt; konunni sem ég sá fara um töðuflekkinn sem hamhleypa, fljót- virka og velvirka í senn; konunni sem vann heimiii sínu allt það er hún mátti og vel það; og ekki sízt kon- unni sem í kærleik móðurumhyggju var vakin og sofin í umvefjandi ástúð sinni og áhuga fyrir velfarnaði barna sinna. Og mætti lengi líta leiftur- myndir bjartar frá liðinni tíð. En í minningunni er einnig staldrað við dapar, dimmar erfiðleikastundir, þeg- ar skuggar sóttu á hug hennar og sálarfriður fékkst ekki. Undravert var í raun hversu með- fætt léttlyndi, góð eðlisgreind og elju- semi engu lík megnuðu þó að víkja burt þessum skuggaskýjum, svo skin sólar náði að lýsa og yija innstu leyn- um. Og morgunljóst er mér nú, hversu vel hún Fríða leysti af höndum lífs- starf sitt sem húsmóðir og móðir, sem virkur þátttakandi í önnum dagsins inni sem úti. Hún Fríða var öllum glaðari á góðum stundum, gaf ríku- lega frá sér gleði sína og hlýju, hún las mikið, hefði án efa látið vel að læra, ef tækifæri hefðu verið til þess, var glögg í máli og skemmtileg. Hún var einstök í dugnaði sínum, lagvirk við hvaðeina, vildi drífa allt af sem allra fyrst. Fríða var góð heim að sækja, gestrisin mjög og heimili henn- ar bar góðri og natinni húsmóður- vitni vel, allt bar svip af hennar góða hand- bragði, allt fágað og hreint. Hlutverk sveitakonunnar var henn- ar og hún rækti það sannarlega með mikilli prýði, fagnaði í einlægni gleði gróanda og góðum þurrkum á sumri, hryggðist á sama veg þegar seint voraði eða ótíð gekk yfír og setti á allt sinn dapra svip. Hans, eiginmaður hennar, var einnig bóndi af lífí og sál, mikilvirkur og myndvirkur á svo margan veg. Samhent í dugnaði sín- um og elju til allra verka voru þau hjónin, enda búnaðist þeim eftir því. Hún kom oft heim á mínum bemsku- og unglingsárum, enda létt á fæti og taldi ekki eftir sér sporin á fund vinafólks síns að afloknu erf- iði dagsins, enda félagslynd vel. Þá var oft glatt á hjalla því flörlega frá- sögn sína fléttaði Fríða saman við góðlátlega glettni og margar sögur af hinni daglegu önn gæddi hún listi- legu lífi. Hún kom líka á erfíðum stundum þegar angist og myrkur sóttu hugann heim, en einnig þá man ég hversu hlýjan til okkar varð öllu öðm yfirsterkari og lífskraftinn átti hún á bak við allt sem á skyggði. Fríða var traustur vinur vina sinna og mat að verðleikum miklum þar sem hún mætti skilningi og vinsemd, hversu sem á stóð. Þessa fengu marg- ir að njóta mætavel og í því efni naut ég áreiðanlega móður minnar og er þakklátur fyrir margt vermandi vin- áttubros frá henni Fríðu og viðmótið hlýtt alla tíð. Sem kennari kynntist ég vakandi áhuga hennar fyrir því að bömum hennar famaðist sem bezt í námi, umhyggju hennar á alla lund fyrir velferð þeirra, gleði hennar yfír því þegar vel gekk. Henni Fríðu minni hefð lítt hugn- ast það að ég væri að mæra hana í minningum góðum. Allt hennar ævi- starf var sem ljúf skylda, allt gert á sem allra beztan veg, allt svo sjálf- sagt. Þó marga ætti hún dökka daga var dáð hennar slík, að staðið var meðan stætt var, ævihlutverkið rækt af kostgæfni og reisn og alltaf var hún tilbúin að veita ljósgeislum lífsins lengra, yfír á annarra veg. Við Hanna kveðjum hana í hlýrri þökk og sendum börnum hennar og öðmm aðstandendum einlægar sam- úðarkveðjur. Fríða var mannkostamanneskja, sem örlög hörð iéku oft grátt, en ævinlega horfði hún vonglöð á veg fram, þegar voraði á ný í sál. Nú hefur eilíft vor tekið völd hjá vinkonu minni. Veri hún kært kvödd. Helgi Seljan. SIGURÐUR M. SÓLMUNDARSON + Sigurður Magnús Sólmund- arson, húsgagnasmiður, handavinnukennari og mynd- listarmaður, fæddist 1. október 1930 í Borgarnesi. Hann lést af slysförum 3. júní síðastliðinn. og var útför hans gerð frá Hveragerðiskirkju 10. júní. HVÍLÍK harmafregn það var er lát Sigurðar barst mér símleiðis. Skömmu áður höfðum við verið að rabba sam- an. Hann svo hress og glaður sem vandi hans yfírleitt var. Ekkert virtist fjarstæðara en að dauðinn biði á næsta leiti. Hve lífíð er hverfult. Enginn veit staðinn né stundina. „O, hve get- ur undraskjótt - yfir skyggt hin dimma nótt.“ Ég hafði ekki lengi verið í Hvera- gerði er leiðir okkar lágu saman. Hann var starfandi myndlistarmaður og kennari — fjölhæfur, tillitssamur og kurteis'. Gæddur mörgum þeim eig- inleikum er prýða hinn sanna aðals- mann. Og greiðvikinn og alþýðlegur enda vinsæll og ekki síst meðal bama og unglinga. Það sást líka við jarðarför Sigurðar laugardaginn 10. júní hve hann og Auður Guðbrandsdóttir, eftirlifandi kona hans, og fjölskyldan eiga stóran vina- og kunningjahóp. Þá var þar saman komið eitt mesta fjölmenni í og við kirkju í Hveragerði. Þó mér fínnist við hæfí að minnast hans með þessari stuttu grein, þá er ekki meiningin að rekja ætt Sigurðar eða gera úttekt á list og starfsævi hans, fyrst og fremst að minnast góðs drengs. Eitt það fyrsta er ég sá eftir hann var fundagerðarbók Taflfélagsins. Aldrei hef ég séð betur skrifaða né listilegar skreytta fundagerðarbók. Enda var hann mikill áhugamaður í skáklistinni og virtur skákmaður. Sem myndlistarmaður og kennari var hann starfsamur, afkastamikill og fijór. Myndverk hans hafa farið víða og mörg prýða' heimili og stofnanir. Margir tréskurðargripir eftir Sigurð hafa orðið mjög vinsælir og bera vott um mikinn hagleik og listfengi. Um listsköpun hans má líka segja að hún sé náttúruvæn svo notað sé orðatiltæki sem margir ættu að kann- ast við í dag. í mörg stóru veggverk- in hefur hann notað steinefni af mis- munandi lit og gerð og mulið sjálfur og fest á flötinn í staðinn fyrir olíu á strigann. Það getur sannarlega komið á óvart hve gijótið úr gráu hrauninu eða fjörunni verður áhugavert og spennandi. Myndbyggingin einföld og skýr og boðskapurinn verður auðskil- inn. Þessi þáttur í listsköpun Sigurðar er mjög áhugaverður og þess verður að staldrað sé við og kannað. í þessu ferli eru líka tök frumheijans, landn- ámsmannsins. Og margt getur komið á óvart. Hann glímir við marga fleti. Hið bros- lega, hið spaugilega í tiiverunni grípur hugann og það er hægt að brosa, jafn- vel hlæja. Það er oft nauðsynlegt fyr- ir taugarnar að geta slakað á. Og tijádrumbur sem legið hefUr í fjörunni óralengi, svo lífvana á að líta, litlaus og hrár verður í höndum lista- mannsins að förumanni, nýkominn í sveitina yfir heiðina og Svartá með fullt af fréttum. Já, karlinn er svo kankvís á svipinn, hann býr yfir ein- hveiju. Hann veit líka að það verður vel skammtað í ask hans í kvöld. Og það væri hægt að fjalla. um mörg verka Sigurðar M. Sólmund- arsonar á ýmsa vegu svo fjölbreytt er útfærslan og myndgerðin. En maðurinn sjálfur er aðalatriðið. Hann er gullið. Hafðu þökk ljúflingur. Blessuð sé minning þín. Laufvindur ljúfir í blásandi byr fylgi þér yfir gresjur guðdómsins. Haraldur Einarsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför bróður míns, GUÐMUNDAR KR. HELGASONAR bónda á Efra-Apavatni, Laugardal. Jón Sölvi Helgason. t Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengda- móðir, sambýliskona, systir, amma og langamma, SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, Miklubraut 76, Reykjavik, sem lést í Borgarspítalanum mánudag- inn 19. júní sl., verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 26. júní kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á kvennadeild Slysavarnafélagsins. Guðný Jóakimsdóttir, Ómar Ægisson, Jón Guðni Ægisson, Arna Harðardóttir, Gísli Theodór Ægisson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Hulda Ægisdóttir, Guðný Ægisdóttir, Svala Lind Ægisdóttir, Kristinn Friðþjófsson, systkini, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginmaðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, ÞÓRIR ÓLAFSSON loftskeytamaður, fyrrv. starfsmaður Ríkisútvarpsins, Heiðargerði 68, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 23. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vin- samlegast bent á Hjartavernd. Petrína Kristín Björgvinsdóttir, Kristín Þórisdóttir, Kristján Daðason, Kolbrún Þórisdóttir, Ólafur Þórisson, Karl Pálmi Ólafsson, Þórir Ólafur Skúlason, Árni Benedikt Skúlason, Birna Aronsdóttir, Þórir Aronsson, Kolbrún Aronsdóttir og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HELGU DÝRLEIFAR JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Héraðs- hælisins á Blönduósi. Svava Steingrímsdóttir, Olga Steingrímsdóttir, Hólmsteinn Steingrímsson, Haukur Steingrímsson, Jóninna Steingrímsdóttir, Brynleifur Steingrfmsson, Sigþór Steingrfmsson, Steingrfmur D. Steingrímsson, Pálmi Steingrímsson, Sigurgeir Steingrimsson, Páll Hallgrímsson, Ragnar Eliasson, Ása Einarsdóttir, Anna Þórarinsdóttir, Þormóður Pétursson, Hulda Guðbjörnsdóttir, Guðrún Veturliðadóttir, Brynhildur Sigtryggsdóttir, Svanlaug Sigurðardóttir, Haukur Níelsson, Kristinn Jónsson og fjölskyldur þeirra. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN GUÐJÓNSDÓTTIR, áðurtil heimilis í Ástúni, Kópavogi, sem lést þann 15. júní, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. júní kl. 10.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, vin- samlegast láti hjúkunarheimilið Sunnu- hlíð njóta þess. Hrafnhildur Matthíasdóttir, Jón H. Guðmundsson, Birgir Matthíasson, Guðrún Ásmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, afi og langafi, ÖGMUNDUR HAUKUR GUÐMUNDSSON, Hellisgötu 12, Hafnarfirði, sem lést 17. júní sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 23. júní kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Börn, barnabörn , og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.