Morgunblaðið - 22.06.1995, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/GSH
JAKOB Kristinsson og Matthías Þorvaldsson
hefja viðureignina við Belga á þriðjudag.
Gekk ekki sem
best í tvímenningi
_______Brids__________
Evrópumótiö í
svcitakcppni
VILAMOURA, PORTÚGAL
Evrópumótið í opnum flokki og
kvennaflokki, 17. júní til l.júlí
Vilamoura. Morgunbiaðið.
ÍSLENSKU kvennapörunum gekk
ekki sem best í Evróputvímenningi
kvenna sem lauk í fyrradag. Ekk-
ert par komst í úrslit mótsins en
fimm pör spiluðu í aukamóti. Þar
enduðu Olöf Þorsteinsdóttir og
Jacqui McGreal í 5. sæti og Guð-
laug Jónsdóttir og Dröfn Guð-
mundsdóttir í 9. sæti af 28 pörum.
Evrópumeistarar kvenna í tví-
menningi urðu Sabina Zenkel og
Daniele von Arnim frá Þýskalandi,
en þær hafa þótt eitt besta
kvennapar heims undanfarin ár.
Danir lagðir
ísland vann góðan sigur á Dan-
mörku í 3. umferð, 21-9. ísland
var aðeins yfir eftir fyrri hálfleik-
inn, og staðan breyttist lítið þang-
að til kom að síðustu spilunum. í
næst síðasta spiiinu hjálpuðust ís-
lensku pörin við að búa til geim-
sveiflu:
Suður gefur, allir á hættu
Norður
♦ AIO
¥ KDG1096
♦ 64
*K42
Austur
♦ KG75
▼ Á
♦ ÁD1082
+ G108
Suður
♦ D2
¥8732
♦ K5
♦ Á9653
í opna salnum sátu Jón Baldurs-
son og Sævar Þorbjörnsson í NS
gegn Dorthe og Peter Schaltz en
í þeim lokaða voru Guðmundur
Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson
AV gegn Jens Auken og Denis
Koch-Palmlund.
Vestur Norður Austur Suður
Peter Sævar Dorthe Jón
- - pass
pass 1 hjarta dobl 4 hjörtu//
Denis Þorl. Jens
Guðm.
- - - pass
pass 1 hjarta dobl 2 grönd
3 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar pass
pass dobl//
Auken sýndi góða hækkun í 3
hjörtu með 2 gröndum en þá komst
Guðmundur inn á sagnir. Þorlákur
hækkaði í 4 spaða, sjálfsagt til
vinnings en í þetta skiptið reyndist
vera um fóm að ræða og þegar
Guðmundur hitti í spaðann fór
hann aðeins 1 niður, 200 til Dana.
Við hitt borðið þaggaði Jón nið-
ur í Peter með því að stökkva í 4
hjörtu. Dorthe hefði getað hnekkt
samningnum með því að spila litl-
um tígli út undan ásnum og síðar
tígli á gosa Peters til að fá spaða
í gegn. En slíka vöm er ekki hægt
að finna nema sjá öll spilin og í
raun spilaði Dorthe út hjartaási
og síðan tígulási og meiri tígli og
eftir það gat Jón fríað laufið og
hent niður spaða heima. 620 til
íslands og 10 impar.
Guðm. Sv. Hermannsson
Vestur
♦ 98643
¥54
♦ G973
*D7
EFNT verður til styrktardansleiks
föstudagskvöldið 23. júní á Flúðum
í Hmnamannahreppium fyrir Mál-
fríði Þorleifsdóttur, sem slasaðist
illa fyrir átta árum og hefur enn
ekki fengið bætur frá tryggingun-
um. Það er Steindór Stefánsson sem
stendur fyrir dansleiknum og rennur
ágóði miðasölunnar til Málfríðar, en
Steindór fékk Geirmund Valtýsson
til að troða upp á dansleiknum.
Átta ára bið
eftir bótum
Málfríður Þorleifsdóttir missti
handlegg og höfuðleður þegar hún
fór í drifskaft dráttarvélar fyrir átta
ámm. Héraðsdómur dæmdi Vá-
tryggingafélag íslands til að greiða
henni samtals um þrettán milljónir
króna með vöxtum árið 1993.
Tryggingafélagið áfrýjaði dómnum
til Hæstarétts og hefur málið ekki
enn verið tekið til afgreiðslu þar.
„Málfríður hefur ekkert fengið
út úr tryggingunum og mér fannst
ég knúinn til að hjálpa henni á ein-
hvem hátt,“ segir Steindór en hann
er mágur Þorleifs Guðnasonar, föð-
ur Málfríðar.
Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson.
HÁMESSAN í Landakotskirkju. Erkibiskup fyrir miðju altari en
djáknamir Atli G. Jónsson honum til hægri handar og John McKeon
til vinstri. Prestar og messuþjónar ennfremur umhverfis altarið.
Djáknavígsla
í Landakotí
SUNNUDAGINN 18. júní var Atli
Gunnar Jónsson vígður til djákna í
Dómkirkju Krists konungs í Landa-
koti.
Vígslan var framkvæmd af Gio-
vanni Ceirano, erkibiskupi, sendi-
herra páfa á Norðurlöndum, þar sem
nýr birkup hefir ekki enn verið kall-
aður til stólsins á íslandi. í ávarpi
eftir vígsluna og í móttöku í Safnað-
arheimili Landakotskirkju, gat erki-
biskup þess að hann hefði, á þeim
stutta tíma er hann hefir verið full-
trúi páfastóls á Norðurlöndum, heim-
sótt Reykjavík fjómm sinnum, en til
dæmis Stokkhólm aðeins tvisvar.
Atli Gunnar Jónsson er Reykvík-
ingur, sonur hjónanna Jóns G. K.
Jónssonar og Halldóru Guðmunds-
dóttur. Hann var að ljúka prests-
námi við Gregoríanska háskólann í
Róm á þessu vori og kom nú heim
að því ioknu til að vígjast til djákna.
Að öðru leyti er hann í framhalds-
námi í trúfræðilegri, eða „dogma-
tískri“ guðfræði, sem taka mun enn
um það bil eitt og hálft ár. Að því
loknu kemur hann til starfa hér á
landi.
Eins og stendur eru því starfandi
tveir djáknar í kaþólska söfnuðinum
á íslandi, þeir Atli Gunnar Jónsson
og John McKeon, sem vígður verður
til prests næsta sunnudag í Krists-
kirkju af William Kenny, biskupi í
Stokkhólmi.
Við vígsluna þjónuðu auk erki-
biskups, prestarnir séra Sæmundur
Vigfússon, dr. Lambert Testroet,
Patric Breen og ítalskur prestur sem
kom til landsins með víglsuþega.
Einnig þjónaði John McKeon djákni,
en séra Hjalti Þorkelsson var siða-
meistari.
Landakotskirkja var troðfull við
vígsluathöfnina. Meðal annars var
nokkuð af ferðamönnum aftast í
kirkjunni, sem tóku hressilega undir
kirkjusönginn og sálmasönginn, en
hver á sínu tungumáli.
MARGT ungt fólk segir í dag:
„Grautar eru svo fitandi og óholl-
ir, ég borða þá ekki.“ En þetta
sama fólk úðar í sig hamborgur-
um og pítum með kokteilsósu og
pizzum og drekkur gos með og
oft ís á eftir og finnst það hvorki
fítandi né óhollt. Blessuð börnin
borða grauta með bestu lyst, ef
þeir eru á borðum ömmu og afa
og kalla þá ömmugrauta, sem
er það besta í heimi. Grautar eru
í fæstum tilfellum fítandi og
mjög oft hollir og saðsamir og
auk þess ódýrir og auðtilbúnir.
Ég skal þó ekki halda á lofti
ofurhollustu rabarbara, en hann
er til umfjöllunar í þessum þætti.
í hann þarf talvert af sykri, sem
allir vita að ekki er hollur, en
hafið það í huga að sykur er
helmingi minna fitandi en öil fita,
hvort sem hún er í formi rjóma,
olíu, smjörs eða smjörlíkis, að
ekki sé talað um mæjonsósu, sem
er í flestum ídýfum og kokteils-
ósum. I rabarbaragrautinn má
bæta hundasúrum eða hvönn og
er hann þá orðinn hinn hollasti
matur. Við systkinin í Múla á
Seyðisfirði sém vorum sjö, borð-
uðum mikinn rabarbara og þrif-
ust hið besta. Rabarbari er mikið
nýnæmi snemmsumars og hann
er afar Ijúffengur nýsprottinn.
Rabarbaragrautur
500 g rabarbari
1 Vt - 2 dl sykur
8 dl vatn
3 msk. kartöflumjöl +
1 Vi dl vatn
Matur og matgerð
Rabarbara-
grautar o.fl.
Hér áður fyrr lauk hverrí máltíð með graut
eða súpu. Krístínu Gestsdóttur finnst
eftirsjá að þessu og vill hvetja landsmenn
til að taka grautargerð upp að nýju.
1. Þvoið rabarbarann og sker-
ið smátt. Setjið í pott ásamt
sykri og vatni. Sjóðið við
hægan hita í 15 - 20 mínútur.
Gott er að stappa rabarbar-
ann örlítið í pottinum með
kartöflustappara.
2. Hristið vatn og kartöfíumjöl
í hristiglasi. Takið pottinn af
hellunni og hrærið kartöflu-
mjölsvatnið út í. Grauturinn á
að þykkna en ekki að sjóða
hann eftir að kartöflumjölið
er komið út í.
Rabarbaragrautur
með hundasúrum
Sama uppskrift og hér að
ofan, en bætið við við nokkr-
um smátt skornum hundasú-
rublöðum (25- 30 g) og sjóðið
með.
Rabarbaragrautur
með hvönn
Sama uppskrift of hér að
ofan, en sjóðið í 15 mínútur
50 g af mjóum, ungum
hvannaleggjum í vatninu áður
er rabarbarinn er settur út í.
Afhýðið hvannaleggina áður
og skerið smátt. Rabarbara-
bitar í púðursykri (kompot).
500 g rabarbari
1 Vi dl púðursykur
rifinn börkur af 'A lítilli sítrónu
1 dl vatn
1. Þvoið rabarbarann og af-
hýðið. Skerið síðan í 2 - 3
sm langa bita. Hellið köldu
vatni yfir og látið standa í
4 klst. Þetta dregur örlítið
úr sýrunni. Helið síð-
an á sigti.
2. Setjið púðursykur,
sítrónubörk og vatn
í pott og sjóðið við
meðalháan hita þartil
lögurinn þykknar.
3. Setjið rabarbarabitana út
í og sjóðið í 5 mínútur.
Kælið.
Meðlæti: Rjómi eða ís.
Rabarbaratrifli
250 g möndlumakrónur
helmingurinn af uppskriftinni
hér að ofan, rabarbarabitar
í púðursykri
1 bréf Otker Mandela
búðingur
'A peli rjómi
1. Setjið möndlumakrónurnar
á botninn á breiðbotna skál,
hellið rarbarabitunum í legin-
um yfir.
2. Búið til búðing, skv. leið-
beiningum á pakkanum. Hell-
ið yfir. Kælið.
3. Þeytið rjóma og setjið ofan
á.