Morgunblaðið - 22.06.1995, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 22.06.1995, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ1995 39 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson UNNIÐ við framkvæmdir við Brúarhlaðabrúna. Brúarhlöð lokuð VERIÐ er að breikka og gera fleiri lagfæringar á brúnni yfir Hvítá hjá Brúarhlöðum í Árnessýslu sem tengir saman Biskupstungur og Hrunamannahrepp. Brúin hefur verið erfið yfirferð- ar fyrir hina stóru fólksflutninga- bíla sem fara þar gjarnan oft yfir með ferðamenn á leið sinni frá Flúðum að Gullfossi og Geysi og öfugt. Af þeim sökum er brúin lokuð næstu 10-12 daga en að sögn Hauks Karlssonar verkstjóra verður brúin þá opnuð aftur til umferðar. Tanja í Ævintýra- Kringlunni TANJA tatarastelpa skemmtir í Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð í Kringlunni kl. 17 í dag, fimmtu- daginn 22. júní. A hveijum fimmtudegi kl. 17 eru leiksýningar fyrir börn í Æv- intýra-Kringlunni. Börn og full- orðnir hafa kunnað vel að meta þessa nýbreytni og hafa leiksýn- ingar verið vel sóttar. Ævintýra-Kringlan er lista- smiðja fyrir börn á aldrinum 2ja til 8 ára og geta foreldrar verslað í rólegheitum á meðan börnin dveljast þar í góðu yfirlæti. Ævintýra-Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin virka daga frá kl. 14 til 18.30 og laugardaga frá kl. 10-16. Jónsmessuferð Minja og sögu JÓNSMESSUFERÐ Minja og sögu verður farin laugardaginn 24. júní nk. Farin verður dagsferð á Njáluslóðir undir leiðsögn sagnamannsins og fararstjórans Jóns Böðvarssonar, ritstjóra og fyrrverandi skólameistara. Lagt verður af stað frá Þjóðminjasafni íslands kl. 9 og komið aftur þang- að um kl. 19. í ferðaáætlun er er viðkoma á 'Hellu og komið við á Þingskálum. Þaðan verður farið að Gunnars- steini skammt frá Knafahólum og síðan að Keldum. Eftir matarhlé á Hvolsvelli verður komið við á Hlíðarenda og þaðan ekið að Gunnarshólma á Markarfljótsaur- um. Staldrað verður við á Dal undir Eyjafjöllum og þaðan ekið fram- hjá Ossabæ hinum forna. Komið verður við á Bergþórshvoli um kl. 17 og nesti snætt ef veður leyfir. Eftir það verður áð um stund á Hvolsvelli og síðan lagt af stað heim. Þátttökugjald í ferðina er 2.000 kr. fyrir fullorðna og 1.100 kr. fyrir unglinga og ókeypis fyr- ir börn yngri en 12 ára. Tilkynna þarf þátttöku eigi síðar en á há- degi 23. júní til Þjóðminjasafns íslands. Ráðstefna um dilkakjöts- framleiðslu DAGANA 23.-24. júní verður haldin á Hvanneyri í Borgarfirði ráðstefna á vegum Norræna bú- Víkingur gegn vímu KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Víkingur hefur gefið út vegg- spjald undir kjörorðinu Vík- ingur gegn vímu. Veggspjald- inu er dreift á íþróttavelli, íþróttainiðstöðvar, sundstaði, skóla, félagsmiðstöðvar, versl- anir og með haustinu í skóla. Um 20 fyrirtæki styðja þetta framtak félagsins. Nýleg skýrsla Rannsókna- stofnunar uppeldis- og menntamála, Um gildi íþrótta fyrir íslensk ungmenni, hefur leitt í ljós að áhrif íþrótta á líf og heilsu ungmenna eru ótvírætt jákvæð og mikilvæg- ur liður í að stuðla að bættu mannlífi. Alls tóku um 15 þús- und ungmenni á öllu landinu þátt í rannsókn stofnunarinn- ar. Þar kemur fram að ungl- ingar sem stunda íþróttir reykja síður, nota síður áfengi og það heyrir til undantekn- inga, að þeir ánetjist fíkniefn- um. fþróttir stuðla að sjálfs- virðingu og unglingar í íþrótt- fræðifélagsins, NJF, um dilka- kjötsframleiðslu. Einkum verður lögð áhersla á leiðir til að laga framleiðsluna að markaðskröfum. í fréttatilkynningu frá Bænda- samtökum Islands kemur fram að meðal helstu dagskrárliða verða kynbótagildi fyrir vöðva- vöxt, aðferðir við kynbótamat ásetningslamba, gæðaflokkun dilkafalla á Norðurlöndum, fram- leiðslukerfi í sauðfjárrækt og umræður um leiðir til að auka sölu og neyslu kindakjöts. Auk fyrirlesara frá öllum Norðurlönd- unum er boðið tveimur þekktum breskum sérfræðingum til ráð- stefnunnar og en hún fer fram á ensku. Fjölskylduhá- tíð á Selfossi í DAG hefst fjölskylduhátíð á Selfossi sem ber yfirskriftina Sumar á Selfossi. Hátíðin stendur 22. - 25. júní. Ýmislegt skemmtilegt verður í boði fyrir alla aldursflokka, ekki um sækja skóla betur og fá hærri einkunnir en félagar þeirra sem eru í lélegri líkams- þjálfun. Fyrir ári var komið á reyk- ingabanni í Víkinni, íþrótta- og félagsmiðstöð Víkings í Fossvogi. Með því og vegg- spjaldinu vill Knattspyrnufé- lagið Víkingur undirstrika þátt íþrótta í að rækta æsku landsins og leggja sitt af mörkum til baráttunnar gegn notkun vímuefna hvers konar. síst fyrir minnsta fólkið. Boðið er upp á ókeypis tjaldstæði og frítt í sund auk þess sem fjöldi tilboða verður í gangi í verslunum og veitingahúsum bæjarins. Brúðu- bíllinn skemmtir börnunum á laugardag og geta þau einnig brugðið sér á hestbak. Hinir eldri geta notið sunnlenskrar náttúru með því að taka þátt í skipulögð- um göngum og er boðið upp á ýmislegt fleira gestum og gang- andi til fræðslu og skemmtunar. Fundur um tækni í heilsu- gæslunni HEILBRIGÐISTÆKNIFÉLAG Islands hefur fengið hingað til lands prófessor Otto Anna og mun hann halda fyrirlestur 28. júní nk. á Hótel Sögu. Fyrirlesturinn sem verður á ensku mun fjalla um viðhald og eftirlit lækningatækja og nefnist hann: Tækni í heilsugæslunni: nútíð og framtíð. Fyrirlesturinn er sniðinn að þörfum stjórnenda heilbrigðis- stofnana og lækna, en er þó opinn öllum sem áhuga hafa á málefn- inu. I fyrirlestrinum verður m.a. tekið fyrir skipulag, innri upp- bygging, lækningatæki og aðferð- ir, viðbúnaður neyðartilvika, eld- varnir, rýming, samskipti, af- kastamælingar og endurmenntun. Otto Anna er prófessor og stjómandi stórrar heilbrigðis- og sjúkrahústæknistofnunar innan háskólans í Hannover í Þýska- landi. Hánn hefur tekið þátt í mótun þýsku reglugerðarinnar um lækningatæki og átt stóran þátt í að koma henni í fram- kvæmd. Borgardagar íBorgar- kringlunni BORGARDAGAR standa yfir í Borgarkringlunni þessa daga til 24. júní. Borgardagar eru haldnir nokkrum sinnum á ári og eru fýrst og fremst tilboðsdagar þar sem margar vörur fást með afslætti. Jafnframt er á Borgardögum leit- ast við að bjóða upp á ýmislegt annað til að gleðja viðskiptavini. Eins og áður er mikið af tilboðum sem ekki eni beint auglýst. Unglingamót hjá Veginum KRISTILEGT unglingamót verð- ur haldið í Reykjavík dagana 23.-25. júní nk. Það er söfnuður- inn „Spirit Life Christian Center" frá Flórída sem stendur fyrir mótinu. Að þessu tilefni kemur hingað til lands 20 manna hópur frá áðurnefndum söfnuði undir forstöðu Richard Perinchief. Föstudags- og laugardagskvöld verður hópurinn með leik-, dans- sýningu og tónleika hljómsveitar- innar og hefjast þeir í bæði skipt- in kl. 23. Unglingamótið verður haldið í Veginum kristnu samfé- lagi og víðar. Dagskrá þess verður sniðin að þörfum fólks á aldrinum 13 ára og upp úr og eru allir sem ungir eru í anda velkomnir. Richard Perinchief var í stöðu aðstoðarmanns Benny Hinn um skeið. Hann hefur ferðast til meira en 35 þjóða og predikað orð Guðs. Brautskráning frá Kennaraháskólanum EFTIRTALDIR kandídatar hafa verið brautskráðir frá Kennaraháskóla íslands á þessu ári: Brautskráning 15. febrúar 1995. Al- mennt kennaranám B.Ed.: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kristín Arnardóttir, Margrét Ásmundsdóttir, Sig- ríður Ólafsdóttir, Skúli Pétursson. Brautskráning 18. febrúar 1995. Sér- kennslunám: Aldís Eiríksdóttir, Anna Vigdís Ólafsdótt- ir, Anna Þóra Einarsdóttir, Arni Einarsson, Björg Sigurðardóttir, Edda G. Antonsdóttir, Elín Haraldsdóttir, Elínborg Sigurðardóttir, Erna Björk Hjaltadóttir, Erna Jóhannes- dóttir, Erna Valdimarsdóttir, Ester Berg- mann Halldórsdóttir, Gréta Kristín Björns- dóttir, Guðbjörg Linda Udengaard, Guðrún Þórarinsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Gylfi G. Kristinsson, Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir, Helgi Gíslason, Hörn Harðardóttir, Katrín Þorbjörg Andrésdóttir, Margrét Pálína Guð- mundsdóttir, Oddný Ingiríður Yngvadóttir, Ólafur Ólafsson, Ragnhildur Einarsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Sigurbjörg Hulda Jóhannesdóttir, Sigurður Randver Sigurðs- son, Þórdís Kristjánsdóttir, Þórunn Andrés- dóttir. Brautskráning 10. júní 1995. Almennt kennaranám B.Ed.: Agnar Arnþórsson, Aníta Jónsdóttir, Anna Hedvig Þorsteinsdóttir, Anna María Proppé, Anna Sigríður Brynjarsdóttir, Anna Soffía Reynisdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir, Arndís Valgerður Sævarsdóttir, Auður Stefáns- dóttir, Ágúst Frímann Jakobsson, Árdís Dögg Orradóttir, Árni Birgisson, Ása Hild- ur Kristinsdóttir, Ása Valgerður Sigurðar- dóttir, Ásta Björk Björnsdóttir, Birna Garð- arsdóttir, Björk Gunnarsdóttir, Bryndís Christensen, Bryndís Ingimundardóttir, Bryndís Símonardóttir, Brynjar Ólafsson, Dagný Erla Vilbergsdóttir, Dagný Hulda Broddadóttir, Dagur Emilsson, Draumey Aradóttir, Dýrfinna Siguijónsdóttir, Edda Guðmundína Jónasdóttir, Edda Pétursdótt- ir, Elísabet Katrín Benónýsdóttir, Ellen Gísladóttir, Erla María Markúsdóttir, Erla Ólöf Ólafsdóttir, Erla Sveinbjörg Sævars- dóttir, Erna Margrét Gunnlausdóttir, Freyja Björk Gunnarsdóttir, Freyja Sigmundsdótt- ir, Friðrik Arnarson, Greta Engilberts, Guð- björg Oddsdóttir, Guðfinna B. Sigvaldadótt- ir, Guðný Björg Karlsdóttir, Guðný Rósa Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Guðrún V. Ásgeirsdóttir, Guðrún Friðbjörg Eyjólfsdóttir, Guðrún Hjördís Björnsdóttir, Guðrún Inga Bragadóttir, Guðrún Pálsdótt- ir, Gyða Guðmundsdóttir, Hafsteinn Hall- dórsson, Hanna Sif Hafdal, Hanna Sigríður Kjartansdóttir, Harpa Pálmadóttir, Hekla Hannibalsdóttir, Helga Ragnarsdóttir, Hild- ur Björk Hilmarsdóttir, Hildur Karen Sigur- björnsdóttir, Hrannar Már Hallkelsson, Hugrún B. Haraldsdóttir, Hugrún Elíasdótt- ir, Hulda Hrönn Sigurðardóttir, Hulda Ingi- björg Rafnarsdóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, Inga Þóra Þórisdóttir, Ingibjörg Á. Guðnadóttir, Ingi- björg Elín Jónasdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingibjörg Kristín Gunnarsdóttir, Jakob Bjarnason, Jóhanna Gunnarsdóttir, Jóhann- es S. Guðbjörnsson, Jón Páll Haraldsson, Jónína Fjeldsted, Jórunn María Magnús- dóttir, Kristín Einarsdóttir, Kristín Helga Ólafsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Kristín Pétursdóttir, Laufey Alda Sigvaldadóttir, Linda Hrönn Helgadóttir, Margrét Ásgeirs- dóttir, Margrét S. Guðjónsdóttir, María Aðalsteinsdóttir, Oddný Jóhannesdóttir, Ólöf Kristin Sívertsen, Pálmi Agnar Fran- ken, Ragnheiður Stephensen, Sesselía Ósk Vignisdóttir, Sigríður Dóra Gísladóttir, Sig- ríður Hafstað, Sigríður Knútsdóttir, Sigríð- ur Tryggvadóttir, Sigurbjörg Ágústsdóttir, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sigurðuj1 Þorbj. Ingimundarson, Snjólaug Elín Árnadóttir, Soffía Thorarensen, Sólrún Lilja Pálsdóttir, Sólveig Lilja Sigurðardóttir, Stefanía Guð- jónsdóttir, Steinunn Díana Jósefsdóttir, Svandís Birna Harðardóttir, Svandís Rík- harðsdóttir, Svava Rós Sveinsdóttir, Svava Skúladóttir, Vala Björk Stefánsdóttir, Vala Bragadóttir, Valgerður Sveinsdóttir, Védís Karlsdóttir Grönvold, Viðar Sigurjónsson, Vigdís Jóhannsdóttir, Vilborg Helgadóttir, Vilborg Rósa Einarsdóttir, Vilmundur Hansen, Þorbjörg Halldórsdóttir, Þór Arnarson, Þóranna Rósa Ólafsdóttir, Þórdís Halla Sigmarsdóttir, Þórhalla Arnardóttir, Þórrún Sigríður Þorsteinsdóttir, Þuríður Aðalsteinsdóttir, Þuríður Reynisdóttir. Nám til kennsluréttinda skv. lögum nr. 48/1988: Svava Þorsteinsdóttir. Viðbótarnám fyrir kennara: Andrea Maja Burgherr, Guðrún Gísla- dóttir, Kristján B. Kristjánsson, Þorsteinn Gíslason. Nám í uppeldis- og kennslufræðum fyrir framhaldsskólakennara: Anna Eyjólfsdóttir, Anna Ragnhildur Ingólfsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Björn Grímsson, Brynhildur Briem, Elín Þóra Rafnsdóttir, Gísli Sváfnisson, Gréta Ágústs- dóttir, Guðlaug M. Bjarnadóttir, Guðmund- ur Helgi Helgason, Guðný J. Helgadóttir, Haukur Arnórsson, Heimir Jón Guðjónsson, Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir, Iðunn Thors, Ingveldur H. Aðalsteinsdóttir, Jette Margr- ethe D. Pedersen, Jón Gunnar Schram, Jón Ingi Haraldsson, Jón Pálmi Skarphéðinsson, Júlíus Júlíusson, Karl Hinrik Jósafatsson, Kristján Jóhann Jónsson, Kristrún Sigurð- ardóttir, Pétur Ingi Guðmundsson, Pétur Snæbjörnsson, Sólveig Hauksdóttir, Trausti Gylfason, Vigdís Valsdóttir, Vilhjálmur H. Gíslason, Örn Ólafsson. Nám fyrir stjórnendur skóla: Inga Þórunn Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.