Morgunblaðið - 22.06.1995, Side 41

Morgunblaðið - 22.06.1995, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ1995 41 Frá Pétri Bjarnasyni: HVAÐA bóndi, sem rekur blandað- an búskap með kindur, kýr og hesta, mundi láta sér detta í hug að beita kindunum og hestunum á heimahagana en reka kýrnar, sem þarf að mjólka daglega, á fjöll? Það er nú samt sem áður sá háttur sem meirihluti alþingis- manna hefur samþykkt að skuli vera á fiskveiðistjórnun á íslandi. Allt veiðisvæðið innan lögsög- unnar inn að 12 mílum er opið öll- um veiðiskipum af hvaða stærð sem er og eru búin öflugustu vélum og stærstu veiðarfærum, sem not- uð eru í heiminum. Það gefur auga- leið að þegar slík skip draga grunn- slóðina utan við 12 mílurnar jafn- ast það á við að notuð sé stærsta gerð af upptökuvél til þess að taka upp úr hundrað fermetra kartöflu- garði. Kýrnar í fiskveiðiflotanum eru dagróðrabátarnir, sem landa afla sínum daglega í vinnslustöðvarnar í landi og standa víða undir allri atvinnusköpun í fjölmörgum sjávar- Þingmenn láta hanka sig Frá Arnljóti Bjarka Bergssyni: FYRR MÁ nú rota en dauðrota. Ég hef ætíð talið það sjálfsagt að bera virðingu fyrir elsta þjóðþingi heims og þeim sem þar hafa setu- rétt. Þar sem eðlilegur unglingur fær ekki frið til að stunda nám sitt fyrir frétta- skýringum af stjórnarskrár- brotum þing- manna fæ ég ekki orða bund- ist. Ég vil leggja áherslu á að þetta eru hvorki hraðatakmark- anir né innflutn- ingsbönn á landbúnaðarafurðum sem þeir ætla að bijóta í þetta skiptið heldur stjórnarskrá hins íslenska lýðveldis. Stjórnarskráin skyldar þingmenn til að greiða atkvæði eftir eigin sannfæringu og í upphafi þingferils undirrita þeir eiðstaf að því að halda hana í hvívetna í starfi sínu á Alþingi. Fyrir nokkru hafa tveir þingmenn lýst því opinberlega yfir að þeir ætli sér að gerast brotlegir við stjórnarskrána. Jón Baldvin Hannibalsson, sá sem ávallt hefur stutt aukna milli- landaverslun, sá sem átti aðild að og/eða samdi ásamt öðrum mönn- um GATT-frumvörp ríkisstjórnar- innar, sá sem gagnrýndi fram- sóknarmenn fyrir að skipta um skoðun á EES-samningnum við það eitt að hrökklast frá völdum, sá sem stefnir að því leynt og Ijóst að gera ísland að aðildarríki Evr- ópusambandsins, sá sem átti stór- an þátt í því að ísland gerðist aðili að GATT-samningnum, greiddi atkvæði gegn GATT-frum- vörpum ríkisstjórnarinnar þó svo að þau hefðu lítið sem ekkert breyst frá því að hann hafði leyfi «1 setu á ríkisstjórnarfundum. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra, sá sem allt síðasta kjörtíma- bil formælti EES -samningnum, lagði fram og mælti með frum- vörpum sem tengjast og styrkja EES-samninginn í sessi auk þess sagði hann að hann myndi veita þessum frumvörpum brautargengi þrátt fyrir að hann væri andvígur EES-samningnum. Þingmenn sem láta hanka sig á grundvallaratriðum ættu að hafa sig sem allra minnst í frammi. ARNUÓTUR BJARKIBERGSSON, nemi í Menntaskólanum á Akureyri. Arnljótur Bjarki Bergsson BRÉF TIL BLAÐSINS Ofstjórn — vanstjóm plássum og þurfa því á heimahög- unum að halda. Strandveiðar byggja mest á minni skipum sem eru framleidd innanlands og nota innlent viðhald og eru því atvinnuskapandi í við- haldsiðnaði skipa og skipsbúnaðar. Úthafsveiðiskip eru dýr og byggð fyrir erlent lánsfé og sækja viðhald út, stór hluti af afla þeirra, sem tekinn er úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, fer til greiðslu til, er- lendra skipasmíðastöðva og lánar- drottna, svo að aðeins hlutur áhafn- ar og hagnaður eigenda kemur inn í þjóðarbúið. Ég hefi haldið því fram áður og geri enn að eðlilegasti grundvöllur fiskveiðistjórnunar sé að belta- skipta landhelginni og greina á milli strandveiða og úthafsveiða með tilliti til hagsmuna fólksins á ströndinni, sem mann fram af manni hefur lifað á veiðum og vinnslu þess afla sem að landi berst hveiju sinni. Strandveiðibeltið ætti að miðast við 50 mílna mörkin gömlu og inn- an þeirra marka hefðu veiðileyfi, aðeins þau skip sem landa afla sín- um til úrvinnslu í- innlendum vinnslustöðvum, svo sem línu- og handfærabátar, neta- og dragnóta- bátar og ísfisktogarar, einnig sér- veiðiskip svo sem rækju- og humar- veiðar. Efla þarf stórlega þekkingu um gerð og búnað þeirra veiðarfæra sem notuð eru á slóðinni með tilliti til þeirra áhrifa sem þau hafa á fiskistofnana og umhverfið. Hvernig stendur til dæmis á því að sett er reglugerð um lengd og fjölda neta í trossu en engar höml- ur á dýptinni, sem hefur leitt af sér allt að fjórföldun á hæð neta frá botni upp í sjóinn og þar með aukið stórlega sóknina í hrygn- ingarfiskinn; sem farinn er að lyfta sér frá botni í átt að hrygingar- dýpi. Venjulegt þorskanet var 36 möskvar á dýpt og náði ca. 6 metra frá botni en nýjustu netin eru allt að 120 möskva og ná ca. 20 metra frá botni og hafa því margfaldan veiðiflöt á við eldri netin og sóknar- aukningin beinist öll að hrygning- arstofninum sem fiskifrífeðingarnir vilja vernda, en netaveiðimenn telja árangurinn af dýpri netunum merki þess að þorskgengd sé að aukast. Þetta er aðeins ein af mörgum smugum sem eru á núgildandi kerfí. Það er vissulega ástæða til þess að kanna vel hvort sóknarmarksein- ingakerfi, sem Þorvaldur Garðars- son hefur komið fram með, henti til stjórnunar á strandveiðiflotan- um, þar sem stefnt væri að sem jafnastri hráefnisöflun allt árið, með þvi að auka hlut ísfisktogara á vet- urna en draga úr honum á sumrin þegar hlutur smærri bátanna vex og beina þá togurunum meira á djúpslóðarveiðar í karfa og grálúðu. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa þess fólks sem mann fram af manni hefur brauðfætt sig og sína á veiðum og úrvinnslu sjávar- afla án þess að valda tjóni á auðlind- inni að það fái að halda sínu lífs- starfi áfram til hagsbóta allri heild- inni, en þurfi ekki að lúta því að þeir fulltrúar sem kosnir hafa verið til að gæta hagsmuna þess láti hafa sig til þeirra óhæfuverka að afhenda svo fáum og þurftafrekum, .. aðilum alla lífsbjörgina að til land- auðnar horfí í sjávarplássunum. Þess vegna verður að breyta fisk- veiðistjórnuninni til þeirrar áttar að hún þjóni heildarhagsmunum al- mennings en ekki einkahagsmunum fárra aðila innan útgerðargeirans. PÉTUR BJARNASON, Silfurgötu 2, ísafirði. HIYEA sólarvörur standa svo sannarlega fyrirsínu! Franska neytendablaðið Que Choisir birti í júlí 1994 niðurstöður úr prófun blaðsins á virkni og gæðum sólarvara frá ýmsum framleiðendum. Allar tegundirnar voru bornar á ferninga á baki 10 þátttakendum og þeir síðan látnir liggja undir sólarlampa þar til þeir brunnu. Sólarvörurnar reyndust misjafnlega. Nokkrar gáfu í raun ekki þá vörn sem gefin var upp á umbúðunum og aðrar gáfu mun meiri vörn en merkingin sagði til um. Sumar tegundirnar reyndust misvel eftir húðgerð þátttakandans. Niðurstaða greinarhöfiinda var að miðað við verð væru bestu kaupin í Nivea sólarvörum. Sólarvörurnar frá Nivea voru meðal þeirra sem gáfu meiri vörn en gefin var upp og þær gáfu öllum þátttakendunum svipaða vörn án tillits til húðgerðar. Samanburðar tafla úr grein franska neytendablaðsins Que Choisir nr. 307, júlí- ágúst 1994. i ■ MERKi 0G NAFN Innihald i ml. Verð pr. lítra i FF Umbúðir Lýsing Siutegundir Innihald á þekktum ofnæmis- völdum Uppgefinn stuðull Mæl stuð jur ull Stöðugleiki vamar Heildar- einkunn NIVEA Sun sensitlve lait enfant peaux sensibles Flaska 200 240 ★ ★ A og B efna- og steinefnasíur Nei 10 13 5 ★★★ ★ ★★ NIVEA Sun lait solaire actif hydratant Flaska 200 210 ★ ★ ★ A og B efna- og steinefnasíur Nei 8 12 ★★★ ★ ★★ VICMY Capital soleil lait hydratant haute protection Flaska 150 533,33 ★ ★ ★ Aog B efnasíur Ekki inni- haldslýsing 10 17,5' ★★★ ★★★ CLARINS créme solaire bronzage sécurité Túba 125 560 ★ ★★ ■ Aog B Ekki inni- haldslýsing 12 15 ★★★ ★★★ YVES R0CHER Hydra puiss solaire lait bronzant hydratation intense Flaska 150 393,33 ■ ★ A og B efnasiur Nei 8 15 ★★★ ★★★ BI0THERM lait bronzant protection sécurité Túba 125 608 ★★★ ■ B efna- og steinefnaslur Ekki inni- haldslýsing 12 11 ★★ ★ ★ LUTSINE lait solaire aux céramides Túba 125 416 ★ ★ Aog B efnasíur Ekki inni- haldslýsing 8 9 ★ ★ ★ R0C lait solaire resistant á l'eau Flaska 150 373,33 ★ ■ B efnasíur Nei 7-9 13 ★★★ ★ ★ BI0THERM gelée bronzante hydratante Túba 125 600 ★ ■ Aog B efnasíur Ekki inni- haldslýsing 8 9 ★ ★★ GARNIER Ambre solaire lait bronzant hydratant Flaska 200 207,50 ★★★ ★ A og B efna- og steinefnasiur Já oxybenzone 12 10 ■■ ■ CLUB MED lait bronzant hydratant Flaska 150 453,33 ★ ★★ ■ A og B efna- og steinefnasíur Já oxybenzone 12 10 ■■ ■ BERGASOL écran solaire bronzant Túba 75 920 ★ ★ efna- og steinefnasiur Ekki inni- haldslýsing Með psoral 10 10 ■■ ■ PI2 BUIN Sun sport lotion solaire non grasse Flaska 125 664 ■ ■ A og B efnasíur Ekki inni- haidslýsing 8 6,5 ■■ wm YVES R0CHER Cap soleil lait enfant résistant á l'eau Úöabrúsi 100 590 ★ ★★ ★ ★ Aog B Nei 12 9,5 ■■ wm KL0RANE Les polysianes lait solaire haute protection Flaska 150/143 593,33 ★ ★ ★ A og B efna- og steinefnasíur Nei 10-15 7 ■■ mm n ★★★ MJ0G G0TT ★★GOn ★ Þ0KKALEGT ■ LELEGT I SLÆMT Nánari upplýsingar um prófunina fást hjá JS Helgason hf. sími: 587- 5152

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.