Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ * Islendingar taka þátt í tveimur nýjum Evreka-verkefnum Jarðhitaverkefni í Rúmeníu íaugsýn Morgunblaðið. Interlaken. ISLENDINGAR eru í forystuhlut- verki í tveimur nýjum rannsóknar- verkefnum sem samþykkt voru í gær á ráðherrafundi Evreka-vísindaáætl- unarinnar í Interlaken í Sviss. Verk- efnin lúta að þróun aðferða til að nýta jarðhita í Rúmeníu og að þróun á nýrri tækni til að endumýta vatn og varma í lokuðu fískeldiskerfí. Þátttakendur í jarðhitaverkefninu í Rúmeníu em Rafhönnun hf., Verk- fræðistofa Áma Gunnarssonar og danska fyrirtækið Houe & Olsen. Þessir aðilar hafa hafíð samvinnu við háskólann í borginni Oradea um að nýta jarðhita á háskólasvæðinu um leið og byggð verður upp tækni- þekking og kennsluaðstaða í skólan- um. Stefnt er að því að byggja á síðari stigum jarðhitavirkjun fyrir Oradea-borg þar sem 250 þúsund manns búa. I tengslum' við þetta verkefni hafa tveir ungir Rúmenar verið í þjálfun í Jarðhitaskóla Sam- einuðu þjóðanna í Reykjavík. Rann- sóknarráð hefur veitt 2,6 milljóna króna styrk til þessa verkefnis, skv. upplýsingum Vilhjálms Lúðvíksson- ar, framkvæmdastjóra ráðsins. Máki í samstarf við norskt fyrirtæki Þá hefur Máki hf. á Sauðárkróki í félagi við ísaga hf. hafið samvinnu við norska fyrirtækið Aquaoptima í Noregi um þróun á nýrri tækni til að endurnýta vatn og varma í lokuðu fískeldiskerfi. Verkefnið snýst um að stýra hitastigi og gæð- um vatnsins til að skapa sem best skilyrði í eldinu og auka vöxt fisks- ins. Máki hefur gert tilraunir með að ala barra sem er innflutt hlý- sjávartegund. Aðferðin getur hins vegar nýst í eldi annarra fískteg- unda. Rannsóknarráð hefur sam- þykkt að veija 1 milljón króna í upphafshluta þessa verkefnis. Evreka-áætluninni var hleypt af stokkunum árið 1985 að frumkvæði Frakka með það að markmiði að bæta samkeppnistöðu Evrópulanda gagnvart Japan og Bandaríkjunum. fundinum í Interlaken sam- þykktu ráðherrar vísindamála í 22 löndum samstarfsins 147 ný rann- sóknarverkefni. Jafnframt var sam- þykkt að veita Tékklandi og Pól- landi aðild. Af íslands hálfu sóttu fundinn auk Vilhjálms þeir Finnur Ingólfs- son, iðnaðarráðherra og Sveinn Þorgrímsson, deildarstjóri í iðnaðar- ráðuneytinu. Iðnaðarráðuneytið hefur nýlega tekið við stjórnsýslu- ábyrgð á aðild íslands að Evreka af menntamálaráðuneytinu. Rann- sóknarráð mun áfram hafa umsjón með þátttöku íslendinga í samstarf- inu og veita styrki til verkefna. VIÐSKIPTI r m ' m hjarmunamynaun i nyggingum og mannviPKjum iaö/-iaaó Framreiknað með bygginparvísitölu til verðlags 1994, milljónir kr. ig87 1988 1989 1990 1991 1992 1993 ATVINNUVEGIRNIR 26.802 23.609 23.256 18.863 19.215 15.719 13.351 Landbúnaður 2.593 2.193 1.322 1.063 1.323 1.285 1.203 Fiskeldisstöðvar 1.517 1.613 1.184 406 344 73 51 Vinnsla siávarafurða 958 1.230 563 483 411 474 506 Álverksmiðja - - 201 255 - 39 152 Járnblendiverksmiðja 24 7 190 59 - 2 6 Annar iðnaður 3.461 3.258 3.440 1.891 2.211 1.995 1.680 Rafvirkianir oa rafveitur 2.349 3.185 4.296 5.670 6.080 2.462 2.105 Hita- oq vatnsveitur 1.856 2.792 3.239 1.911 1.560 1.575 1.499 Versiunar-, skrifstofu-, qistihús o.fl. 9.522 7.091 6.507 5.484 4.659 4.603 3.985 Samqönqur 4.064 1.983 1.985 1.510 2.434 3.075 2.054 Póstur oq sími, útv. oq siónv. (bvqqinqar) 457 256 329 131 193 135 109 ÍBUÐARHUS 18.570 21.301 22.062 21.682 20.554 19.796 18.686 BYGGINGAR 0G MANNV. HINS OPINBERA 11.747 14.403 14.250 14.897 15.897 15.249 17.477 Veqir oq brvr 2.050 2.601 2.392 2.662 2.799 2.764 4.558 Götur oq holræsi 2.908 3.295 3.075 2.977 3.629 3.305 3.377 Bvqqinqar hins opinbera 6.789 8.506 8.783 9.258 9.468 9.180 9.542 BYGGINGAR OG MANNVIRKIALLS 57.120 59.313 59.568 55.442 55.666 50.765 49.514 FJÁRMUNAMYNDUN ALLS 1) 85.022 85.473 81.306 81.317 81.834 72.853 65.847 BYGGINGAR OG MANNVIRKI í HLUTFALLIAF FJÁRM’JNAMYNDUN ALLS 67,2% 69,4% 73,3% 68,2% 68,0% 69,7% 75,2% 1) Mismunurinn á fjármunamyndun alls og byggingum og mannvirkjum alls felst ífjármunamyndun í vélum og tækjum þ.m.t. skip, flugvélar og bifreiðar til atvinnurekstrar. ATVINNUVEGASKÝRSLA1992 er nýkomin út. Þar er meðal annars að finna töflu yfir fjármunamyndun í byggingum og mannvirkjum 1987-1993. Tölur í meðfylgjandi töflu eru teknar þaðan, en framreiknaðar með byggingarvísitölu til verðlags 1994. Eins og sést í töflunni dróst heildarfjármunamyndun í byggingum og mannvirkjum saman úr 57.120 milljónum króna í 49.514 milljónir eða um rúm 13% áárunum 1987-1993. Þegar litið ertil ákveðinna flokka sést að fjármunamyndun í byggingum og mannvirkjum hins opinbera hefur á þessu tímabili aukist um 49%, úr 11.747 milljónum í 17.477 milljónir. Á sama tíma dróst fjármunamyndun atvinnuveganna í byggingum og mannvirkjun saman um 50%, úr 26.802 milljónum í 13.351 milljónir. Fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði var svipuð 1987 og 1993. í töflunni máeinnig sjá hlutfall bygginga og mannvirkja af vergri fjármunamyndun, en verg fjármunamyndun nær til útgjalda atvinnugreinanna og hins opinbera til kaupa eða framleiðslu á framleiðslufjármunum. Þó er sala á hiðstæðum fjármunum úr landi eða til einstaklinga utan atvinnurekstrar dregin frá. Bygging íbúðarhúsnæðis telst einnig til fjármunamyndunar. Stækkun Járnblendiverksmiðjunnar í athugun og er ákvörðunar að vænta fyrir áramót Fjárfesting upp á 2,5-3,5 milljarða Morgunblaðið/BJE JÁRNBLENDIVERKSMIÐJAN á Grundartanga FORSVARSMENN íslenska járn- blendifélagsins íhuga nú möguleika á stækkun verksmiðjunnar á Grund- artanga og gætu framkvaémdir haf- ist strax á næsta ári ef af stækkun verður. Að sögn Jóns Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra jámblendifélagsins eru stækkunarmöguleikar í skoðun hjá fyrirtækinu og mun ákvörðun væntanlega liggja fyrir á þessu ári en enn sé þó ótímabært að segja nákvæmlega hvenær það verði. Ver- ið sé að kanna möguleika á því að bæta við nýjum ofni með tilheyrandi viðbyggingum og gæti tilkoma hans aukið framleiðslugetu verksmiðj- unnar um 40 til 45 þús. tonn eða um 60%, ef af stækkun verður. Mikil fjárfesting Jón telur að fjármögnun á þessu verkefni verði ekki vandamál. „Ég held að það ætti að vera hægt að fjármagna þetta verkefni án þess að þurfi að koma til neinnar hluta- fjáraukningar, því okkur berast lánstilboð úr öllum áttum núna þeg- ar við erum að greiða upp skuldir okkar af fullum krafti." Hér mun vera um að ræða íjárfestingu upp á 2,5 til 3,5 milljarða króna og seg- ir Jón að endanleg kostnaðaráætlun muni ráða miklu um hvort af stækk- un verði. „Ef við gætum byggt þetta fyrir 2,5 milljarða þá erum við orðn- ir svolítið heitir, en ef kostnaðurinn fer upp í 3,5 milljarða þá kólnar okkur dálítið á fótunum." Þess má geta að Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna Fjárfestingabankans, lýsti því yfír á fréttamannafundi, sem haldinn var á dögunum af bankan- um og jámblendifélaginu, að bank- inn væri reiðubúinn að bjóða fram aðstoð við stækkun Járnblendiverk- smiðjunnar, ef til hennar kæmi. Hagstæður markaður Að sögn Jóns er markaðurinn nú að mörgu leyti hagstæður fyrir þessa stækkun, þrátt fyrir að fram- leiðslugeta á kísiljárni í heiminum sé í raun of mikil. Þessi framleiðslu- geta nýtist mjög illa vegna ónógrar orku eða hás orkuverðs og í lýðveld- um fyrrum Sovétríkja nýtist hún einstaklega illa vegna óstöðugleika þar. „Eins og sakir standa í dag er því mjög gott jafnvægi á milli fram- boðs og eftirspurnar og því er verð- lagið prýðilega gott fyrir verksmiðj- ur sem eru að mestu Ieyti afskrifað- ar.“ Jón segir ennfremur að nær óhugsandi væri að fara út í bygg- ingu á nýrri verksmiðju alveg frá grunni við núverandi markaðs- aðstæður en hins vegar geti stækk- un verið fýsilegur kostur Aukin hagkvæmni Rekstrarhagkvæmni verksmiðj- unnar á Grundartanga mun aukast verulega með stækkun af því tagi sem hér um ræðir, að sögn Jóns. Ef af stækkun verður getur það þýtt u.þ.b. 30 til 40 ný störf til fram- búðar við verksmiðjuna, auk þeirra starfa sem skapast við stækkunar- framkvæmdirnar sjálfar. Jón segir þetta ekki vera mikinn fjölda starfa, en þeim muni hins vegar fylgja mikil aukning i framleiðni á hvern starfsmann. Jón segir að framkvæmdir myndu taka rösklega tvö ár frá því að hönn- un væri að fullu hafín. Því má gera ráð fyrir að ofninn yrði kominn í gagnið á árinu 1998 ef af þessari stækkun verður í bráð. New York. Reuter. PAPPÍRSKOSTNAÐUR er nálægt því að vera í hámarki í heiminum og verður bandarískum dagblöðum til trafala að minnsta kosti út öld- ina að sögn framkvæmdastjóra þeirra. I Á þessu ári einu mun rekstrar- kostnáður Gannett, New York tim- és, - Knight-Riddpr, Washiijgton 'Ilost og fléstra aríita'rrav blalaút- f' áfufyrirtgkja ' f^^Bandaríl^ jiktst ugi hundriíð njjlljóna d' að því e'r ’fram kom á .Síndi’ • fésta. • hU > _ • rFrámkvæmdá4tjót*af’ ílalaút- gáfufyrirtækja ’gögðu á fundfnum að aukinn hagvöxtur í Rómönsku Ameriku, töluverður uppgangur í Evrópu og Bandaríkjunum og út- breiðsla lýðræðis örvuðu eftirspurn eftir dagblaðapappír. Eftirspurn í heiminum er svo Verð dagblaðapappírs mikil að'.Rupejjt.Murdbch, fofstjári News Caraoratipn, fóx.til FMÍands í máí pess „að^grátbi^ja urtv pappir. . • -V- ' % 130 millj. dala kostnaðaraukí Douglas McCorkindale, fjár- málastjóri Gannett, umsvifamestu blaðaútgáfu Bandaríkjanna, sagði að framboð mundi ekki fullnægja eftirspurn fyrr en eftir rúmlega þtjú til fjögur ár. Á sama tíma og dagb’ldða- RáVpír hækkar eru jauglýsjngjifýrir- ^táSki rekin með_ miklitln hagnaði í 'Bándaríkjunum og McGorkindale ',U?fur að kostnaðuVaf rekstri Gar- nett-blaðanna muní aúkast um 130-159 milljónir dollara 1995 vegna hækkana á pappírsverði og sennilega um jafnháa upphæð 1996. Gannett og fleiri blaðaútgefend- ur segja að hækkunin muni lítil •’Áff áhriFhafa á^tekjur 1995'og^mörg blöð,_þ£f áTneðarblöð í eiga-Gah- netts’ og Koights-Ridders,' muni skila rjlegum bágnáði á árinu eins* og sérfræðingar'í Wall Stree.t IfáTi spáð. Framboð verður með minna móti í að minnsta kosti tvö ár að sögn J. Stewart Bryans frá Media General-blaðaútgáfunni, sem einn- ig á pappírsverksmiðjur. Hækkar úr 675 dollurum í 740 Thomas Hahn, forstöðumaður pappírsdeildar Media General, sagði að verð á dagblaðapappír mundi lík- lega hækka í 740-745 dollara tonn- ið L september úr úm 675 dollurum nú. Snemma á síðasta ári var verð- ið um 411 dollarar tonnið. . Burton McArthur írá pappírs- - frafnlejðan^ianum Ghampiorflnter- ■ riational sagði. í samtaji- að. bájida- ; rís^ blöð 'ætlu attk'-^^ss. í ’&m» V.kqppni um dagblaðaþtjþþír Við.ettig-. -■Jýséndur, útgefendúi-«vörú!ista og bóÉaútgefendur. McArthur sagði að svo að segja engar fyrirætlanir væru uppi í heim- inum um að koma á fót nýjum papp- írsverksmiðjum. Smíði þeirra tekur tvö til þrjú ár og þær eru ekki tald- ar góð fjárfesting sem stendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.