Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Helga jónsdóttir borgarritarí tekur v/ð staríi stjórn-
arformanns Landsvirkjunar:
„Finnst ég hafa færst
æði mikið í fang"
Það er ekki bara holdarfarið Jóhannes minn. Þú ert nú líka
orðin ansi vel tengdur við kerfið . . .
Biskup lendir í
óeirðum í Betlehem
BISKUP íslands, herra Ólafur
Skúlason, og Viðar Víkingsson,
kvikmyndagerðarmaður, lentu á
milli tveggja elda í átökum á milli
mótmælenda úr röðum araba og
ísraelskra hermanna í gær. Biskup
segir þá aldrei hafa verið í beinni
hættu en eftir á að hyggja hafi þetta
verið óþægileg lífsreynsla.
Biskupinn hélt til ísraels síðastlið-
inn þriðjudag ásamt þremur kvik-
myndagerðarmönnum til að taka
þátt í gerð nýrrar íslenskrar heim-
ildaþáttaraðar, sem tekin er á sögu-
slóðum Biblíunnar. Biskup er sögu-
maður þáttanna.
í gærmorgun fór tökuhópurinn
með bíl til Betlehems og tók upp
efni með biskupi í Fæðingarkirkju
frelsarans, sem stendur við svokallað
Jötutorg. Torgið er lítið en við það
standa einnig moska og ísraelsk lög-
reglustöð. Meðan á tökunum stóð
var bænahald í moskunni við hlið
kirkjunnar en föstudagur er helgi-
dagur múslima. Bænargjörðinni var
útvarpað yfir torgið og næsta ná-
grenni í gegnum hátalara. Að sögn
biskups hljómaði þaðan mikill reiði-
lestur en ólga hefur verið á sjálf-
stjórnarsvæðum Palestínumanna að
undanförnu vegna deilna þeirra við
Israela um lausn nokkur þúsund
palestínskra fanga.
Er tökum var lokið gekk biskup
ásamt fylgdarliði út á torgið í átt
að bílnum en þá hafði nokkur mann-
Qöldi safnast þar saman. Þegar ís-
lendingarnir komu að bílnum sáu
þeir að afturrúða hans hafði verið
brotin. Fóru kvikmyndagerðarmenn-
irnir Jónmundur Guðmarsson og
Þórður Þórarinsson inn á lögreglu-
stöðina til að tilkynna skemmdar-
verkið en biskup beið á meðan á
torginu ásamt Viðari.
Með púðurlykt í nösunum
Fram að þessu hafði allt verið
friðsamlegt á torginu en einhver
spenna lá samt í loftinu, að sögn
biskups. „Skömmu síðar lauk bæna-
haldinu í moskunni og fólkið fór að
streyma út úr henni. Þar var að
Félagarnir dauðhræddir
HERRA Olafur
Skúlason.
JÖTUTORG í Betlehem og Fæðingarkirkja
frelsarans. Moskan er við hinn enda torgsins.
mestu um að ræða konur og eldra
fólk sem lét friðsamlega. Skyndilega
kom svo annar hópur úr moskunni;
unglingar og menn um tvítugt. Þeir
létu ófriðlega og hrópuðu slagorð til
lausnar palestínsku föngunum. Þeir
fóru síðan að kasta gijóti í hermenn
á torginu en veittust hvorki að okk-
ur né öðrum ferðamönnum sem
þarna voru. Við stóðum í mann-
þrönginni miðri og vissum ekki hvað-
an á okkur stóð veðrið. Viðar tók
að kvikmynda óeirðirnar en ég fór
að palli þar sem nokkrir gamlir ara-
bar sátu til að fá betri yfirsýn. Allt
í einu glymja við skothvellir og leyst-
ust þá mótmælin upp á örskots-
stundu. Mannfjöldinn þusti af torg-
inu og litlu munaði að Viðar yrði
fyrir honum með vélina. Lögreglan
hefur líklega bara skotið til viðvör-
unar því við sáum engan liggja eftir
í valnum en það nægði til að tæma
Við bílinn hittu þeir síðan Þórð
og Jónmund, sem voru í lögreglu-
stöðinni þegar skotin glumdu við,
og urðu skiljanlega
dauðhrædddir um félaga
sína. Fjórmenningarnir
settust síðan í bílinn og
komu sér í burtu af Vest-
urbakkanum. „Við ókum
sem leið lá á hótelið okk-
ar í Jerúsalem og þar
urðum við vitni að öðrum
mótmælum, öllu frið-
samlegri reyndar. Þar
voru Israelar að mót-
mæla lausn þessara
sömu fanga,“ segir Ólaf-
ur. Biskup telur að hann
og Viðar hafi aldrei verið
í lífshættu. „Hættan var
aðallega sú, held ég, að
við yrðum fyrir ungling-
unum þegar þeir flúðu,
en við gerðum okkur ekki grein fyr-
ir hénni fyrr en eftir á. Viðar var
að minnsta kosti alveg ljónheppinn
að þeir hlupu hann ekki um koll.
Þetta gerðist allt svo hratt að ég
fann ekki til hræðslu."
Atburðir gærdagsins hafa lítillega
raskað áætlunum kvikmyndahópsins
en biskup segir að annars hafi allt
gengið vel og að þeir hlakki til að
sj’na afrakstur ferðarinnar heima.
„Eg naut þess mjög að heimsækja
Fæðingarkirkju frelsarans. Þar hitti
ég að máli erkibiskup grísku rétt-
trúnaðarkirkjunnar í Betlehem og
aðstoðaði hann okkur við kvik-
myndatökuna. Það voru því mikil
viðbrigði að koma út á torgið og
lenda í öllum þessum æsingi. Við
munum alveg örugglega fara gæti-
lega hér eftir og ég bið fyrir bestu
kveðjur heim,“ sagði Ólafur Skúla-
son biskup.
torgið. Arabapiltarnir flúðu í átt að
moskunni en hermenn, gráir fyrir
járnum, ráku flóttann. Við Viðar
hlupum hins vegar í átt að bílnum
með púðurlykt í nösunum en hana
hef ég aldrei fundið áður.“
Alþingishúsið opið almenning
Slæmt ef þingið
er ekki í góðu
* i • i • i • / i • ^ •
aliti hja þjoðinm
Ólafur G. Einarsson
A LÞINGISHÚSIÐ
/A verður opið al-
-*■ menningi í dag
frá kl. 12 á hádegi til kl.
16 og munu þingmenn og
ráðherrar taka þar á móti
gestum í tilefni af því að
150 ár eru liðin frá fyrsta
fundi hins endurreista
Alþingis, en þingið kom
saman til fyrsta fundar
1. júlí 1845.
Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem almenningi
gefst kostur á að kynna
sér starfsemi Alþingis,
því í fyrra var haldin sýn-
ing í Alþingishúsinu í til-
efni af 50 ára afmæli lýð-
veldisins íslands. Hins
vegar er þetta í fyrsta
skipti sem þinghúsið er
opið öllum og almenningi
gefinn kostur á að hitta þar að
máli þingmenn og ráðherra, sem
segja munu frá starfsemi þings-
ins og eigin störfum.
Auk þess sem gestir geta rætt
við forseta þingsins, ráðherra og
aðra þingmenn gefst þeim tæki-
færi til að ganga um þinghúsið
og kynna sér sögu þess og ýmissa
muna sem til sýnis verða. Þá
verða upplýsingar um þingið á
veggspjöldum og margþætt störf
þess og nýjum kynningarbækl-
ingi verður dreift til gesta. Ólafur
G. Einarsson, forseti þingsins,
segist vona að þ'etta sýni glögg-
lega að þingmenn vilji nánari
tengsl við umbjóðendur sína inn-
an veggja þinghússins, en ákveð-
ið hafi verið að nota þessi tíma-
mót til þess.
— Heldur þú að almenningur
sé frekar óupplýstur um starf-
semi Alþingis og alþingismanna?
„Já það held ég. Það eru ótrú-
lega margir sem maður þekkir
persónulega og aldrei hafa komið
inn í þetta hús, en þannig held
ég að þessu sé varið með hvern
einasta þingmann. Að sjálfsögðu
koma hér oft hópar á þingpalla
þegar einhver sérstök mál sem
varða viðkomandi hóp eru á dag-
skrá, en það eru ekki nema
nokkrir tugir manna. Síðan koma
hér við einstaklingar, svona
kannski meira fyrir tilviljun, og
svo höfum við nokkra menn sem
koma hér oft til að hlýða á um-
ræður, þótt ekki vilji ég kalla þá
fastagesti. Það er því ótrúlega
lítill hópur sem þekkir þinghúsið
af eigin raun. Það getur því vel
verið að það sé ekki vanþörf á
að hafa kynningu af þessu tagi
af og til í framtíðinni. Við munum
að minnsta kosti draga lærdóm
af því hvernig við þessu verður
brugðist núna.“
— Nú hefur þú
verið forseti þingsins
frá því það kom sam-
an að loknum kosn-
ingum í vor og
frammistaða þín hef-
ur verið lofuð. Hefur
þú fundið þig vel í þessu starfi?
„Já, mikil ósköp, ég kann vel
við mig í þessu. Eg hafði og hef
að sjálfsögðu á því skoðanir hvað
sé hægt að gera hér vegna þess
hvað ég hef setið lengi á þingi.
Ég er sá sem hefur setið næst-
lengst af þeim sem nú eiga sæti
á þingi, en Ragnar.Arnalds hefur
setið einu kjörtímabili lengur en
ég-,
Ég er mjög þakklátur fyrir þau
viðbrögð sem ég hef orðið var
við og þá er ég kannski ekki að
►Ólafur G. Einarsson, forseti
Alþingis, er fæddur 7. júlí 1932
á Siglufirði. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum
á Akureyri 1953 og lögfræði-
prófi frá Háskóla Islands 1960.
Ólafur var sveitarstjóri Garða-
hrepps frá 1960 til 1972, en
hann átti sæti í hreppsnefnd
Garðahrepps og bæjarstjórn
Garðabæjar frá 1966 til 1978
og var hann forseti bæjar-
stjórnar frá 1975 til 1978. Ólaf-
ur hefur verið þingmaður
Reykjaneskjördæmis frá 1971
og hann var menntamálaráð-
herra 1991-1995. Hann hefur
auk þess gegnt margvíslegum
trúnaðarstörfum á sviði sveit-
arstjórnamála og á vegum Al-
þingis og árið 1984 var hann
sæmdur stórkrossi þýsku þjón-
ustuorðunnar með stjörnu.
Eiginkona Ólafs er Ragna
Bjarnadóttir húsmóðir og eiga
þau eina dóttur.
tala um óverðskuldað lof sem
hefur verið borið á mig í blöðum,
en ég met það engu að síður.
Miklu frekar er ég þakklátur fyr-
ir það hvemig þingmenn brugð-
ust við mínum ábendingum, en
ég fann mjög ríkan vilja hjá þeim
til að breyta þessari ásýnd þings-
ins sem að minni hyggju og ég
held alls almennings var ekki
góð. Auðvitað er ekki komið eitt-
hvert nýtt snið sem við getum
reiknað með að verði, en svona
fyrstu viðbrögð eru mjög jákvæð
og það þykir mér gott. Eg minn-
ist til dæmis alls ekki fyrsta þings
eftir kosningar sem var með þeim
blæ sem vorþingið núna var, því
oft em menn nú ókyrrir einmitt
á fyrsta þingi. En það var ekki
nú. Málþóf átti sér aldrei stað
og um óeiningu um dagskrá eða
fundarstjórn forseta var
ekki að ræða.
Ég vonast eindregið
til þess að á þessu verði
framhald og mun leggja
mig fram um það, auð-
vitað með sérstöku sam-
starfi milli forsætisnefndarinnar
og formanna þingflokkanna sér-
staklega, en að sjálfsögðu með
góðu samstarfi við þingmenn yf-
irleitt."
- Telur þú að þetta verði til
þess að breyta ímynd Alþingis
út á við?
„Það vona ég mjög eindregið
vegna þess að það er engum til
góðs ef stofnunin sem slík er
ekki í góðu áliti hjá þjóðinni. Það
er vont og við þurfum að leggja
okkur fram um að bæta það.“
„Ótrúlega lítill
hópur þekkir
þinghúsið