Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. 150 AR FRA ENDUR- REISN ALÞINGIS ALÞINGI íslendinga, sem talið er stofnað á Þingvöll- um árið 930, var formlega lagt niður árið 1800 og hafði þá raunar ekki verið nema dómstóll um all- langt skeið. Á fjórða áratug nítjándu aldarinnar voru Danakonungi sendar ýmsar bænaskrár frá íslendingum, þar sem beðið var um innlent ráðgjafarþing, hliðstætt dönsku stéttaþingunum. Kristján VIII gaf árið 1840 jákvætt svar við þessum bænum íslendinga og lagði konungur sjálfur til að þingið yrði nefnt Alþingi ög háð á Þingvöllum. Það varð reyndar úr, ekki sízt að tilstuðlan Jóns Sigurðssonar, að þingstaður endurreists Alþingis varð í Reykjavík. Alþingi hélt fyrsta fund sinn 1. júlí 1845, í húsi Lærða skólans. Þótt það væri í upphafi aðeins ráðgefandi fulltrúaþing má kalla endurreisn Alþingis fyrsta áfangann í sjálfstæðisbaráttu og framfarasókn íslendinga. Alþingi varð vettvangur sjálfstæðisbarátt- unnar og þangað beindust sjónir almennings. Fleiri sigrar í sjálfstæðisbaráttunni fylgdu; stjórnarskrá 1874, heimastjórn 1904, fullveldi 1918 og stofnun lýð- veldisins 1944. Með stjórnarskránni fékk Alþingi löggjafarvald í innanlandsmálum með konungi og fjárforræði um sér- mál ísléndinga. Með heimastjórn og stofnun íslenzks ráðherraembættis urðu þáttaskil í sögu Alþingis og þróun lýðræðis á íslandi, þar sem þingræði komst þá á. íslendingar hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að þingræðisleg stjórn hefur haldizt óskert í landinu síðan. Alþingi varð ekki einvörðungu miðpunktur íslenzkra stjórnmála vegna þess að þar sætu hinir lýðkjörnu full- trúar þjóðarinnar, heldur einnig vegna hinna sögulegu tengsla við Alþingi hið forna. Endurreisn Alþingis var í huga íslenzkra þjóðernissinna nokkurs konar aftur- hvarf til gullaldar Islendinga, um leið og hún var fyrsta skrefið á nýrri framfarabraut. Alþingi skipar því annan og meiri sess í tilfinningalífi þjóðarinnar en gerist með þjóðþing flestra nágrannalandanna, nema ef vera kynni brezka þingið í Westminster. Staða Alþingis hefur einkennzt nokkuð af því að þingið var endurreist löngu áður en innlent fram- kvæmdavald kom til, öfugt við það sem víðast gerist. Þó hefur þróunin orðið sú á undanförnum áratugum að staða þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu hefur veikzt. Með sameiningu deilda Alþingis og eflingu þing- nefnda, færslu Ríkisendurskoðunar undir þingið, stofn- un embættis umboðsmanns Alþingis og fleiri umbótum virðist þingið nú vera að styrkja stöðu sína á nýjan leik. Virðing Alþingis hefur oft orðið að umtalsefni á síð- ustu árum og hafa vinnubrögð þingmanna að margra mati ekki verið sæmandi hinni fornu og virðulegu stofn- un. Nýr þingforseti, Ólafur G. Einarsson, hefur gert að forgangsverkefni sínu að breyta ímynd Alþingis og segist í viðtali við Morgunblaðið í dag þingmönnum þakklátur fyrir viðbrögð þeirra við ábendingum sínum. Þingforseti segir vorþingið, sem nýlega lauk, dæmi um nýjan og betri blæ á þingstörfunum. Vonandi verður þar framhald á. Fyrsta deilumál Alþingis sumarið 1845 var hvort þingfundir skyldu opnir almenningi eða ekki. Tillaga séra Hannesar Stephensen um að þingið yrði öllum opið, hlaut ekki náð hjá konungsfulltrúa. Frá árinu 1849 hefur almenningur hins vegar átt greiða leið 'á. þingpalla. Alþingishúsið, sem verið hefur heimkynni þingsins frá 1881, hefur hins vegar ekki fyrr en í dag verið opnað almenningi, sem gefst kostur á að ræða. við þingmenn, ráðherra og fórseta þingsins og fræðast um störf þingsins. Þessi háttur á hátíðahaldi í tilefni tímamótanna er mjög við hæfi og til þess fallinn að efla tengsl þingsins við umbjóðendur sína. Vonandi mega Islendingar beina sjónum til Alþingis sem mið- dépils íslenzkrar þjóðmálaumræðu óg stjórnmálabar- áttu, í framtíðinni jafnt sem á liðnum öldum. KNATTSPYRNAN í SUMAR Bestu liðin eins góð og kostur er Knattspyma er vinsælasta íþróttagreinin hér á landi. Þríðjungur er nú liðinn af 1. deild * karla á Islandsmótinu, Akumesingar eru í efsta sætinu og margir spá að þeir sitji þar sem fastast. Skapti Hallgrímsson reynir hér að varpa ljósi á hvemig knattspyman hefur veríð í sumar og niðurstaðan er sú að leik- menn hafí komið betur undan vetrí en í fyrra. AHUGAMENN virðast á því að knattspyrnan sem 1. deildarliðin hafa boðið uppá í sumarsé að mörgu leyti góð. Margir töldu íslandsmótið í fyrra ekki sérlega skemmtilegt, en nú er annað upp á teningnum. Mikið hefur verið skorað, 3,1 mark að meðaltali í leik, nokkur ánægja virðist ríkja með aðsókn og ætla má að íslensk knattspyrnulið séu góð miðað við aðstæður. Sumir segja m.a.s. að þau bestu séu eins góð og mögulegt er, en aðstaðan til æfinga og uppbyggingar sé reyndar langt í frá viðunandi og standi framþróun íþróttarinnar hreinlega fyrir þrifum. TUhlökkun í byijun íslandsmóts eru vænt- ingar manna ætíð talsverðar, til- hlökkunin að geta farið aftur á völl- inn mikil, en oft verða hinir sömu fyrir vonbrigðum með gæði knatt- spyrnunnar eftir að baráttan hefst. En hvemig skyldi mönnum fínnast til hafa tekist í sumar? Guðjón Þórð- arson, þjálfari KR, segir góð lið allt- af hafa verið til staðar en telur heildina greinilega vera að batna. „Mér sýnist fleiri þokkalega góðir knattspymumenn vera á ferðinni en áður. Það var vitað mál að Skagamenn yrðu sterkastir — breytingar hafa ekki verið miklar á leikmannahóp þeirra og þegar svo er em mestar líkur á að vel gangi.“ Akurnesingar hafa sigrað í fyrstu sex leikjum sínum í deildinni og það var sama við hvern var tal- að; allir era sam- mála um að ÍA sé með besta lið landsins. En það er ekki ósigrandi, eins og sást á Laugardalsvelli í vik- unni er ÍA tapaði fyrir Fram í 16- liða úrslitum bikarkeppninnar og er þar með úr leik í baráttunni um þann bikar. „Nú hafa þeir tapað fyrsta leiknum í sumar og þá sjá hin liðin að það er hægt að vinna Skagamennina," sagði Guðjón. „Það á að gefa öðram liðum aukið sjálfs- traust og þrátt fyrir góða forystu ÍA í deildinni verða menn að gera sér grein fyrir því að það er mikið eftir af mótinu. En þó ég segi þetta tel ég Skagamennina hafa mótið meira í hendi sér en menn grunar," sagði KR-þjálfarinn, og neitar að ummælin séu til þess fallin að sá kæruleysisfræi í herbúðum Skaga- manna. Þeir séu einfaldlega með besta liðið og öll umgjörðin um liðið ‘ sé nvjög góð. Stutt milli hláturs og gráts Logi Ólafsson stýrði Víkingum til íslandsmeistaratignar 1991 og er nú við stjómvölinn hjá meistara- liði Skagamanna. Hann er ánægður með það sem af er, en segir Akur- nesinga láta tal um að þeir séu ör- uggir með meistaratitilinn sem vind um eyra þjóta. „Við vitum að það er afskaplega stutt milli hláturs og gráts í þessu — það sýndi sig best í bikarleiknum við Fram. Við látum því ekki slæva okkur með þessari umræðu en vitum að ef við spilum eins og við getum eigum við að vinna hin liðin í deildinni." Logi hefur ekki séð eins marga leiki og hann hefði kosið, þar sem í sumar er talsvert um leikir séu á sama tíma, „en flestir sem ég hef séð hafa verið alveg ágætir, og mér finnst að okkar leikir hafi verið skemmtilegir. Einn eða tveir hafa kannski ekki verið mikið fyrir augað en ég held þó að áhorfendur hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Markaskoranin í deildinni sýnir að leikimir era skemmtilegir. Það er ekki verið að spila varnarknatt- spymu; ég held það sé að minnka að menn fari í leikina til að ná í eitt stig, þó við höfum svo sem lent í því.“ Skemmtilegt Gylfi Orrason hefur lengi fylgst með knattspyrnunni, innan vallar sem utan; hann var stjórnarmaður í knattspyrnudeild Fram í nokkur ár og er nú einn dóm- aranna í 1. deild. Gylfi segist ekki hafa velt sérstak- lega fyrir sér sam- anburði við fyrri ár, en segist hafa haft gaman af þeim leikjum sem hann hafi séð og tekið þátt í í sum- ar. „Mér fínnst að breytingar sem gerðar hafa verið í sambandi við leikreglur séu af hinu góða; fyrst og fremst að liðin eru ekki eins mikið að hugsa um að spila rang- stöðu og áður, sem héfurmeiri sókn- arleik í för með sér og leikmenn eru líka greinilega orðnir varari um sig varðandi „tæklingar“. í fyrstu leikj- unum, að. minnsta kosti þeim sem ég dæmdi, vora mörg spjöld, en þeim fækkár —«nér virðist menn vera farnir að átta sig á að þeir komast ekki upp með að sparka andstæðingana niður án þess að vera refsað fyrir það.“ Má ekki miða við það besta Guðjón KR-þjálfari kannast við það sem nefnt var í upphafi um tiÞ íslendingar þola ekki samanburð við það besta Morgunblaðið/Golli Ekki ósigrandi AKURNESINGAR hafa sigrað í fyrstu sex leikjum sínum á íslands- mótinu en töpuðu fyrir Fram í bikarkeppninni í vikunni á Laugar- dalsvelli. Hér eigast við Pétur Marteinsson, varnarmaður í liði Fram, til vinstri, og Skagamaðurinn Kári Steinn Reynisson í þeim leik. hlökkunina og að menn verði síðan fyrir vonbrigðum, þegar á hólminn er komið. Hann segir menn einfald- lega „spenna væntingabogann of hátt“ í mörgum tilvikum. „Knatt- spyrnan situr eftir hvað varðar að- stöðu og þrátt fyrir allt stöndum við furðu vel að vígi þegar kemur að gæðum knattspyrnunnar. Okkur hættir við að miða við knattspyrn- una í Evrópu þar sem hún er best en við þolum auðvitað ekki þann samanburð. Knattspyrnuáhuga- menn era vanir niðursoðnum, völd- um köflum frá knattspyrnuleikjum erlendis í sjónvarpinu — og það er allt annað að fylgjast með því eða að fara á völlinn og horfa á leik. Við gætum fengið skemmtilega kafla ef búinn yrði til fimm eða tíu mínútna bútur úr leik hér — en þegar menn fara á völlinn er niður- soðni erlendi pakkinn oft sterkur í undirmeðvitundinni og menn fara að bera það sem þeir sjá, saman við það,“ segir Guðjón. Loga er mikið niðri fyrir vegna slæmrar aðstöðu til knattspymuiðk- unar hérlendis. Nefnir dæmi frá Noregi, þar sem sú stefna hafi ver- ið tekin að gera það sem þyrfti til að bæta knatt- spyrnuna. Niður- staðan hafi verið sú að byggja þyrfti knattspyrnuhallir og það því gert. „Hinu opinbera hér á landi fínnst greinilega út í hött að „kasta“ peningum í aðstöðu fyrir knattspyrnu. Ég hef stundum borið þetta saman við félagsmið- stöðvar, þar sem peningum er ausið inn, fyrir tiltölulega fáa krakka, á meðan knattspymudeildir félag- anna eru með urmul af börnum, en fá nánast enga styrki frá hinu opin- bera.“ Logi gagnrýnir einnig íþróttafélög hérlendis; segir þau hafa lagt of mikið upp úr byggingu félagsheimila síðustu árin í stað þess að hugsa um æfingaaðstöðu. „Ég vil sjá knattspyrnuhöll áður en ég sé fleiri félagsheimili rísa,“ segif hann. Skortir leikgleði? Heyrst hafa raddir þess efnis að stundum virðist skorta leikgléði hjá þeim sem standa í eldlínunni. Að alvaran sé svo mikil að menn gléymi að brosa. Guðjón tekur undir þetta. „Þetta er atriði til umhugsunar fyr- ir alla sem koma nálægt knattspym- unni. Ég held að hluti ástæðunnar séu hve miklar kröfur eru gerðar til leikmanna frá stjórnarmönnum og áhorfendum — kröfur sem þjálf- arar og leikmenn standa jafnvel ekki undir. Mér fínnst til dæmis athyglivert að aðeins tveir þjálfarar skuli vera eftir í 1. deildinni frá því í fyrra, ég og Hörður Hilmarsson, og ég er sá eini sem er með sama liðið!“ Það liggur í augum uppi að dóm- arinn er í mestri nálægð við leik- mennina og ætti því auðveldlega að skynja hvort leikgleði er til stað- ar. Gylfi segir það mjög einstakl- ingsbundið hvernig menn komi fram. „Sumir setja sig í einhvern ham í leikjum; sumir eru alltaf til- búnir að slá á létta strengi og aðrir ekki. Stundum getur maður brosað framan í leikmenn og þeir brosa á móti — sumir „ulla“ bara á mann! Maður verður að reyna að meta hvernig leikmennirnir eru stemmdir í hvert skipti,“ sagði Gylfi, og bætti við: „En náttúrlega er mikið undir — það skiptir þessa menn orðið miklu meira máli en áður hvort þeir tapa eða vinna. Þetta er orðið pen- ingaspursmál vegna bónusa. Það skeður til dæmis varla að dæmt sé víti án þess að allt verði vitlaust; menn sturlást og segja að vítaspyrnudómurinn sé það heimskulegasta sem þeir hafi séð. Svona viðbrögð hljóta að vera afleið- ing af auknum peningum," sagði Gylfi Orrason. Guðjón segir of algengt að menn vilji sjá árangur strax. „Menn virð- ast halda að nóg sé að klappa sam- an höndunum að hausti og þeir eigi síðan topplið að vori. Menn virðast ekki hafa tíma til að vinna sig upp hægt — allir ætla sér strax í Evrópu- sæti, þannig að segja má að menn leggi ekki upp með raunhæft mat á sjálfum sér. Þessi spenna dregur úr gleðinni og þeim léttleika sem menn þurfa að hafa í hjarta til að gera knattspyrnuna skemmtilegri. Það er lykilatriði að menn hafi meira gaman af knattspyrnunni en nú virðist oft vera.“ Lykilatriði að menn hafi gaman af verkefninu LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ1995 31 BÍLASTRÍÐIÐ SEM BÁÐIR UNNU Reuter AÐALSAMNINGAMENN Bandaríkjanna og Japans, Mickey Kantor og Ryutaro Hashimoto, leyfa sér að brosa á fréttamannafundi þar sem þeir tilkynntu að náðst hefði samkomulag um bílaviðskipti milli ríkjanna. Það var ekki fyrr en bandarískir bflasalar létu til sín taka að skríður komst á samningaviðræður Bandaríkjanna og Japans, sem virtust komnar í óleysanleg- an hnút EINHVERRI heiftarlegustu viðskiptadeilu Bandaríkja- manna og Japana lauk með sátt á miðvikudag, þegar samninganefndir þjóðanna komust að málamiðlun um bílavið- skipti. Samkomulagið var innsiglað í Genf einungis nokkrum klukku- stundum áður en setja átti refsitolla á sumar tegundir japanskra bíla í Bandaríkjunum. Báðir aðilar hrósuðu sigri. Japanir létu ekki undan þeirri kröfu Banda- ríkjamanna að tryggð yrði aukin framleiðsla japanskra fyrirtækja í Bandaríkjunum, en fengu framleið- endur þó til þess að lýsa því í smáatr- iðum hvernig færa ætti út kvíarnar. Umdeildur kvóti Bandaríkjamenn héldu fast í kröfu sína um ákveðinn kvóta fyrir inn- flutning erlendra bíla og varahluta til Japans, en á endanum áætluðu þeir kvótann sjálfir án þess að fá fyrirheit frá japönskum yfírvöldum. „Þessi árangur er stórt skref í átt að frjálsum viðskiptum um allan heim,“ sagði Bill Clinton, Bandaríkja- forseti, þegar hann gerði grein fyrir samkomulaginu. Viðskiptaráðherra Japans, Ryutaro Hashimoto, sagðist vænta þess að japanski bílaiðnaður- inn „muni leitast við að færa út kvíamar, bæði á heimsmarkaði og heimafyrir, í samræmi við áætlanir um viðskipti í framtíðinni," en ekki fyrirheit af hálfu stjórnvalda. Þótt báðir væra kátir með árang- urinn heldur fréttaskýrandi The Fin- ancial Times því fram, að orðskrúð Bandaríkjamanna fái ekki hulið þá staðreynd að Japanir hafi einfaldlega haft betur í þessari viðskiptadeilu. Helsta bitbeininu, kvóta á aukinn innflutning bandarískra bílahluta til Japans, hafi í raun verið ýtt til hlið- ar. Einnig hafi japanskir framleið- endur fallist á að gera það sem þeir höfðu ætíð hugsað sér, nefnilega að auka framleiðslu á erlendri grand. Embættismenn Evrópusambands- ins (ESB) tóku samkomulaginu með varúð og sögðust myndu fylgjast vandlega með því hver áhrif það hefði á bílaframleiðslu í Evrópu. Aðrir létu í ljósi nokkrar áhyggjur af þeim áhrif- um sem deilan gæti haft á Heimsvið- skiptastofnunina, og að grundvallar- breytingar í bæði Bandaríkjunum og Japan gætu orðið til þess að erfiðara yrði að setja niður aðrar viðskipta- deilur sem gerðust heiftarlegri. Fullur fjandskapur Það leit lengi vel út fyrir að deilan væri í óleysanlegum hnút. Á endan- um voru það bandarískir bílasalar, þeir sem selja dýru, japönsku bílana sem setja átti refsitolla á, sem beittu sér, og tryggðu að samkomulag næðist. Áhyggjufullir fóru þeir til Tókýó, hræddir um að deilan myndi á endanum svipta þá lifibrauðinu, og vonuðu að þeim tækist að brúa bilið sem virtist svo gífurlegt. Aldrei hefur eins litlu mátt muna að bílabardagi milli þessara þjóða yrði beinlínis að viðskiptastríði. Upp úr samningviðræðum slitnaði í byijun maí, eftir taugatrekkjandi þriggja daga viðræður í skíðabænum Whistl- er í Kanada. Einhveiju sinni hnoðaði Hashimoto servíettunni sinni í kúlu og grýtti í borðið fyrir framan sig. Eftir að hafa með þessum hætti komið Bandaríkja- mönnunum í opna skjöldu stóð hann á fætur, sótti kaffikönnu og hellti kurteislega í bollana hjá þeim. Á meðan-þeim fundum stóð voru þeir Mickey Kantor samningamaður Bandaríkjanna og Hashimoto hvor öðrum ákafari og hvatskeyttari. Kantor hótaði því að Bandaríkjamenn myndu refsa Japönum ef ekki næðist samkomulag. Viðbrögð Hashimotos voru heldur kaldranaleg. Hann sagði að Kantor væri „hræddari en konan mín þegar ég kem [fullur] heim.“ Bílasalar beita sér Það er venjan í viðræðum sem þessum að hefja baktjaldamakk þeg- ar opinberar viðræður eru komnar í slíkan rembihnút. En jafnvel það virt- ist ógerlegt að þessu sinni. Banda- rískir bílasalar þóttust sjá að ekki mætti við svo búið standa og tóku sér far til Tókýó. Þegar þangað kom „brá okkur illi- lega í brún,“ sagði einn þeirra, Kjell Berg, sem er gamall vinur Walters Mondales, sendiherra Bandaríkjanna í Japan. „Fólk hafði ekkert talast við. Menn voru að dunda sér við að lesa blöðin og gefa út fréttatilkynn- ingar.“ Á Okura hótelinu í Tókýó funduðu bílasalarnir með japönskum framleiðendum. Vegna þeirra sambanda sem Berg hafði gátu bílasalarnir komið á fund- um með Mondale og öðrum embættis- mönnum í sendiráðinu. Þaðan báru þeir síðan upplýsingar til japönsku framleiðendanna og til baka. Á fundunum með fulltrúum Toy- ota, Nissan, Mitsubishi og Honda komust bílasalarnir að því að fram- leiðendurnir vora í raun tilbúnir til þess að gera áætlanir um hversu mikið þeir myndu kaupa af banda- rískum bílahlutum, þótt japanska stjómin setti engin skilyrði þar um. Þannig virtist sem helsta bitbeinið, kvótinn margumræddi, væri yfirstíg- anleg hindran. Því kom í ljós, að þótt fullur fjand- skapur ríkti milli samninganefnd- anna, var bilið milli deiluaðila ekki jafn gífurlegt og það sýndist í fyrstu. En samningaviðræður eins og þessar era gjarnar á að dragast á langinn. Að sögn eins samningamanna Bandaríkjanna var það ekki fyrr en á miðvikudagsmorgunn sem jap- önsku bílaframleiðendurnir sýndu bandarísku embættismönnunum áætlanir sínar, og komu þannig í veg fyrir að gripið yrði til refsitolla. „Mikilvægur áfangi“ Aðal samningamaður Bandaríkj- anna, Mickey Kantor, sagði að sam- komulagið væri „mikilvægur áfangi að grundvallarbreytingu," sem „mun Ieggja drög að jöfnum starfsvett- vangi.“ Meðal lykilatriða í samkomu- laginu eru: •Stóru, japönsku bílaframleiðend- urnir fimm sögðust hafa uppi áform um að auka bílaframleiðslu í Banda- ríkjunum um 25% í 2,65 milljónir bíla á árinu 1998. Bandaríkjamenn áætla að þessu muni fylgja 6,75 millj- arða dala söluaukning á bílahlutum hjá fyrirtækjum þar í landi. Japönsk fyrirtæki í Japan munu auka kaup á bílahlutum frá Bandaríkjunum um tvo milljarða dala, samkvæmt áætlun bandarískra bílaframleiðenda. •Ráðuneyti alþjóðaviðskipta í Japan mun senda bréf til japanskra bílasala og staðfesta rétt þeirra til að selja erlenda bíla, og tilnefna fulltrúa sem mun svara spurningum. Bandarískir bílaframleiðendur reikna með að um 200 fleiri bílasalar í Japan muni bjóða upp á erlenda bíla á næsta ári, og eitt þúsund fleiri um árið 2000. •Stjórnvöld í Japan munu fækka reglum sem gilda um varahluti og eftirlit. Sérstaklega verður lækkuð . tala þeirra hluta sem teljast „vafa- samir,“ og einungis fáein, sérstak- lega útnefnd verkstæði mega versla með. Þá munu stjómvöld ennfremur fækka þeim skilyrðum sem uppfylla þarf til þess að fá samþykki yfirvalda. Fréttir um að samkomulagið væri í höfn ollu skyndilegri hækkun á gengi dollars gagnvart jeni, og nokk- urri uppsveiflu gagnvart þýska mark- inu og öðram evrópskum gjaldmiðl- um. Þó var bent á, að það sló á hækkun dollarans þegar Hashimoto gerði heyrinkunnugt að í samkomu- laginu væra ekki ákveðnar tölur um kvóta og að það hvort japanskir fram- leiðendur færa að tilmælum þar um væri undir þeim sjálfum komið. Viðbrögð ESB Fulltrúar ESB, sem hefur að und- anförnu hótað að bera brigður á sam- komulag Bandaríkjanna og Japans, lýstu nokkurri bjartsýni vegna samn- ingsins. „Fyrstu viðbrögð mín vora auðvitað léttir yfír því að komist skyldi hjá viðskiptastríði milli Banda- ríkjanna og Japans, þótt raunveraleg áhrif samnings á borð við þennan verði ekki ljós fyrr en að lokinni ná- kvæmri athugun á smáatriðunum,“ sagði Sir Leon Brittan, viðskiptafull- trúi ESB. „Ég er sérstaklega ánægð- ur með að japönsk stjórnvöld hafa ekki látið undan kröfum um að þau mæli fyrir um kvóta.“ Hann sagði að „svo virtist" sem samningurinn gerði ráð fyrir að opn- un japanska markaðarins veitti öllum bílaframleiðendum aukna möguleika, ekki einungis þeim bandarísku. Á það hafa fulltrúar ESB lagt megináherslu í áliti sínu á samningum Bandaríkj- anna og Japans. Bland í poka Lawrence Chimerine, einn helsti hagfræðingur ráðgjafastofnunar í Washington, sem stóð við bakið á stjóm Clintons í deilunni, sagði aá samkomulagið væri „bland í poka.“ „í ljósi þess sem við höfum séð má búast við að gangi þetta allt eft- ir og staðið verður við öll fyrirheitin, gæti bílaviðskiptahallinn við Japan minnkað um þriðjung, eða um 10 milljarða dala,“ sagði Chimerine. Olíkt því sem gerðist í bílavið- skiptasamningunum 1992, þegar jap- önsk fyrirtæki gerðu áætlun um hversu mikið af bandarískum bíla- hlutum þau myndu kaupa, er að þessu siifti engar tölur að finna frá fyrirtækjunum. Þær sem eru nefnda? eru áætlanir bandaríkjamanna, byggðar á væntingum þarlendra fyr- irtækja. „Þeir sigraðu á þeim vígstöðvum," sagði einn bandarísku samninga- mannanna. • (Byggt á The Wall Street Journal Europe og The Financial Times).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.