Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 11 HUNDRAÐ ÁRA AFMÆLI SEYDISFJARÐAR FAGNAÐ í BLÍÐSKAPARVEÐRI ÞORVALDUR Jóhannsson, bæjarstjóri Seyðisfjarðar, tók á móti Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, við minnismerki Ottós Wathne þegar hún kom til bæjarins og ávarpaði hana og aðra gesti þar. Fjöldi fólks beið komu Vigdísar og stilltu börnin sér upp og veifuðu fánum í tilefni dagsins. FRÆNKURNAR í eins kjólum. Systurnar Ingibjörg Rafnsdóttir, 5 ára, og Særún Rafnsdóttir, 3 ára, veifa fánum ásamt frænku sinni Iðu Jóhannsdóttur, 3 ára, sem situr á milli afa og ömmu þeirra allra, Ingibjargar Rafnsdóttur og Árna Stefánssonar. Hann er þó víst betur þekktur undir nafninu Addi í Firði. Morgunblaðið/Halldór BÆJARBÚAR STILLTU SAMAN KRAFTA SÍNA Seyðisfirði. Morgunblaðið. „HÚN ER að koma, þarna er hún.“ „Hvar, hvar?“ „Þarna í svarta bílnum." „Jaaaá, þarna, nú sé ég hana, sjáðu, þarna er forsetinn!" Eftirvæntingin leynir sér ekki meðal ungviðsins á Seyðisfírði þegar þjóðhöfðinginn heimsækir bæinn þeirra í tilefni af 100 ára afmælishátiðinni. Fjörðurinn skartar sínu fegursta, gróðurinn teygir sig langt upp í fjallshlíð- arnar þar sem skínandi snjórinn tekur við í dældunum. Leysinga- vatn er með mesta móti og hvert sem litið er fossa lækir niður snarbrattar fjallshlíðarnar. Veð- urguðirnir voru örlátir við Seyð- firðinga á afmælishátiðinni, ekki blakti hár á höfði í sólskininu, hitinn er vel yfir 20 stig. Listaverk á 16 stöðum Bærinn er perla fjarðarins, sparibúið afmælisbarn, og bæj- arbúar stoltir. Yfir 30 listamenn eru með verk til sýnis á 16 stöð- um í bænum. Hér hafa hús verið máluð, garðar verið slegnir og bæjarbúar gáfu sjálfum sér stórglæsilegt torg í miðbænum. Afmælishátíð Seyðisfjarðar- kaupstaðar var formlega sett í gær við hátíðlega athöfn á torg- inu. Forseti bæjarsljórnar, Arn- björg Sveinsdóttir, flutti ávarp, kirkjukórinn söng „Seyðisfjörð- ur“, forseti íslands flutti ávarp og afhjúpaði listaverkið Útlínur eftir Kristján Guðmundsson. Vig- dísi varð á orði að nú hefðu bæjarbúar stillt saman krafta MAGNÚS Heiðdal Karlsson, 5 ára, var ekki alveg viss hvers vegna forsetinn væri að koma. Móðir hans, Sigríð- ur Heiðdal Friðriksdóttir, leiddi hann i allan sannleika í málinu. sína til að minna sjálfa sig á hvað þeir geti gert sér og samfé- lagi sínu til sóma og bæri hátíða- dagskráin þess greinilega merki. Um leið skerpi bæjarbúar skiln- ing sinn á því hvers vegna þeir væru tengdir sterkum böndum við þetta land, þennan fjörð og þennan bæ. Hvers vegna Seyðis- fjörður er þeirra staður í tilver- unni. Hún fór nokkrum orðum um sögu bæjarins og hlutverk í þróun islensks samfélags en Seyðisfjörður var fjórði bærinn á landinu sem fékk kaupstaðar- réttindi. Utanríkisráðherra, fé- lagsmálaráðherra og fleiri mætir gestir fluttu ávörp og óskuðu Seyðfirðingum innilega til ham- ingju með afmælið og voru bæj- arbúum fluttar veglegar gjafir af tilefninu. Þegar barnakórinn skyldi flytja sitt atriði kom babb í bát- inn, söngbörnin voru svo spennt yfir öllum hátíðahöldunum að þau höfðu týnst tímabundið en skiluðu sér fljótt upp á svið og skiluðu hlutverki sínu með mikl- um sóma. Gjörvilegur bær Ungir sem aldnir, aðfluttir og brottfluttir, karlar og konur, all- ir skemmtu sér hið besta. Hinir eldri voru sammála um að margt hefði breyst á undanförnum árum og áratugum. Seyðisfjörður stæði þó uppi sem gjörvilegur bær. Börnin fengu ís og annað góðgæti en voru ekki jafnhárviss og hinir eldri af hveiju þetta tilstand staf- aði. Það kom þó ekki í veg fyrir að þau gætu skemmt sér. Unga fólkið hefur verið iðið í bæjar- vinnunni og uppsker nú laun erf- iðis síns því fyrir utan hátíðar- dagskrána og stemmninguna eru unglingadansleikir í kvöld og annaðkvöld. Lengra og betra með Heimsklúbbnum og Príma Karíbahafið Eyjan DÓMINÍKANA er ekki eyðisker heldur jarðnesk paradís í Karíbahafi, þar sem litfagur gróður og lostætir ávextir prýða tilveruna. Innfæddir eru þeldökkir eða af blönduðum uppruna, fall- egt fólk, kurteist og ljúft í viðmóti. Hótelin okkar eru falleg, sum með öllu inniföldu, svo þú tekur ekki upp budduna í ferðinni, fullt úrvalsfæði, aliir drykkir, skemm- tanir, íþróttaaðstaða. Margir hafa sannfærst af eigin raun, að þetta eru kostakjör, ódýrara en Spánar- eða Kanaríeyjaferð. Okkar eigin fararstjóri á staðnum í jan.-feb. 1996. Nú er tíminn til að tryggja sér pláss á sérstökum kjörum. Tækifærisferðir, s.s. brúð- kaup, afmæli, klúbbar allt árið. Það nýjasta og besta - Sigling á Imagination Skemmtilegustu lúxussiglingarn- ar eru með CARNIVAL CRUISES. Vígslujómfrúrferð á nýjasta, glæsi- legasta skipinu - IMAGINATION með fullu lúxusfæði um borð í fljót- andi borg með öllum skemmt- unum og tilbreytingu, sem boðist getur á einni viku. Tengt við vikud- völ á nýju lúxus-hóteli á Dominicana, RESAISS-ANCE. ísl. fararstjóri Heimsklúbbsins tryggir örugga, þægilega ferð. 8. sept. Fá pláss laus. PERLUR AUSTURLANDA Austurlönd eru spennandi og meira ævintýri en þú hefur kynnst annars staðar á ferðalögum með betri hótel, ljúffengari og ódýrari mat, ódýran fatnað úr vönduðum efnum, fegurð og fjölbreytta menningu. Nú býðst þér það besta í Asíu á áður óþekktu tilboðsverði: HONG KONG - SINGAPORE - BAU - BANGKOK - 2. okt., 20 dagar, örfá sæti laus. Misstu ekki af tækifærinu, sem er einstakt. Verðgildi peninganna hvergi meira. FERÐASKRIFSTOFAN LEH9ANDI í SÖLU FARSEÐLA TILASÍU 0G ÁSTRALÍU Austurstræti 17, 4. haaÐ,101 Reykjavik, sími 56 20 400, fax 562 6564
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.