Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni THI5 15 A 6REAT PLACE FOR ICE CREAM CONE5..THEV HAVE ALL KIND5 OF FLAV0R5.. ---—-------rrvTrr ..——I I I , Þetta er stórkostlegnr staður fyrir ís ... þeir eru með alls konar bragð ... UJHAT FLAVOR DO HOO THINK VOU WANT7, 'ZJT Hvaða bragð heldurðu að þú viljir? BREF TEL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Fj ölskylduhelgi í Langadal Frá Ferðafélagi íslands: FERÐAFÉLAG íslands óskar að koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttaflutnings undanfarið um tjaldstæði í Þórsmörk. Um þessa helgi, 30.6.-2.7., er fjöl- skylduhelgi á umráðasvæði þess í Langadal, en ekki samkoma ungl- inga. Frétt Morgunblaðsins miðviku- daginn 28. júní, þar sem m.a. í myndafyrirsögn er talað um glaum og gleði í Þórsmörk næstu tvær helgar, er líkt og aðrar frétt- ir af þessu tagi til þess eins að skaða ímynd Þórsmerkur sem einnar af mestu náttúruperlum landsins. Slíkar fréttir hvetja beinlínis til aukinnar ásóknar unglinga í Þórsmörk með því álagi og þeim vandræðum með því miður hafa fylgt óskipulögðum samkomum unglinga í Þórsmörk. Ferðafélag íslands og aðrir aðilar sem sjá um tjaldstæði í Þórsmörk óska ekki eftir að kalla yfir sig þær fylliríssamkomur unglinga sem stundum hafa verið fyrstu helgina í júlí undanfarin ár, þó sem betur fer ekki undanfarin tvö ár. Ferðafélagið vill beina því til fjölmiðla að þeir hvetji fólk til að kynnast Þórsmörk á jákvæðan hátt, hvort sem um er að ræða fólk á unglingsaldri eða öðrum aldursskeiðum. Þetta er annað .árið í röð sem ferðafélagið efnir til sérstakrar íjölskylduhelgi í Langadal í Þórs- mörk fyrstu helgina í júlí. í boði er helgarferð á hagstæðu verði með brottför föstudagskvöld- ið 30. júní kl. 20.00. Gist verður í Skagfjörðsskála og tjöldum í dalnum. í fyrra voru þátttakendur um 100 en nú stefnir í enn meiri þátt- töku og þar eru böm í miklum meirihluta enda verða þau höfð í fyrirrúmi þessa helgi. Fjölbreytt dagskrá er fyrir unga sem aldna sem fararstjórar hafa undirbúið af kostgæfni. Meðal dagskrárliða eru gönguferðir, ratleikur (leitin að álfasilfrinu) og kvöldvaka. Auk þess fjölskyldufólks, barna og fullorðinna sem taka þátt í fjöl- skylduferðinni er nærri fullbókað á tjaldstæðin í Langadal og er þar fjölskyldufólk í meirihluta. Vegna gróðurverndar er pláss takmarkað á tjaldsvæðum í Þórsmörk og þeir sem eiga pantað verða að sýna staðfestingu frá viðkomandi aðila að þeir eigi tjaldpláss. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Samstarf Náttúru- verndarráðs og einkaaðila Frá Arnþóri Garðarssyni: VÍSAÐ er til opins bréfs Sjálfboða- liðasamtaka um náttúruvernd, sem barst Náttúruvemdarráði 16. júní sl., um átaksverkefni Ferða- málaráðs og Eimskipafélags ís- lands hf. „Fossar í fóstur". Náttúmvemdarráð þakkar Sjálfboðaliðasamtökunum þann áhuga og vilja í verki sem samtök- in hafa á undanförnum ámm sýnt til þess að stuðla að vemd ís- lenskra náttúru. Sérstaklega er þakkað fyrir framlag samtakanna á þeim svæðum sem Náttúru- verndarráð ber ábyrgð á. Nú er það svo að fjármunir, sem ætlaðir em til náttúmverndar og fræðslu um náttúru landsins, em af skornum skammti. Svipað er að segja um fjáröflunarleiðir opin- berra stofnana en þær em tak- markaðar lögum samkvæmt. Með- al annars vegna þessa hefur verið gripið til þess ráðs að afla fjár til einstakra verkefna í náttúmvernd frá aðilum í einkarekstri. Náttúruverndarráð leggur á það áherslu að þegar fjármagn, ætlað til verkefna sem með einum eða öðmm hætti varða Náttúm- verndarráð og hlutverk þess, kem- ur frá aðilum í einkarekstri, sé undirbúningur þeirra og fram- kvæmd í fullu samráði við ráðið. Tilgangurinn með þessu er m.a. sá að koma í veg fyrir og draga úr neikvæðum afleiðingum, sbr. það sem segir í opnu bréfi Sjálf- boðaliðasamtakanna um auglýs- ingar við náttúrafyrirbæri. Með ósk um áframhaldandi gott samstarf Náttúmverndarráðs og samtakanna. ARNÞÓR GARÐARSSON, formaður Náttúruvemdarráðs. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbðk verður framvegis varðveitt i Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.