Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 47
FRÉTTIR
Laufskálar
í Rimahverfi
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri, afhenti þeim Gúst-
afi Ölafssyni og fulltrúa Guð-
rúnar Arnardóttur, viðurkenn-
ingu í samkeppni um nafn á
nýjum leikskóla í Rimahverfi,
sem verið er að reisa. Þau áttu
bæði hugmyndina að nafninu
Laufskálar. „Þetta eru nýmæli
að efna til samkeppni um nafn
á leikskóla og óvíst hvort hún
verður endurtekin,“ sagði Garð-
ar Jóhannsson skrifstofusljóri
Dagvistar barna, „Ungmennafé-
lagið Fjölnir í Grafarvogi sá um
að bera út tilkynningar um sam-
keppnina og fóru þær í 700 íbúð-
ir. 79 tillögur bárust frá 49 aðil-
um.“ Gert er ráð fyrir að leik-
skólinn verði tekinn í notkun í
byijun næsta árs en þetta er
fjögurra deilda skóli sem byggð-
ur er eftir teikningu Albínu
Thordarson arkitekts.
Ný reglugerð
um ávísun lyfja
Sjúkling-
arnir eiga
völina
NÝ REGLUGERÐ um ávísun lyfja
tekur gildi í dag og leysir af hólmi
svokallað R/S kerfi. Reglugerðin
gefur sjúklingum kost á að spara
með því að velja ódýr samheitalyf.
Samkvæmt reglugerðinni er
lyflafræðingum skylt að kynna
sjúklingum þann möguleika að velja
ódýrt samheitalyf í stað þess sem
læknirinn hefur ávísað, sé það fyrir
hendi. Þetta gildir ef verðmunur á
lyfinu sem ávísað er og ódýrustu
samsvarandi pakkningu af sam-
heitalyfi er meiri en 5%. Sjúklingar
geta þá sjálfir valið hvort þeir kaupa
dýrara eða ódýrara samheitalyfíð.
Lyfjafræðingarnir munu fara eft-
ir lista yfir samheitalyf sem heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
ið gefur út. A listanum verða ein-
göngu samheitalyf sem enginn
ágreiningur er um að séu fyllilega
sambærileg að gæðum og innihalda
sama virka Iyfjaefni, í sama magni,
sama lyfjaformi og jafnstórri
pakkningu. Ef læknir vill ekki að
lyfjafræðingurinn upplýsi fólk um
þennan valmöguleika ritar hann R
með hring utan um fyrir aftan heiti
lyfsins á lyfseðilinn.
Sjúklingar greiði
mismuninn
Þann 1. ágúst tekur síðan gildi
ný reglugerð um greiðslur almanna-
trygginga í lyfjakostnaði. Þá verður
tekið upp svokallað viðmiðunarverð
sambærilegra samheitalyfja. Við-
miðunarverðið miðast við smásölu-
verð ódýrasta samsvarandi lyfs að
viðbættum 5% og verður það endur-
skoðað á þriggja mánaða fresti.
Þátttaka almannatrygginga verður
óbreytt fyrir þau lyf sem eru undir
viðmiðunarverðinu en ef sjúklingur
velur dýrara lyf verður hann að
greiða mismuninn sjálfur.
Lyfj ako stnaður
gæti lækkað
Samkvæmt fréttatilkynningu frá
Tryggingastofnun ríkisins er gert
ráð fyrir að reglugerðirnar geti orð-
ið til þess að lyfjakostnaður al-
mannatrygginga sem og sjúklinga
lækki. Samskonar kerfi er í gildi í
Danmörku, Svíþjóð og Noregi og
er reynslan þar í löndum sú að lyfja-
verð lækki fljótlega niður í viðmið-
unarverð.
Morgunblaðið/Golli
Flutningur grunnskóla til sveitarfélaga
Verkefnisstjórn
lýkur undirbúningi
TIL AÐ ljúka undirbúningi fram-
kvæmdar á flutningi grunnskólans
til sveitarfélaganna 1. ágúst á
næsta ári hefur menntamálaráð-
herra skipað verkefnisstjórn sem
hefur yfirumsjón með verkefninu.
Áhersla lögð á að góð
samvinna náist
í fréttatilkynningu segir: „Ráð-
herra hefur lagt mikla áherslu á
að um framkvæmdina geti náðst
góð samvinna milli ríkis, sveitarfé-
laga og kennara.
Verkefnisstjórnin er skipuð
Hrólfí Kjartanssyni frá mennta-
málaráðuneyti, sem jafnframt er
formaður, Steingrími Ara Arasyni
frá fjármálaráðuneyti, Vilhjálmi Þ.
Vilhjálmssyni, formanni Sambands
íslenskra sveitarfélaga, og Eiríki
Jónssyni sem tilnefndur var af
Kennarasambandi Islands og Hinu
íslenska kennarafélagi.
Jafnframt hafa verið skipaðir
þrír starfshópar sem ætlað er að
annast útfærslu og framkvæmd til-
tekinna verkefna á þessu sviði. Einn
þeirra mun fjalla um að gera tillög-
ur um tilhögun og meðferð kjara-
mála, lífeyrismála og starfsrétt-
indamála kennara á grunnskóla-
stigi. Öðrum hópi er ætlað að meta
kostnað af tilfærslu grunnskólans
til sveitarfélaga og gera tillögur um
hvernig sveitarfélögum verði
tryggðar auknar tekur til reksturs
þess hluta skólans sem enn er í
höndum ríkisins.
Verkefni þriðja hópsins er m.a.
að vera Sambandi íslenskra sveitar-
félaga til ráðuneytis um fyrirkomu-
lag þeirrar þjónustu er fræðsluskrif-
stofur hafa annast.“
Morgunblaðið/GSH
SÆVAR Þorbjörnsson og Jón Baldursson að spila við Tékka
á föstudagsmorgun.
ESTHER Jakobsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir við upphaf
leiks íslands og San Marínó á föstudag.
Heimsmeistaramótssætin
ráðast í lokaumferðinni
__________Brlds____________
Evrópumótið í
svcitakeppni
VILAMOURA, PORTÚGAL
Evrópumótið í opnum flokki og
kvennaflokki, 17. júní til l.júll
Vilamoura. Morgunblaðið.
ÞAÐ verða margar neglur nagað-.
ar upp í kviku þegar síðustu spil-.
in falla á grænu borðin í Vilamo-
ura í dag. Sjaídan hefur baráttan
um fjögur efstu sætin verið jafn-
hörð á Evrópumótum í brids og
margar þjóðir eig^ möguleika á
að ná þeim á lokasprettinum.
Þessi sæti gefa keppnisrétt á
heimsmeistaramótinu sem haldið
verður í Kína í haust.
Það er greinilegt að breiddin í
Evrópu er orðin mikil. Flestir spil-
ararnir í opna flokknum hafa á
valdi sínu góða úrspils- og varnar-
tækni og vel æfð sagnkerfi. Ef
til vill liggur munurinn á liðunum
helst í beittum margræðum hindr-
unarsögnum sem hafa það bæði
að markmiði að rugla andstæðing-
inn í ríminu og auðvelda að finna
góðar fórnarsagnir. Þarna hafa
Islendingar nokkuð forskot enn
sem komið er, sífellt fleiri þjóðir
eru farnar að tileinka sér þessar
sagnir.
Islenska liðið í opna flokkum
hefur verið að spila vel síðari hluta
mótsins enda hefur það unnið
flesta leiki sína. Liðsmennirnir
segja sjálfir að-leikirnir við Ung-
veija og Tyrki á miðvikudag hafi
verið einna bestu leikir liðsins á
mótinu en þessar þjóðir hafa á
að skipa margreyndum keppnis-
mönnum.
íslenska liðið fékk geimsveiflu
í þessu spili í leiknum við Ung-
veija:
Austur gefur, NS á hættu
Norður
♦ Á982
y G1085
Vestur ♦ K642 Austur
♦ K * 10 ♦ G73
y K943 V D762
♦ G1053 ♦ Á7
47643 Suður 4KDG8
♦ D10654
VÁ
♦ D98
♦ Á952
Við annað borðið opnaði Jón
Baldursson á 13-15 punkta grandi
með austurspilin. Suðri fannst
hann ekki eiga nógu góð spil til
að segja 2 spaða og passaði og 1
grand var passað út. Jón fór 2
niður, 100 til Ungveijanna, en við
hitt borðið opnaði austur á eðli-
legu laufi. Nú gat Matthías Þor-
valdsson í suður sagt 1 spaða,
vestur doblaði til úttektar en Jak-
ob Kristinsson í norður stökk í 2
grönd sem sýndi góða hækkun í
3 spaða. Austur sagði 3 hjörtu
en Matthías sagði 4 spaða og átti
ekki í erfiðleikum með að fá 11
slagi, 650 til íslands og 13 impar.
Góð trygging
ísland vann Tyrkland 20-10 og
íslensku spilararnir höfðu yfir-
höndina í spilum sem buðu upp á
sagnbarattu, eins og þessu:
Norður gefur, AV á hætti
Norður
♦ ÁG83
¥G7
♦ K7
♦ 98653
Vestur
♦ D
V ÁD10865
♦ 98632
♦ 2 Suður
♦ K10974
V3
♦ GIO
♦ ÁKD74
Austur
♦ 652
V K942
♦ ÁD54
♦ GIO
Við annað borðið sátu Guð-
mundur Páll Arnarson og Þorlák-
ur Jónsson AV og Özdil og Goksu
NS. Özdil er Islendingum að góðu
kunnur en hann keppti á Bridshá-
tíð í vetur. Við hitt borðið sátu
Jón Baldursson og Sævar Þor-
bjömsson NS og Ince og Yilmaz
AV:
Vestur Norður Austur Suður
Guðm. Özdil Þorl. Goksu
pass pass 1 lauf
1 hjarta dobl 3 tíglar 4 spaðar
5 työrtu dobl/
Sævar Yilmas Jón
Ince
pass pass 1 spaði
2 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu 5 spaðar/
Við annað borðið opnaði suður
á eðlilegu laufi upp á gamla mát-
ann; flestir sem spila eðlilegt kerfi
opna á 1 spaða með þessi spil nú
til dags. Guðmundur Páll stakk
inn hjarta og norður sýndi undir-
tekt með dobli. 3 tíglar Þorláks
sýndu tígullit og hjartastuðning
og því gat Guðmundur Páll sagt
5 hjörtu. Norður valdi að dobla
það en þegar tígullinn lá vel fékk
Guðmundur 11 slagi og 850 fýrir.
Við hitt borðið var stígandi í
sögnum og Jón hefur varla hugs-
að sig lengi um áður en hann
sagði 5 spaða. Þeir fóru einn nið-
ur en í betri tígullegu hefðu 5
spaðar unnist þótt 5 hjörtu hefðu
tapast. Því voru íslendingarnir vel
tryggðir í spilinu og græddu 13
impa.
I kvennaflokki græddi íslenska
liðið einnig á þessu spili gegn
Hollendingum. Esther Jakobs-
dóttir og Ljósbrá Baldursdóttir
fengu að spila 4 spaða í NS sem
unnust. Við hitt borðið börðust
Anna ívarsdóttir og Gunnlaug
Einarsdóttir í 5 hjörtu en Hollend-
ingarnir fóru í 5 spaða sem fóru
1 niður.
504 spil á 10 dögum
Evrópumótið hefur verið nokk-
uð strembið fyrir íslensku konurn-
ar. Þær eru aðeins fimm sem
þýddi að ekki er mikið um hvfldar-
tíma. Þannig spilaði Esther Jak-
obsdóttir hvern einasta leik á
mótinu, alls 504 spil á 10 dögum!
Kvennamótinu lauk í gær og
íslenska liðið endaði í 15. sæti af
22 þjóðum með 296,5 stig. Liðið
tapaði 12-18 fyrir San Marínó {
fyrri leiknum í gær en gerði síðan
jafntefli, 15-15, við Austurríki.
Við það misstu austurrísku kon-
unar af ferð til Kína en þær urðu
í 5. sæti með 363 stig. Frakkar
sigruðu með 418 stigum, næstir
voru Þjóðveijar með 383 stig,
ísraelsmenn með 380 og Bretar
með 366.