Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 45 (SLAND 3Q<jp : (SLAND : 1 30w: tsi-ANO 30» • * ■ . - ÍSIAND 30<v (SWND ,v 30» ÍSLAND Í5LAND i| 30 PÓSTSKIP á frímerkjum. FRIMSYN 95 FBIMERKl Áhugaverd sýning LÝSING SÝNINGAREFNIS í ÞÆTTI 27. apríl sl. var sagt allrækilega frá frímerkjasýningu, sem þá stóð fyrir dyrum í tengslum við landsþing Landssambands ís- lenzkra frímerkjasafnara. Sýning þessi nefndist FRÍMSÝN 95 og var haldin í nýreistu Safnaðarheimili Háteigssóknar dagana 5.-8. maí. Þar sem sýningin var ekki stór í sniðum fór nokkuð vel um hana í þessum húsakynnum. Heldur var samt þröngt á milli ramma og lýs- ingin var ekki nægjanlega góð, enda ekki sniðin fyrir sýningarhald af þessu tagi. Ekki kom þetta samt svo mjög að sök. Aðsókn var meiri en menn höfðu búizt við. Um þús- und mahns skrifuðu nöfn sín í gestabók, en fjölmargir gerðu það ekki, og margir komu daglega. Má því vel áætla að gestir hafi alls orðið um tvö þúsund. Verður slíkt að teljast mjög gott á svo- nefndri landssýningu. Félag frímerkjasafnara sá um FRÍMSÝN 95 og varð ekki annað séð en allur undirbúningur og framkvæmd hennar hafi verið fé- laginu og sýningarnefnd til mikils sóma. Því miður vill oftast fara svo að verkið mæðir á of fáum mönn- um þegar á hólminn kemur. í áður- nefndum þætti í apríl var rakið nokkuð nákvæmlega það sýningar- efni, sem yrði á sýningunni, og verður það því ekki endurtekið hér. í samkeppnisdeild voru fá söfn, hvað svo sem veldur. Hér vil ég taka upp ummæli formanns FF, Garðars Jóhanns, sem hann birtir í síðasta blaði félagsins, Safninu. Hann segir: „Það er einhverra hluta vegna ekki auðvelt að fá ís- lenska frímerkjasafnara til að sýna söfn sín, og sýningarnefndir hér á landi þekkja ekki þann vanda sem erlendar nefndir standa ávallt frammi fyrir; að þurfa að hafna nokkrum hluta þeirra safna sem berast á sýninguna." Því miður eru þetta orð að sönnu. En sem betur fer var þeim mun meira að sjá af margs konar efni í Opinni deild. Svo virtist sem margir gestanna hefðu einmitt ekki síður áhuga á því, sem þar var til sýnis af öðrum hlutum en frímerkjum. E.t.v. er þetta nokkur vísbending um þá þróun, sem borið hefur á í sam- bandi við söfnun almennt. Frí- merkjasafnarar einskorða sig t.d. ekki lengur við hefðbundna söfnun eftir löndum eða tegundum (mótíf- um) frímerkja, heldur safna einnig margir hverjir stimplagerðum þeim, sem notaðar hafa verið til ógildingar frímerkja. Þá safna þekktir safnarar einnig póstkort- um eftir ýmsum reglum. Allt þetta má sjá á sýningum. En svo bætist ýmislegt annað efni við. Ekki er heldur nokkur vafi á því, að það eykur verulega á íjölbreytni sýn- inga og þá um leið aðsókn að þeim. Eins og áður segir, komu ekki mörg söfn til dóms eða úrskurðar dómnefndar. Norskur safnari, Gunnar Loshamn, fékk hæstu verðlaun, gyllt silfur eða 77 stig, fyrir safn frá Dönsku Vestur-Ind- íum. Þorvaldur Jóhannesson er nú eini íslenzki safnarinn, sem helgar sig einvörðungu svonefndri flug- sögusöfnun, eftir að Páll H. Ás- geirsson féll frá á liðnu ári. Hann átti tvö slík söfn á FRÍMSÝN 95, og hlutu þau 72 stig og 65 stig, eða stórt silfur og silfur. Fékk Þorvaldur heiðursverðlaun Frí- merkjaklúbbsins Öskju á Húsavík fyrir Flugsögu íslands 1945 - 60. I unglingadeild voru nokkur áhugaverð söfn, en þau áttu ung- lingar, sem hafa þegar getið sér orð á sýningum. Gunnar Garðars- son fékk gyllt silfur eða 83 stig fyrir safn sitt Ránfuglar í útrým- ingarhættu. Að auki fékk hann heiðursverðlaun frá LÍF. Guðni Friðrik Árnason fékk einnig gyllt silfur fýrir safn sitt Kristófer Kól- umbus og fundur Ameríku eða 75 stig. Gísli Geir Harðarson fékk enn fremur gyllt silfur og 75 stig fyrir safn sitt Tónskáld tveggja tíma- bila. Báðir þessi ungu menn fengu einnig heiðursverðlaun, Guðni Friðrik frá FF og Gísli Geir frá Minningarsjóði Páls H. Ásgeirs- sonar. Þá voru veitt verðlaun fyrir athyglisverðasta nýja safnið, en þau eru LÍF-bikarinn svonefndi. Þau hlaut að þessu sinni Steinar Örn Friðþórsson fyrir safn, sem hann kallar Stríðið í Evrópu. Ákveðið var á landsþingi LÍF norð- ur á Akureyri fyrir tveimur árum að taka þessi verðlaun upp og veita þau árlega. I því skyni var gerður sérstakur bikar, kenndur við LÍF, sem verður farandbikar, þar sem nafn sýnandans verður greypt á. Er þess vænzt, að þetta verði ung- um söfnurum hvatning til að setja saman söfn á frumlegan og skemmtilegan hátt. Hér voru sýnd þrjú söfn mjög ungra safnara, sem eru að feta fyrstu spor sín á sýningum. Systk- in, Bryndís Vigfúsdóttir og Baldvin Vigfússon, áttu þar hvort sitt safn- ið, Afmælisdagar og Flutninga- tæki og fleira.. Sindri Höskuldsson sýndi safnið Kanadísk frímerki frá 15 ára tímabili. Dómarar töldu þessi söfn athyglisverð, miðað við aldur, enda fóru þeir í gegnum þau með sýnendum og gáfu þeim góð ráð upp á framhaldið. Margt annað athyglisvert sýningarefni var þarna, þótt þess verði ekki getið sérstaklega hér. Ný frímerki 20. júní. íslenzka póststjórnin gaf út fjögur ný frímerki 20. júní sl. Að þessu sinni urðu enn skip fyrir valinu, svo sem var árið 1991. Hefur útgáfu þessari verið valið heitið Póstskip. Svo sem alkunna er, voru siglingar milli Islands og annarra landa og eins með strönd- um fram í höndum Dana, þar til Eimskipafélag íslands var stofnað árið 1914. Var það Sameinaða gufuskipafélagið danska, sem ann- aðist þessar siglingar um nær heila öld. Hér má sjá tvö skip félagsins á merkjum þessum, Lauru og Dronning Alexandrine. Þá er Goðafoss III., sem Eimskipafélagið lét smíða eftir seinna stríð, á þriðja merkinu. Á hinu fjórða er svo flóa- báturinn Laxfoss, sem margir minnast enn þá og var í förum milli Reykjavíkur og Borgarness með viðkomu á Akranesi. Siglingar á þessari leið hófust 1890, og þar var Suðurlandið iengi í förum. Hefði ég sjálfur kosið, að það ágæta skip hefði hér hlotið náð fyrir augum útgáfunefndar póst- stjórnarinnar og orðið hið fjórða í þessum flokki. Enn get ég ekki orða bundizt yfir því, hversu skýringar mynd- efnis frímerkjanna eru orðnar stuttorðar í tilkynningu póststjórn- arinnar. Ræddi ég þetta mál í þætti 4. maí, og hefur skoðun mín sízt breytzt, eftir að hafa fengið síðustu tilkynningu hennar í hend- ur. Ég hef vissulega heyrt, að sparnaður ráði hér einhveiju um, m.a. lækkun burðargjalds undir þessar tilkynningar, en hér er sem fyrr skammt öfganna á milli. Og græðir pósturinn m.a. ekki svo vel á frímerkjasöfnurum, að hann geti hér haldið fyrri reisn sinni í þessum efnum? Jón Aðalsteinn Jónsson BRIDS llmsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids Mánudaginn 26. júní mættu 30 pör í súmarþrids. fjþilaðar vorú- i 5-umferð- Jóri Hersir-Eljassoy— Guðrúfl Jóham\ésdottir' • 507 'CuðlaugurSveiiBson-LálúsIienNfnssoh 487 Gýðipúndur Baldursson-’SvéirirSmánnssön 472 GarðarGarðarssön-EýljórJónssori . 459 A/V riðill Guðmundur Gunnarsson - Gúnnar Þórðarson 494 AlbertÞorsteinsson-BjömÁrnason 473 Þórir Leifsson - Óskar Karlsson 471 Jón Stefánsson — Tómas Sigurjónsson 457 Meðalskorvar 420 Þriðjudaginn 27. júní mættu síðan 32 pör og var spilað með sama fyrir- komulagi. Úrslit urðu: N/S riðill Halldór M. Sverriss. - Sveinn R. Þorvaldss. 542 Magnús Torfason - Guðmundur Pétumson 4§7 Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 462- Birna Stefnisd. - Aðalsteinn Steinþórss. 449 A/V riöill MagnúsAspelund-SteíógtímurJónasson. . 481' ■ AnnaÞoraJónsdóttir-flinanJónsson s . 459 ÖiafurJónssoif.-BaldarCíska!§son; 'y 45.7 Þrtihjr Inghnafssoii-’Íóak (jrn Sigurðssoií r&t. PYamyegis* verður spilað RL'. 19 á sunhudögum,. eri ekki kí. J4.' Þriðju- daginn 4. júlí vérð'úr spilaður þaromet- er eftir Monrad kerfi í sumarbrfds. Spilað er í Þönglabakka 1. MESSUR Á MORGUIVI Guðspjall dagsins: Hinn týndi sauður. (Lúk. 15.) ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á messu í Laug- arneskirkju kl. 11. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Kvöldmessa kl. 21. Eigum hljóða stund í kirkjunni eftir annríki helgarinnar. Fjölbreytt tónlist. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Einsöngur Hanna Björk Guðjónsdóttir. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Anglik- önsk messa kl. 14. Prestur sr. Ste- ven Mason. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 1.1. Organisti Hörður Áskelsson. Kam- merkórinn „Vocalerne" frá Árósum, Danmörku syngur í messunni. Stjórnandi Mogens Helmer Peters- en. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Org- eltónleikar kl. 20.30. Orgelnemend- ur Harðar Áskelssonar leika „Messe Solemnelle a l’usage des Parosses” eftir Francois Couperin. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prest- ur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Þóra V. Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Organisti Jónas Þórir. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgi- stund kl. 11 í umsjá sóknarnefndar. Organisti Kristín Jónsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sigrún Steingrímsdótt- ir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa með altarisgöngu kl. 11. Organisti Davíð Jónasson. Samkoma Ungs fólks méð hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Ágúst Ágústsson. Ólafur Elíasson leikur á píanó í guðsþjónustunni. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Soffía Halldórsdóttir syngur einsöng. Org- anisti Bjarni Þór Jónatansson. Messa á hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15.30. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur dr. Sigurjón Arni Eyjólfs- son. Efni prédikunar: Guðsmynd mannsins. Organisti Oddný Þor- steinsdóttir. Kristján Einar Þorvarð- arson. KÓPAVOGSKIRKJA: Helgi- og bænastund kl. 11 í umsjá sr. Macjn- úsar Guðjónssonar. Orgelleikari Orn Falkner. Molakaffi eftir stundina. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA:Guðsþjónusta kl. 20. Gospelhópur Kvennakórs Reykjavík- ur syngur í guðsþjónustunni undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Altaris- ganga. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Sóknarprestur. SAFNKIRKJAN ÁRBÆ: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Þór Hauks- son. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, héraðs- prestur messar. Sr. Bragi Friðriks- son. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Bragi Friðriks- son. BESSASTAÐAKIRKJA: Kvöldguðs- þjónusta kl. 20.30. Sr. Bragi Friðriks- son. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Almenn guðsþjónusta á Hraunbúð- um kl. 10. Almenn guðsþjónusta í Landakirkju kl. 11. Sr. Gylfi Jónsson þjónar við báðar guðsþjónusturnar. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Síðasta messa fyrir sumarleyfi kirk- justarfsfólks. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Guðsþjón- usta verður í Borgarneskirkju kl. 10. Ath. breyttan messutíma í þetta sinn. Árni Pálsson. HOLTSKIRKJA, Önundarfirði: Helgistund með altarisgöngu sunnu- dag kl. 14. Sr. Gunnar Björnsson prédikar og þjónar fyrir altari. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Organisti Ingunn Guðmundsdóttir. Prófastur. Sumarbrids Miðvikudaginn 28. júnf var spilaður mitchell-tvímenningur í sumarbrids og mættu 28 pör. Úrslit urðu þessi: N/S riöill Sigurður B. Þorsteinss. - Sverrir Ármannss. 316 Jóhannes Ágústsson - Friðrik Frjðriksson 310 Urnrnr Sveinsd. - Inga Lára Guðmundsd. 294 GuðjónBragason-OlafurSteinason 288 A/V riðill Halldór M. Svérriss. — Sveinn R. Þorvaldss. • 356 ÁmLM.Björnsson-HeimirTryggváson • 32T SigfúsÞÓPðarspn-ÞórðurSrgurðssón -I .326 JónÞórKarÍstQn^-SjgurðurAmundasonr... 292 '. 1 Mejalskoryar . *' . 270:. :t' Fimmtudagian. 2^í‘jjiní mættLsíðan * 2U par,tiLléikB og*urfu urdlit þannig: ;N/| Iriðir V r • GyffiBaldursson-JónHjaltason ’ .-820 ; IngímundurGuðmundsson-FriðrikEgilsson’ 306 Alda Hansen — Sigrún Pétursdóttir 300 A/V riðill Erlendur Jónsson - Sveinn R. Þorvaldsson 308 DanHansson-LúðvíkWdowiak 304 ÓskarKarlsson-ÞórirLeifsson 302 Meðalskorvar 270 VÍðtÖpM , Æbismst ,.í Kolaportinu um helsina Seljendur í Kolaportinu taka æðiskast um helgina og bjóða sérstök tilboð á mörgum vörutegundum. Líttu eftir m- Æðisplakatir jar þú vei inu verslar. Þar sérðu tilboðin þcgai mi KOLAPCmiÐ OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-16 OG SUNNUDAG KLVLIL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.