Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 60
MICROSOFT. einar j. WlNDOWS- SKÚLASONHF MORGUNBLADIÐ, KRINGIAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI B69 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kröfðust þriggja milljóna í bætur Reyndu að svíkja út tryggingu öðru sinni RLR þekkti aftur lýsingu á innbúi RANNSÓKNARLÖGREGLA rík- isins hefur upplýst tilraun til fjár- svika, en par á þrítugsaldri til- kynnti innbrot og þjófnað á innbúi og ætlaði að leysa til sín trygging- arféð, um 3 milljónir króna. A síð- asta ári fékk parið greiddar 2,7 milljónir vegna þjófnaðar á inn- búi, en nú hefur komið í ljós að bæði innbrotin voru sviðsett. Hörð- ur Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá RLR, segir að öðru hvoru reyni fólk tryggingasvik, en náin sam- vinna lögreglu og tiyggingafélaga komi oftast í veg fyrir þau. Forsaga málsins er sú, að í fyrrasumar tilkynnti maðurinn um innbrot í íbúð í austurbæ Reykja- víkur og að þar hefði verið stolið ýmsu úr innbúi, þar á meðal sjón- varpi og tölvu. Tryggingafélag bætti „tjónið“ með 2,7 milljóna króna greiðslu, sem sambýliskona mannsins tók við, en hann var skráður tryggingartaki. Nefndi hugsanlegan þjóf Fyrir nokkrum vikum var til- kynnt um innbrot í íbúð í Breið- holti og að þar hefði verið stolið sjónvarpi, tölvu, hljómflutnings- tækjum og ýmsu öðru. Konan, sem að þessu sinni var tryggingatak- inn, setti fram kröfu um 3 milljóna króna bætur, en að þessu sinni átti annað tryggingarfélag í hlut en í fyrra. Konan nafngreindi einn- ig mann, sem hún kvaðst hafa grunaðan um innbrotið. Sama innbúi stolið Rannsóknarlögreglumenn tóku eftir að lýsing á innbúinu sem var „stolið" var mjög svipuð lýsing- unni í fyrra, auk þess sem rifjað- ist upp fyrir þeim að nafn manns- ins, sem tilkynnti kmbrotið þá, var hið sama og skráð var á dyra- bjöllu á íbúð konunnar. Þá stóð heima að konan hafði kvittað fyrir móttöku tryggingarfjárins á síð- asta ári. Parið var handtekið og við yfir- heyrslur játaði það svikin. Tveggja hreyfla flugvél fórst sunnan við Kleifarvatn í gær Morgunblaðið/Sigurgeir FLUGVÉLIN TF-VEN var af gerðinni Partenavia P68, hún var nýyfirfarin og vel búin tækjum. Flugvélin var í eigu Flugfélags Vestmannaeyja. löarhori HÖskjddaiV^J^? 'a VC''^7#/4 ifii’ptn''"- (u1! 11 li 11 j’:I A Flugvélin brotlenti 'A í Geitahlíðarfjalli A norðanverðu LGeUahlíó ^Jríi-'KWborg^-.. F.ldborg Flugmaðurínn látinn þegar að var komið un. Hann áætlaði að fljúga Krýsu- víkurleiðina suður yfir fjöll og síðan austur til Selfoss í sjónflugi. Lág- skýjað var á þessum slóðum í gær og versnaði skyggnið þegar leið á kvöldið. Síðast var haft fjarskipta- og radarsamband við flugvélina kl. 14.15 þar sem hún var stödd við Kleifarvatn og amaði þá ekkert að. Flugvélin hafði flugþol til kl. 16.10. Þegar flugvélin kom ekki fram á tilsettum tíma hóf Flugstjóm þegar eftirgrennslan. Flugvél flugmála- stjórnar hóf strax leit og sama gerðu þyrla Landhelgisgæslunnar og einkaflugmenn frá Selfossi. All- ar tiltækar björgunarsveitir í Reykjavík, Reykjanesi og á Suður- landi voru kallaðar út og leituðu 400-500 manns í kringum Krýsu- vík og á Bláfjallasvæðinu. Engin neyðarmerki Engin merki bárust frá neyðar- sendi flugvélarinnar og gerði það leitina erfiðari en ella. Leitin beind- ist því ekki síður að vötnum en landi. Leitarmenn fóm á bátum bæði um Djúpavatn og Kleifarvatn og kafarar vom til reiðu. TF-VEN var tveggja hreyfla af gerðinni Partenavia P68 og í eigu Flugfélags Vestmannaeyja. Flug- vélin var nýyfírfarin og vel búin tækjum. FLUGVÉLIN TF-VEN fórst í norð- anverðri Geitahlíð, skammt suður af Kleifarvatni, síðdegis í gær. Flugmaðurinn, sem lést, var einn í vélinni. Það var fjögurra manna leitarflokkur úr Hjálparsveit skáta í Hafnarfírði sem fann vélina um kl. 19.00 í gærkvöldi. Leitarflokkur- inn var um kyrrt á slysstað meðan beðið var starfsmanna loftferðaeft- irlits og rannsóknanefndar flug- slysa, en óskaði ekki frekari aðstoð- ar. Að sögn leitarmanns á svæðinu er flugvélarflakið efst í fjallinu. Hann sagði leitina hafa verið erf- iða, skyggni ekki nema 40-50 metrar og stundum minna og að fjallshlíðin sé brött skriða. Flokkur- inn lagði upp af þjóðveginum sunn- an Geitahlíðar og leitaði einn og hálfan tíma þar til komið var á slys- staðinn. Lítil skýjahæð Flugvélin fór frá Reykjavík kl. 14.10 og var ferðinni heitið til Sel- foss. Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn var flugmaðurinn reyndur en ekki með blindflugsárit- Morgunblaðið/Júlíus KAFARAR úr neyðarsveit Slökkviliðsins í Reykjavík fóru meðal annars um Djúpavatn til leitar. Engin merki bárust frá neyðarsendi vélarinnar og því beindist leitin ekki síst að vötnum á svæðinu. Stækkun Járnblendiverksmiðjunnar í athugun 3 milljarða fjárfesting VERIÐ er að athuga möguleika á stækkun Járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga og gætu framkvæmdir hafist strax á næsta ári. Að sögn Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra íslenska járnblendifélagsins, er verið að skoða vandlega möguleika á umtalsverðri stækkun verk- smiðjunnar. Til greina komi að bæta við einum ofni með u.þ.b. 45 þús. tonna framleiðslugetu, en tilkoma hans myndi auka framleiðslugetu verksmiðjunnar um ríflega 60%. Hagkvæm stækkun Jón segir að þessi stækkun geti aukið hagkvæmni í rekstri fyrir- tækisins verulega. Hún hafi í för með sér verulega framleiðslu- aukningu á hvern starfsmann. Hann segir jafnframt að gera megi ráð fyrir að starfsmönnum muni flölga um 30-40 ef af stækkuninni verður. Fjármögnun á þessari stækk- un á að geta gengið án þess að til komi aukning á hlutafé, að mati Jóns. Hann segir að fyrir- tækinu hafí borist fjölmörg lánstilboð að undanförnu, enda hafi það verið að greiða upp eldri skuldir af krafti upp á síðkastið. Fjármögnun þessa verkefnis valdi því forsvarsmönnum fyrir- tækisins engum áhyggjum. Jón segir að framkvæmdir muni taka u.þ.b. tvö ár ef af stækkun verð- ur, og sé ákvörðunar um fram- haldið að vænta á þessu ári. ■ Ákvörðunarað vænta/16 Miðhúsasilfrið Gripir frá víkingaöld NIÐURSTÖÐUR nákvæmrar málm- fræði- og stílfræðilegar rannsóknar danskra og sænskra sérfræðinga á danska þjóðminjasafninu leiða í Ijós að allir gripir í silfursjóðnum frá Miðhúsum beri skýr einkenni vík- ingaaldarsmíði, utan einn sem talinn er vera frá 19. eða 20. öld. Rannsóknin leiddi í ljós að efnaT samsetning silfurs í öllum sjóðnum á sér hliðstæður í óvéfengdum silf- ursjóðum frá víkingaöld. ■ Miðhúsasilfrið/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.