Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðmundína Pétursdóttir fæddist á Laugum í Súgandafirði 18. mars 1908 og lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á ísafirði 87 ára gömul 6. maí 1995. Foreldar hennar voru Pétur Sveinbjörnsson bóndi á Laugum og kona hans Krist- jana Friðbertsdótt- ir. Hún var elst barna þeirra hjóna. Henni varð tveggja barna auðið, þeirra Högna Eg- ilssonar, sem er kvæntur og búsetur í Noregi, og Huldu Karls, sem gift er og búsett á Akyreyri. Utför hennar fór fram frá Suðureyrarkirkju 13. maí sl. og var jarðsett í Staðarkirkjugarði í Súgandafirði. KÆRA frænka mín. Nokkru áður en þú kvaddir þenn- an heim, heimsótti ég þig á Sjúkra- húsið á ísafirði, eins og ég gerði svo oft þegar ég átti leið þar um og þá söngstu með mér, eins og þú hafðir gert alla ævina, bæði þér til gleði og hugarhægðar. Og þegar þú spurðir mig um systkini þín og ég varð að hryggja þig með því, þar sem minni þitt var orðið slakt, að Munda væri dáin, Palli, Dúddi og Berti líka, sá ég tárin þín streyma fram af þeim söknuði og þeirri hlýju, sem þú áttir einlæga framar öðru fólki. Þú varst komin á fimmtugsaldur þegar ég kynntist þér fyrst, einhleyp kona með tvö böm, sem bæði voru eldri en ég, en frá upphafi sýndir þú mér kær- leika og umönnun eins og þú ættir mig sjálf. En það var ekki bara ég. Ollum sem þú kynntist auðsýndir þú þennan einstæða kærleika og velvilja, sem voru alla tíð svo sterk einkenni þín og allir mátu svo mikils. Þegar móðir mín heitin, systir þín, eign- aðist síðustu börnin sín, komst þú til okkar og sinntir heimilinu af þinni blíðu og ástúð og innri styrk sem bar þér merkin. Og þegar for- eldar mínir misstu yngsta bamið sitt, Daða eins og hann átti að heita, straukstu vota vanga og umvafðir okkur hlýju þinni og blíðu, sem enginn getur nema sá sem elskar og umvefur líkt og Kristur sjálfur. Allt þitt líf fór í að gefa af sjálfri þér og blessa vegferð annarra. Sama var hvort þitt eigið líf væri í veði. Vinahót og kærleikur til umhverfisins var fyrir öllu. Þú elskaðir vel gerðu börnin þín, Högna og Huldu, sem voru sólar- geislar lífs þíns alla tíð, og bama- bömin þín, fyrst Lilja Kolbrún og svo öll hin, Mummi og bræður hans og síðast Birgitta Högnadóttir, sem þú þráðir að finna svo miklu meira af, en hún býr í Noregi og því vík milli vina. í mörg, mörg ár bjóstu mkeð móður þinni, Kristjönu Frið- bertsdóttur á Eyrargötu 3 á Suður- eyri og Dúdda góða frænda, bróður þínum. Nú er allt gott hljóðnað og farið úr því húsi og hlýjan og ástin horf- in um sinn. Það heimili og hús, sem var eins konar félagsheimili fyrir alla ættingjana og vinina sem flutt- ir eru burt en komu í heimsókn í Súgandafjörðinn sinn. Nú syngur þú ekki lengur með mér, eða sýnir mér og sannar hvað allt getur ver- ið gott o g blítt þrátt fyrir einmana- leika og erfiðleika. Kæra frænka mín. Þú varðst fyrir slæmu slysi á hendi fyrir mörgum árum, sem gerði það að verkum að þú gsat ekki stundað handavinnu, eins og svo margt gamalt fólk styttir sér stundir við. Því velti ég því fyrir mér hvað þú dundaðir þér við, orð- in nærri blind, þegar þú varst hjá góðu fólki á Elliheimilinu á ísafirði. Ævin að líða og árin að hverfa á braut. En það voru minningarnar gömlu og góðu, sem áttu hug þinn allan. Allt hafði verið svo mikil blessun, sagðir þú. Vorar ekki vel í Súgandafirði, spurðir þú einu sinni. Annað sinn talaðir þú um að jólin nálguðust. Og Högni minn úti í Noregi og Hulda mín fyrir norðan. Hjá þeim og fólkinu þeirra er gleði mín, sagðirðu. Þannig streyma minningarnar fram, sagð- irðu, frá Laugum, góðu foreldrarn- ir, systkinin öll og sveitin mín fal- lega. Já, hún var óendanleg þessi fórnfýsi þín, sem náði út yfir allt og alla. Sama hvort þú varst á Suðureyri, Norðureyri, Akureyri, Botni, Laugum eða Hafnarfirði. Alls staðar varstu hin sama, sanna, einlæga og hjartahlýja og góða kona og umhyggjusama móðir og amma allra. Eyrargata 3. Amma Kristjana, Dúddi og þú. Einstakt samfélag. Ykkur elskuðu allir sem ykkur kynntust. En nú eruð þið öll horf- in, nú síðast þú eftir langvarandi sjúkrahúslegu og blindu. Aldrei æðruorð. Nú sýnir þú mér ekki framar „Unga ísland“ né talar um bjarta framtíð þjóðar. Eftirleiðis mun ég hlusta á þig í minning- unni, „I þögninni" sem gladdi þig og hryggði í senn. Nú kveðjumst við. Veröldin er söm við sig, en fá- tækari án þín, sem elskaðir. Jesú, sem þú elskaðir sagði, að af öllu væri kærleikurinn mestur. Þú varst ekkert nema kærleikur. Ég fékk að njóta hans og svo margir aðrir. Vertu sæl, Laugadrottning, og takk fyrir mig. Ævar Harðarson, Hafnarfirði. GUÐMUNDINA PÉTURSDÓTTIR GUÐMUNDUR FRIÐRIKSSON Guðmundur Friðriksson var fæddur á Stóra-Ósi, Miðfirði, 28. mai 1923. Hann lést i Borgarspítalanum 25. júní síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ingi- bjargar Þorvalds- dóttur og Friðriks Arnbjarnarsonar og var yngstur af tólf systkinum, þar af var einn hálf- bróðir og einnig átti hann eina upp- eldissystur. Útför Guðmundar verður gerð frá Melstaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. í DAG er til moldar borinn frá Melstaðakirkju móðurbróðir minn, Guðmundur Friðriksson, og langar mig að minnast hans nokkrum orðum. For- eldar hans bjuggu alla tíð á Stóra-Ósi ásamt fjórum föðursystkin- um_ hans. Á Stóra-Ósi var mannmargt og glað- vært heimili í þjóð- braut og mikill gesta- gangur, þar var spilað á hljóðfæri og mikið sungið, oft var spilað á spil og fylgdi mikið fjör. Mundi, eins og hann var alltaf kall- aður, ólst upp við þess- ar aðstæður. Hann var traustur og góður fé- lagi og glaðvær í þröngum vinahóp, fljótur til hjálpar ef til hans var leitað og gerði það með gleði en bað sjaldan um hjálp sér til handa. Innst inni var Mundi dulur að eðlis- fari, nánast eins og lokuð bók, en + Elskuleg móðir okkar, SÓLGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Vogatungu 97, Kópavogi, lést fimmtudaginn 29. júní. Sigurlaug Halldórsdóttir, Erla Halldórsdóttir, Hadda Halldórsdóttir, Kolbrún ívarsdóttir, Hekla ívarsdóttir. lykist hún upp var þar að finna mikinn fræðasjó og skemmtilega sagt frá. Að ofansögðu er ljóst að hann var ekki allra og gat haldið fólki frá sér með afskiptaleysi ef svo bar undir. Alveg frá mínum barnsárum var ég oft langdvölum á Stóra-Ósi hjá afa og ömmu og var það mitt ann- að heimili fram yfir tvítugt er ég stofnaði eigið heimili. Mundi var tíu árum eldri en ég en sá aldursmunur var enginn eftir að við vorum orðin langyngst af heimilisfólkinu, hans systkini öll farin að heiman en gamla fólkið eftir. Þá var oft slegið á létta strengi til að ganga fram af þeim gömlu en okkur var alltaf fyrirgefið hvað sem sagt var. Á þrítugsaldri fór hann að kenna sjúkdóms í beinum sem ágerðist með árunum, oft var þetta mjög kvalafullt og gerði honum sífellt erfiðara með allar hreyfingar. Þrátt fyrir þetta var hann sívinnandi og gaman að vinna með honum því hann var svo lánsamur að allt lék í höndum hans og gerði vinnuna lifandi og skemmtilega; þar flugu líka mörg snilldaryrðin. Ævistarf Munda má segja að hafi verið við búskap á Stóra-Ósi að undanskyld- um nokkrum árum er hann var flutningabílstjóri hjá Verslun Sig- urðar Pálmasonar á Hvammstanga. Hann var alla tíð einhleypur en á heimilinu voru alltaf böm að sumrinu og féll honum vel að hafa þau með sér í leik og starfi. Á seinni árum, er hann var kominn í skjól hjá bróðursonum sínum á Syðsta- Osi, átti hann því láni að fagna að smáfólkið tók honum sem afa, því kunni hann vel þó ekki væri rnikið um það talað. Ég er þakklát fyrir það skjól sem hann átti hjá þeim og bið öllum þeim, er að honum hlúðu á einn eða annan hátt, guðs blessunar og þakka honum samfylgdina og allar gleðistundirnar. Ingibjörg Pálsdóttir. VALGERÐUR INGIGUNNUR JÓNASDÓTTIR ■4- Valgerður Ingigunnur Jón- ' asdóttir fæddist á Patreks- firði 13. maí 1910. Hún lést á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar í Vestmannaeyjum 18. júní sl. Valgerður giftist 10.10. 1936 Sigurjóni Jóhannssyni sjómanni og yerkamanni. Siguijón lést 30. október 1991. Börn Valgerðar og Siguijóns: 1) Guðmundur, f. 8.5. 1937, d. í september sama ár. 2) Álfdís Inga, f. 20.8. 1939, húsmóðir á Patreksfirði, maki Guðmundur Ólafsson sjómaður. Börn þeirra eru: Siguijón Bjarni, f. 17.2. 1964, Gunnar Birkir, f. 15.6. 1966, Jón Garðar, f. 13.1. 1968, búsettur í Israel, Guðmundur Ingi, f. 7.9. 1972, og Rósa, f. 2.2. 1976. 3) Bjarg- mundur, f. 2.12. 1940, bifvéla- virki og starfsmaður í Áburðar- verksmiðju ríkisins, kvæntur Fanneyju Arnbjörnsdóttur frá Dalvík, þeirra börn eru: Stefán, f. 25.7.1965, tollfulltrúi í Reykja- vík, Jónas Valgeir, f. 27.6. 1966, bifreiðasmiður, Inga Laufey, húsgagnasmiður og Arndís Björk, f. 4.6. 1970, ritari. 4) Jó- hann Bjarni, f. 1.2. 1942, málara- meistari á Patreksfirði, kona hans er Álfheiður Bjarnadóttir frá Holtaseli í Mýrarhreppi, MIG langar með örfáum orðum að minnast Valgerðar Jónasdóttur, sem verður jarðsungin frá Patreksljarð- arkirkju í dag. Þegar undirritaður flutti af Vatnseyrinni inn á Geirs- eyri, á að giska ellefu til tólf ára, voru tilfinningamar allblendnar, þá fannst manni Geirseyrin í órafjar- lægð og það sem kannski var enn verra, þar bjuggu erkifjendumir. Eijur á milli bæjarhluta eru og verða væntanlega engin nýlunda á Islandi, strákar eru alltaf og verða vonandi alltaf strákar. Auðvitað var þetta allt saman í og með leikur, þó svo kastaðist í kekki. En fljótlega fór ég að kynnast nýjum félögum og einn þeirra var Jóhann, sonur Valgerðar og Siguijóns sem bjuggu í litlu húsi inn við Mikladalsá. Ekki leið á löngu þar til þetta hús varð stór hluti tilver- unnar, um sinn að minnsta kosti. Hún var með miklum ólíkindum þol- inmæðin sem húsráðendur litla húss- ins þarna við ána sýndu okkur strák- unum. Stundum vorum við margir þar samankomnir og var þá oft glatt á hjalla. Húsbóndinn Siguijón átti alltaf harmonikku sem hann hafði gaman af að taka í. Undirritaður fékk hana oft að láni og tók þá sonurinn Jóhann gjaman fram gítarinn sinn og tókum við þá saman lagið. Það fór ekki mikið fyrir henni Valgerði á lífsgöngunni og sama mátti segja um mann hennar hann Siguijón. Þrátt fyrir það að hvorki væri hátt til lofts né vítt til veggja á heim- ili þeirra hjóna og það nánast eins og félagsheimili fyrir okkur strákana man ég aldrei eftir því að við fengjum nokkru sinni tiltal eða skammir. Það segir mér svo afskaplega mikið um þetta góða fólk, þau undu glöð við sitt og tróðu engum um tær. Hjarta- rúmið var vel útilátið bæði fyrir böm- in á heimilinu og eins fyrir okkur gestina. Valgerður hefur búið í skjóli sonar síns og tengdadóttur nú síð- ustu árin og er það trú mín að þar hafi henni liðið vel. Ég kveð Völlu með þakklátum huga og bið aðstand- endum blessunar Guðs. Magni Steingrímsson. Einn dag fórstu að heiman. 0g hús þitt stóð hnípið við veginn og beið. Og vindurinn dansaði fram hjá og hló inn um glugga og dyr: Svo varð nótt, svo varð haust, svo varð vetur. Og hús þitt stóð hnípið og beið. (Steinn Steinarr) Nú eru þau bæði farin, afí og amma á Patró, og litla húsið við ána stendur autt og bíður, en þau koma ekki aftur. Afi dó fyrir tæpum fjórum árum en amma kvaddi okkur í Eyjum fyrir skömmu, þá nýlega 85 ára göm- börn þeirra eru: Valgerður Helga, f. 9.1. 1978, nemi í MR, Anna Huld, f. 1.12. 1980, nemi á Patreksfirði, og Siguijón Bjarni, f. 19.6. 1983. Fyrri kona Jóhanns Bjarna var Ágústa Waage, þau eignuðust einn son, Markús, f. 4.4. 1965, d. 23.4. 1976. 5) Rósa Björg, f. 27.5. 1947, húsmóðir og starfsmaður á sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Maki Vigfús Guðlaugsson stýri- maður. Börn þeirra eru: Guð- mundur, f. 11.7. 1977, nemi í Vestmannaeyjum og Freydís, f. 8.5. 1981, nemi. Fyrri maður Rósu var Hjörtur Marinósson, þau skildu, sonur þeirra er Sigmar Valur, f. 21.10. 1965, fiskeldisfræðingur á Dalvík, dóttir Rósu Bjargar og Þor- steins Jónssonar er Sóley, f. 1.5. 1971, sundlaugavörður í Vest- mannaeyjum. Dóttir Valgerðar og Þórðar Guðnasonar sjó- manns frá ísafirði er 6) Ásgerð- ur, f. 26.6. 1934, húsmóðir í Hafnarfirði, hennar maður er Gfsli Halldórsson klæðskeri, sonur þeirra er Samúel, f. 18.1. 1972, matsveinn, Hafnarfirði. Útför Valgerðar Ingigunnar verður gerð frá Patreksfjarðar- kirkju í dag. ul. í litla húsinu við ána ríkir nú minningin um þau bæði, Ijúf og góð eins og þau voru ætíð. Það safnaðist aldrei neinn veraldlegur auður í kringum þau. En manngæskan, ást- úðin og fróðleikurinn um lífið og til- veruna var þeim mun meiri. Þau hvöttu okkur krakkana alltaf til þess að læra, og þær voru ófáar stundirn- ar sem amma sat með okkur við eld- húsborðið og hjálpaði okkur að lesa. Á meðan mátti oft heyra óminn í nikkunni hans afa innan úr stofu. Þó húsið þeirra hafi ekki verið stórt hafði það meiri sál en stærstu hallir og í hveijum krók og kima bjuggu ævintýr fyrir unga krakka sem komu í heimsókn til afa og ömmu. Öll þau börn sem komu til þeirra löðuðust fljótlega niður að á til að reyna að veiða þær fáu brönd- ur sem í henni voru. Það var líka margt skrýtið í kjallaranum hans afa, þar sem hann dútlaði við að gera við reiðjól og ýmislegt annað sem séð hafði betri daga. Það er eins og gerst hafi í gær að við afi rerum að vitja um hrognkelsi og steinbít og vorum næstum keyrðir I kaf af beinhákarli. Það raskaði þó ekki ró afa frekar en endranær. Hann var þó ekki alveg laus við hræðslu drenghnokkinn sem kom heim til ömmu og sagði frá risahvaln- um, á meðan hann hámaði í sig salt- fisk og mjólkurgraut, og ekki var nú verra að fá reyktan rauðmaga á rúgbrauðið. Þau voru mörg stein- bítsflökin sem afi hengdi upp í hjall- inum sínum og við nöguðum svo af áfergju þar til ekkert var eftir nema roðið. Amma átti það svo til að fara höndum um roðið og gera úr því skó eins og þau afi höfðu notað í æsku. Á haustin fórum við oft í Múlann að tína ber og fjallagrös. Okkur krökkunum var sagt að úr þeim yrði gerð ekta galdrasúpa sem læknaði allt. En allir galdrar og töfrar taka enda eins og lífið sjálft og nú mun amma leggjast við hlið afa á ný og þau ganga saman í eilífðina. Við munum ávallt minnast þeirra sem afa og ömmu í litla húsinu við ána, þar sem allt var hlýtt og vina- legt. Ég sit og hlusta hljóður á húmsins dularmál. Sýnir og draumar frá horfnum heim, hópast að minni sál. Mér birtist aftur æskan, sem ól minn kjark og þrótt. Á bak við tímans dökka djúp dveljum við saman í nótt. (Steinn Steinarr.) Barnabörnin í Vestmannaeyj- um, Freydís, Guðmundur, Sóley og Sigmar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.