Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 60
MICROSOFT. einar j.
WlNDOWS- SKÚLASONHF
MORGUNBLADIÐ, KRINGIAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI B69 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Kröfðust þriggja
milljóna í bætur
Reyndu að
svíkja út
tryggingu
öðru sinni
RLR þekkti aftur
lýsingu á innbúi
RANNSÓKNARLÖGREGLA rík-
isins hefur upplýst tilraun til fjár-
svika, en par á þrítugsaldri til-
kynnti innbrot og þjófnað á innbúi
og ætlaði að leysa til sín trygging-
arféð, um 3 milljónir króna. A síð-
asta ári fékk parið greiddar 2,7
milljónir vegna þjófnaðar á inn-
búi, en nú hefur komið í ljós að
bæði innbrotin voru sviðsett. Hörð-
ur Jóhannesson, yfirlögregluþjónn
hjá RLR, segir að öðru hvoru reyni
fólk tryggingasvik, en náin sam-
vinna lögreglu og tiyggingafélaga
komi oftast í veg fyrir þau.
Forsaga málsins er sú, að í
fyrrasumar tilkynnti maðurinn um
innbrot í íbúð í austurbæ Reykja-
víkur og að þar hefði verið stolið
ýmsu úr innbúi, þar á meðal sjón-
varpi og tölvu. Tryggingafélag
bætti „tjónið“ með 2,7 milljóna
króna greiðslu, sem sambýliskona
mannsins tók við, en hann var
skráður tryggingartaki.
Nefndi hugsanlegan þjóf
Fyrir nokkrum vikum var til-
kynnt um innbrot í íbúð í Breið-
holti og að þar hefði verið stolið
sjónvarpi, tölvu, hljómflutnings-
tækjum og ýmsu öðru. Konan, sem
að þessu sinni var tryggingatak-
inn, setti fram kröfu um 3 milljóna
króna bætur, en að þessu sinni
átti annað tryggingarfélag í hlut
en í fyrra. Konan nafngreindi einn-
ig mann, sem hún kvaðst hafa
grunaðan um innbrotið.
Sama innbúi stolið
Rannsóknarlögreglumenn tóku
eftir að lýsing á innbúinu sem var
„stolið" var mjög svipuð lýsing-
unni í fyrra, auk þess sem rifjað-
ist upp fyrir þeim að nafn manns-
ins, sem tilkynnti kmbrotið þá, var
hið sama og skráð var á dyra-
bjöllu á íbúð konunnar. Þá stóð
heima að konan hafði kvittað fyrir
móttöku tryggingarfjárins á síð-
asta ári.
Parið var handtekið og við yfir-
heyrslur játaði það svikin.
Tveggja hreyfla flugvél fórst sunnan við Kleifarvatn í gær
Morgunblaðið/Sigurgeir
FLUGVÉLIN TF-VEN var af gerðinni Partenavia P68, hún
var nýyfirfarin og vel búin tækjum. Flugvélin var í eigu
Flugfélags Vestmannaeyja.
löarhori
HÖskjddaiV^J^? 'a
VC''^7#/4
ifii’ptn''"-
(u1! 11 li 11 j’:I
A Flugvélin brotlenti
'A í Geitahlíðarfjalli
A norðanverðu
LGeUahlíó
^Jríi-'KWborg^-..
F.ldborg
Flugmaðurínn látinn
þegar að var komið
un. Hann áætlaði að fljúga Krýsu-
víkurleiðina suður yfir fjöll og síðan
austur til Selfoss í sjónflugi. Lág-
skýjað var á þessum slóðum í gær
og versnaði skyggnið þegar leið á
kvöldið.
Síðast var haft fjarskipta- og
radarsamband við flugvélina kl.
14.15 þar sem hún var stödd við
Kleifarvatn og amaði þá ekkert að.
Flugvélin hafði flugþol til kl. 16.10.
Þegar flugvélin kom ekki fram á
tilsettum tíma hóf Flugstjóm þegar
eftirgrennslan. Flugvél flugmála-
stjórnar hóf strax leit og sama
gerðu þyrla Landhelgisgæslunnar
og einkaflugmenn frá Selfossi. All-
ar tiltækar björgunarsveitir í
Reykjavík, Reykjanesi og á Suður-
landi voru kallaðar út og leituðu
400-500 manns í kringum Krýsu-
vík og á Bláfjallasvæðinu.
Engin neyðarmerki
Engin merki bárust frá neyðar-
sendi flugvélarinnar og gerði það
leitina erfiðari en ella. Leitin beind-
ist því ekki síður að vötnum en
landi. Leitarmenn fóm á bátum
bæði um Djúpavatn og Kleifarvatn
og kafarar vom til reiðu.
TF-VEN var tveggja hreyfla af
gerðinni Partenavia P68 og í eigu
Flugfélags Vestmannaeyja. Flug-
vélin var nýyfírfarin og vel búin
tækjum.
FLUGVÉLIN TF-VEN fórst í norð-
anverðri Geitahlíð, skammt suður
af Kleifarvatni, síðdegis í gær.
Flugmaðurinn, sem lést, var einn í
vélinni. Það var fjögurra manna
leitarflokkur úr Hjálparsveit skáta
í Hafnarfírði sem fann vélina um
kl. 19.00 í gærkvöldi. Leitarflokkur-
inn var um kyrrt á slysstað meðan
beðið var starfsmanna loftferðaeft-
irlits og rannsóknanefndar flug-
slysa, en óskaði ekki frekari aðstoð-
ar.
Að sögn leitarmanns á svæðinu
er flugvélarflakið efst í fjallinu.
Hann sagði leitina hafa verið erf-
iða, skyggni ekki nema 40-50
metrar og stundum minna og að
fjallshlíðin sé brött skriða. Flokkur-
inn lagði upp af þjóðveginum sunn-
an Geitahlíðar og leitaði einn og
hálfan tíma þar til komið var á slys-
staðinn.
Lítil skýjahæð
Flugvélin fór frá Reykjavík kl.
14.10 og var ferðinni heitið til Sel-
foss. Samkvæmt upplýsingum frá
Flugmálastjórn var flugmaðurinn
reyndur en ekki með blindflugsárit-
Morgunblaðið/Júlíus
KAFARAR úr neyðarsveit Slökkviliðsins í Reykjavík fóru meðal annars um Djúpavatn til leitar.
Engin merki bárust frá neyðarsendi vélarinnar og því beindist leitin ekki síst að vötnum á svæðinu.
Stækkun Járnblendiverksmiðjunnar í athugun
3 milljarða fjárfesting
VERIÐ er að athuga möguleika
á stækkun Járnblendiverksmiðj-
unnar á Grundartanga og gætu
framkvæmdir hafist strax á
næsta ári.
Að sögn Jóns Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra íslenska
járnblendifélagsins, er verið að
skoða vandlega möguleika á
umtalsverðri stækkun verk-
smiðjunnar. Til greina komi að
bæta við einum ofni með u.þ.b.
45 þús. tonna framleiðslugetu,
en tilkoma hans
myndi auka framleiðslugetu
verksmiðjunnar um ríflega 60%.
Hagkvæm stækkun
Jón segir að þessi stækkun geti
aukið hagkvæmni í rekstri fyrir-
tækisins verulega. Hún hafi í för
með sér verulega framleiðslu-
aukningu á hvern starfsmann.
Hann segir jafnframt að gera
megi ráð fyrir að starfsmönnum
muni flölga um 30-40 ef af
stækkuninni verður.
Fjármögnun á þessari stækk-
un á að geta gengið án þess að
til komi aukning á hlutafé, að
mati Jóns. Hann segir að fyrir-
tækinu hafí borist fjölmörg
lánstilboð að undanförnu, enda
hafi það verið að greiða upp eldri
skuldir af krafti upp á síðkastið.
Fjármögnun þessa verkefnis
valdi því forsvarsmönnum fyrir-
tækisins engum áhyggjum. Jón
segir að framkvæmdir muni taka
u.þ.b. tvö ár ef af stækkun verð-
ur, og sé ákvörðunar um fram-
haldið að vænta á þessu ári.
■ Ákvörðunarað vænta/16
Miðhúsasilfrið
Gripir frá
víkingaöld
NIÐURSTÖÐUR nákvæmrar málm-
fræði- og stílfræðilegar rannsóknar
danskra og sænskra sérfræðinga á
danska þjóðminjasafninu leiða í Ijós
að allir gripir í silfursjóðnum frá
Miðhúsum beri skýr einkenni vík-
ingaaldarsmíði, utan einn sem talinn
er vera frá 19. eða 20. öld.
Rannsóknin leiddi í ljós að efnaT
samsetning silfurs í öllum sjóðnum
á sér hliðstæður í óvéfengdum silf-
ursjóðum frá víkingaöld.
■ Miðhúsasilfrið/4