Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 7 FRETTIR Sjálfsbjörgu gefin tré SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, fékk á dögunum lóð til afnota við Ell- iðavatn og hefur svæðið verið hannað með þarfir hreyfihaml- aðra í huga. Skógrækt ríkisins og Skeljungur gáfu trjáplöntur til gróðursetningar á svæðinu. Á myndinni eru f.h. Sigurrós M. Sigurjónsdóttir, formaðurfé- lagsins, Bjarni S. Jónsson frá Skeljungi, Ólafur Oddsson frá Skógrækt ríkisins og frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sem gróðursetti fyrstu plöntuna í útivistarsvæðið. Fyrirtæki Paul Newman gefur 5 milljónir til maimúðarmála hérlendis Styrknum skipt milli fjögurra félagasamtaka NEWMAN’S OWN, fyrirtæki í eigu bandaríska leikarans Pauls New- man, veitir fjórum íslenskum félög- um styrk, samtals að verðmæti rúm- lega 5 milljónir íslenskra króna, við formlega athöfn í Listhúsinu í Laug- ardal nk. sunnudag kl. 17. Allur ágóði fyrirtækisins fer til mannúðar- mála og hafa um 18 milljónir króna runnið til íslands frá árinu 1990. Paul Newman rekur einnig sum- arbúðir fyrir sjúk börn og dvelja þau í sumarbúðunum fjölskyldum sínum að kostnaðarlausu. Karl K. Karlsson, umboðsaðili fyrirtækisins hér á landi, sá svo um að tveimur íslenskum drengjum af Barnaspít- ala Hringsins, ásamt hjúkrun- arfræðingi, var boðið að dvelja í sumarbúðunum í byijun júlí. Drengirnir og hjúkrunarfræðing- urinn verða viðstaddir afhendingu styrksins þegar þau koma til Is- lands á sunnudag. Tveir forráða- menn Newman’s Own koma gagn- gert til íslands til að afhenda styrk- inn. Hér á landi hefur m.a. verið selt örbylgjupopp og spagettisósur frá Newmans’ Own. Flugvél brennur Blönduósi. Morgunblaðið. FJÖGURRA manna flugvél skemmdist mikið í eldi rétt eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags. Eiganda flugvélarinnar, Einari Flyg- enring, sem var að vinna að smíði hennar heima í bílskúr tókst að forða sér út og gera slökkviliði viðvart. Annað tjón en á flugvél var lítið og má þakka það að Einari tókst að loka öllum dyrum og gluggum og útiloka þannig aðstreymi súrefnis að eldinum. Einar Flygenring sagði að þegar slökkviliðið hefði komið á vettvang hefði eldur verið sem næst slökknaður og með litlu vatni hefði slökkviliði tekist að komast fyrir eld- inn. Einar sagði eldsupptök þau að pera í lampa sem hann hefði verið að nota hefði brotnað og samstundis hefði eldur kviknað í eldfimum efn- um sem notuð voru við smíðarnar. Einar, sem er mikill flugáhuga- maður, sagðist hafa unnið að gerð þessarar flugvélar undanfarin fjögur ár og er því Ijóst að margar vinnu- stundir hafa farið fyrir lítið. Nýr dagskrár- stjóri Stöðvar 2 ÍSLENSKA útvarpsfélagið hefur ráðið Pál Baldvinsson dagskrár- stjóra Stöðvar 2 frá 1. september nk. Lovísa Óladóttir, sem gengt hef- ur því starfi, fer í námsleyfi til 1. janúar 1997. Páll Baldvin lauk BA-prófi í ís- lenskum bók- menntum og al- mennri bók- menntasögu frá HI 1980 og stundaði nám í leikhúsfræð- um við Godsmith College í London. Hann hefur unnið að fjölmörgum störfum er tengjast leiklist og fjöl- miðlun. Frá 1-987-1990 starfaði hann m.a. á Stöð 2 við innkaup á dagskrárefni. Frá árinu 1991 hefur hann starfað sem leiklistarráðunautur hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur og leikstýrir „Jesus Christ Superstar" sem félagið er að hefja sýningar á. Páll Baldvin er 41 árs. Hann er kvæntur Rögnu Ólafsdóttir náms- ráðgjafa og eiga þau þrjú börn. Sk/átalmSi inm Tjald 5 manna hústjald á aðeins kr. 33.240 stgr Borð og stólar 2 stólar, 2 kollar og borð á aðeins kr. 4.490 stgr. Eldunarhella með gaskút Góður gaskútur og tvðfðld hella á aðeins kr. 12.233 stgr. Bakpoki Léttur og þægilegur Karrimor poki á aðeins kr. 9.990 stgr. Gönguskór Rúskinn og nælon Scarpa gðnguskór á aðeins kr. 7.195 stgr. Kælibox 27 lítra Coleman box undir matinn í ferðalagið á aðeins kr. 1.521 stgr. Allt sem þú þarft una Hvert sem þú ferð og hvernig sem þú ferðast getur þú fengið útbúnað til ferðalagsins hjá okkur. Starfsfólk okkar er þaulvant ferðalögum og vel að sér um allt er viðkemur þeiin. Líttu inn ef þig vantar eitthvað til fararinnar og þiggðu góð ráð í kaupbæti. Jón göngugarpur veit allt um bakpoka Valdi kaldi kann á tjöldin Hva er ekki í vafa hvaða prímusar eru bestir Valdimar Bjössi klifurmú$ Hörður gengur I Katrín vakir yfir klifur létlilega að skönum vísutp finnur á þig svefnpokunum upp í efstu hillu fyrir þig réttu fötin Dóri stjóri sér um að enginn slóri Svefnpoki Léttur og hlýr Ajungilak poki * á aðeins kr. 7.990 stgr. RADGREIÐSLUR Raðgreíðslur • Póstsendum samdægurs. -SKAFW, FRAMUR. Snorrabraut 60 • Sími 561 2045 Vcrð tniðast við 1. júlí 1995 og gctur breyst án fyrirvara. Sértilboð gilda ti! 1. scptember Fax 562 4122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.