Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Biskup lendir í óeirðum í Betlehem Gta^íuaJO' ÞEIR virðast líka þekkja hann blessaðan í útlandinu, Gunna mín. Hann er eins og- gatasigti . . Framkvæmdir stöðvaðar við leikskóla í Laugarnesi FRAMKVÆMDIR við byggingu leikskóla á lóð við Laugamesskóla hafa verið stöðvaðar í bili á meðan kannað'er með hvaða hætti verður hægt að koma til móts við íbúa hverf- isins. Þá hefur verið ákveðið að halda fund með íbúum Bústaðahverfis vegna leikskóla sem fyrirhugað er að reisa við Hæðargarð. Umferðin helsta vandamálið Árni Þór Sigurðsson, formaður Dagvistar barna, sagði að fjölmargar ábendingar hefðu komið fram á fundi með íbúum Laugameshverfis, sem haldinn var fyrr í vikunni. I fram- haldi var ákveðið að stöðva fram- kvæmdir um sinn á meðan kannað væri með hvaða hætti væri hægt að leysa aukna umferð í nágrenni skól- ans. Tilnefndir hafa verið fjórir full- trúar íbúa í vinnuhóp með tveimur embættismönnum borgarinnar auk Áma og sagðist hann eiga von á að á næstu dögum kæmi í ljós hversu langan tíma þyrfti til að finnan við- unandi lausn. Búið er að grafa gmnninn og sagði Ámi að kannað yrði hvort til greina kæmi að flytja skólann til á lóðinni, þannig að hann yrði á mótum Hof- Fundur verður haldinn með íbúum vegna leikskóla við Hæðargarð teigs og Reykjavegar. „En síðan komu fram ýmsar aðrar ábendingar, sem mundu draga úr umferð við Gullteig," sagði hann. „Þá yrði um- ferðin að Ieikskólanum ekki eins mikið mál. Bent var á að talsvert væri um gegnumakstur um Gullteig frá Blómavali og Grand Hótel í stað þess að aka um Reykjaveg og kemur til greina að skoða hvað hægt sé að gera til að draga úr þeirri umferð.“ Mótmæli vegna Hæðargarðs Við Hæðargarð er fyrirhugað að reisa leikskóla og hafa borgaryfir- völdum borist nokkur mótmæli frá íbúum, sem lýsa áhyggjum yfir um- ferðarþunga, og einnig er bent á að þegar séu tveir leikskólar í nágrenn- inu. „Þetta svæði var mjög umdeilt á sínum tíma,“ sagði Árni. „En það er annað þegar um er að ræða lítinn leikskóla eða stórbyggingu sem íbúar mótmæltu á sínum tíma. Þama er náttúrulega mikil umferð en reynslan er sú að hún reynist minni en gert var ráð fyrir í upphafi." Sagði hann að þrátt fyrir leikskól- ana tvo sem fyrir eru í hverfinu væri biðlistinn mjög langur eftir skólavist eins og í Laugarneshverfi. „Það er mjög snúið í þessum grónu hverfum að fínna lóðir og auðvitað kostar allt svona aukna umferð," sagði hann. Víðtækari kynning Gert er ráð fyrir að fundur með íbúum Bústaðahverfis verði haldinn í næstu viku. „Mér finnst nauðsyn- legt að fara í gang með kynningu áður en ráðist er í framkvæmdir þannig að við lendum ekki í sambæri- legu máli og við Gullteig," sagði Ámi. „Þar var þetta mjög bagalegt, þar sem grenndarkynning hafði farið fram án þess að þar kæmu fram mótmæli, aðeins ein eða tvær at- hugasemdir. Það er svo annað mál, sem mér fínnst að borgaryfirvöld þurfa að skoða, og það er hvort þess- ar grenndarkynningar eins og þær hafa verið lagðar upp hingað til séu of takmarkaðar. Þær eigi kannski að vera víðtækari heldur en venjan hefur verið.“ Reglugerð Evrópusambandsins um vinnu barna og unglinga Ráðherra skipar nefnd PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra hefur skipað sérstaka nefnd til að fjalla um aðlögun fslands að tilskip- unum Evrópusambahdsins um vinnu barna og unglinga, sem lagt er til að verði tekin upp í samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Samkvæmt upplýsingum Morg- unbiaðsins hafa önnur EES-ríki, bæði ESB-ríkin og Noregur, gefíð til kynna að þau séu að verða lang- eyg eftir ákvörðun íslands um tiiskip- un þessa og aðra, sem snýr að vinnu- vernd og vinnutíma. Að sögn Berglindar Ásgeirsdóttur, ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðu- neytinu, var öðrum EES-ríkjum greint frá því á fundi í lok síðasta mánaðar að fjallað yrði um tilskipan- imar í tveimur nefndum. Annars vegar yrði fjailað um vinnuverndar- tilskipunina í samráðsnefnd hags- munaaðila og ráðuneyta, sem fjallað hefur um nýja EES-löggjöf á sviði félagsmála. Hins vegar yrði sett á stofn ný nefnd til að fjalla um bama- verndartilskipunina. Bænda- og kennarasamtök með fulltrúa Að sögn Berglindar mun sú nefnd verða skipuð fulltrúum Alþýðusam- bandsins, Vinnuveitendasambands- ins, menntamálaráðuneytisins, fé- lagsmálaráðuneytisins Kennarasam- bandsins og Bændasamtakanna. „Með þessu er verið að setja í gang vinnu við að athuga hvemig við getum aðlagað okkur að þessum tilskipunum, hvaða áhrif þær hafi og hvaða breytingar þurfi hugsan- lega að gera,“ segir Berglind. Hún segir ekki bráðliggja á ákvörðun, þar sem reglugerðirnar eigi ekki að taka gildi í ESB fyrr en á næsta ári. „Skilaboð okkar til Evrópusam- bandsins hafa verið á þann veg að þessi vinna hjá okkur, til þess að við getum aðlagazt, sé komin í gang,“ segir hún. Alþjóðleg útgáfa Eiðfaxa Vaxtarbroddurinn í kynningu á ís- lenzkri hestamennsku Rafn Jónsson RIT um íslenzka hestinn, sem gefið er út á ensku og þýzku og dreift er til tólf landa innan Evrópu auk Bandaríkjanna og Kanada, nefnist Eiðfaxi International. Annað tölu- blað ársins 1995 kom út nú á dögunum. Ritstjóri Eiðfaxa - hins íslenzka sem erlenda - er Rafn Jónsson. Hann var fenginn til að skýra frá hinum auknu alþjóð- Iegu umsvifum í útgáfu- málum íslenzkra hesta- manna. - Hvenær hófst út- gáfa Eiðfaxa Internati- onal og hvert er umfang útgáfunnar? „Þetta hófst með því að við sendum 400 erlend- um áskrifendum Eiðfaxa á ís- lenzku með þýðingarútdrætti, þar sem meginatriði textans í íslenzka blaðinu voru þýdd á þýzku, ensku og sænsku. Fyrir rúmu ári var svo tekin ákvörðun um að ráðast í að gefa út sérstakt blað fyrir útlendinga. Á það ráð var brugðið að þýða úrval greina úr.íslenzka blaðinu, sem höfðað gætu til erlendra áhugamanna um íslenzka hestinn, auk þess sem nokkrar greinar voru samdar sérstaklega fyrir er- lendu útgáfuna. Viðbrögðin við fyrstu tilrauna- útgáfunni voru góð - við þreföld- uðum strax áskrifendafjöldann, í 1100. Síðan hefur þetta gengið jafnt og þétt upp á við; blaðið kemur núna út íjórum sinnum á ári á ensku og þýzku og áskrifend- ur eru orðnir um 1500 talsins. Ef áætlanir okkar ganga upp verða áskrifendur orðnir um 3000 fyrir árslok 1996.“ - Er ekki markaðssetning á slíku blaði erfið? „Markaðssetningin er sannar- lega mikið og dýrt verkefni. í fyrra voru að vísu hæg heimatökin, því á Landsmót hestamanna sem þá fór fram komu margir útlendingar og við gátum kynnt blaðið í róleg- heitum hérna heima. Markaðs- setningarstarf erlendis er öllu erf- iðara. En við erum í samvinnu bæði við mörg hestamannafélög í Evrópu og tímarit sem fjalla um íslenzka hestinn í öðrum löndum. I gegn um þessa samvinnu hefur okkur tekizt að ná beint til okkar markhóps. Nýjasta tölublaðið er prentað í sjöþúsund eintökum, sem við dreifum til eigenda íslenzkra hesta í Evrópu og Bandaríkjunum í kynningarskyiii. Núna í sumar leggjum við megináherzluna á Noreg og Svíþjóð, auk dreifingar á heimsleikunum í Sviss, 1.-6. ágúst nk. V axtarbroddurinn kynningarstarfsemi ís- lenzkrar hestamennsku liggur í þessari erlendu útgáfu. Tugir þúsunda manna eiga og rækta íslenzka hesta erlendis. Bara í Þýzkalandi eru nú um 40.000 íslenzk hross. Margir gera sér ekki grein fyrir þessu umfangi og hvaða þýðingu þetta hefur t.d. fyrir ferða- mennsku hér á landi. Það eru sennilega ekki færri en 10.000 ferðamenn sem koma hingað til lands á ári, sem koma gagngert vegna áhugans á íslenzka hestin- um.“ - Hver hafa viðbrögðin verið erlendis? Uppfyllir Eiðfaxi Inter- national aiiar þær kröfur sem t.d. þýzkir hestaeigendurgera til blaðs sem þessa? ►Rafn Jónsson er fæddur í Reykjavík þann 28. marz 1952. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Tjörnina 1973. Blaðamennskuferill hans hófst það sumar á Morgunblað- inu, næstu áfangastaðir voru Vísir og Ríkisútvarpið. Hann var um tíma ritsljóri Neytenda- blaðsins og tímaritsins Flugs. Hann fékkst þess á milli við ýmis önnur störf, svo sem kennslu o.fl. og rak í rúman áratug eigið kynningarfyrir- tæki. Rafn hlaut atvinnuflug- réttindi 1981 og starfaði sem flugmaður hjá Arnarflugi 1981-83 og hjá Flugleiðum síð- an 1984. Haustið 1992 bætti hann við sig háskólaprófi í sagnfræði og hagnýtri fjölmiðl- un við HI. Rafn hafði verið í ritstjórn Eiðfaxa í nokkur ár þegar hann tók við starfi rit- stjóra um síðustu áramót. Rafn er kvæntur Sigríði Rafnsdóttur og eiga þau fimm börn. „Við uppfyllum þær kröfur og meira til. Ég held ég geti fullyrt að þetta sé vandaðasta útgáfan á þessu sviði á markaðnum, hin mjög svo jákvæðu viðbrögð við- takenda hafa sannfært mig um það. Erlend hestatímarit ijalla líka töluvert um Eiðfaxa International og taka efni úr því til birtingar hjá sér. Eiðfaxi nýtur tvímæla- laust trausts allra áhugamanna um íslenzka hestinn, hvar í heimi sem er.“ - / hverju felst þessi sérstaða Eiðfaxa? „Island er upprunastöð íslenzka hestsins. Hér er þekkingin mest og bezt á þessu einstaka hesta- kyni. Við erum auk þess að reyna að efla samvinnuna við erlendu hestamannafélögin og -blöðin, svo að Eiðfaxi International geti orðið e.k. alþjóðlegur frétt- amiðill. I þessu sambandi ber lika að nefna, að við erum komin inn á Internetið [www.centrum.is/diddi]. Við erum að vísu nýbyijuð á því, en nú þegar höfum við fengið nokkr- ar áskriftir í gegn um það. Inter- netið er kjörinn vettvangur til að eiga á bein og vandkvæðalaus samskipti við íslandshestaáhuga- menn erlendis. Ég vænti þess að Internetið eigi eftir að reynast okkur mjög gagnlegur vettvangur í þessum alþjóðlegu útgáfumálum og til að rækta tengslin við vini íslenzka hestsins vítt og breitt um heim- inn.“ Viðtökurnar hafa verið mjög góðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.