Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 9 \__________FRÉTTIR__________________ Dómur í meiðyrðamáli gegn vikublaðinu Pressunni Blaðamenn og r itstj óri greiði 570 þúsund HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt Guðrúnu Kristjánsdóttur og Sigurð Má Jónsson, fyrrum blaðamenn á Pressunni og Karl Th. Birgisson, fyrrum ritstjóra blaðsins, til að greiða Jóni Halldóri Bergs- syni 570 þúsund krónur í miskabæt- ur, birtingarkostnað og málskostn- að og hvom blaðamannanna til að greiða 25 þúsund króna sekt til rík- issjóðs vegna fjölmargra ummæla í grein sem birtist í Pressunni 17. febrúar 1994 um Jón Halldór Bergsson. Héraðsdómur telur að greinin hafi falið í sér grófar og ærumeið- andi aðdróttanir í garð Jóns Hall- dórs og þar hafi verið vegið að persónu hans, siðferði og fjárhags- stöðu án þess að honum gæfist kostur á að koma að athugasemdum áður en greinin birtist. Vísað var til greinarinnar með stórri andlitsmynd af manninum á forsíðu Pressunnar ásamt fyrir- sögninni Frægasti flagari bæjarins. í greininni voru rakin ummæli þriggja nafnlausra kvenna, sem sagðar vom fyrrverandi sambýlis- konur eða kærustur mannsins, og höfð eftir þeim ummæli um persónu hans, siðferði og bága fjárhags- stöðu. Kröfur vegna 31 atriðis Alls var krafist ómerkingar og refsingar vegna 31 atriðis sem fram kom í greininni. Flestar ómerkingarkröfurnar tók Héraðsdómur til greina og segir að í umræddum skrifum felist ásakan- ir á hendur Jóni Halldóri þess efnis að hann notfæri sér konur og til- finningar þeirra í fjárhagslegum tilgangi. Heimildarmenn blaða- manna hafí ekki komið fyrir dóm og ekkert hafi komið fram í málinu er sanni eða styðji staðhæfingar blaðsins, sem verði því að teljast settar fram að tilefnislausu. „Fallast ber á með stefnanda að með umfjöllun stefndu um hann hafi verið farið út fyrir þau mörk sem setja verði [prentfrelsi], þ.e. að í skjóli þess séu ekki gerðar til- efnislausar og grófar árásir á æru einstaklinganna, sem geti skaðað álit þeirra," segir í niðurstöðum Kristjönu Jónsdóttur, héraðsdóm- ara. Jóni Halldóri Bergssyni voru dæmdar 200 þúsund krónur í miskabætur úr hendi blaðamann- anna, og þar af er ritstjórinn með- ábyrgur fyrir 50 þúsund krónum. Einnig 200 þúsund úr hendi allra jafnt til að greiða kostnað við opin- bera birtingu forsendna dómsins. Loks 170 þúsund krónur í máls- kostnað úr hendi blaðamannanna og ritstjórans jafnt. Blaðamennirnir tveir voru einnig dæmdir til að greiða 25 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs hvor. Greinin merkt að blaðamönnum forspurðum? Umferðarátak lögreglunnar á Suðvesturlandi Hugað að merkingum við verklegar framkvæmdir LÖGREGLAN á Suðvesturlandi mun dagana 11. og 12. júlí beina athyglinni sérstaklega að merking- um vegna verklegra framkvæmda á og við vinnusvæði á götum og á vegum. Átakið er gert á vegum sam- starfsnefndar lögreglunnar á Suð- vesturlandi í umferðarmálum en þar eiga fulltrúa lögregluembættin á Selfossi, í Keflavík, Grindavík, Hafn- arfirði, Kópavogi og Reykjavík. Markmiðið að stuðla að öryggi í tilkynningu frá nefndinni segir m.a. að markmiðið sé að reyna að auka líkur á að staðið verði sóma- framkvæmdum verða aðallega af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að merkingar eru ófull- nægjandi eða jafnvel engar og hins vegar vegna þess að vegfarendur fara ekki eftir þeim merkingum, sem til staðar eru. Það hlýtur að verða sameiginlegt markmið allra hlutaðeigandi að draga úr líkum á slíku,“ segir í tilkynningunni. Verktakar eru hvattir til að kynna sér lög og reglur og afla sér framkvæmdaleyfa áður en hafist er handa. Lögreglan muni á hveiju svæði ganga eftir því að verktakar sæki um slíkt leyfi samkvæmt gild- andi reglum. í dóminum kemur fram að inn- heimta megi þær fjárhæðir sem rit- stjórinn er dæmdur til að greiða með aðför hjá útgefanda blaðsins en hafnað er kröfu um að slíkt eigi við um þær fjárhæðir sem blaða- mönnunum beri að greiða. Blaða- mennimir höfðu m.a. krafíst sýknu á þeim forsendum að þeir væm ekki höfundar greinarinnar sérstak- lega umfram ýmsa aðra starfsmenn blaðsins og hefði ritstjóri merkt þeim greinina að þeim forspurðum. samlega að merkingum við veg- og gatnaframkvæmdir í sumar og auka öryggi allra vegfarenda og starfsfólks verktaka. Þá segir að verktakar nýti sér flestir búnað og merkingar sem boðist hafa en þó komi enn upp atvik sem þyki aðfinnsluverð og valdi vegfarendum óþægindum. „Umferðaróhöpp tengd gatna- Vandaðir gönguskór fyrir meiri- og niinniliáttar gönguferðir. Frábær verð Frá kr. 0.500 við Umferðarmiðstöðina, símar 5519800 og 5513072. UTIVISTARBUÐIN Gæða húsgögn á sóðu verði Stórglæsilegir hornsófar 2ja+horn+3ja sæta með leðri á slitfleti Litir: Svart - brúnt - grænt - rautt - vínrautt. Verð aðeins kr. 123.900 stgr. Líttu á verðið! Euro raðgr. til allt að 36 mánaða. Visa raðgr. til allt að 18 inánaða. Valhúsgögn ARMULA 8, SIMAR 812275, 685375. LANGAR ÞIG TIL AÐ KYNNAST KÖFUN? Sportkafarafélag íslands mun halda köfunardag í Sundhöll Reykjavíkur laugardaginn 8. júlí nk. milli kl. 10.00 og 16.00. Kafað er undir eftiiiti reyndra kafara og fá þátttakendur stutta leiðsögn um eðlisfræði og hBlisfræði köfunajieiðbeinincpr um meðferð köfunaíækja og hvernig kafarar bera sig að undir yfirborði tatns eða sjáiar. Síðan er kaáð í 2-3 manna hópum. Þetta er tilvalið tækifæi til að fynnast köfun á ódýran og skemmtilegan hátt, en gjaldið á köfunariegi er aöeins 1.000 krómr og er allt innifalið að meðtöldu gjaldi í sundlaug Mætið snemma og pantið tíma! ATHUGIÐ16 ÁRA ALDURSTAKMARK. Fólk er alltaf að vinná í Gullnámunni: 89 mílljónir Vikuna 29. júní til 5. júlí voru samtals 88.835.875 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæö kr.: 27. júní Mónakó........................ 61.420 29. júní Háspenna, Hafnarstræti..... 242.059 29. júní Háspenna, Laugavegi........ 84.897 2. júlí Flughótel, Keflavík......... 451.743 3. júlí Blásteinn................... 113.923 3. júlí Háspenna, Hafnarstræti.... 50.415 3. júlí Ölver, Glæsibæ............... 54.270 3. júlí Skálafell, Mosfellsbæ..... 108.633 4. júlí Háspenna, Laugavegi....... 257.673 4. júlí Mónakó....................... 75.315 5. júlí Háspenna, Hafnarstræti.... 121.272 5. júlí Ölver, Glæsibæ.............. 126.312 f Staöa Gullpottsins 6. júlí, kl. 11:00 var 8.372.487 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf f 50.000 kr. og Gullpottarnir i 2.000.000 kr. og hækka sfðan jafnt og þétt þar til þeir detta. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.