Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 33 BREF TIL BLAÐSIIMS Skuldasöfnun hins opinbera Ósæmi- legt athæfi Frá ÞorleifiKr. Guðlaugssyni: NÚ langar mig að benda á ósæmilegt athæfi leikhóps í borginni sem leyfir sér að nota íslenska fánann fyrir hlífðar- fat, fyrir utanaðkomandi skít- þurku, eins og allir vita er svunta aðeins notuð sem hlífð- arfat til að veija betri föt fyr- ir hverskonar utanaðkomandi óhreinindum og finnst mér skömm fyrir hvern sem það gerir og lítilsvirðing við fánan- um okkar. Með öðrum hætti er fáninn okkar svívirtur og það er með þeim hætti þegar krakkar og aðrir gera sig að raunverulegu skrípi með alls- konar litum í andlit og annars staðar sem er túlkað af fjöld- anum sem almenn skemtun og er það því enn frekar ámæl- isvert að hafa skemtun af sví- virðunni og niðurlæging fyrir almenning að skemmta sér við verknaðinn. Auk þessa notar þessi tiltekni leikhópur stef úr kvæðinu „Hríslan og lækur- inn“ en kannski er það löglegt gagnvart höfundi, ég er ekki viss en það er takmarkað sem má setja inn, með sama orða- lagi. Eg orðlengi þetta ekki frekar og vona bara að eitt- hvað verði gert til að takmarka ennfrekar svona ósæmileg uppátæki en verið hefur, sér- staklega hvað varðar fánann ÞORLEIFUR KR. GUÐLAUGSSON, Nökkvavogi 33, Reykjavík. Frá Áslaugu Magnúsdóttur: SAMBAND ungra sjálfstæðismanna hefur nú komið fyrir svokölluðum skuldaglugga í Austurstræti. Til- gangur þessa skuldaglugga er að vekja athygli á þeirri þróun sem orðið hefur undan- farna áratugi í rekstri ríkis og sveitarfélaga og á hinni gífurlegu skuldasöfnun hins opinbera. Um siðástliðin áramót námu sam- anlagðar skuldir Áslaug ríkis og sveitarfé- Magnúsdóttir laga u.þ.b. 234 milljörðum króna. I áætlunum fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir enn frek- ari aukningu skulda á þessu ári þannig að þær nemi u.þ.b. 247 millj- örðum króna í árslok. Eins og veg- farendur í Austurstræti geta séð af skuldaglugganum felur þetta í sér að skv. áætlunum muni skuldir ríkis og sveitarfélaga hækka að meðaltali um rúmlega 400 krónur á hverri einustu sekúndu á þessu ári. Þessar tölur eru sláandi en það eru þó ekki síður sláandi tölur sem fram koma ef borin er saman skulda- staðan nú og fyrir tuttugu og fimm árum. Ef litið er til skulda ríkissjóðs þá voru þær á árinu 1970 u.þ.b. 22,7 milljarðar króna en verða sam- kvæmt áætlun u.þ.b. 213,3 milljarð- ar í lok þessa árs. Það er því um nær tíföldun skulda hjá ríkissjóði að ræða á þessum 25 árum. Þessi skuldaaukning sámsvarar því að á verðlagi ársins í ár hafi skuldir ríkis- sjóðs á hvern íslending hækkað úr 114 þúsund krónum árið 1970 í 792 þúsund krónur árið 1995. Það þykir ekki skynsamlegt við rekstur heimila eða fyrirtækja að eyða alltaf meiru en aflað er. Allir sem sjá um heimilisrekstur eða rekstur fyrirtækja gera sér grein fyrir því, að sé slíkri stefnu fylgt, getur það einvörðungu endað með ósköpum. Þegar kemur að rekstri hins opinbera virðist hins vegar gleymast að líta til þess hvaða afleið- ingar það muni hafa í framtíðinni ef sífellt er eytt um efni fram. Það er ljóst að rekstur hins opinbera lýt- ur nákvæmlega sömu grundvallar- lögmálum og * rekstur annarra smærri þjóðfélagseininga. Afleiðing- ar gífurlegrar útþenslustefnu hins opinbera og skuldasöfnunar hafa heldur ekki látið á sér standa. Á þessu ári er gert ráð fyrir að vaxta- greiðslur af skuldum hins opinbera verði um 12 milljarðar króna en sú fjárhæð svarar til um 80% af heildar tekjuskattgreiðslum einstaklinga á árinu. Haldi skuldasöfnunin áfram hlýtur það að leiða til aukinnar skatt- lagningar á komandi kynslóðir. Þyk- ir nú flestum nóg um þá skattbyrði sem lögð er á einstaklinga og fyrir- tæki í landinu og er erfitt að sjá- hvernig unnt væri að bæta enn frek- ar á skattheimtuna. Á síðasta aldarfjórðungi hefur einungis ein ríkisstjórn lækkað rík- isútgjöld á kjörtímabili sínu en það er ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991-95. Sú lækkun gekk ekki sárs- aukalaust fyrir sig og náðist lítil samstaða meðal þjóðarinnar um þær aðhaldsaðgerðir sem ríkisstjórnin greip til. Þær aðhaldsaðgerðir voru þó engan veginn nægilegar því enn heldur skuldasöfnunin áfram. Mikil- vægt er að stjórnmálamenn jafnt sem almenningur i landinu taki ábyrga afstöðu og standi saman um nauðsynlegar sparnaðaraðgerðir hjá hinu opinbera. ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, varaformaður Heimdallar. #• " SHICI auglýsingar tu J/J > f\ X #! ‘3 Hallveigarstig 1 •simi 614330 Dagsferð laugard. 8. júlí Kl. 9.00 Kálfstindar (836 m.y.s.), fjallasyrpa, 3. áfangi. Móbergs- fjöll, hömrótt hið efra en snar- brattar skriður neðan til. Verð 2.000/2.200. Dagsferð sunnud. 9. júlí Kl. 10.30 Ketilsstígur - Seltún. Fjölskylduferð. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Miðar við rútu. Einnig upplýs- ingar f Textavarpi bls. 616. Útivist. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKiNNI 6 - SlMI 568-2533 Laugardagur8. júlí Kl. 08.00: Gönguferð á Heklu (1488 m). Gengið frá Skjólkvíum (tekur um 8 klst.). Verð kr. 2.500. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni austanmegin og Mörkinni 6. Helgarferðir 7.-9. júlí - brottför kl. 20.00: 1) Þórsmörk. Gist í SkagfjÖrðs- skála/tjöldum. Gönguferðir. 2) Þjófakrókur - Langjökull - Hagavatn (næturganga á skíðum). 3) Landmannalaugar - Hrafn- tinnusker. Ganga á skíðum möguleg. Gist i saeluhúsi F.í. í Laugum og Hrafntinnuskeri. 4) Yfir Fimmvörðuháls. Gengið frá Þórsmörk yfir að Skógum, Gist í Þórsmörk. Brottför kl. 20.00. Sunnudagur9.júlí Kl. 08.00: Þórsmörk - Dags- ferð. Ath.: Sumardvöl í Þórs- mörk - lengd dvalar að eigin ósk - ódýrt. Sumarleyfisferðir 1) 16.-20. júlí (6 dagar) Borgar- fjörður eystri - Loðmundar- fjörður. Gist að Stapa (svefn- pokapláss). Stuttar og langar gönguferðir. 2) 15.-17. júlí (3 dagar) Hnappadalur - Ljósufjöll - Kerlingarskarð. Bakpokaferð. 3) 21 .-25. júlf (5 dagar) Strand- ir - Drangar - Ingólfsfjörður. Gist I svefnpokaplássi. Siglt að Dröngum. 4) 19.-27. júlf (9 dagar) Hornvik - Reykjafjörðúr. Göngutjöld. Gengið á 4 dögum um Austur- strandir, þ.e. frá Hornvík til Reykjafjarðar, en þar verður dvalið síðustu dagana og farnar dagsgöngur. Fararstj.: Jóhannes Kristjánsson. Kynnið ykkur sumarleyfisferðir Ferðafélagsins - mikil fjöl- breytni - hagstætt verð. Ferðafélag Islands. Mlðlun Hjá okkur er opið i allt sumar Anna Carla Ingva- dóttir og Ragn- heiður Ólafsdóttir bjóða uppá 10-12 manna einkafundi þar sem þær vinna saman. Allir fá teikningu og leiðsögn. Einnig eru einka- tímar hjá þeim báðum I miðlun, fundir, heilun, ráðgjöf I 30 eða 60 mín. Stór skyggnilýsingarfundur verð- ur haldinn 12. júlí kl. 20.30 I Pýramidanum þar sem Ragn- heiður teiknar leiðbeinendur og/eða látna ástvini og Anna Carla og Ingibjörg Þengilsdóttir útskýra tengsl þeirra við viðkom- andi og koma með boð. Matthildur Sveinsdóttir les I Tarotspil, einkatímar. Ellen Sveinsdóttir huglæknir, einkatímar. Þar sem Anna Carla er að flytja af landi brott starfar hún ein- göngu hjá okkur til 1. sept nk. Opin bæna- og þróunarhringur er í Pýramidanum öll þriðjudags- kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Tímapantanir í símum 588 1415 og 588 2526. Pýramídinn, andleg miðstöð, Dugguvogi 2. AfVINNUAUGiV'SíNGAR Kennarar Kennara vantar að Barnaskólanum á Eyrar- bakka. Aðalviðfangsefni er kennsla yngri barna. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 483 1117 eða skrifstofa Eyrarbakkahrepps í síma 483 1165. „Au pair“ Fjölskylda í Arnhem í Hollandi, hálfíslensk, leitar eftir ábyrgri og barngóðri „au pair“ frá september ’95 í eitt ár. Þarf að hafa bílpróf. Vinsamlega sendið umsókn með mynd til Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur, Veghúsa- stíg 9a, 101 Reykjavík, fyrir 20. júlí. Ritari Óskum eftir að ráða ritara framkvæmda- stjóra sem jafnframt hefur umsjón með skrifstofuhaldi. Umsóknir sendist Myndbæ hf. mvndhær hf Suðurlandsbraut 20. W*.ÆLW>AUGL YSINGAR / V V_/ V_/L_ 1 v-/i/ \ v_y/ \f\ Tré og runnar Verðlækkun frá 15-50% á ýmsum tegundum skrautrunna og trjáa. Einnig úrval sterkra víðitegunda. Upplýsingar í síma 483 4840. Opið til kl. 22.00 öll kvöld. Nátthagi, garðplöntustöð við Hvammsveg í Ölfusi. Eigandi: Ólafur Njálsson. Tré og runnar Tilboð: Sitkareynir og kasmírreynir 400 kr. Möndlu- víðir, kvistlingur, glótoppur og heiðakvistur 200 kr. Ýmsar fleiri tegundir á lágu verði. íslensk ræktun. Garðyrkjustöðin Fífilbrekka v/Vesturlandsveg, Reykjavík, sími 567 3295. Útboð Verkfræðistofan Fjarhitun hf., fyrir hönd Hampiðjunnar hf., óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu loka yfir netastrekkj- ara, ásamt tilheyrandi búnaði. Helstu magntölur eru: Álprófílar, 40x60x4 mm 800 m 1600 kg. Álplötur, 1,5-3,0 mm 260 m2 1500 kg. Ryðfríar pípur, 042-060,3 100 m. Við mat tilboða verður lögð rík áhersla á kunnáttu og reynslu bjóðenda í smíði og suðu á áli og ryðfríu stáli. Verktími er frá ágúst til 10. desember 1995. Útboðsgögn fást afhent gegn 5.000 kr. skila- tryggingu hjá Verkfræðistofunni Fjarhitun hf., Borgartúni 17, 105 Reykjavík, frá og með 7. júlí 1995. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hampiðjunnar hf., Bíldshöfða 9, 112 Reykja- vík, 26. júlí kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. 4 Tilboð ívöruflutninga milli Akureyrar og staða á Austur- landi á svæðinu frá Egilsstöðum til Hornafjarðar Kaupfélag Eyfirðinga óskar hér með eftir til- boðum í vöruflutninga félagsins milli Akur- eyrar og staða á Austurlandi á svæðinu frá Egilsstöðum til Hornafjarðar frá 1. septem- ber 1995. Nánari upplýsingar varðandi vöruflutningana gefur Sigurður Jóhannesson, aðalfulltrúi kaupfélagsstjóra, sími 463 0300. Frestur til að skila inn tilboðum er til 28. júlí nk. og verða tilboðin opnuð þriðjudag- inn 1. ágúst kl. 10.00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Kaupfélag Eyfirðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.