Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 17 Húsnæðismálahneykslið í París Ibúum „Chirac- .d «» <r/i Reuter Horfa á heil- ann sjá Washinglon. Reuter. VÍSINDAMÖNNUM hefur nú tekist í fyrsta skipti að fylgjast með því hvernig heil- inn sér. Nýlega þróuð aðferð gerði læknum og taugasér- fræðingum við Memorial Slo- an Ketteri'ng sjúkrahúsið í New York kleift að athuga hvernig heilinn bregst við sjónrænu áreiti. „Þetta er í fyrsta skipti í heiminum sem okkur tekst að sjá hvernig sjónskynjun verður til, hvernig sjónin starfar," sagði Joy Hirsch, læknir, í viðtali í síðustu viku. Hún gerir grein fyrir störfum sínum í nýjasta hefti Proceed- ings of the National Academy og Sciences. „Sjónin er gífurlega flókið skynjunarkerfi og um það bil helmingur heilans sinnir því,“ sagði hún. Aðferðin sem nýlega hefur verið þróuð og gefur kost á að fylgjast með sjónskynjun heilans kallast MRI og gerir læknum kleift að sjá inn í lík- amann og fá myndir af mjúk- um vefjum á borð við heilann, sem ekki sjást á venjulegum röntgenmyndum. MRI sýnir blóðstreymi og súrefnisþéttingu í afmörkuð- um hluta heilans, og hvernig breytingar á þessum þáttum verða þegar taugastarfsemi breytist. í fyrri tilraunum rannsökuðu Hirsch og félagar hennar bragðskyn með því að kortleggja breytingar í heilanum þegar hann bregst við sætum og söltum vökvum. Sjónskynjun verður til þess að „taugafrumurnar leiftra mjög hratt, sem krefst aukins súrefnismettaðs blóðs,“ sagði Hirsch, og útskýrði að MRI geti fylgst með efnaskiptum í blóðinu. Kosningar í nándíJapan TOMIICHI Murayama, forsætis- ráðherra Japans hóf í gær kosn- ingabaráttu Sósíalistaflokksins vegna kosninga til efri deildar japanska þingsins sem fram fara 23. júlí. Er úrslitanna beðið með eftirvæntingu. Talið er að sósíal- istar muni gjalda afhroð og lík- lega kunni það að leiða til falls Murayama, sem hér veifar til stuðningsmanna. hverfis“ fjölgar París. Reuter. FRANSKT dagblað birti í gær nýjan lista yfir fólk sem sagt er tengjast húsnæðismálahneyksli í París. A nýja listanum eru vinstri- sinnaðir stjórnmála- og lista- menn, en í ljós kom fyrir nokkru, að fjöldi hægrisinnaðra stjórn- málamanna, blaðamanna og fé- laga Jacques Chiracs, Frakk- landsforseta, og Alains Juppes, forsætisráðherra, hefur notið vildarkjara á leiguíbúðum í eigu Parísarborgar. Á listanum sem blaðið Le Fig- aro birti í gær eru stjórnmála- menn úr röðum sósíalista og kommúnista; listmálarinn Pierre Combas; leikarinn Anthony Delon - sonur Álain Delon - og Christian Blanc, stjórnarformaður ríkis- flugfélagsins Air France. Hneykslismálið, sem kennt hef- ur verið við forsetann og kallað „Chirac-hverfi", hefur valdið hon- um og forsætisráðherranum tölu- verðum vanda. Upplýst hefur ver- ið að tugir pólitískra samheija þeirra, embættismanna og blaða- manna í París höfðu á leigu við vægu verði eftirsóttar íbúðir í eigu borgarinnar, þótt mikill fjöldi fólks hafi beðið í mörg ár eftir niðurgreiddu húsnæði. Mikill íburður Vikublaðið Le Canard Encha- ine, sem fyrst greindi frá málinu, sagði að Juppe, sonur hans, dótt- ir, fyrrum eiginkona og hálfbróð- ir, búi öll í íburðamiklum íbúðum í eigu borgarinnar, endurnýjuðum á kostnað skattgreiðenda. Fullyrt var að Chirac hefði hlutast til um að mánaðarleigan hjá syni hans yrði eitt þúsund frönkum lægri en leigan sem húsnæðismála- stofnunin innheimtir af skjólstæð- ingum sínum, og þykir það þó engin ósköp. Forsætisráðherrann hefur ekki hafnað fullyrðingum blaðsins, en neitar því að hafa gert nokkuð rangt eða verið hlutdrægur. Úreltar upplýsingar? Sumir vinstrisinnarnir sem Le Figaro nefndi í gær svöruðu fyrir sig og sögðu að upplýsingar um heimilisföng og fjárupphæðir sem blaðið nefndi væru, í sumum til- vikum að minnsta kosti, úreltar. Aðrir fullyrtu að þeir borguðu fulla leigu, eða byggju í lítt eftir- sóttum borgarhverfum. Blanc fékk fyrst leigða borgar- íbúð þegar hann var embættis- maður borgarinnar og leigan sem hann greiðir er í samræmi við það sem gengur og gerist á almennum markaði, að sögn talskonu hans. Claude Estier, leiðtogi Sósíal- ista í efri deild franska þingsins, sakaði Le Figaro um að reiða sig á úreltar skýrslur. „Ég bjó í eins herbergis íbúð, en flutti þaðan fyrir rúmlega tíu árum,“ sagði hún og bætti við að íbúðin væri ekki lengur í eigu borgarinnar. Peking. Reuter. EIN milljón hermanna og óbreyttra borgara í Jiangxi-hér- aði í suðurhluta Kína berst nú við gífurleg flóð af völdum úr- fellis. Nokkur hundruð manns hafa farist af völdum flóðanna og í nágrannahéraðinu Hunan hafa tæplega 400 manns farist, að sögn opinberra málgagna. Úrhellisrigningar frá því í apríl, og sérstaklega í júní, hafa valdið tjóni í næstum því öllu Jiangxi-héraði og um 16 milljón- Milljón manns við flóðavamir ir manna hafa orðið fyrir barð- inu á flóðum af þessum völdum, 130 þúsund heimili hafa eyði- lagst og um ein milljón hektara ræktaðs lands farið á kaf. Svipaðar fregnir hafa borist frá Hunan-héraði, þar sem um 17 milljónir manna hafa orðið fyrir tjóni vegna flóða. Úrhellið hefur valdið því að Yangtze-áin hefur flætt yfir bakka sína og hefur yfirborð hennar aldrei áður staðið svo hátt á þessum árstíma. Her- menn og óbreyttir borgarar voru því kallaðir til starfa við flóðavarnir. Irakar vonast eft- ir velvild ÍRAKAR vonast til þess að við- skiptabanni Sameinuðu þjóðanna (SÞ) verði aflétt af þeim eftir að ieir viðurkenndu að hafa fram- leitt sýklavopn til hemaðar. Talið er að með játningunni séu þeir að reyna að einangra Banda- ríkjamenn í málinu í öryggisráði SÞ. Madeleine Albright sendi- herra Bandaríkjanna hjá SÞ sagði að afnám bannsins kæmi ekki til greina og fulltrúi Breta tók undir með henni. Stjórnar- erindrekar segja að það muni taka marga mánuði að ganga úr skugga um hvort írakar hafí eytt sýklavopnum sínum eins og þeir halda fram. Sömuleiðis hafi þeir ekki fullnægt ýmsum ákvæðum vopnahléssamkomu- lagsins í Persaflóastríðinu. IRA kynti undir ófrið FJÓRTÁN lögreglumenn og tveir óbreyttir borgarar slösuðust í uppþotum í Belfast í hverfum kaþólskra í fyrrakvöld. Talið er að írsku hryðjuverkasamtökin IRA og stjórnmálaarmur þeirra, Sinn Fein, hafí kynt undir ófriðn- um. Tilraunir á líkum barna? LEYNILEGAR rannsóknir á áhrifum geislavirkni voru gerðar á beinum mörg hundruð látinna barna í Bretlandi á árunum 1955-70. Þessu var haldið fram í þætti á Stöð-4 sjónvarpsstöð- inni í gær og sagt að opinberar stofnanir hefðu átt í hlut. Af hálfu ríkisins og talsmanna nokkurra stofnanna var fullyrð- ingum um tilraunir af þessu tagi vísað á bug. Ekkja Brez- hnevs látin VÍKTORÍJA Brezhnev, ekkja Leoníds Brezhnevs leiðtoga Sov- étríkjanna, er látin í Moskvu á 88. aldursári, að sögn blaðsins Moskovskíj Komsomolets. Nýr þingfor- seti á Krím ÞINGIÐ á Krím kaus i gær nýjan forseta, miðjumanninn Jevhen Súprúnjúk, í stað Sergej Tsekovs. Súprúnjúk hét því að binda enda á langvarandi deilur yfirvalda á Krím og stjórnar Ukraínu. Bardagar í Kúrdistan ÞRJÁTÍU og flórir kúrdískir skæruliðar og þrír tyrkneskir hermenn féllu í árás hersins á stöðvar skæruliða í suðaustur- hluta Tyrklands í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.